Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 JLj"V fimmtán mínútur Drífa Hjartardóttir: „Það hringdu bæði fréttamenn og vinir, kunningjar og fjöiskylda." Ólafur var í þriðja sæti hjá Sjálf- stæðisflokknum á Vestfjörðum í síð- ustu kosningum. Hann segir að stemningin sem myndaðist á kosn- ingavöku Sjálfstæðisflokksins í Hnífsdal hafi verið geysilega góð. „Já. Það myndaðist góð stemning og margir fóru heim að sofa um þetta leyti og standa eflaust enn í þeirri trú að ég sé á þingi,“ segir Ólafur algerlega án gremju og spurður hvort fólk hafi verið að hringja í hann um nóttina til að óska honum til hamingu, svarar hann neitandi. Hvernig tilfinning var þaó aö vera allt í einu þingmaöur á miðri kosn- inganótt? „Það var nú engin sérstök tilfinn- ing því ég gerði mér strax grein fyr- ir að þetta var svolítill talnaleikur hjá sjónvarpinu. Kvennalistinn kom aftur inn með fjóra þingmenn og þá breyttist staðan,“ segir Ólafur og þannig endaði þessi nótt. En hver fór inn í staöinn fyrir þig? „Það erfitt að segja. Kvennalist- inn kom inn og þá duttu margir út. Það sagði mér annars mikill töl- fræðingur löngu seinna að það hefði ekki þurft nema átján krataatkvæði á Jóhann Ársælsson og þá hefðu ég og fleiri verið inni.“ Ólafur er ekki í framboði í ár og vegna utanfarar þurfti hann að kjósa utankjörstaðar og vill ekki gefa upp hvað hann kaus. Arnþrúður Karlsdóttir var í þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík 1995 Fákk helling af skeytum „Ég var inni meira og minna alla nóttina," segir Amþrúður Karls- dóttir verslunarkona, en hún var í þriðja sæti B-listans í Reykjavík í síðustu kosningum. Hvenœr varstu alveg úti? „Það hefur verið um fjögur- eða fimmleytið þegar það komu tölur frá Vestmannaeyjum," segir Arnþrúður og bætir því við að þetta hafi vægast sagt verið fjörug nótt hjá henni. Öss- ur Skarphéðinsson mætti í sjón- varpssal og var bara glaður yfir að þurfa að víkja fyrir Arnþrúði og all- ir voru í þvilíku stuði. En hvernig leiö þér? „Mér fannst þetta allt frekar skrýtið, þar sem Framsóknarflokk- urinn bjóst ekkert endilega við því að ná þfiðja manni inn. Þetta kom okkur mjög á óvart, en það sem ég var svekkt yfir eftir á var að það voru flokkar með menn inni í Reykjavík sem voru með færri at- kvæði á hak við sig en ég,“ segir Arnþrúður, sem augljóslega á marg- ar skemmtilegar minningar frá síð- ustu kosningum. Varfólk ekkert að hringja í þig og óska þér til hamingju á meóan þú varst inni? „Jú, jú. Ég fékk meira að segja helling af skeytum frá fólki sem sló því fostu að ég væri inni, en vaknaði síðan við annað daginn eftir. Það er líka gaman að segja frá þvi að ég fór heim til mín um þrjúleytið og þá fógnuðu nágrannar mínir mér. Svo þetta var mjög gaman allt saman.“ Hver tók annars sœtiö þitt? „Það var Össur Skarphéðins- son.“ Arnþrúður Karlsdóttir er ekki i framboði þetta árið því henni var synjað í prófkjöri Framsóknai-- flokksins í Reykjavík. Pétur Bjarnason var í fyrsta sæti á Vestfjarðalistanum 1995 Fór inn fyrir mistök í talningu „Ég var inni og úti allt kvöldið og alla nóttina," segir Pétur Bjamason fræðslustjóri, en hann var í framboði fyrir sérframboð sitt og stuðningsmanna sinna í síð- ustu kosningum. „Ætli ég hafi ekki verið mest inni fyrir mistök sem urðu í taln- ingu um tvöleytið." Hvernig leiö þér með það aö vera oröinn þingmaöur? „Mér leið nú nokkuð vel allan tíman og gerði mér grein fyrir því að talningin á Vestfjörðum er svæðisbundin og vissi því að þetta yrði tvísýnt," segir Pétur og bætir þvi við að þegar upp var staðið munaði ekki nema fjörtíu og fimm atkvæðum á því að hann hefði komist á þing. En var ekki mikiö hringt í þig á meöan þú varst inni? „Jú, jú. Kosninganætumar eru ailtaf mjög líflegar og skemmtileg- ar. Sérstaklega í svona litlu samfé- lagi eins og hér fyrir vestan. Það myndast sterkari stemning og maður er í nánari tengslum við kjósendur." Það gerist margt í kosningum og þá sérstaklega yfir kosninganóttina. Hún fjallar öll um að ráða til starfa 63 þingmenn og potturinn er stór. Hundruð manna bjóða sig fram til að breyta, halda hlutunum eins og þeir eru, eða bara til að hafa einhver áhrif á stöðu þjóðarinnar. Það sem meira er, þá er það engin venjuleg starfsumsókn að vera frambjóð- andi. Hér erum við að ræða um miklu meiri geðs- hræringu og skuldbindingu upp á fjögur ár. Fólk leggur líka misjafnlega undir og árangurinn er í raun ekki í höndum umsækjenda heldur kjósenda. Þess vegna ákvað DV að taka nokkra þeirra tali sem næstum því hafa verið ráðnir til fjögurra ára þing- setu. Þetta er fólk úr flestum flokkum og úr hinum ýmsu kjördæmum. Sumt af þessu fólki er aftur í fram- boði í ár og stefnir hátt. Aðrir hafa sagt skilið við pólitíkina sem fram- bjóðendur og eru nú óbreyttir kjós- endur og enn aðrir eru á framboðs- lista einungis til að sýna stuðning sinn við ákveðið framboð. En allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa verið þingmenn hluta nætur. Drífa Hjartardóttir var í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi 1995 Inn og út um gluggann „Ég man að ég var á þessu róli alla nóttina en fór fljótlega að undir- búa mig undir að þetta yrði ekki í raunin," segir Drífa Hjartardóttir bóndi, sem var í baráttusætinu fyr- ir sjálfstæðismenn í Suðurlands- kjördæmi í siðustu kosningum, og hún bætir þvi við að hún hafi eigin- lega fengið það á tilfinninguna að hún myndi enda úti snemma um kvöldið. Hvencer endaóirðu alveg úti? „Þetta kom ekkert í ljós fyrr en að ganga fimm.“ Var ekki skrýtiö aó vera þingmaö- ur aöra mínútuna og varaþingmaö- ur hina? „Jú. Þetta var afskaplega ein- kennileg tillfinning að vera svona inn og út um gluggann í heila nótt.“ En var ekki mikió hringt í þig? „Jú. Það var mikið hringt og mik- ill hugur í öllum. Það hringdu bæði fréttamenn og vinir, kunningjar og fjölskylda," segir Drífa. Hver fór inn í staóinn fyrir þig? „Það fór bara allt á flug út um allt land. En það má segja að Lúðvík Bergvinsson hafi farið inn og það á miklu færri atkvæðum en við. Al- þýðuflokkurinn tapaði meira að segja miklu fylgi í þessum kosning- um en náði samt manni inn. Ástæð- una fyrir því er hægt að rekja til sérframboðs Eggerts Haukdals. Það breytti stöðunni mikið fyrir okkur.“ Drífa Hjartardóttir er í öðru sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í ár og samkvæmt könnunum ætti hún örugglega að enda á þingi. Ólafur Hannibalsson var í þriðja sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum 1995 Þingmaður í þrjú korter „Ég var þingmaður á milli tvö og þrjú,“ segir Ólafur Hannibalsson blaðamaður og bætir því.við að það hafi nú bara verið vegna talnaleiks í tölvum sjónvarpsstöðvanna. „Kvennalistinn lenti allt í einu al- veg úti og ég fór á þing í þrjú kort- er.“ Pétur Bjarnason: „Mér skilst að Sighvatur Björgvinsson hafi einungis verið með þrjátíu og fimm atkvæðum fleira en ég.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.