Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 29 Ólafur Hannibalsson: „Margir fóru heim að sofa um þetta leyti og standa ef- laust enn í þeirri trú að ég sé á þingi.“ Stefanía Traustadóttir: „Það var mikið hringt, og þá sérstaklega f foreldra mína.“ Hver kom annars inn í staöinn fyrirþig? „í þessum kosningalögum er ekki hægt að vita fyrir víst hver kemur í staðinn fyrir hvem, því hver maður inni hróflar við allri stöðunni. En mér skilst að Sighvatur Björgvins- son hafl einungis verið með þrjátíu og fimm atkvæðum fleiri en ég,“ segir Pétur en hann er í framboði í ár og kýs að sjáifsögðu sjáifan sig. Stefanía Traustadóttir var í öðru sæti á lista Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra 1991 Fór í beina útsendingu „Mig minnir að ég hafl verið inni strax þegar íyrstu tölur komu,“ seg- ir Stefanía Traustadóttir félags- fræðingur, sem var í öðru sæti á lista Alþýðubandalgsins í Norður- landskjördæmi eystra. Hvernig leiö þér þessa tvo klukku- tíma sem þú varst þingmaóur? „Það lá nú fyrir frá upphafi að þetta yrði ekki niðurstaðan. En það sem mér þótti merkilegast við þetta var að ég þurfti að hlaupa í skarðið fyrir Steingrim J. Sigfússon. Hann var í fyrsta sæti en fylgdist með kosningunum í Þistilfirði og þar sem ég var á Akureyri þurfti ég að fara í myndverið þar til að tala fyr- ir hönd flokksins í beinni útsend- ingu. Var þar með mönnum á borð við Halldór Blöndal og fleirum og það þótti mér meira mál en að vera þingmaður í þessa tvo tíma.“ Þaö hefur tekiö meira á taugarn- ar? „Já. Mér er sjónvarpsútsendingin í rauninni meira minnisstæð. Að þurfa að vera í þessu hlutverki i beinni útsendingu," segir Stefanía og hlær. En var ekki mikið hringt til aö óska þér til hamingju? „Jú. Það var mikið hringt og þá sérstaklega í foreldra mína. Frænd- fólkið vildi auðvitað ræða þessi mál og pabbi gerði mikið grín að þessu. Hann var farinn að svara með því að segja: „Alþingi, gott kvöld.“ Og þetta þótti allt mjög skemmtilegt." Hver var þaó svo sem tók sœtið þitt? „Mig minnir að það hafi verið Kristinn H. Gunnarsson sem kom inn sem uppbótarþingmaður,“ segir Stefanía, en hún heldur enn tryggð við Steingrím og er honum nærri því i ár er hún sjötti maður á lista Vinstri-grænna í Reykjavík. Jörundur Guðmundsson var í þriðja sæti á lista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi 1995 Mjög slæm tilfinning „Ég held ég hafi verið inni í eina eða kannski tvær mínútur," segir Jörundur Guðmundsson mark- aðsstjóri, en hann var í þriðja sæti hjá Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi árið 1995. Mannstu klukkan hvaö þetta var? „Þetta var bara strax þegar fyrstu tölur komu um tíuleytið. Það urðu einhver mistök varðandi tölurnar, vitlaust slegið inn í tölvu eða eitthvað svoleiðis og allt í einu var Þjóðvaki bara kominn með Hársnyrtistofan Opus óskar eftir að ráða duglegan og reglusaman hársnyrtisvein \ hálfs dags starf, frá og með mánaðarmótum júlí - ágúst. Umsóknir með upplýsingum um síma, aldur, starfsreynslu og meðmœli sendist til: Hársnyrtistofan Opus Breiðumörk 2, 810 Hveragerði þrjá þingmenn á Reykjanesi," seg- ir Jörundur og minnst þess að hann var akkúrat að klæða sig í buxur þegar hann heyrði fyrstu tölur. „Ég stóð frammi á stigapall- inum heima og var með annan fót- inn í skálminni þegar ég var allt í einu kominn á þing og það lá við að ég dytti um koll við tilhugsun- ina.“ Og hvernig tilfmning var þaö aö vera þingmaöur í tœpar tvœr mín- útur? „Hún var mjög slæm því ég ætl- aði mér aldrei að verða þingmaður og sá fyrir mér að vera fastbund- inn næstu fjögur árin.“ Náöi einhver aö hringja í þig til að óska þér til hamingju á þessum mínútum? „Nei. Eða jú, konan mín hringdi. Hún var að vinna þetta kvöld og var ekki með sjónvarp en það voru einhverjir sem óskuðu henni til hamingju með mann- inn.“ Fór einhver inn í þinn staö? „Nei. Þetta voru bara byrjunar- mistök hjá einhverjum tölvuköll- um held ég og niðurstaða kosning- anna varð að Þjóðvaki fékk einn landskjörinn þingmann, hann Ágúst Einarsson." Jörundur Guðmundsson er ekki í framboði í ár en kýs Samfylking- una. Arnþrúður Karlsdóttir: „Ég var inni meira og minna alla nóttina." Jörundur Guðmundsson: „Ég held ég hafi verið inni í eina eða kannski tvær mínútur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.