Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 UV 26 &gt fólk n -k -jír---------- Erla Svanhvít Guðmundsdóttir og Ásgeir Pétur Bjarnason fóru til Portúgals í fyrra og voru þar við sjálfboðastörf en í sumar taka þau á móti hópi frá Portú- gal sem ætlar meðal annars að gróðursetja tré í Þórsmörk. Að gera eitthvað af viti Sjálfboðaliðamiðstöðin í Portúgal. Þar geta þeir sem þurfa á aðstoð eða fé- lagsskap að halda leitað athvarfs. Krakkamir í UngmennadeUd Reykjavíknrdeildar Rauða krossins hafa tekist á við ýmis verkefni sem byggja á því að vinna eftir markmiðum Rauða krossins. Þau mynda ýmsa hópa sem hver um sig hefur það verk- efni að láta gott af sér leiða. Svo dæmi séu tekin er sérþjálfaður skyndihjálparhópur innan deild- arinnar sem fer á útihátíðir, tón- leika o.s.frv. og sér um að heilsu fólks sé ekki ógnað. Félagsmála- hópur vinnur að félagslegum verkefnum, eins og að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Ungt fólk í Evrópu (Youth for Europe) er verkefni á vegum Evr- ópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Því er ætlað að efla ungmennaskipti á miili Evrópulanda. Markmið ung- mennaskiptanna er fyrst og fremst að kynna ungu fólki menn- ingu annarra Evrópuþjóða, efla víðsýni þess og þekkingu á evr- ópskri menningu og 'aö gefa því tækifæri til að öðlast reynslu í al- þjóðlegum samskiptum. Þau Erla Svanhvít Guðmrmdsdóttir og Ás- geir Pétur Bjamason vinna með alþjóðahópi innan Ungmenna- deildarinnar og fóru í fyrra fór aðstoð UFE til að kynna sér sjálf- boðamiðstöðvar í Portúgal. Eldra fólkið syngur og dansar „Við fórum út til Cargarellos, sem er smábær rétt fyrir utan Lissabon, og heimsóttum sjálf- boðamiðstöð. Markmiðið var að kynnast menningu þjóðarinnar, vinna sjálfboðavinnu og skoða landið." Er ólíkt hvað gert er í sjálfboða- vinnu í Portúgal og á íslandi? „Það sem einna helst er frá- brugðið er að þar er fíkniefna- neytendum veitt aðstoð. Þeir koma í miðstöðina sjálfviljugir og hvílast og fá að borða, en þurfa ekki að borga neitt fyrir. Á staðn- um er líka blönduð starfsemi. Þar eru börn, gamalmenni, fíknieftia- neytendur og þroskaheftir. For- eldrar koma með börn sín og þau eru i pössun í miðstöðinni. Eldra fólkið nýtir sér húsið eins og fé- lagsmiðstöð, þangað sem þau koma og spila, syngja og dansa. Fíkniefnaneytendurnir eru meira út af fyrir sig. Það er vitaskuld reynt að halda þessu aðskildu,“ segir Erla. Sáu lík sjálfsmorðingja „Við vorum sautján í för, meö leiðbeinendum. Ég var í því að passa litlu krakkana og kenna þeim íslenska leiki. Þau höfðu mjög gaman að því,“ segir Erla. Ásgeir segir hins vegar hróðugur frá því að hann hafi kennt gamal- mennum að syngja og dansa. „Það Vcir argasta snilld,“ segir hann. „Við skiptumst á. íslendingamir sungu á íslensku og dönsuðu með, en síðan tóku þau við og kenndu okkur portúgalska söngva og dansa.“ Ásgeir og Erla eru sammála um að af þessu hafi verið hin besta skemmtim. En var ekki eitthvað óvenjulegt sem kom upp á? Eitt- hvað sem þau höfðu ekki upplifað áður? „Við sáum lík,“ segja krakkarn- ir báðir í einu. „Það var maður sem hafði notað þá tryggu sjálfs- morðsaðferð að henda sér fyrir lest. Líkið var að vísu komið í poka þannig að við fengum ekkert taugaáfall, en þetta er þó nokkuð sem ekki sést hér á hverju götu- horni.“ Allir að safna peningum Er önnur ferð á döfinni? „Við ætlum að vera heima í ár og taka á móti hópi sjálfboðaliða frá Portúgal nú í ágúst. Þá vinna þau innan Reykjavíkurdeildarinn- ar sem sjálfboðaliðar. Við ætlum að fara með þau I Þórsmörk, þar sem unnið verður að gróðursetn- ingu og fleiru. Við ætlum að vera með götuleikhús á Ingólfstorgi, sem líklega verður í samvinnu við götuleikhús Hins hússins." „Þetta er rosaleg vinna. Bæði að taka á móti svona hópi og fara út til útlanda. Þetta krefst skipulagn- ingar og fyrst og fremst mikillar fjáröflunar. Það er líka erfitt að standa í fjáröflun í dag. Það eru allir að gera eitthvað og allir að gera það sama, þannig að það er voðalega litið eftir. Við höfum safnað dósum, þvegið bíla, selt klósettpappír og vorum með 17. júní tjald í fyrra. Það verðiun við með aftur í sumar og höldum ótrauð áfram fjáröfluninni.“ Krakkarnir eru sammála um að það sé gaman að vera í góðum fé- lagsskap við það að gera eitthvað af viti. Það sé gaman að láta gott af sér leiða ef maður hefur tæki- færi til þess. Erla Svanhvít ætlar greinilega að halda því áfram, þar sem hún stefnir á nám í hjúkrim- arfræði í haust. Þar koma líknar- störfin við sögu aftur. Ásgeir get- ur hins vegar hugsað sér að verða leikari og líkna fólki með því að skemmta því. Það er auðvitað ekki síður mik- ilvægt. Upplýsingar fyrir áhuga- sama Skipulagðir hópar ungmenna, 10-15 manns, geta sótt um styrki til ungmennaskipta. Einstaklingar eru ekki styrktir. Ef hópur sækir um styrk til fjölþjóða ungmenna- skipta (þar sem fjórar eða fleiri þjóðir eiga hlut að máli) getur heildarfjöldi þátttakenda orðið allt að 60 manns. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 15-25 ára og búsettir í einhverju aðildarlanda ESB/EES. Ábyrgðarmaður hóps- ins þarf að vera tvítugur eða eldri. Ungt fólk í Evrópu, UFE á íslandi, er verkefni á vegum menntamála- ráðuneytis, en framkvæmd þess er samstarfsverkefni ráðuneytis- ins og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Nánari upplýsingar í Hinu húsinu. -þhs ... í prófíl Kjartan, spunaleikari m. meiru. Fullt nafn: Kjartan Guðjóns- son. Fæðingardagur og ár: 2. febrúar, 1965. Maki: Svava Ingimarsdóttir. Böm: Steinar, 5. ára. Starf: Leikari. Skemmtilegast: Þessa dag- ana Playstation. Leiðinlegast: Að skoða fast- eignir. Uppáhaldsmatur: Allur matdr sem ég elda. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): O.K., næsta spuming. Fallegasta röddin: Ámi Pét- ur Guðjónsson. Uppáhaldslíkamshluti: Efri lærvöðvinn. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjóminni: Hlynntur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Tinna. Uppáhaldsleikari: Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjama- son. Uppáhaldstónlistarmaður: Julio Iglesias. Sætasti stjómmálamaður- inn: Jóhanna Sigurðardóttir. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: 60 mínútur. Leiðinlegasta auglýsingin: La, la, la, la, la, lasagna. Leiðinlegasta kvikmyndin: Showgirls. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Eva Maria Jónsdóttir og j Hjálmar Hjálmarsson. Uppáhaldsskemmtistaðxu-: Kaffi París á sumrin. Besta „pikköpp“-línan: Komdu í sleik. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Flug- stjóri. Eitthvað að lokum: Mundu að kjósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.