Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Page 27
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Íformúla Ste. Dévote 115 Loews Casino m 65 ... Mirabeau 250 Beau Rivage 130 Massenet Portier Chicane 230 Tunnel □u Loews 140 La Piscine Lengd 28 Aksturstimr9824.4 sek. 55 La Rascasse km/h 80 Antony Noghes Shell Heimildir: FIA Monte Carlo Monaco Kappaksturinn 4. keppni 16.maí 1999 Lengd brautar: 3.367 km Fjöldi hringja: 78 hringir Keppnislengd: 262.626 km Útsending RÚV: Sunnudag kl.11:00 Brautarmet: Hra&asti hringur M. Schumacher 1994 á BenettorvFord á lmin 21,076 sek Einkenni brautar Enginn önnur braut refsar eins mikiö fyrir lítil og strætin í Monaco Monte Carlo. Minnstu mistök geta smellt ökumönnum utan I vegriöin sem umleika brautina. Framúrakstur er nærri ómögulegur, og þarf aö aka meö fullri einbeitingu allan tímann. Verðlaunapallur'98 Mika Hákkinen (McLaren-Mercedes) B Giancarlo Rsichella (Benetton-Playlife) Eddie Irvine (Ferrari) '98 Schumacher leiðir keppnina Þrjár keppnir af Formúlu 1 keppnistímabilinu eru afstaðnar og Michael Schumacher hefur í fyrsta skipti forystu í heimsmeistara- keppninni síðan seint á árinu 1997. Hann er nú með sex stiga forskot á keppinaut sinn Mika Hakkinen sem ók út af í síðustu keppni í San Mar- ino og gerði þar sjaldgæf en afdrifa- rík mistök. Schumacher vann því keppnina á frábærri keppnisáætlun og gerði lítið úr David Coulthard sem ekkert gat sagt annað en að hæggengir bílar hefðu flækst fyrir honum. Gengi Ferrari-liðsins er mun betra núna en á síðasta ári þegar McLaren-liðið hafði algera yfirburði og sigraði tvöfalt í tveim fyrstu mót- unum og fór með 18 stiga forystu í Qórða mótið. „Á síðasta ári vorum við að berjast við að ná frammi- stöðu McLaren alian fyrri helming tímabilsins en núna eftir þrjár fyrstu keppnirnar leiðum við stiga- töfluna," sagði Michael Schumacher eftir San Marino-kappaksturinn fyr- ir hálfum mánuði. Monaco-brautin erfið Þjóðverinn Michael Schumacher hefur sigrað á 34 Formúlu 1 mótum og tvisvar orðið heimsmeistari. Hann á þrjá bikara frá Monaco og er einn fárra sem á fleiri en einn sigiu- á þessari snúnu og þröngu braut þar sem ökumenn þurfa að hafa stjóm á 600 kg bílum með 800 ha. vélum innan um stálvegriðin sem umleika brautina alla. „Frá andlegu sjónarmiði er Monaco sennilega erfiðasta brautin sem keppt er á. Það eru eiginlega engir beinir kaflar sem leyfa manni að slaka aðeins á, þess vegna þarf mað- ur að vera með fulla einbeitingu alla keppnina," segir Schumacher sem árið 1997 leiddi Monaco- kappaksturinn í rigningu, missti einbeitingu i augnablik, fór út af en þó á besta stað, gat haldið áfram eft- ir að hafa snúið við inn á brautina og kláraði fyrstur. Verður að aka með ágengni Vegna þess hve þröng brautin og beygjurnar em er lítið um tæki- færi til framúraksturs og mjög mikilvægt að ná góðri stöðu við rásmarkið. Því er ömggt að tíma- takan i dag á eftir að skipta höfúð- máli. „Þetta er braut þar sem er nærri þvi ómögulegt að taka fram úr öðrum bílum nema að hann eigi í vandræðum eða hann ein- faldlega hleypi þér fram fyrir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera eins framarlega í rásmarkinu og hægt er,“ segir Schumacher sem lenti í samstuði við Alexander Wurz á síðasta ári eftir tilraun til framúraksturs. „Maður verður að aka með svolítilli ágengni en var- lega til að komast fram úr.“ Þó að Ferrari leiði stigakeppn- ina em McLaren-menn ekki búnir að vera og má búast við að félag- amir Mika Hákkinen og David Coulthard skipi fremstu rásröð þegar keppnin hefst á morgun eins og þeir hafa gert hingað til, en sennilegast með tvo eldrauða Ferr- ari í speglunum. Ef Mercedes Benz-vélamar halda og hvorugur gerir mistök em miklar líkur á því að enska keppnisliðið nái sín- um fyrsta 1-2 sigri ársins því mik- ið hefur verið unnið að því að lækka bilanatíðni hjá liðinu og því ósennilegt að slíkt hendi heims- meistarana í Monaco-kappakstrin- um sem sýndur verður á RÚV á morgun. Ástæða er til að óska Rík- issjónvarpinu til hamingju með tveggja ára afmæli á útsendingum frá Formúlu 1. -ÓSG (3.335.^) Tegund: 7965 y Litir: Svart og beige Stærðir: 36—41 (3.435.-') Tegund: 8146 v--------y Litir: Svart, brúnt og blátt Stærðir: 36-41 Póstsendum samdægurs. oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212 27 CELL SUPER FLY Kr. 8.990,- Kr. 5.M90,- COMFORT LEHTHER Kr. 6.990,- □ EFY TORNRDO Kr. 3.990,- T0RNR00 Kr. 3.990,- Útilíf - Glæsibæ Maraþon - Kringlunni Markid - Rrmúla Sparta - Laugavegi GRRFI5KR SMIÐJRN 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.