Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 éttir Kosið til Alþingis íslendinga í dag: Yfir 200.000 á kjörskrá 17.700 nýir kjósendur - 10,1% fækkun á Vestfjörðum Um 202 þúsund íslendingar eru á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosn- ingarnar í dag, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem fjöldi á kjörskrá I alþingiskosningum fer yfír 200 þús- und manns. Af þessum 200 þúsund- um eru 17.700 manns nýir kjósendur eða 8,8%. Fjölgun manna á kjörskrá á land- inu öllu nemur 5% ef miðað er við kosningarnar 1995. Fjölgunin er mest í Reykjaneskjördæmi, 12,6%. Munar þar mest um fjölgun kjör- gengra manna í Kópavogi, 26,5%, Kjalarnesi (Reykjavík), 25,6%, Bessastaðahreppi, 22,1%, og Mos- fellsbæ, 17,6%. Um 27% allra kjör- gengra manna á íslandi búa í Reykjaneskjördæmi. í Reykjavík nemur fjölgun á kjör- skrá 6,2% en þar búa tæp 41% kjós- enda. I Reykjavík og Reykjanesi búa samtals um 68% kjósenda landsins. 4558 Kjósendur á bak við hvern þingmann 2409 Myndin á Netið Erótíska tímaritið Bleikt og blátt var, eins og frægt er orðið, stöðvað í prentsmiöju fyrir nokkru þar sem | falsaðar myndir af þjóðþekktum kon- um voru í blaðinu. Forráðamenn I blaðsins töldu ofúrviðkvæmt að setja blaðið í umferð með þessum hætti og var því gripið til þess ráðs að senda þaö rakleiðis á haugana. Nýtt upplag var prentað og er talið að mikill kostnaður hafi hlotist af vegna þessara „mistaka", eins og stjómarfor- maður Fróða, Magnús Hreggviðsson, | orðaði það. Tókst þó ekki að koma í veg fyrir að umrædd mynd birtist | hverjum sem er en hún er löngu orð- in vinsælasta myndin á Netinu og gengur i tölvupósti manna í millum. Fer hins vegar fáum sögum af því hver það var sem kom henni á Netiö... Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðlr Noröurland Noröurland Austurland Suðurland vestra eystra ' " %■_ (“J Breytingar á kjörskrá - tölur í % r*í\ \ \,-r \ ’^C/H J -4,9 y i +22 rí : "\ .X J' -°'2 Fækkun á kjörskrá er langmest á Vestjförðum, 10,1%. Þá hefur íbúum á kjörskrá fækkað um 4,9% í Norðurlands- kjördæmi vestra og 4,2% á Austfjörðum. Fjölgun og fækkun á kjörskrá í kjördæm- um landsins má sjá á meðfylgjandi grafi. Sé miðað við fjölda á kjörskrá og fjölda þingmanna í hverju kjördæmi kemur í Ijós að á bak við hvern þingmann í Reykjavík eru 4.335 manns á kjör- skrá. Á Reykjanesi eru 4.558 manns á kjörskrá á bak við hvern þingmann, 1.957 á Vesturlandi, 1.140 á Vestfjörðum, 1.369 á Norð- urlandi vestra, 3.169 á Norður- landi eystra, 1.730 á Austurlandi og 2.409 á Suðurlandi. Á þessu sést að hver kjörgengur íbúi Vestfjarða vegur fjórum sinn- um meira en íbúar Reykjaness og Reykjavíkur. Kjörfundur er frá kl.09.00 til 22.00. Búast má við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl. 22. -hlh Skoðanakönnun Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir við verðlaunabílinn í Vísisleiknum, Daewoo Hurrcane. Kristín Ástríður fékk Vísisbílinn: Vinirnir ólmir að komast á rúntinn „Ég er hæstánægð með bílinn. Ég hef aðeins ekið honum og líst mjög vel á. Vinirnir eru spenntir að koma með mér á rúntinn og ég sé ekki fram á annað en að ég verði að taka mér frí úr vinnu ef ég á að rúnta með þá alla á næstunni," sagði Kristín Ástríður Ásgeirsdótt- ir, 26 ára, sem vann Daewoo Hurricane, kraftmikinn sportbíl, í afmælisleik Vísis.is á dögunum. Kristín var í London þegar bíll- inn var dreginn út, síðasta vetrar- dag, en fékk hann afhentan í fyrra- dag. Lánið lék svo sannarlega við Kristínu, sem er daglegur gestur á Vísi.is, en tugþúsundir skráninga bárust í Vísisleiknum. Kristín á eldri bíl og hyggst selja hann í gegn um smáauglýsingar DV og halda nýja bílnum. „Það fer mjög vel um mig i bíln- um og ég get ekki hugsað mér ann- að en eiga hann.“ -hlh Veðurklúbburinn Dalvík: Sumarið verður gott Styrmis Skoðanakönnun DV komst næst kosningaúrslitum fyrir síðustu alþing- iskosningar. Svo nákvæm var könn- unin að fylgi tveggja stjómmálaflokka mældist nákvæmlega upp á prósentu- stig í könnuninni. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á þeim sem telja sig gera faglegustu skoðanakannanim- ar því að Morgun- blaðiö birti í gær baksíðufrétt um skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir blaðið. í greininni segir að könnunina framkvæmdi áöumefnd stofnun „fyrir Morgunblaðið í gær“. Annað er hins vegar uppi á teningn- um hjá þeim félögum Matthíasi Jo- hannessen og Styrmi Gunnarssyni, ritstjórum blaðsins, því í leiðara blaðsins segir að Félagsvísindastofn- un hafi gert könnun fyrir Morgun- blaöið „í gær og í fyrradag...“... Hörður í Háskólaráð Hinn heimspekilegi háskólarektor, Páll Skúlason, hefur nú ástæðu tii að horfa björtum augum á aukin tengsl Háskólans við at- vinnulífíð. Skv. heim- ildum sandkorns mun hinn sólbrúni forstjóri Eimskips, Hörður Sigurgests- son, verða fulltrúi Björns Bjarna- sonar mennta- málaráðherra í Háskólaráðinu þegar það verður skipað til tveggja ára skömmu eftir kosningar. Sjá menn fyrir sér aukin völd og áhrif Háskólaráðs og góðæri í hinni háu menntastofnun. Háskóla- menn eru sagðir með dollaramerki í augunum vegna innkomu Harðar... Óvissa um hús Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva fer fram í lok maí. íslendingar hafa ekki alltaf riðið feitum hesti frá keppninni en skástur árangur varð þegar Sigríður Bein- teinsdóttir og Grét- ar Örvarsson sungu lagið Eitt lag enn og höfnuðu í fjórða sæti. Þátttakanda íslands í ár, Selmu Björnsdóttur, er spáð góðu gengi í keppninni. Hins vegar telja menn að hálfgert vand- ræðaástand muni skapast hér á landi ef ísland ber sigur úr býtum þar sem ekkert hús rúmi áhorfendafjölda sem þann sem fylgist með söngvakeppn- inni. Hefur einna helst verið hortl til Sundahafnar í þeim efnum þar sem tónleikamir yrðu undir berum himni og bæði yröi selt í stæði og sæti... DV, Dalvík: FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni „Það er blessuð blíðan og bæirnir allt í kring,“ Þannig hefst veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir maí- mánuð. „Veðrið í mánuðinum verð- ur í heild gott. Hiti yfir meðallagi, þó svo allir dagar verði ekki hlýir. Sunnanhlýindi á kosningadaginn og vonandi úrslitin eins góð og veðrið. Tvo daga í maí gránar aðeins en hverfur um morguninn. Örlítil slydda kringum hvítasunnuna." -HIÁ Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.