Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Page 55
67 JLí"V LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Njósnagrínið lifir góðu iífi. Bill Murray f The Man Who Knew too Little. Samtíminn Hvort sem það er vegna breyttrar stöðu heimsmála eða af öðrum or- sökum er jjóst að alvarlega þenkj- andi njósnamyndum hefur farnast illa. Bond lifir aftur á móti góðu lífi og hefur getið af sér óvæntar eftir- líkingar, svo sem Jack Ryan og Indi- ana Jones. Njósnagrínið sem á ræt- ur að rekja til Bleika pardusins lifir einnig góðu lífi, sbr. Austin Powers: International Man of Mystery og The Man Who Knew Too Little (báð- ar 1997). Ef marka má þær er James Bond orðinn raunsæjasti njósnar- inn á hvíta tjaldinu - og það segir nú æði mikið. -bæn Njósnamyndir Ministry of Fear (1944) *** Steaphen Neale (Ray Milland) er ekki fyrr laus af geðveikra- hæli en hann flækist fyrir njósnahring nasista í Englandi. Hann á í mestu vandræðum með að sannfæra Scotland Yard um hvað sé á seyði, og á reyndar sjálfur erfitt með að treysta eigin dómgreind. Þótt þetta sé fjarri því að vera besta noir-mynd Fritz Lang má greina handbragð meistarans á stöku stað. The House on 92nd Street (1945) ★ William Eythe leikur banda- rískan leynilögreglumann sem starfar undir fölsku flaggi meðal þýskra njósnara í Bandaríkjun- um. Myndin var gerð í sam- vinnu við bandarísku alrikislög- regluna og er hálfgeröur lofsöng- ur til hennar. Um margt áhuga- verð kvikmynd þótt listrænir til- burðir séu vægast sagt takmark- aðir. The Conspirator (1949) *** Elizabeth Taylor leikur hér, aðeins sautján ára að aldri, bandaríska stúlku sem giftist háttsettum breskum hermanni (Robert Taylor). Hjónabandssæl- an breytist í martröð þegar hún kemst að því að hann njósnar fyrir kommúnista. í framhaldi skipa þeir honum að drepa eigin- konu sína, en getur hann fengið sig til þess? Dr.No (1962) ★★■< Fyrsta myndin um njósnara hennar hátignar, James Bond (Sean Connery). Hann heldur til Jamaika eftir aö kollegi hans er myrtur og kemst i kynni við hinn glæpsamlega Dr. No (Jos- eph Wiseman). Mörgum karl- manninum þótti þó Ursula Andress stela senunni. The Quiller Memorandum (1966) ★★* George Segal leikur banda- rískan njósnara sem heldur til Berlínar í von um að leysa upp voldugan hóp nýnasista. Max Von Sydow fer vel með hlutverk leiðtoga þeirra og ekki er Alec Guinness síðri sem yfirmaöur njósnarans. Það var enginn ann- ar en Harold Pinter sem skrifaði handritið að myndinni. Scorpio (1972) ★★★★ Stórkostleg mynd sem fjallar um sérstök tengsl njósnarans Cross (Burt Lancaster) og leigu- morðingjans Scorpio (Alain Delon). Bandaríska leyniþjónust- an grunar Cross um að selja rík- isleyndarmál úr landi og þving- ar lærisvein hans, Scorpio, til að drepa hann. Cross flýr til Vínar á náðir rússnesks vinar og kollega, Zharkov (Paul Scofield), og dragast þá stórveldin heldur betur inn í spennandi atburða- rásina. -bæn ÍK Myndband vikunnar Outside Ozona ★★ Vikan 27. apríl - 3. maí. SÆTI jFYRRI i VIKA j JVIKUR j Á LISTAj j j TITILL j ÚTGEF. j j TEG. j 1 j 1 J 4 J i ’ J There's Somthing About Mary j Skrfan j Gaman 2 j J 3 j j J ! 2 1 The Truman Show j j CIC Myndbönd J J j Gaman J 3 í 2 ! i ! Snake Eyes j SAM Myndbönd j Spenna 4 j j NÝ J J í 1 ! Taxi J / 1 Háskólabíó J |HH j Spenna 5 j ) 4 i 5 i Rush Hour J j Myndform J j Gaman 6 j 1 5 .1. ! 7 ! j 7 J I 1 OutOfSight j ■ j CIC Myndbönd J J Gaman j J Gaman 1 7 9 J J ! 2 i Can't HardlyWait J Skrfan | 8 i 'j J 11 j J J i 2 í j J Spanish Prisoner J j Myndfotm J J j Spenna J 9 J NÝ J i J j 1 j Thunderbott j Skrfan Spenna 10 j ! 8 J j J J 3 J j -. J AptPupi J Skifan ) j J Spenna J 11 J c j 6 1 A J j 4 j KnockOff Myndfoim \ Spenna 12 j 1 7 j J i 8 i Dr. Dolittle Skrfan j j Gaman 13 j 16 i 2 i Real Blonde i j Háskólabíó J j Gaman 14 j NÝ ] j J ! i í The Last Days Of Disco j Wamer Myndir Gaman 15 j 10 ! 4 I Savior J Bergvík J Spenna 16 J i NÝ j ! í í j J DirtyWork J J j WamerMyndir J j Gaman j 17 i 12 j fi J J ® J The Horse Whisperer SAM Myndbönd j Drama 18 i» J J 1 3 ! Chairman Of The Board J Stjömubíó J J Gaman ) 19 j j 13 ! 6 ! Halloween: H20 j Skífan j Spenna 20 J í 19 j J J 5 J j 3 Wishmaster j j SAM Myndbönd j Spenna Taugatitringur á þjóðveginum Sögupersónan sem heldur þvældri atburðarás myndarinnar saman er útvarpsmaðurinn Dix Mayal (Taj Mahal) en aðrar persón- ur eiga lítið annað sameiginlegt en að hlusta á hann. Dix er órólegur í skapinu enda búinn að fá sig fullsaddan af starfinu (og ýmsu öðru) og á yfirmaður hans, Floyd Bibbs (Meat Loaf), í mestu vandræð- um með að halda aftur af honum. Hlustendur þeirra eiga það þó sam- eiginlegt að þjóta eftir þjóðveginum og vera í tilfinningalegu ójafnvægi. Odell Parks (Robert Forster) vörubílstjóri er einmana eftir að hafa nýverið misst eiginkonu sína. Reba Twosalt (Kateri Walker) er indíánastúlka sem er á leið að ströndinni með dauðvona ömmu sína svo að hún geti séð hafið. Syst- umar Bonnie (Beth Ann Styne) og Marcy (Sherilyn Fenn) eru á leið í jarðaiför föður síns, en í fór með þeim er geðlæknirinn Alan Defoux (David Paymer). Sirkustrúðurinn Wit Roy (Kevin Pollak) er á leið til Vegas með fatafellunni Earlene Demers (Penelope Ann Miller) í von um betri tíð með blóm í haga. Eitt þeirra er miskunnarlaus flöldamorðingi!!! Það verður alla vega ekki sagt að það vanti persónur í Outside Ozona og eltir hún hvað það varðar tísku- strauma samtímans. Sjálf líkir hún sér í kynningarefni við U-Turn og Fargo sem búa yfir einkar óhefð- bundnum persónum. Og kannski er samanburðurinn ekki óeðlilegar í ljósi umfjöllunarefnis en sé tekið mið af gæðum myndanna er hann út í hött. Outside Ozona rís aldrei upp fyrir meðalmennskuna og býr ekki yfir frumkvæði mynda sem U- Turn og Fargo. Enda þurftu þær ekki að auglýsa sig sem myndir í ætt við einhverjar aðrar og merki- legri. Það segir oft meira en nokkuð annað. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: J. S. Cardone. Aðalhlutverk: Robert Forster, Kevin Pollak, Sherilyn Fenn, David Paymer og Penelope Ann Miller. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. Bönnuð innan 16. Björn Æ. Norðfjörð Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV r////A//////////// Smáauglýsingar 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.