Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 T>V
{sselkerinn
Tindabikkja á kosningagrillið
Það er Jón Þór Gunnarsson, grill-
meistari á Argentínu - steikhúsi,
sem gefur kjósendum ráðleggingar
um hvað er gott að setja á kosninga-
grillið ef viðrar.
Grilluð tindabikkjubörð
1 kg tindabikkjubörð
1 tsk. grófmalaður svartur pipar
1/2 tsk. salt
1 msk. ólífuolía
Hvítlauks- og ólífu
„confit"
24 hvítlauksgeirar
100 g sólþurrkaðir tómatar
100 g ólífur, Kalamata, stein-
hreinsaðar
2 rauðlaukar
4 sveppir, skornir í sneiðar
6 þurrkuð græn piparkom
400 ml. ólífuolía
100 ml. balsamik edik
2 msk. hunang
Hvítlauksgeirarnir era skrældir
og settir í pott með ólífuolíunni, ólíf-
unum, tómötunum, rauðlauknum,
sveppunum, piparkomunum, edik-
inu og hunanginu. Það er síðan soð-
ið við mjög vægan hita í 1-1 1/2
tíma.
Jón Þór Gunnarsson á Argentínu þykir kunna sitthvað fyrir sér við grillið og var svo elsku-
legur að leyfa lesendum Helgarblaðsins að njóta með sér albestu uppskriftarinnar.
Kartöflusalat
4-5 bökunarkartöflur
1 dós kotasæla
2 msk. ferskur, saxað-
ur graslaukur
1 dós fetaostur í
kryddolíu
Kartöflurnar eru
soðnar og kældar. Þá
eru þær skrældar og
skornar niður í hæfi-
lega munnbita. Bland-
að saman við kotasæl-
una, fetaostinn og
graslaukinn. Best er
að gera salatið tveim-
ur tímum áður en það
er borið fram.
Tindabikkjan er skor-
in i ca 100 g bita og
brjóskið skorið frá.
Fiskurinn er penslað-
ur með olíunni og
grillaður á heitu grill-
inu í ca 4-5 mínútur á
hvorri hlið. Salti og
svörtum pipar stráð
yfir.
Fiskurinn er settur
ofan á „sátuna" með
hvítlauks- og
ólífuconfitinu og kart-
öflusalatið borið fram
með.
matgæðingur vikunnar
Ásgerður Úlafsdóttir og Diddi fiðla eru á indverskum nótum:
Raan Masaledar
„Við hjónakomin höldum mikið
upp á indverskan mat, svo mikið að
þegar við gerðum okkur glaðan dag
vegna fertugsafmæla okkar fyrir all-
mörgum árum fórum við í helgar-
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
Vanillubúðingur
- einfaldur gamaldags
búðingur sem er góður
með sósu o.fl.
2 1/2 dl mjólk
50 g sykur
1 tsk. vanilludropar
5 stk. eggjarauður
50 g sykur
5 dl rjómi
7 stk. matarlím
Hitið aö suðu mjólk, sykur
og vanilludropa og þeytið á
meðan eggjarauður og sykur.
Þegar mjólkin fer að sjóða er
henni hellt út í þeytinguna á
ferð. Þeytið áfram í eina mín-
útu, leysið upp matarlímið og
setjið saman við. Kælið að
stofuhita og blandið þeyttum
rjómanum rólega saman við
með sleikju. Gott er að bera
fram góða sósu með, til dæm-
is súkkulaðisósu.
Nykaup
Par scw Jhsklvikinn býr
Asgerður Olafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson gefa uppskrift að lambalæri sem þau fengu á besta indverska veit-
ingahúsinu í London.
ferð til London tii að geta borðað á
uppáhalds veitingastaðnum okkar.
Sá staður heitir Light of Nepal og er
á King Street 268 í Hammersmith.
Þessi staður lætur ekki mikið yfir
sér. En Geoffrey Calver og kona
hans, Shady Owens söngkona, vom
búin að prófa u.þ.b. 200 indverska
veitingastaði i London þegar þau
fundu þennan. Þá hættu þau að leita
frekar þvi betri indverskan veit-
ingastað gátu þau ekki fundið í
borginni. Þau fóru með okkur á
þennan stað fyrir mörgum árum og
em heimsóknir okkar þangað orðn-
ar æði margar. Vinir okkar í eld-
húsinu þar gáfu okkur eitt sinn upp-
skrift aö þeim rétti sem við leyfum
lesendum DV að njóta með okkur.
Réttinn þarf að útbúa daginn áður.
Indverskt lamb (Raan
Masaledar)
Lambalæri, u.þ.b. 2 1/2 kg. Skera
alla fituna af og gott er að íjarlægja
mjaðmabeinið. Þá verður auðveld-
ara að skera lærið. Síðan er skorið
niður með leggnum og 5-6 skurðir í
hvora hlið á lærinu, til að krydd-
blandan nái vel inn í kjötstykkið.
Marinering:
Blanda saman í matvinnsluvél:
50 g möndlur
200 g niðurskorinn laukur
4-8 hvítlauksrif
4 bitar af ca. 3ja sm stómm engi-
ferbitum (ferskum)
4 stk. heilt, ferskt, grænt chilli
3 msk. hrein jógúrt
Þessu er blandað saman við:
1/2 1 af hreinni jógúrt
2 msk. cumin (indverskt)
3 1/2 tsk. salt
4 tsk. kóríander
1/2 tsk. garam masala
1/2 tsk. cayennepipar
Lærið er lagt í eldfast mót. Mar-
ineringunni hellt yfir. Gæta þess að
hún fari vel inn í alla skurði á lær-
inu. Álpappír settur yfir og lærið
geymt í ísskáp í 24 klst.
Þegar kemur að því að elda lærið
em 6 msk. af olíu hitaðar á pönnu.
Setja út í heita olíuna: 12 heila neg-
ulnagla, 10 svört piparkom, 12 heil-
ar kardimommur og 1 kanilstöng.
Þessu er hellt yfir lambið. Lambið
er síðan steikt í ofni með álpappír
yflr við 160 gráðu hita i 1 1/2 klst.
Þá er álpappírinn fjarlægður, hitinn
hækkaður í 180 gráður og lærið
steikt í 45 mínútur í viðbót. Fimm
mínútum áður’ en lærið er tilbúið,
má setja slatta af möndlum og rús-
ínum yflr lærið ef vill.
Gott og einfalt salat með
þessum rétti:
Rifnar gulrætur
1/2 tsk. salt
Hita 2 msk. af olíu á pönnu, setja
1 msk. af svörtum sinnepskomum
saman við og hella yfu gulrætum-
ar.
„Við skorum á vini okkar Ásu
Helgu Ragnarsdóttur kennara og
Karl Gunnarsson líffræðing sem
matgæðinga næstu viku. Þau eru
frábærir kokkar og m.a. snillingar
að nýta sér hráefni úr náttúru
landsins til matargerðar.“
Nykaup
Þar sem ferskieikinn býr
Grillsteiktur
sítrónukjúklingur
Handa 6
2 stk. kjúklingar, 1200-1300 g
hvor
Kryddlögur
1 dl hrein jógúrt
2 tsk. rifínn sítónubörkur
1/4 dl sítrónusafi
1/4 dl ólífuolía
3 msk. söxuð steinselja, fersk
1 msk. graslaukur, þurrkað-
ur
1 msk. óreganó, þurrkað
3-4 dropar tabascosósa
salt og pipar
Grænmeti
!16 stk. nýr spergill
6 stk. tómatar
fetaostur
Blandið öllu í kryddlöginn
saman. Smakkið á leginum og
bætið í salti og pipar eftir þörf-
I um. Kjúklingurinn er síðan
settur í skál og leginum hellt
yfir. Skálinni lokað og geymd í
kæli í 1 klst. Kjúklingurinn er
þræddur upp á snúningstein og
grillaður i 50-60 mínútur. Mik-
iivægt er að pensla kjúklinginn
reglulega með kryddblöndunni.
Meðlæti
Flysjið spergilinn og sjóðið í
saltvatni í 3-4 mínútur eða þar
til hann er meyr. Skerið
tómatana í sneiðar og blandið
| saman við fetaostinn. Kryddið
með svörtum pipar.
Gúllassúpa
Handa 4-6
I
800 g ungnautagúllas
3 msk. matarolía
4-5 stk. gulrætur
2 stk. laukur
300 g seljurót
4 tsk. tómatmauk
1 msk. piparkom, græn
11/2-2 lítrar vatn
4 stk. kjúklingateningar
(Knorr)
4 stk. lárviðarlauf
1 msk. timiap
salt og pipar
Meðlæti
gróft brauð
Skerið gulrætur, lauk og
seljurót í bita. Brúnið kjötið í
potti, bragðbætið með salti og
pipar. Bætið grænmeti og
kryddi í pottinn ásamt vatni,
| kjúklingateningum og tómat-
| mauki. Sjóðið íjklukkutima -
fleytið froðuna ofan af.
I k: '
Meðlæti
Berið fram með grófu hrauði.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar Sem allt hráefni í þær fæst.