Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Skálmöld skála Iðnskólinn i Reykjavík hefur verið undirlagður af deilum kennara og skólameistara undanfarin misseri. Menntamálaráðherra hefur skorist í leikinn með að- gerðum sem miða að því að koma samskiptum manna í eðlilegt horf. Á innfelldu myndunum eru Ingvar Ásmundsson skólameistari og Guðni Kolbeinsson, formaður stjórnar kennarafélagsins, en sá síðarnefndi hefur nú sagt upp. Ófriðurinn í Iðnskólanum í Reykjavík á sér nokkurra missera sögu. Hann hefur þó aldrei verið meiri en nú, eftir að við lá að til átaka kæmi miUi Ingvars Ásmunds- sonar skólameistara og Egils Guð- mundssonar, deildarstjóra hönnun- ardeildar skólans, á kennarafundi nýverið. í kjölfarið fór fram, undir- skriftasöfnun kennara, sem jafn- framt ræddu hugmyndir um frekari aðgerðir til að mótmæla málflutn- ingi skólameistara. Þeir kærðu framkomu hans og fundarstjóm til menntamálaráðherra og báðu hann um að gera „viðeigandi ráðstafan- ir.“ Menntamálaráðherra brást við með því að útvíkka umboð fulltrúa ráöuneytisins í svokölluðum stýri- hópi. Það tekur því ekki aðeins til atriöa eins og athugunar á stjórn- skipulagi skólans, heldur einnig til atburða eða samskipta líðandi stundar, þ.e. persónulegra erja og átaka sem kunna að koma upp. Þannig er málum nú komið í skóla sem hýsir tæplega 2000 nemendur og um 130 kennara. Tilfærsla undirrótin Sú senna sem staðið hefur sleitu- laust milli kennara og skólameist- ara Iðnskólans undanfarin misseri á rætur í auknum völdum frá ráðu- neyti til skóla hvað varðar launa- greiðslur til starfsfólks. Sú breyting átti sér stað við síðustu kjarasamn- inga. Kennarar í Iðnskólanum voru óánægðir með að skólameistari liti á það sem sitt hlutverk að túlka samningana. Þar kom að þrir trún- aðarmenn Hins íslenska kennarafé- lags og Kennarasambands íslands sögðu af sér sem trúnaðarmenn vegna samstarfsörðugleika milli þeirra og skólameistara. Formaður kennarafélagsins, Halldór Hauks- son fór með trúnaðarmennsku til vors ‘98. Sem trúnaðarmaður beitti hann sér fyrir ýmsum réttindamál- um kennara, en var ekki endurráö- inn við skólann um haustið. Hann hafði ekki réttindi, en í hans stað voru ráðnir tveir leiðbeinendur. Ekki bætti úr skák aö vorið 1998 bannaði skólameistari kennurum að vera viðstaddir eigin próf. Sú að- gerð átti að minnka launakostnað en var dæmd ólögleg með ráðherra- úrskurði. í ráðuneytisbréfi þar að lútandi var athygli skólameistara vakin á því að honum bæri að fara eftir gildandi kjarasamningum á hverjum tíma, þannig að komast mætti hjá málaferlum. Hann segir að túlkun ráðuneytisins á málinu hafi legið fyrir i april, en ekki borist sér fyrr en í júlí. Vegna illindanna hafði starfs- mannafélagiö gripið til þess ráðs að skipa fólk í allmargar nefndir sem fjalla skyldu um ágreiningsmál inn- an skólans. M.a. skipuð nefnd úr röðum kennara sem vinna skyldi að því að fá Halldór aftur, svokölluð „Halldórsnefnd". Skólameistari réð hins vegar sérlegan sáttasemjara, Þórö Vigfússon. Sáttaumleitanir Þórðar fóru einkum þannig fram aö hann tók menn tali á göngum skól- ans, einn í einu, en sú aðferð skilaði ekki nægum árangri. Svo mikill var hitinn í mönnum þegar þarna var komið sögu að kennarar og nemendur fóru að leita ásjár menntamálaráðherra og kenn- arar leituðu einnig til kennarasam- takanna. Ráðherra sendir Hauk Enn hélt ágreiningurinn um kjaramál áfram, auk þess sem róö- urinn fyrir að fá Halldór Hauksson aftur til starfa var hertur að mun. Á fundi sem skólanefnd átti með skólameistara um það mál lagði einn nefndarmanna fram bókun þar sem talað var um „forkastanleg vinnubrögð, þar sem valdníðsla og embættishroki hrekja mann úr skólanum vegna trúnaðarstarfa sinna í hagsmunabaráttu kennara". Er liða tók á sl. haust tilkynnti menntamálaráðherra skólayfirvöld- um Iðnskólans að látin yrði fara fram úttekt á ýmsum þáttum í innra starfi skólans. í tilkynning- unni var tekið fram að Haukur Ingi- bergsson hefði veriö valinn til starfans og myndi hann taka saman skýrslu um málið. Um skeið leit út fyrir aö lausn og sættir lægju í loftinu, þegar Ingvar skólameistari féllst á að Halldór Hauksson kæmi til starfa við skól- ann aftur. „Halldórsnefndinni" þótti þó vissara að láta skólameist- ara undirrita plagg sem staðfesti þetta. Eins féllst Ingvar á að skipuð yrði samráðsnefnd með þremur frá kennurum og fulltrúum frá stjórn- endum skólans. Vonuðust nú marg- ir til að öldur lægði og starfsfriður kæmist á í skólanum. Ráðherra lætur ógilda gjörning Það gekk þó ekki eftir, því enn blossuðu deilurnar upp í október- mánuði. Ástæðan var sú að kennar- ar töldu að skólameistarinn hefði ekki staðið við skriflega samning- inn, hvorki hvað varðaði Halldór né samráðsnefndina, þegar í ljós kom aö skólameistari ætlaði að sitja einn af hálfu stjórnenda á fyrsta fundi hennar. í þessari hrinu sagði stjórn kennarafélagsins af sér í einu lagi og nokkrir kennarar knúðu dyra hjá menntamálaráðherra til að kynna honum stöðu mála. Skömmu síðar dreifði skólameistari plöggum til kennara sem á stóð að hann teldi sig hafa farið eftir umræddu sam- komulagi að öllu leyti og harmaði málatiibúnað fulltrúa kennara. Ný stjóm kennarafélagsins hafði nú verið kjörin með Guöna Kol- beinsson í fararbroddi. Þá hafði ver- ið gripið til þess ráðs að leita til hagsmunafélaga kennara eftir fólki til að gegna trúnaðarstörfum fyrir starfsmenn. Tvær stórkanónur tóku starfann að sér, þau Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands íslands, og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafé- lags. Þau eru trúnaðarmenn kenn- ara nú. Á þessum tíma hafði annað mál verið í fullum gangi innan skólans. í kjölfar ágreinings hafði skóla- meistari sent yfirmanni bókasafns Iðnskólans bréf, dagsett í september ‘98. Þar var honum til- kynnt að verkskipt- ingu á safn- inu yrði b r e y t t þannig að frá og með næstu mánaðamótum yrði nýr mað- ur settur yfir, undir starfstitlinum „skipulagsstjóri“. Bókasafnsstjór- inn skyldi verða óbreyttur bóka- safnsfræðingur undir stjóm hins. Þama reyndust vera ýmis ljón á veginum, því yfirmaðurinn var fag- lærður en „skipulagsstjórinn" ekki. Málið fór til ráðherra, sem bauð skólameistara þá þegar að ógilda þessar tilfærslur á starfsmönnum, enda gengu þær beinlínis gegn reglugerð um starfslið skóla. Svört skýrsla Næsta skref menntamálaráð- herra til að freista þess að koma skólastarfi Iðnskólans í viðunandi horf var að senda utanaðkomandi aðila til að draga upp heildarmynd af stjómunarferli i skólanum og at- huga stjómskipulag og samskipta- ferli innan hans. Skýrsla í kjölfar þessarar athugunar var hreint ekki fógur. Eftir viðtöl við starfsmenn og nokkra nemendur í skólanum var niðurstaðan m.a. sú að réttar boö- leiðir væru sniðgengnar, skóla- meistari heföi tekið fram fyrir hendumar á millistjórnendum, skólaráð væri „nánast óvirkt", kennarafundir eins konar „af- greiðsluapparat" og skólanefnd fundaði „frekar sjaldan". Fagleg umræða og umbætur virðast hafa vikið fyrir umræðu um fiármál og kjaramál. Mikil miðstýring valdi því að kennarar og millistjórnendur hafi misst áhuga á umbótastarfi þar sem nánast allar ákvarðanir þurfi að bera undir skólameistara. Hann sendi ráðuneytinu athugasemdir við skýrsluna í 16 liðum. í kjölfar þessa áfellisdóms skipaði menntamálaráðherra fyrrgreindan stýrihóp með Jón Gauta Jónsson í fararbroddi. í hópnum eru einnig formaður skólanefnd- ar, fulltrúi kennara, skólameistari og full- trúi nemenda. Stýri- hópurinn var rétt kominn á koppinn þegar atgangurinn varð á kennarafund- inum umrædda milli skólameistara og Eg- ils deildarstjóra. Hinn síðarnefndi hefur fengið sex samkennara sína til að votta skriflega hvað gerst hafi á fundinum. Þá neitar hann að ræða við skólameistara nema að fulltrúa stéttarfélagsins viðstöddum. Þannig standa málin í Iðnskólan- um í Reykjavík I dag. Harkan í deil- um skólameistara og kennara hefur aldrei verið meiri en nú. Rúmlega 70 kennarar hafa skrifað undir yfirlýs- ingu gegn ummælum skólameistara þess efnis að lítill hópur kennara haldi uppi andófi gegn honum. Tveir kennarar, Sævar Tjörvason og Guðni Kolbeinsson, formaður stjórn- ar kennarafélagsins, hafa þegar sagt upp. Enn eru í gangi harðar kjara- deilur, m.a. um of lágar launa- greiðslur til deildarstjóra, kröfur kennara um álag fyrir aukið kennsluálag og laun fyrir stofuum- sjón. Skólameistari ásakar kennara um andóf gegn sér og að einhverjir þeirra séu að reyna að flæma sig í burtu. Kennarar segja skólameistara ósamvinnuþýðan, hann svari ekki erindum, hygli jábræðrum en setji aðra til hliðar eftir eigin geðþótta. Menntamálaráðherra berst hvert kvörtunarerindið á fætur öðru. Jón Gauti á að finna einhvem kerfisbundinn farveg fyrir sam- skipti starfsmanna og skólameist- ara, einhvem farveg sem heldur, en fer ekki úr böndunum um leið og litið er af skólanum. Það ætti því að skýrast á næstu dögum hvort og þá hvemig til tekst með aö koma á vinnufriði í Iðnskólanum í Reykja- vík, sem á að gegna því hlutverki að búa tæplega 2000 ungmenni undir lífsstarfið. Ófriðarsaga í Iðnskólanum Vor 1998 Skólameistari bannar kennurum að vera viðstaddir eigin próf. Vor 1998 Halldór Hauksson kennari og trúnaöarmaður fær ekki endurráöningu viö skólann. 8.7.1998 Skólameistari ógildir bann um viöveru kennara í eigin prófum eftir bréf úr ráöuneytinu. 21.8.1998 Bókun skólanefndarmanns um valdníðslu og embættishroka skólameistara. 9.9.1998 Skólameistari tilkynnir um nýjan sáttasemjara, Þórö Vigfússon. 24.9. 1998 Skólameistari tilkynnir tilfærslur manna í störfum á bókasafni. 1.10.1998 Menntamálaráðuneytiö skipar Hauk Ingibergsson til úttektar á ýmsum þáttum skólastarfsins. 7.10.1998 Samkomulag kennara og skólameistara um endurráöningu Halldórs Haukssonar og nýja samráðsnefnd. 19.19.1998 Haukur Ingibergsson segir sig frá starfinu. 28.10.1998 Samkomulagiö um endurráöningu HH rofið. 3.11.1998 Ráöherra lætur ógilda tilfærslur starfsmanna á bókasafni 9.11.1998 Samráösnefnd segir af sér. 10.11.1998 Stjórn kennarafélagsins segir af sér í einu lagi, önnur kjörin. 2.12.1998 Menntamálaráöherra boöar úttekt á skólanum. 16.1.1999 Svört skýrsla um ástandið í lönskólanum. 12.3.1999 Stýrihópur skipaður að boöi menntamálaráöherra. 30.4.1999 Kennarafundur þar sem til árekstra kom milli skólameistara og deildarstjóra. 4.5.1999 Formaöur stýrihóps fær útvíkkaö umboö til aö grípa inn í atburöi líöandi stundar. Innlent fréttaljós Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.