Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 I>"V i8 heygarðshoniið dagur í lífi K'k ■ _______ Guðmundur Andri Thorsson Þessum verkum var beinlínis stefnt gegn Wagner og Niflunga- hring hans. Jón lagði til atlögu við sjálfan Fáfhi þess fullviss að sjálf- ur væri hann Sigurður fáfnisbani. Verst að Fáfnir tók aldrei eftir því að einhver var að djöflast á hon- um... Heimsyfirráð eða dauði, sögðu Sykurmolarnir og náðu hvorugu, enda ekki þannig meint. Þetta hefði sem best getað verið slagorð Jóns Leifs og slíkur listamaður var hann að hann náði öðru. Hann náði því að lifa listrænan dauða sinn, fuUkominn ósigur sinn, ítr- ustu einsemd, gjörtækt skilnings- leysi: algjört frelsi. Þegar hann samdi Hafísinn við ljóð Einars Ben fór hann til Grænlands til að hlusta á ísinn þar. Hann hafði hins vegar aldrei fyrir því að hlusta á hvemig kórar hljóma. Nei. Það er ekki menningar- neysla að hlusta á Jón Leifs. Það er menningameysla að hlusta á Leðurblökuna, fara á völlinn, skreppa í Fjölskyldugarðinn. List- viðburðir em hins vegar ekki nógu þægileg upplifun til að kall- ast menningameysla. Er það menningarneysla að hlusta á Jón Leifs? Ég var að hlusta á Jón Leifs í gærkvöldi, það vora sinfóníutón- leikar í Hallgrímskirkju. Ég veit ekki hvemig mér fannst því að gærkvöldið er enn ekki komið þegar þetta er skrif- að. Ég veit ekki heldur al- veg hverju ég vonast eftir en ég veit að það verður hávaði. Samt ekki hávaði eins og á rokktónleikum. Þetta verður hávaði í kjól- fötum. Ég var þar staddur á dögunum þar sem vikið var að þessum tónleikum. Maður einn átti aukamiða og vildi koma honum út. Enginn hafði áhuga á mið- anum og maðurinn fóm- aði höndum og dæsti: hér er maður að reyna að hvetja til menningar- neyslu... Nærstödd kona sagði þurrlega: Er það menning- ameysla að hlusta á Jón Leifs? Ég held að mér muni finnast gaman á tónleik- unum sem vora í gær- kvöldi. Verði leiðinlegt verður það líka allt í lagi því að Friðrik Þór Frið- riksson byggði upp gríðarlegt þol með mér gagnvart ævintýralegum leiðindum þegar ég var í mennta- skóla og stundaði vikulega kvik- myndaklúbbinn sem hann stýrði þá og þar sem vora innan um og saman við kvikmyndir sem hófu leiðindin upp í sífellt nýjar og óvæntar hæðir. Eftir að hafa setið undir myndum Andy Warhol þoli ég allt. Skyldi verða leiðinlegt? Er það yfirhöfuð menningameysla að hlusta á Jón Leifs? Ég veit það ekki: heldur vildi ég hlusta í þrjá daga samfleytt á verk Jóns en þrjár mínútur af Leðurblökunni eða öðra af þessu óbærilega óper- ettusulli sem enn er verið að gaula af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég gæti eins farið að hlusta aftur á hljómsveitir eins og Herman Hermits. En það er kannski ekki að marka mig, ég er sjálfskipaður menningarviti. Sé að marka það sem maður heyrir í kringum sig á Jón enn langt í land með að ná eyr- um þjóðar sinnar; þótt hann hafi aflað sér allmargra aðdáenda sem tala um hann með sótthitaglampa í augum þá virðast flestir sem heyra hin stóra hljómsveitarverk eiga erfitt með að þola þessa þungbúnu músík sem minnir á risastóra ís- jaka sem ber fyrir augu endalaust og tengjast ekkert hver öðram, fyr- ir utan að vera allir eins. Að hlusta á tónlist hans virðist fyrir sumum vera eins og að vera lam- inn í hausinn með sleggju aftur og aftur. Hún virðist vera afar óþægi- leg í eyrum flestra. Þessi músík gengur á svig við flestar evrópskar hugmyndir um það hvernig tónlist á að hljóma, eins og iðu- lega hefur verið bent á, og virðist hafa hljómað jafn asnalega í eyrum hefðbundinna fagurkera og módernista. Það sem gerir Jón Leifs svo áhugaverðan er hið ótrúlega dramb hans að vilja búa til tónlist sem væri ný; þessi þrákelkni hans að halda áfram að semja þá tónlist þótt all- ir höfnuðu henni - allir; þessi undarlega trú að hann hefði sem íslensk- ur maður eitthvað að færa heiminum sem fólk úr öðram menningar- heimi hefði ekki. Og annað sem gerir það merkilegt að hlusta á tónlist hans nú Um stundir er að hún er samin í fúlustu alvöru, sem er okkur fjarlæg til- fmning á tímum póst- módernismans þar sem allir eru í Þykjó. Samt þurfti til hið póst- móderníska hugará- stand, að við gætum komið okkur upp áhuga á tónlist hans. Markmið Jón Leifs var hvorki meira né minna en að ná aftur norrænum arfi frá nasistum. Hann samdi gríðarleg söngverk upp úr Eddunni sem við eigum enn eftir að heyra, og vora hvorki óperar né óratoríur heldur nýtt listform. Afmælisdagurinn 5. maí í lífi Þórólfs Árnasonar, forstjóra Tals: Þegar GSM kostaði krónu Það var í mörgu að snúast hjá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Tals, á afmælis- degi fyrirtækisins. „Ekki var hægt annað en leiða hugann að sama degi fyrlr ári síðan, þegar ég vaknaði við skerandi vein sonarins: „Kanínan er dáin.“ Já, eins og bókstaflega allt gæti borið upp á sama dag, fyrir ári sfð- an.“ DV-mynd GVA Það var spenningur hjá mér þegar ég vaknaði kl. 6, miðviku- daginn 5. maí. Fyrir ári síðan hóf Tal starfsemi sína og af því tilefni var búið að þéttskipa dagskrá „af- mælisdagsins". Þegar klukkan hringdi var hugurinn þó fyrst og fremst tengdur framþörfunum og að koma sér fram úr, bursta tenn- ur og skella sér í labbitúr með hundinn. Ekki var hægt annað en leiða hugann að sama degi fyrir ári síðan, þegar ég vaknaði við skerandi vein sonarins: „Kanínan er dáin.“ Já, eins og bókstaflega allt gæti borið upp á sama dag, fyr- ir ári síðan. Hundurinn lifir sem sagt enn góðu lífi og húsbóndinn er vanur að viðra sjálfan sig og Kát, með korters labbitúr um Bergstaðastrætið í morgunsárið. Þá gefst yfirleitt gott tækifæri til að hugleiða verkefni komandi dags og safna kröftum. Kampavín og krónutil- boð Að loknum hefðbundnum búkverkum var síðan stormað upp í bakaríið i Austurveri, því ég var búinn að ákveða að mæta með af- mælistertur í fanginu i morgun- viðtöl, bæði á Rás 2 og Bylgjuna. Á milli þessara útsendinga náði ég að taka 20 mínútur niöri í Tali þar sem allir starfsmenn hittust í morgunverði til aö safna liði fyrir átök dagsins. Af þessu tilefni var boðið upp á eitt kampavínsglas til að fagna áfanganum, en siðan snera sér allir að verkefni dagsins sem var ærið. Viö höfðum nefni- lega kynnt sérstakt afmælistilboð: „Sími á eina krónu.“ Þaö er skemmst frá því að segja að allt var fullt út úr dyram allan daginn. Alls 350 símar fóra á eina krónu og annað eins til viðbótar af þeim sumartilboðum sem við eram með í gangi. Því bættust um 700 nýir viðskiptavinir í hóp Talsmanna þennan ánægjulega dag. Allt starfsfólkið stóð sig eins og hetjur, og ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa dugnaðinum og samheldn- inni. Nú, nú, aftur að dagbókinni. Þegar ég var búinn að fylgjast með örtröðinni í búðinni á neðri hæð- inni til hálftíu, tók við hálftími í tölvupóstinum. Ég fæ um 30-50 skilaboð í tölvupósti á hverjum degi og get aldrei nógsamlega þakkað fyrir að hafa lært vélritun þokkalega á sínum tíma til að vera fær um að „hreinsa vel til“ í skila- boðunum. Þegar þessu var lokið tók við viðtal við blaðamann Morgunblaðsins. Inn í það viðtal komu nokkrir lykilstarfsmenn sem hafa unnið með mér í mótun starfsmannastefnu og verkefna- stjómun þannig að ég vona að raunsönn mynd af fyrirtækinu hafi fengist. Mamman í Tali í hádeginu var tíminn notaður í aö renna aftur yfir nokkur skila- boð og símtöl, auk þess sem Valdís „mamman okkar“ hér í Tali var heimsótt og gómsætur grænmetis- biti snæddur í mötuneytinu. Nokkur aðkallandi starfsmanna- mál þurftu úrlausn strax upp úr hádeginu, auk þess sem síminn stoppaði varla og talhólfið var minn besti þjónn inn á milli. Rétt fyrir kl. þrjú tók ég 15 mín- útur til að skreppa með Baldur, son minn, í gítartíma og í leiðinni náði ég að koma við á Mogga með ítarlegri upplýsingar fyrir blaða- mann. Klukkan 15.15 var ég kom- inn upp í Islandia Intemet í starfs- mannasamtöl. Eins og kunnugt er keypti Tal fyrirtækið í síðustu viku og með því fjölgaði hjá mér um 15 manns og nálgast starfs- mannafjöldinn nú eitt hundrað. Ég legg mikið upp úr því að ræða við hvem og einn starfsmann um þessi nýju verkefhi á sviði fjar- skipta og tölvu og náði þremur í viðtal þennan dag, og þá eru að- eins 5 eftir. Mjög mikilvægt er að starfsfólkið finni sig í „nýjum heimkynnum" og eram við því að ganga frá sameiningunni þessa dagana. Á leiðinni niður í Tal um fimmleytið náði ég að kíkja í kaffi hjá Marel, þar sem ég sit í stjórn, en þar var verið að kynna nýja vél sem léttir störf við framleiðslu tölvubretta. Á hlaupunum vora tekin tvö útvarpsviðtöl, þökk sé farsímanum. Og Liverpool jafnaði Þegar ég kom á vettvang í Tali um hálfsexleytið var enn allt á fullu og starfsfólkið orðið ansi framlágt. Ásamt Ólafi, Önnu Huld og Baldvinu í þjónustuverinu var í skjmdingu ákveðið að smella upp „kínamat" klukkan sjö, ég skellti mér heim og kafaði djúpt í rauð- vínsbirgðir heimUisins tU að „geta sýnt smá lit“ með matnum. Þessu hliðarspori var hins vegar sá hængur á að ég sveikst um að sækja Rósu Björk, dóttur mína, í frjálsar íþróttir og eins og oft þurfti Margrét, kona mín, að bjarga mér úr vandræðum. Þegar ég kom aftur upp í Tal frétti ég að ína á markaðssviðinu hefði fundið upp á því snjallræði að fá töfram- ann með engum fyrirvara og aUt í einu áttum við 25-30 starfsmenn um hálftíma saman með glensi og góðum mat. Ég tók að mér að taka saman í eldhúsinu og raða í upp- þvottavélina því enn var mUdl vinna eftir, að skrá inn um 400 af nýjum notendum dagsins. Þegar heim var komið um hálftíuleytið beið á myndbandstækinu leikur Manchester United og Liverpool, sem við feðgamir horfðum á sam- an og voram svekktir í lokin þeg- ar Liverpool jafnaði. Þegar þetta er ritað, rétt um miðnættið, er mér enn að berast póstur frá vinnulúnum höndum í Tali, þannig að þrátt fyrir langan dag verð ég því miður ekki síðasti starfsmaðurinn sem fær að leggja þreytt höfuð á kodda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.