Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 8. MAI 1999 viðtal 9 ll $ SUZUKI ■ f- f"* SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Helgarblað DV í heimsókn hjá fótboltaparinu Stefáni og Magneu af Skaganum: Seldur gegn vilja sínum DV, Kongsvingen____________________ Magnea Guðlaugsdóttir hefur ekki lagt fótboltaskóna á hilluna. Stefán Þórðarson, maður hennar, kastaði skónum. Það gerði hann í fyrsta lagi vegna þess að skórnir voru ónýtir og svo er Magnea ólétt. Þau eiga von á sínu fyrsta bami í ágúst svo í ár verður ekkert úr sparki hjá Magneu. En næsta ár? Já! Magnea og Stefán eru Skagamenn - og ástin kviknaði í boltanum uppi á Skaga. Síðan eru liðin fjögur ár en minnugir lesendur Helgarblaðs DV muna sjálfsagt eftir þeim á forsíðu blaðsins. Nú eru þau í Kongsvinger í Noregi, rétt nýkomin eftir að hafa verið tæpa sex mánuði hjá Brann í Bergen og þar áður tvö ár í Örebro í Svíþjóð. Algert helvíti Stefán er atvinnumaður í knatt- spyrnunni og verður að sæta þeim örlögum sem atvinnumönnum eru búin. Þeir eru seldir fyrirvaralaust og eiginlega eru þau Stefán og Magnea gegn vilja sínum í Kongs- vinger. Lið Brann er á hausnum, tapaði 150 milljónum íslenskra króna á rekstrinum í fyrra og tapið er síst minna í ár. Þess vegna verð- ur liðið að selja alla þá leikmenn sem hægt er að koma í verð. „Þetta var algert helvíti," segir Stefán um reynslu sína í Noregi í vetur. Hann var keyptur til Brann í lok keppnistímabilsins í fyrra þegar við lá að þetta gamla stórveldi í arnir á að komast áfram í atvinnu- mennskunni séu meiri hjá stórliði eins og Brann en hér í Kongsvinger." Salan til Kongsvinger setur strik í reikninginn hjá Stefáni og Magneu. Launin eru að vísu þau sömu en það er ekki það sama að vera í framlín- unni hjá Brann eða Kongsvinger. Er- lend lið fylgjast betur með stóru liðun- um en jjeim litlu. Fyrir Stefán er norska knattspyrnan stökkpallur. Hann ætlar sér lengra og hann tók eitt skref fram á við með því að fara frá Örebro til Brann. Nú verður hann að taka eitt skref til baka. Sá eini sem seldist „Mér hafði gengið vel á æfmgum hjá Brann, hafði skorað í æfinga- leikjunum í vetur og gerði ráð fyrir að vera í framlínunni í sumar. Það er þessi draumur um að vera stjarna í stóru liði. Þess vegna er svekkjandi að vera að fara allt í einu,“ segir Stefán. „Hér er allt miklu minna í sniðum þótt aðstæð- urnar séu góðar og vel hugsað um okkur leikmenn." Stefán getur þó huggað sig við að Brann bauð alla leikmenn sína til sölu en hann var sá eini sem seldist. Lika það að þjálfarinn vildi ekki láta hann fara - en hér eru það pen- ingarnir sem ráða. Og svo á eftir að koma í ljós hvemig Brann spjarar sig án Stefáns. Og ekki það að þau Stefán og Magnea kunni illa við sig í Kongs- vinger. Öðru nær. Þau eru ekki óvön smábæjarstemningu af Skag- anum og það er margt líkt með þess- Fótboltaparið Magnea Guðlaugsdóttir og Stefán Þórðarson takast á um knattspyrnuskóna á heimilinu í Kongsvin- ger í Noregi. Að þessu sinni hafði Stefán betur enda á Magnea von á barni og leikur ekki fótbolta í sumar. DV-mynd Gísli Kristjánsson komi á venjulegan deildarleik. Það þætti gott á Akureyri. Kongsvinger hefur verið 17 ár samfleytt i efstu deild norsku knatt- spyrnunnar. Það er gott hjá liði sem annars hefur úr minnu að spila en liðin úr stærri bæjunum. Þarna ræður áhugi fólks úrslitum. Liðið er stolt bæjarins, rétt eins og ÍA á Skaganum. Tlmbur en ekki sement En þegar Skagamenn skipa út flski og sementi þá setja Kongsving- arar timbur á lestarvagna. Hér liflr fólk af skóginum og timburvinnslu. Kongsvinger er um 150 kílómetra fyrir norðaustan Ósló, langt inni í skóginum nærri sænsku landamær- unum. Bærinn stendur á báðum bökkum árinnar Glommu og var upphaflega bara eitt virki til að verjast bölvuðum ekkisen Svíunum. Hér vantar tvennt sem Skaga- menn hafa. Það er enginn sjór og enginn vindur. Bara áin og logn alla daga. Á Skaganum hefur aldrei ver- ið logn en hér hefur eiginlega aldrei hvesst. En það telst ekki til tíðinda þótt frostið verði 20 til 25 stig að vetrinum og ekki heldur þótt hitinn verði 20 til 25 stig að sumrinu. Því er ekki að heilsa uppi á Skaga. Oviss framtíð Magnea lék með kvennaliði Björne i Bergen síðasta haust. „Þeir hjá Brann hafa vit á að hafa ekki kvennalið," segir Stefán til að stríða Magneu. Það ríkir ekki full eining á heimilinu um gildi kvennaknatt- spymunnar. En Stefán verður á endanum að viðurkenna að hann hefur á röngu að standa. Eftir að bamið er komið í heim- inn í sumar ætlar Magnea að fara að svipast um eftir liði til að leika með. í Kongsvinger er ekkert kvennalið í efstu deild en það er stutt til Óslóar og þar í nágrenninu em lið sem hafa verið á toppnum. Þetta er þó allt óvíst vegna þess að þau Stefán og Magnea geta þurft að fara frá Kongsvinger jafnskyndi- lega og þau komu. Og vona það eig- inlega ef stærra lið en Kongsvinger fær augastað á Stefáni og Kongsvin- ger vill selja hann. Gagnrýnandi á heimilinu Knattspyrnan er sameiginlegt áhugamál á heimilinu. Magnea fer á flesta leiki sem hún kemst á og Stef- án segist fá „rækilega yfirhalningu Til Kongsvinger komu Stefán og Magnea í vetur eftir að Stefán var fyrirvara- laust seldur frá Brann í Bergen. norsku knattspymunni félli úr Úr- valsdeildinni. Þá var boðskapur stjórnenda liðsins að kaupa og kaupa. Eftir áramótin var farið að líta á bókhaldið og þar var allt í mínus. Þá var boðskapurinn að selja og selja. Farinn eftir fimm daga „Ég fékk að vita það á miðvikudags- kvöldi að búið væri að selja mig. Á fóstudegi var búið að ganga frá öllum pappírum og á súnnudegi vorum við komin hingað,“ segir Stefán. „En það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu. Hér er líka gott að vera þótt möguleik- um tveimur bæjum. Magnea segir að fólk vinki þegar það mætist í bíl- um sínum á götunum. Alveg eins og heima á Akranesi. Fótboltabær eins og Akranes Annað er líka eins. Áhuginn á fót- boltanum. Lið Kongsvinger fær hlutfallslega fleiri bæjarbúa á leik en nokkurt annað lið í Noregi. Hér tala allir um fótbolta. Kongsvinger Idrettslag er stolt bæjarbúa og í bæ sem er á stærð við Akureyri þykir ekkert tiltökumál þótt 2.500 manns ræfingar að auki. Aldrei frí og meira segja daginn eftir leik em tvær æf- ingar. „Þetta er of mikið. Leikmennirnir verða að fá að slappa af og gera eitt- hvað annað en að spila fótbolta til að verða ekki leiðir á öllu saman,“ seg- ir Stefán. Magnea tekur undir það. Fótboltinn er áhugamál og það eru forréttindi að geta unnið við áhuga- mál sitt - en það er fleira í lífinu en fótbolti. Gísli Kristjánsson • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita I hurðum • • samlitaða stuðara • eftir leikina" og „nákvæma gagn- rýni á allt sem hann hefur gert rangt!“ „Það er gott að hafa sameiginlegt áhugamál og við sitjum saman fyrir framan sjónvarpið og horfum á leiki. Knattspyrnan er hins vegar ekki allt. Það er fleira í lífinu en bara fótbolti," segir Stefán. Boltinn tekur þó næstum allan hans tíma og norsk lið eru fræg fyr- ir að láta leikmenn æfa meira en þekkist í öðrum löndum. Átta æfing- ar á viku, einn leikur og svo styrkta- JiMJNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á fslandi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.