Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Page 27
JjV LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
sakamál -
Isfrúin
„Óhugnanlegur dauðdagi á
faUegum stað,“ var lýsing eins
þeirra sem komu að máli Díönu
Hubbard Wild. Hún hafði failið af
130 metra háum kletti, Seal Bay
Peak, hæsta staðnum á hinni
nafntoguðu Big Sur-klettabrún
suður af Monterey í Kaliforníu.
Þaðan er mjög fallegt útsýni en
ströndin fyrir neðan er dvalar-
staður sæljóna og af þeim dregur
kletturinn nafn sitt.
Díana hafði verið þarna í skoð-
unarferð ásamt hjónunum Virgin-
íu og Biilie Joe McGinnis. Þau
höfðu lagt bil sínum nærri klett-
inum til að njóta útsýnisins og
taka myndir. Hjónin skýrðu svo
frá að Díana hefði verið á háhæl-
uðum skóm og gengið alveg fram
á ystu brún til þess að geta virt
fyrir sér sæljónin fyrir neðan en
skyndilega hefði hún hrasað og
fallið fram af klettinum.
Gift sjóliða
Virginía McGinnis hafði leitað
hjálpar eftir atburðinn en orðið
að fara rúmlega kílómetraleið að
næsta húsi, hamborgarastað. Þeg-
ar lögreglunni hafði verið gerð
grein fyrir því sem komið hafði
fyrir sendi hún þyrlu til að huga
að örlögum ungu konunnar, því
ekki verður komist niður í fjör-
una landleiðina.
Á hverju ári ferst fólk á Big
Sur. Það hættir sér of framarlega
og fellur niður í fjöruna eða svipt-
ir sig lífi með því að stökkva fram
af. Dauði Díönu var því ekki sér-
stakt tilvik og litið var á það sem
eitt af þeim slysum sem þarna
verða.
Díana Hubbard Wild var frá
Louisville í Kentucky, þar sem
fráskilin móðir hennar, Bobbie
Roberts, var kennslukona. Hálfu
öðru ári áður hafði Díana farið að
heiman til að giftast æskuvini
sínum, Jay Wild, en hann var í
flotanum. Hjónin settust að í San
Diego, en Díana varð einmana
meðan eiginmaðurinn var til sjós
og árið 1987 fór hún að vera með
glæpamanni, Jimmy Coats. Sam-
bandið stóð þó stutt því Jimmy
fór í fangelsi. Foreldrar hans
buðu Diönu þá að búa hjá sér og
þáði hún það en það voru einmitt
þeir sem hún var með daginn ör-
lagaríka er hún féll ofan af klett-
inum.
Líftryggingin
Móðir Díönu fékk af því fréttir
nokkru áður að dóttir hennar
byggi hjá hjónum, fólki á sextugs-
aldri, og taldi hana í góðum hönd-
um. Henni brá því líklega enn
meira en ella þegar henni var til-
kynnt hvað komið hafði fyrir á
Big Sur klettabrúninni þann 2.
apríl 1987.
Nokkru síðar leitaði Bobbie Ro-
berts til Stevens Keeney, lög-
manns í Louisville, og bað hann
um aðstoð vegna vanda sem kom-
ið hefði upp í tengslum við trygg-
ingu Díönu. Tryggingafélag sitt
neitaði að greiða kostnaðinn við
útför hennar af því lögreglan í
Monterey hefði ekki viljað af-
henda dánarvottorðið, þar eð ekki
hefði enn verið gengið úr skugga
um dánarorsökina.
Sagðist Bobbie ekki skilja það
því dóttir hennar hefði farist af
slysforum.
Keeney vissi að Bobbie Roberts
hafði ekki efni á að ráða sér lög-
mann í málinu og tók það að sér í
góðgerðaskyni. Hann átti ekki
von á þvi að það yrði torsótt en
þar reyndist hann hafa rangt fyr-
ir sér. Málið var ekki til lykta
leitt fyrr en fimm árum síðar.
Skýring lögreglunnar
Eins og vænta mátti var fyrsta
verk Keeneys að hafa samband
við lögregluna í Monterey. Þá var
honum sagt að töfin á útgáfu dán-
arvottorðsins væri í raun tengd
formsatriði. Tryggingafélag hefði
farið fram á að það yrði ekki gef-
ið út fyrr en rannsókn á látinu
hefði farið fram á þess vegum því
Díana hefði verið liftryggð hjá
því. Ástæða þætti til að fara
gaumgæfilega yfír málið því
Díana hefði gengið frá trygging-
unni daginn áðm’ en hún hefði
dáið.
Bobbie Roberts hafði ekki hug-
mynd um að dóttir hennar hefði
líftryggt sig. Hvers vegna hefði
líka tvítug stúlka, lífsglöð og við
góða heilsu, átt að líftryggja sig?
Nánari eftirgrennslan Keeneys
leiddi svo í ljós að McGinnis-hjón-
in, foreldrar Jimmys Coats, áttu
að fá greidda 35.000 dali ef Díana
dæi.
í ljós kom nú að það voru McG-
innis-hjónin sem höfðu fengið
Díönu til að sækja um líftrygging-
una. Þá hafði hún sömuleiðis innt
af hendi fyrstu iðgjaldsgreiðsl-
una.
Málið verður enn grun-
samlegra
Líkskoðun leiddi í ljós að i
blóði Díönu fannst nokkurt magn
af svefnlyfinu Elavil en það getur
valdið svima. Keeney komst nú á
þá skoðun að eitthvað væri at-
hugavert við lát Díönu. Hann bað
því Bobbie, móður hennar, að
hringja í Virginíu McGinnis og
tók hann samtalið upp. Virgína
var hin ljúfasta í símann og
skýrði frá ýmsu um atvikið á
klettinum en sumt af því reyndist
ekki koma heim og saman við það
sem stóð í lögregluskýrslunni.
Virginía lofaði að senda Bobbie
nokkrar myndir sem þau hjón
hefðu tekið af Díönu daginn sem
hún dó. Þegar myndirnar bárust
sýndu þær hana meðal annars í
undarlegri stellingu fremst á
klettinum en fyrir aftan hana stóð
Billie Joe McGinnis og hafði ann-
an handlegginn um axlir hennar.
Þegar Keeney hafði skoðað mynd-
irnar var hann ekki lengur í nein-
um vafa um aö Díana hefði verið
myrt. Hjónin hefðu geflð henni
svefnlyf en síðan hrint henni
fram af hengifluginu til að fá líf-
tryggingarféð.
Keeney tók nú saman allt það
helsta sem fram hafði komið og
sendi saksóknaranum í Monterey
með beiðni um að McGinnis-hjón-
in yrðu ákærð fyrir morð.
Skuggaleg fortíð byrjar að
koma í Ijos
Saksóknaraembættið í Monter-
ey taldi ekki nægar sannanir um
sekt hjónanna liggja fyrir. Því
gæti ekki orðið af ákæru. Keeney
hélt áfram rannsókn málsins og
sendi fleiri gögn en allt fór á
sömu leið. Varð nú til með Keen-
ey fastur ásetningur um að hætta
ekki með málið fyrr en hjónin
yrðu leidd fyrir rétt. Hann fór því
að grafa upp fortíð þeirra Virgin-
iu og Billys Joes.
Virginía virtist hafa mjög sterk
tök á manni sínum. En fleira kom
í ljós, og þar kom að Keeney fór
að nefna hana „ísfrúna". Árið
1972 hafði Virginía líftryggt þrjú
bama sinna. Stuttu síðar fannst
þriggja ára dóttir hennar,
Cynthia, hengd í hlöðu og Virgin-
ía fékk líftryggingarféð greitt.
Árið 1974 líftryggði hún þáver-
andi eiginmann sinn, Bud Rear-
den. Tæpum mánuði síðar lést
hann og var hjartabilun kennt
um. Enn fékk hún tryggingarféð
greitt út.
Næstu ár tókst henni að komast
yfir um 500.000 dali. Undir ýms-
um nöfnum hafði hún gengið frá
þjófa- og brunatryggingum og
ætið kom eitthvað fyrir þannig að
tryggingarnar voru greiddar út.
Enn skuggalegri atburðir
Árið 1980 hafði Virginía líf-
tryggt móður sína en skömmu
siðar brann hún inni. Þá fékk „ís-
frúin“ í sinn hlut tvöfaldar trygg-
ingabætur, annars vegar vegna
brunans og hins vegar innbrots
sem talið var undanfari íkveikju.
Steve Keeney var nú orðinn
sannfærður um að Virginía McG-
innis hefði myrt dóttur sína, eig-
inmann og móður til að komast
yfír tryggingarfé. Honum tókst að
finna vitni sem hafði séð Virginíu
gefa Bud Rearden sprautu kvöldið
sem hann dó.
Næst gerðist það að Keeney
komst að því að undirskriftir
votta á umsókn Diönu um líf-
tryggingu voru falsaðar. Nú
fannst honum hann hafa það mik-
ið af gögnum gegn McGinnis-
hjónunum að hann hlyti að geta
fengið ákæru gefna út gegn þeim.
En í þetta sinn sneri hann sér
ekki til saksóknara i Montery
heldur í San Diego þar sem hjón-
in bjuggu. Og nú var gefin út
ákæra.
Þann 15. september 1989, tveim-
ur og hálfu ári eftir að Díana dó,
komu lögregluþjónar á heimili
McGinnis-hjónanna og handtóku
þau. Voru þau færð til yfirheyrslu
þar sem þeim var gerð grein fyrir
þvi að þau væru grunuð um morð
og tryggingasvik.
Ráttarhöld ákveðin
Ýmsar lagaflækjur urðu til þess
að málareksturinn dróst á lang-
inn. Þá dó Billy Joe skyndilega í
fangelsinu. Allt varð þetta til þess
að um tvö ár liðu þar til málið
kom fyrir rétt.
Mörg vitni voru leidd fram fyr-
ir dóminum, þar á meðal réttar-
læknar sem gátu borið að Elavil
hefði fundist í blóði Díönu. Tókst
að fá fram að Virginía hefði gefið
henni svefnlyfið i kaffi á leiðinni
að Ben Sur-kletti. Er þangað kom
hafi unga konan verið komin með
svima og orðin syfiuð.
Myndirnar sem teknar voru á
klettinum áttu hins vegar að
sýna, ef þörf krefði, að þar hefði
allt farið fram í mikilli vinsemd
milli hinnar látnu og hjónanna.
Það sem næst gerðist kom nú
fram í réttinum. Billie Joe hafði
reynt að hrinda Díönu fram af
klettinum en þrátt fyrir að hún
væri undir áhrifum lyfsins reyndi
hún að streitast á móti því henni
var orðið ljóst hvað til stóð. Þá
gekk Virginía að henni og sló
hana með steini í höfuðið svo hún
missti meðvitund. Síðan var
henni ýtt fram af.
2. mars 1992 var Virginía McG-
innis fundin sek um morðið á
Díönu Hubbard Wild og dæmd í
lífstíðarfangelsi án möguleika á
náðun.
Steven Keeney lögmaður.
Díana við Big Surf stuttu fyrir atvik-
ið.
Bobbie Roberts með dóttur sinni, Díönu, til hægri.
Big Surf-klettur. Örin vísar á hann.