Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 55
67 JLí"V LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Njósnagrínið lifir góðu iífi. Bill Murray f The Man Who Knew too Little. Samtíminn Hvort sem það er vegna breyttrar stöðu heimsmála eða af öðrum or- sökum er jjóst að alvarlega þenkj- andi njósnamyndum hefur farnast illa. Bond lifir aftur á móti góðu lífi og hefur getið af sér óvæntar eftir- líkingar, svo sem Jack Ryan og Indi- ana Jones. Njósnagrínið sem á ræt- ur að rekja til Bleika pardusins lifir einnig góðu lífi, sbr. Austin Powers: International Man of Mystery og The Man Who Knew Too Little (báð- ar 1997). Ef marka má þær er James Bond orðinn raunsæjasti njósnar- inn á hvíta tjaldinu - og það segir nú æði mikið. -bæn Njósnamyndir Ministry of Fear (1944) *** Steaphen Neale (Ray Milland) er ekki fyrr laus af geðveikra- hæli en hann flækist fyrir njósnahring nasista í Englandi. Hann á í mestu vandræðum með að sannfæra Scotland Yard um hvað sé á seyði, og á reyndar sjálfur erfitt með að treysta eigin dómgreind. Þótt þetta sé fjarri því að vera besta noir-mynd Fritz Lang má greina handbragð meistarans á stöku stað. The House on 92nd Street (1945) ★ William Eythe leikur banda- rískan leynilögreglumann sem starfar undir fölsku flaggi meðal þýskra njósnara í Bandaríkjun- um. Myndin var gerð í sam- vinnu við bandarísku alrikislög- regluna og er hálfgeröur lofsöng- ur til hennar. Um margt áhuga- verð kvikmynd þótt listrænir til- burðir séu vægast sagt takmark- aðir. The Conspirator (1949) *** Elizabeth Taylor leikur hér, aðeins sautján ára að aldri, bandaríska stúlku sem giftist háttsettum breskum hermanni (Robert Taylor). Hjónabandssæl- an breytist í martröð þegar hún kemst að því að hann njósnar fyrir kommúnista. í framhaldi skipa þeir honum að drepa eigin- konu sína, en getur hann fengið sig til þess? Dr.No (1962) ★★■< Fyrsta myndin um njósnara hennar hátignar, James Bond (Sean Connery). Hann heldur til Jamaika eftir aö kollegi hans er myrtur og kemst i kynni við hinn glæpsamlega Dr. No (Jos- eph Wiseman). Mörgum karl- manninum þótti þó Ursula Andress stela senunni. The Quiller Memorandum (1966) ★★* George Segal leikur banda- rískan njósnara sem heldur til Berlínar í von um að leysa upp voldugan hóp nýnasista. Max Von Sydow fer vel með hlutverk leiðtoga þeirra og ekki er Alec Guinness síðri sem yfirmaöur njósnarans. Það var enginn ann- ar en Harold Pinter sem skrifaði handritið að myndinni. Scorpio (1972) ★★★★ Stórkostleg mynd sem fjallar um sérstök tengsl njósnarans Cross (Burt Lancaster) og leigu- morðingjans Scorpio (Alain Delon). Bandaríska leyniþjónust- an grunar Cross um að selja rík- isleyndarmál úr landi og þving- ar lærisvein hans, Scorpio, til að drepa hann. Cross flýr til Vínar á náðir rússnesks vinar og kollega, Zharkov (Paul Scofield), og dragast þá stórveldin heldur betur inn í spennandi atburða- rásina. -bæn ÍK Myndband vikunnar Outside Ozona ★★ Vikan 27. apríl - 3. maí. SÆTI jFYRRI i VIKA j JVIKUR j Á LISTAj j j TITILL j ÚTGEF. j j TEG. j 1 j 1 J 4 J i ’ J There's Somthing About Mary j Skrfan j Gaman 2 j J 3 j j J ! 2 1 The Truman Show j j CIC Myndbönd J J j Gaman J 3 í 2 ! i ! Snake Eyes j SAM Myndbönd j Spenna 4 j j NÝ J J í 1 ! Taxi J / 1 Háskólabíó J |HH j Spenna 5 j ) 4 i 5 i Rush Hour J j Myndform J j Gaman 6 j 1 5 .1. ! 7 ! j 7 J I 1 OutOfSight j ■ j CIC Myndbönd J J Gaman j J Gaman 1 7 9 J J ! 2 i Can't HardlyWait J Skrfan | 8 i 'j J 11 j J J i 2 í j J Spanish Prisoner J j Myndfotm J J j Spenna J 9 J NÝ J i J j 1 j Thunderbott j Skrfan Spenna 10 j ! 8 J j J J 3 J j -. J AptPupi J Skifan ) j J Spenna J 11 J c j 6 1 A J j 4 j KnockOff Myndfoim \ Spenna 12 j 1 7 j J i 8 i Dr. Dolittle Skrfan j j Gaman 13 j 16 i 2 i Real Blonde i j Háskólabíó J j Gaman 14 j NÝ ] j J ! i í The Last Days Of Disco j Wamer Myndir Gaman 15 j 10 ! 4 I Savior J Bergvík J Spenna 16 J i NÝ j ! í í j J DirtyWork J J j WamerMyndir J j Gaman j 17 i 12 j fi J J ® J The Horse Whisperer SAM Myndbönd j Drama 18 i» J J 1 3 ! Chairman Of The Board J Stjömubíó J J Gaman ) 19 j j 13 ! 6 ! Halloween: H20 j Skífan j Spenna 20 J í 19 j J J 5 J j 3 Wishmaster j j SAM Myndbönd j Spenna Taugatitringur á þjóðveginum Sögupersónan sem heldur þvældri atburðarás myndarinnar saman er útvarpsmaðurinn Dix Mayal (Taj Mahal) en aðrar persón- ur eiga lítið annað sameiginlegt en að hlusta á hann. Dix er órólegur í skapinu enda búinn að fá sig fullsaddan af starfinu (og ýmsu öðru) og á yfirmaður hans, Floyd Bibbs (Meat Loaf), í mestu vandræð- um með að halda aftur af honum. Hlustendur þeirra eiga það þó sam- eiginlegt að þjóta eftir þjóðveginum og vera í tilfinningalegu ójafnvægi. Odell Parks (Robert Forster) vörubílstjóri er einmana eftir að hafa nýverið misst eiginkonu sína. Reba Twosalt (Kateri Walker) er indíánastúlka sem er á leið að ströndinni með dauðvona ömmu sína svo að hún geti séð hafið. Syst- umar Bonnie (Beth Ann Styne) og Marcy (Sherilyn Fenn) eru á leið í jarðaiför föður síns, en í fór með þeim er geðlæknirinn Alan Defoux (David Paymer). Sirkustrúðurinn Wit Roy (Kevin Pollak) er á leið til Vegas með fatafellunni Earlene Demers (Penelope Ann Miller) í von um betri tíð með blóm í haga. Eitt þeirra er miskunnarlaus flöldamorðingi!!! Það verður alla vega ekki sagt að það vanti persónur í Outside Ozona og eltir hún hvað það varðar tísku- strauma samtímans. Sjálf líkir hún sér í kynningarefni við U-Turn og Fargo sem búa yfir einkar óhefð- bundnum persónum. Og kannski er samanburðurinn ekki óeðlilegar í ljósi umfjöllunarefnis en sé tekið mið af gæðum myndanna er hann út í hött. Outside Ozona rís aldrei upp fyrir meðalmennskuna og býr ekki yfir frumkvæði mynda sem U- Turn og Fargo. Enda þurftu þær ekki að auglýsa sig sem myndir í ætt við einhverjar aðrar og merki- legri. Það segir oft meira en nokkuð annað. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: J. S. Cardone. Aðalhlutverk: Robert Forster, Kevin Pollak, Sherilyn Fenn, David Paymer og Penelope Ann Miller. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. Bönnuð innan 16. Björn Æ. Norðfjörð Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV r////A//////////// Smáauglýsingar 5505000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.