Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 36
48 * LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Leith í Skotlandi heillar enn þrátt fyrir smæö og fátækt: DV, Leith: Þessi höfn var í áratugi fyrstu kynni íslendinga af hinu stóra út- ' landi. Hér sá landinn í fyrsta sinn heilu raðirnar af húsum hlöðnum úr tilhöggnu grjóti og sporvagna sem skröltu um götumar með fólk innanborðs. Skipin sem áður fluttu íslendinga til útlanda lögðust að við austurkantinn á lænunni sem heitir þvi virðulega nafni Leith Waters. Leith var stórborg fyrir Islend- inga sem fyrir einni öld eða svo komu þar við á leið sinni til Kaup- mannahafnar. Reykjavík var bara smáhola í samanburði við sjálfa Leith i Skotlandi. Leith var þó og er ekki annað en lítiil hafnarbær, út- hverfi frá öðrum og stærri stað. Yfir Leith gnæfir Edinborg; borgin við kastalann sem staðið hefur í þrjú y- þúsund ár. Ströndin - eða The Shore - í Leith. Hér stigu margir íslendingar í fyrsta sinn fæti á erlenda jörð. Skipin eru hætt að leggjast hér að en veitingahúsin eru enn á sínum stað. DV-myndir Gísli Kristjánsson Forn frægð Það er enn spennandi að koma til Leith þótt staðurinn sé ekki lengur áfangi á leiðinni út í heim. Skipin eru að vísu hætt að lóna upp í Leith Waters og þar liggur nú bara einn gulmálaður gufukláfur frá fyrri öld. Nú er búið að opna dyr á síðu skips- ins og breyta því í veitingastað. Það er dæmigert fyrir Leith. Nú koma flestir þangað tiljað borða fisk. Veit- ingahúsin í Leith. eru betri en verts- húsin uppi í Edinborg. Leith er að rísa af dvala eftir mörg erfíð ár. Hér drabbaðjst aUt niður í áratugi en nú hafa endur- reisnarmenn tekið til hendinni og í það minnsta hafnarhverfið er aftur orðið staðarprýði. Ofar í bænum tróna íbúðarblokkir sem reistar voru fyrir þrjátíu árum til að bæta úr sárri húsnæðiseklu í bænum. Þá var Leith orðin eitt versta fátæktar- bæli Skotlands. Þessar blokkir standa en niðri í miðbænum eru húsin enn þau sömu og áður og meira að segja sumar af gömlu kránum standa þar óbreytt- ar. Hér keyptu íslendingar fyrstu veitingar sínar á erlendri grund meðan skipið staldraði við á leið sinni til Kaupmannahafnar. Fiskur og franskar Vertshús eins og Malts & Hops eða The Kings Warf eru hér enn en gestirnir eru ekki þeir sömu. Nú skjótast hingað embættismenn borg- arinnar í jakkafötum og drögtum og fá sér hádegismat: Fiskur og fransk- ar og ölglas. Maturinn breytist ekki og þegar gengið er inn á þessa staði leggur á móti gestum angan af ediki, fiski og steiktri feiti. Erfiðiskarlar frá höfninni eða vaðmálsklæddir og stóreygir íslendingar hafa ekki sést hér í áratugi. Austurbakka gömlu hafnarinnar í Leith hafa heimamenn lengi kallað Ströndina - eða The Shore. Þetta er aðalgata bæjarins og ef gengið er upp frá Ströndinni er komið inn á Leith Walk, götuna sem liggur upp að járnbrautarstöðinni í miðborg Edinborgar. Þetta er hálftíma til klukkutíma rölt upp brekkuna, eftir því hve hratt er farið. Þetta er leið sem margir íslendingar gengu með- an beðið var eftir að skipið - Gull- foss eða hvað það nú hét - héldi áfram til Kaupmannahafnar. Grá og græn borg Á Leith Walk er ys og þys og ekk- ert því til fyrirstöðu að taka strætis- vagn til Edinborgar leiðist mönnum hávaðinn. Edinborg er grá. Húsin eru grá og stundum jafnvel græn- flekkótt af mosa. Edinborg er líka tignarleg borg; raunveruleg borg. Það er hætt við að hakan hafi sigið niður á bring- una á mörgum íslendingnum þegar hann kom upp á hæðina norðan við jámbrautarstöðina og sá yfir Gamla bæinn og upp að Kastalanum, sem alltaf hefur verið höfuðprýði Edin- borgar. Járnbrautarstöðin er í dal- eða gilskoru miili Gamla bæjarins að sunnan og Nýja bæjarins að norðan. Nýi bærinn er að vísu frá því um og eftir 1770 og því kominn nokkuð til ára sinna. Nýi bærinn getur m.a. státað af Princes Street, aðalversl- unargötu Edinborgar. Konunglega mílan Gamli bærinn hefur upp á Kon- unglegu míluna að bjóða. Það er gamla höfuðgata borgarinnar og liggur frá dyrum Kastalans og niður að Hollyroodhöll. Kastalann verða allir að skoða en aðgangurinn kost- ar 750 íslenskar krónur Þarna á Konunglegu mílunni og í hliðargötum hennar má vel eyða einum degi - og öðrum til - bara við að njóta þess sem höfuðborg Skota hefur upp á að bjóða. Versl- anir eru fáar en vertshús þeim mun fleiri og hér á hver staður sína sögu og ef þessar sögur eru ekki frá síðustu öld þá eru þær frá öldinni þar á undan. Upp frá jámbrautarstöðinni liggja margar og brattar smágötur eða tröppur upp á Konunglegu míluna. The Fleschemarket er ein þeirra og sú fjölfarnasta. Á miðri leið er verts- húsið The Halfway House sem býð- ur hressingu þeim sem þreytast á að ganga þessa metra frá járnbrautar- stöðinni og upp á aðalgötuna. Haggis fyrir alla Sunnan við Konunglegu míluna er komið inn á hliðargötur eins og Victoria Terrace, The Bow og Grass- market. Þar eru skemmtilegustu veitingahúsin. Og einnig inni í Cow- market, austur af Grassmarket. Gildar ástæður em fyrir því að skosk matargerðarlist hefur ekki farið sigurför um heiminn. Þetta er ekki góður matur. Skoska slátrið haggis er heimsfrægt en ekki að sama skapi vinsælt. íslendingum ætti þó hvorki að koma bragð né út- lit á óvart. Þetta er í aðalatriðum sami matur og íslenskt slátur. Á öllum krám er auk haggis hægt að fá fisk og franskar og bökur með nautasteik og nýrum. Ekki hefur þessi matur heldur náð að keppa við franskan, ítalskan og austurlenskan mat í vinsældum meðal jarðarbúa - en í Skotlandi borða menn skoskan mat. Engin vandræði eru þó að finna ágæt alþjóðleg veitingahús í Edinborg reynist matur heima- manna leiðigjarn. Listahátíðarborg Edinborg er mikil ferðamanna- borg. Þar fyllist allt af fólki á haustin þegar listahátíðin mikla, kennd við borgina, er haldin. Þetta er nafntogaðasta listahátíð í heimi. Á haustin getur því reynst erfitt að nálgast gistipláss nema pantað sé með góðum fyrirvara. Á öðrum árstiðum eru öll gistihús opirf og lítið mál að finna næturstað fyrir tvö til fimm þúsund krónur ís- lenskar á mann. Enn ódýrari gisting fæst í úthverfunum. Best er að leita á náðir gistimiðlunarinnar við norð- urhliðina á járnbrautarstöðinni. Hvíld frá Glasgow Fáir íslendingar koma nú til Skotlands um Leith. Glasgow hefur tekið við hlutverki gamla hafnar- bæjarins. í Glasgow eru allir stór- markaðimir og allar Kringlurnar. I Edinborg og Leith er hins vegar miklu fleira sem spennandi er að skoða. Þegar haft er í huga að að- eins tekur 50 mínútur að fara með lest milli Glasgow og Edinborgar þá er það kjörin hvíld frá inn- kaupastressinu í Glasgow. Glsli Kristjánsson Konunglega mílan í Edinborg. Þetta er aðalgatan í Gamla bænum og liggur >á milli tveggja konunglegra bústaða - Edinborgarkastala og Holyrood-hallar. Gondólar í Vegas Eitt dýrasta hótel heims, Fen- eyjar, hóf starfsemi síðastliðinn ,: mánudag í spilavítisborginni Las i Vegas. Starfsemin er þó bundin við fjárhættuspil og helming veit- ingasalanna fyrst um sinn því Íekki hefur tekist að ljúka við hót- elherbergin. Hótelið mun kosta 1,4 milljarð Bandaríkjadala þegar upp verður staðið. Talsmaður hót- elsins varðist allra frétta í vik- unni af því hvenær menn gætu keypt sér gistingu á hótelinu. Þá á eftir að reisa ráðstefnusali og rús- ínan í pylsuendanum verður svo verslunargata, hálfur kílómetri að lengd, þar sem fólk getur ferðast með gondólum eftir heimatilbún- um síkjum. mmmmmmmmámmmmmmmmmmmmmK Magritte heimsóttur Aðdáendur belgíska málarans René Magritte geta nú fengið að sjá hvernig var umhorfs á heimili hans og vinnustofu þegar hann dvaldi I Brussel á árunum 1930 til 1954. Húsgögn Magritte hafa verið flutt á ný í húsið og rauða svefn- herbergið er að sjálfsögðu á sín- um stað. í vinnustofunni er að finna nokkur málverk meistar- ans, auk ljósmynda og svo auðvit- að tækja og tóla sem hann notaði við listsköpun sína. Heimsókn til Magritte ætti því að vera hin áhugaverðasta en húsið er við 135 Rue Esseghem í Brussel. Ekkert flug á gamlárskvöld Virgin Atlantic flugfélagið til- kynnti á dögunum að 25 ára áætl- un félagsins félli niður næsta gamlárskvöld. Að sögn er það ekki títtnefndur 2000-vandi sem veldur forráðamönnum áhyggjum heldur það að starfsmenn félags- ins hafa ítrekað látið í ljós að þeir vilji eyða kvöldinu með sínum nánustu. Virgin Atlantic er fyrsta alþjóðlega flugfélagið sem ákveð- ur að leggja flota sínum þegar nýtt árþúsund gengur í garð. 45 mínútna leikhús Þaö er mikið um að vera hjá Konunglega leikhúsinu í London | um þessar mundir. Leik- húsið hefur ákveðið að það sem eftir I lifir árs verði nokkuð sam- felldar sýn- ingar á hundrað bestu leikritum aldarinnar. Leik- ritin verða ekki sýnd í heild sinni heldur hafa verið valin til sýn- inga 45 mínútna brot. Það voru leikritahöfundar og leikhúsfræð- ingar sem settu saman listann um : bestu leikverk aldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.