Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 30
30 %elgarviðtalið LAUGARDAGUR 8. MAI 1999 „Ég held aö ég sé fæddur blaða- matur,“ segir Franklín Steiner og teygir úr sér viö eldhúsborðið í ein- býlishúsi sínu í Hafnarfirði og veif- ar til nágranna sem á leið fram hjá glugganum. „Ég var aðeins fimm daga gamall þegar ég komst á forsíð- ur heimspressunnar fyrir að vera yngsti maðurinn sem flogið hafði yfir Atlantshafiö." Kominn af indíánum og prestum Hér er Franklín Steiner að vísa til þess er hann flutti til Bandaríkj- anna með móður sinni og fóður sem hafði gegnt herþjónustu á Keflavík- urflugvelli. Faðir hans starfaði sem bryti í mötuneyti hersins og var af ósviknum indíánaættum. Móðir hans var hins vegar komin í beinan karllegg út af dómkirkjuprestinum í Reykjavík. Franklín ber augljós merki uppruna síns: Hann lítur út eins og indíáni og talar eins og prestur. Honum er heitt í hamsi þegar hann ræðir um nýuppkveð- inn héraðsdóm í máli sem hann höfðaði vegna meintrar ólögmætrar handtöku sem átti sér stað í Kópa- vogi í viðurvist ungs sonar hans. Franklín fékk engar bætur því „...handtaka lögreglunnar á stefn- anda að þessu sinni hefur engan veginn aukið við þá hneisu og skömm sem stefnandi sjálfur hefur vakið á sér með því að miðla fikni- efnum eins og hann hefur marg- sinnis verið dæmdur fyrir,“ eins og segir í dómsorði Páls Þorsteinsson- ar héraðsdómara. „Þetta mál snertir ekki bara mig. Þetta snertir alla landsmenn. Þetta er mannréttindamál og það verður fólk að skilja. Þegar yfirvöld leyfa sér að taka einn mann út og veita honum sérmeðferð fyrir utan lög og rétt í dómsmálum þá er stutt í harð- stjómina. Hvað gera þessir menn næst? Miðað við niðurstöðu þessa dóms þyrfti að smíða nýja stjórnar- skrá sérstaklega fyrir mig þvi sú gamla á bersýnilega ekki við þegar ég á í hlut. Ég hef tekið út mína refs- ingu og á að njóta sömu mannrétt- inda og aðrir þó ég heiti Franklín Steiner. Þetta er hneisa fyrir dóm- arastéttina og þetta á eftir að fai lengra, ef það er þá hægt í þess hottintottalýðræði þar sem valdhafarnir eru ekkert annað en „low down hillbillies", segir Franklín og bætir því við að hann sé orðinn þreyttur á því að vera í hlutverki þjóðfélagsgrýlunnar. Aðrir hafi verið mikli umsvifameiri í flkni- efnaheiminum en hann og líkast til hefði hann sloppið Faðir og sonur: Franklín Steiner, húsið og bfllinn. betur hefði hann heitið venjulegu íslensku nafni. „Hér eru fordómar gagnvart öllu sem útlenskt er. Hvað hefur Sævar Ciesielsky ekki þurft að líða? Hann er líka með útlent ættarnafn." Útrýma neyt- enaum - ekki sölumönnum Franklín Steiner segir að barátta stjórnmála- manna og yfir- valda gegn flkni- efnum sé dæmd til að mistakast. Fíkniefni hafi fylgt mannkyn- inu frá örófi alda og það sé heldur seint að staklega þegar menn byrji á vitlaus- um enda: „Það er alltaf verið að eltast við sölumennina en þeir verða alltaf til á meðan eftirspurn- in eftir fíkniefn- gripa taumana núna; sér- Franklín Steiner og Abraham Joab. DV-myndir GVA þarf að byrja á því að útrýma neytendunum, þá hverfa sölu- mennirnir af sjálfu sér. Þetta er einfaldlega spurning um framboð og eftirspurn. Sá sem býðir besta efnið á hagkvæmasta verðinu verður ofan á í flkniefnaheimin- um jafnt sem annars staðar. Þetta eru einfold viðskiptalögmál. Og við framsóknarmenn, sem hafa sett baráttuna gegn sölumönnum dauðans á oddinn, vil ég segja þetta: Byrjið á því að loka áfengis- og tóbaksverslunum ríkisins. Fíkniefnin hafa ekki lagt að velli nema brot af þeim ungmennum sem áfengið hefur hneppt í þræls- greip sína. Þessi tvískinnungur er hlægilegur. Ég er ekki með slæma samvisku vegna fíkniefnasölu minnar á meðan þessir háu herr- ar halda uppi hluta af ríkisbákn- inu með áfengissölu sinni. Ég sef vel og iðrast einskis." Sjálfur segist Franklín Steiner vera hættur i dópinu fyrir löngu. Hann hvorki neyti né selji fikni- efni lengur. Vegna reynslu sinnar sé hann að sjálfsögðu hafsjór af fróðleik um fíkniefni og verkan þeirra og gæti vel hugsað sér að miðla þeirri þekkingu arra; taka þátt í forvarnarstarfi meðal unglinga: „Ég veit ekki hvernig menn myndu taka þvi færi ég að ferðast á milli grunn- skóla og predika," segir Franklín. „Ég myndi líklega gera það á nýj- um og áður óþekktum nótum og er ekki viss um að það félli i kramið hjá þröngsýnum yfirvöld- um.“ Skurðlæknir með greindarvísitölu 130 Franklín Steiner segir að flestir væru komnir undir græna torfu hefðu þeir þurft að þola það sem hann hefur mátt ganga í gegnum undanfarin ár vegna málareksturs- ins gegn sér. En sér líði reyndar betur en hann hafi átt von á. Barnavemdaryfirvöld hafa reynt að taka af honum ungan son og eldri sonur hans og alnafni hrökkl- aðist frá námi vegna eineltis sem hann var lagður í vegna föður sins. Sá starfar nú á dekkjaverkstæði. Franklín hefur margsinnis verið sendur í geðrannsókn og greindar- próf og segir að þar hafi sér gengið vel: „Ég er með greindar- visitölu upp á 130 sem þykir bara gott. Reyndar dreymdi mig um að verða skurðlæknir þegar ég var ungur Sterk viðbrögð lögmanna við „dómi vikunnar": Dómarinn sagði í raun að maðurinn nyti ekki réttarverndar til jafns við aðra Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það í vikunni að dæma rík- ið til að greiða Franklín Steiner skaðabætur fyrir ólögmæta hand- töku í Kópavogi i október 1997. Orðalag dómsins hefur kallað fram sterk viðbrögð á meðal lögmanna. í niðurstöðu dómsins segir m.a.: „Handtaka lögreglunnar á stefn- anda að þessu sinni hefur engan vegin aukiö við þá hneisu og skömm sem stefnandi sjálfur (Franklín) hafði áður vakið á sér með því að miðla flkniefnum eins og hann hefur margsinnis verið dæmdur fyrir . . . Ómælt tjón er hann hefur valdið þjóð sinni með eiturlyfjasölu er meira en svo að miskabætur til hans frá íslenska ríkinu séu réttmætar.... Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. er einn þeirra sem hefur skoðað dóminn sérstaklega: „í forsendum dómsins kemur fram að dómarinn telur að handtakan hafi verð ólög- mæt og þess vegna sé skaðabótaskylda fyrir hendi,“ sagði Jón Steinar við DV. „En dómarinn virðist hins vegar sýkna ríkið af kröfu mannsins (Franklíns) um miskabæt- ur á þeirri forsendu að lífs- hættir hans hafi ekki verið dómaranum eða eftir at- Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. vikum samfélaginu að skapi. Að mínum dómi er það fjarstæðukennt að unnt sé að synja borgara um bætur vegna ólögmætra lögregluaðgerða gegn hon- um á slíkum grundvelli. Með því er dómarinn í raun og veru að segja að þessi maður njóti ekki rétt- arverndar á borð við aðra vegna þess að hann hafl ekki hagað lífi sínu á þann hátt sem menn almennt ættu að gera. í þessu vh’ðist felast að lögreglan hafi sérstaka heimild til afskipta og valdbeitingar gagnvart þessum manni sem hún ekki hefur gagn- vart öðrum. Það vekur áhyggjur að handhafar dómsvalds á íslandi skuli geta komist að niðurstöðum af þessu tagi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.