Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Side 35
i
LAUGARDAGUR 8. MAI 1999
iðivon
Gengur þessi „villimennska" lengur?
„Það gengur auðvitað ekki að menn
séu að skjóta þegar það má alls ekki.
Það sér hver heilvita maður og þetta
verður að stoppa,“ sagði skotveiði-
maður sem var mikið niðri fyrir í vik-
unni og hann bætti við: „Þessir menn
Veiðivon
Gunnar Bender
eiga ekki að fá að skjóta meira. Þetta
er farið að gerast æ oftar seinni árin
að menn þjófstarti. Svona tilfelli eru
orðin nokkur á ári og mun fjölga því
byssuleyfunum fjölgar með hverju ár-
inu. Það vita allir að það má ekki
skjóta en samt gera menn það og kom-
ast sumir upp með það. Þessi villi-
mennska gengur ekki lengur," sagði
skotveiðimaðurinn enn fremur.
Síðasta helgi var svartur blettur á
skotveiðimenningu íslendinga, þegar
menn óðu um velli og grundir og
%idge
skutu það sem þeir sáu. Það var sama
hvaða fuglategund sást sveima um,
hún var skotin. Þetta gengur auðvitað
ekki.
Og enn þá eyðileggja fáir einstak-
lingar fyrir hinum sem fara eftir lög-
um og reglum, skjóta og skjóta þegar
þá langar til, fugl sem er í sárum á
þessum tima árs og getur litla björg
sér veitt. Skotveiðifélag íslands hefur
gert margt gott í gegnum tiðina en fé-
lagið þarf að brýna friðunarreglurnar
betur fyrir skotveiðimönnum. Félagið
er það stærsta þó auðvitað sé ekki víst
að þessir menn hafi verið í neinu fé-
lagi. Þeir sem tilheyra ekki neinu fé-
lagi eða klúbbi búa sumir til sínar eig-
in reglur. Þær ganga bara ekki í sið-
uðu samfélagi veiðimanna.
Veiðieyrað
Elliðavatnið hefur verið opnað með
pomp og pragt fyrir veiðimenn. Og
þeir fjölmenntu á staðinn til veiða og
sumir sem þama veiða taka sitt sum-
arfrí. Þeir eru bara uppi við vatn
fyrstu vikurnar og veiða og veiða all-
an daginn. Rifjast þá upp sagan af
Elliðavatnsvininum fyrir fáum árum.
Hann var að vinna hjá góðu fyrirtæki
og átti að hækka hann í tign. Þetta
var nokkrum dögum fyrir fyrsta maí
og Elliðavatnið alveg að opnast. Dag-
amir liðu og daginn fyrir fyrsta maí
Veiðimenn hafa fjölmennt til veiða í
Elliðavatni en veiðin hefur verið
misjöfn. DV-mynd Hari
átti að kalla vininn inn á teppið til að
hækka hann í tign. En hann fannst
hvergi, sama hvað var leitað um fyrir-
tækið. Enda var það ekkert skritið,
vinurinn var löngu farinn heim og bú-
inn að setja dótið inn í bíl. Hann ætl-
aði að gista í bílnum sínum uppi við
EUiðavatn um nóttina. Stöðuhækkun-
in skipti engu máli, EUiðavatnið var
að opnast um morguninn. Hann var
vant við látinn næsta mánuð.
ðrn í Veiðilist kennir
Stangaveiðifélag Austur-Húna-
vatnssýslu ætlar að halda flugukasts-
námskeið næsta laugardag í íþrótta-
miðstöðinni á Blönduósi. Kennari
verður veiðimaðurinn snjaUi Örn
Hjálmarsson í Veiðilist sem kann ým-
islegt fyrir sér í veiðiskapnum. Enda
eru menn byrjaðir að bóka sig á fuUu
á námskeiðið. Það styttist lika óðum í
að veiðitíminn byrji fyrir alvöru og þá
er nú betra að kunna réttu handtökin.
Veiðimaðurinn verður Veiðihornið
Veiðimaðurinn í Hafnarstræti hef-
ur skipt um nafn, öllum á óvart, og
heitir nú Veiðihornið. En Ólafur Vig-
fússon hefur bryddað upp á ýmsu
nýju í vetur og komið skemmtilega á
óvart. Veiðihornið er víst hugsað sem
horn fyrir veiðimenn, til að gera ýmsa
hluti eins og hnýta flugur og starf-
rækja ýmsa klúbba meðal annars.
Minnivallarlækurinn sterkur
Veiðin hefur gengið vel í Minni-
vaUarlæk í Landsveit og hafa fyrstu
vikuna komið á land rétt innan við 70
fiskar í öUum stærðum. Og þeim er
öUum sleppt aftur í lækinn. Veiði-
menn sem voru þar fyrir fáum dögum
sögðu að meiri háttar hefði verið að
kasta flugunni fyrir vænan urriðann.
Þeir veiddu yfir 20 urriða og þrír
þeirra voru 8 pund.
47 ,
Magavandamál?
Ekki lengur Aleo Vera „djúsinn"
gæti lagað alis kyns óþægindi í
meltingarfærum og trefja-flórutöflurnar
halda þeim náttúrulega hreinum.
Póstkr.Aösa/Euro. Frí heimsending.
S. 562 2123/861 4577 .
Alltí
garðinn
og garðvinnuna
Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð,
blómapotta, verkfæri, styttur og skraut
í garðinn eða eitthvað annað sem snýr
að garðyrkju, blóma- eða öjárækt? Hjá
FRJÓ færðu mikið úrval af allskonar
vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru
verði.
Við hofum allt sem þú þarft |
til að prýða garðinn þinn! 2
i
1
2
ehf. 2
STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVlK
SlMI 567 7860, FAX 567 7863
©FRJÓ
í HELGARBLAÐI DAGS...
- segir Hrafn Jökulsson um íslenska
stjórnmálabaráttu f helgarviðtali Dags
Bikarkeppni Norðurlanda:
Noregur vann en ísland fékk silfrið
Bikarmeistarar Norðurlandanna með
verðlaunagripi.
í opna salnum sátu n-s Ásmund-
ur og Aðalsteinn en a-v Mikkelsen
og Furunes. Eftir relaysagnröð
varð Aðalsteinn sagnhafi í fjórum
hjörtum en Ásmundur hafði lýst
skiptingunni 2-4-6-1.
Mikkelsen trompaði út og eftir
það gat Aðalsteinn aðeins fengið 9
slagi.
Á hinu borðinu sátu n-s Lillevik
og Ludvigsen en a-v Guðlaugur og
Örn. Þar lagðist austur á högg-
stokkinn:
Vestur Noröur Austur Suður
Pass 1 -f 2 * pass
Pass dobl pass pass
Pass
Austur náði að skrapa heim fimrn
slögum, sem var í sjálfu sér ágætt,
en það kostaði samt 500. Og þar sem
geimið tapaðist á hinu borðinu
græddu Norðmennimir 11 impa.
Stefán Guðjohnsen
Hélf mílljón SkemmtlsSgur
Ijósmynda Or kosnlngasbg
Rgggvíiði, krutf fljt*.
mafarfljtið. bókahillan, bfó. am.fl.
i
Ljóö og tískt
Nýkomið
Sætaáklæði Verð 5.600 kr.
á framstóla Verð 7.600 kr. settið
Gúmmímottur 1.880 kr. settið, 4 stk.
Stakar mottur 650 kr.
varahlutir
Hamarshöfða 1, sími 567 6744, fax 567 3703
Bikarkeppni Norðurlandanna var
haldin fyrir stuttu í Rotternos í Sví-
þjóð. Bikarmeistarar íslands tóku þátt
fyrir íslands hönd og höfðu titil að
verja. Okkar menn stóðu sig vel þótt
það dygði ekki til sigurs.
Norska liðið vann nokkuð örugg-
lega en ísland varð í öðru sæti.
Röð og stig landanna varð þessi:
1. Noregur 101
2. Island 84
3. Svíþjóð 78
4. Danmörk 75
5. Finnland 66
6. Færeyjar 45
Norsku sigurvegararnir heita Lil-
levik, Ludvigsen, Mikkelsen og Furu-
nes. Furunes þekkja flestir íslending-
ar en hann spilaði nýlega á Bridgehá-
tíð ‘99 ásamt félaga sínum, Helnes. ís-
lenska sveitin var skipuð eftirtöldum
spOurum: Aðalsteinn Jörgensen, Ás-
mundur Pálsson, Guðlaugur R. Jó-
hannsson og Örn Arnþórsson. Þeir
töpuðu fyrsta leiknum 14-16 gegn Sví-
um, unnu Dani 17-13, töpuðu stórt
gegn Norðmönnum, 8-22, unnu Finna
stórt, 25-4, og að lokum unnu þeir
Færeyinga, 20-10.
Skoðum spil frá leik íslands við
Noreg úr þriðju umferð:
* DG82
4» 53
* DG652
* 73
* K10
* G986
* AK9743
* 10
* A976
» A1074
♦ -
* KG642
4 543
4» KD2
♦ 108
* AD985
5?
0