Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999
^ðgygarðshornið
Egill Helgason skrifaði snjalla
grein í Moggann síðasta sunnudag
þar sem hann tætti í sig rök þeirra
sem halda því fram að okkur Reyk-
víkingum sé meiri nauðsyn á flug-
velli inni í miðri borg en byggð.
Greinin var svo snjöll að henni
verður aldrei svarað. Þetta var ein
af þessum greinum sem látið er
eins og hafi aldrei verið skrifuð.
Flugvöllurinn er hættulegur ör-
yggi okkar; fretir frístundaflug-
manna um helgar er plága fyrir
okkur vesturbæinga; íbúðafram-
kvæmdir á flugvallarsvæðinu nú-
verandi væru réttari, skemmti-
legri og örugglega arðbærari til
lengri tima en dund í kringum
þetta hálaunahobbí; flugvöllurinn
sker á lífæðar miðborgarinnar;
staðsetning hans kemur í veg fyrir
eðlilega tengingu milli hverfa.
Endemisstaðsetning Englendinga
á þessu mannvirki hefur orðið til
þess að hrekja íbúana upp á heið-
ar og læst skipulag miðborgarinn-
ar í óbærilegar skorður. Allt verð-
ur svo erfitt eitthvað; um langan
aldur hafa íbúar miðbæjarins ver-
ið svo lítt vanir framkvæmdum að
þeir virðast famir að halda að þeir
búi í Árbæjarsafninu; á friðuðu
svæði - sérstöku verndarsvæði þar
sem sérhver gata sé slík gersemi
að heildarsvip og yfirbragði að
engu megi hnika þar til.
******
Eða hvað veldur þeirri þrá-
hyggju sem virðist búa að baki því
eilífa háttalagi ibúa miðborgarinn-
ar að mótmæla hverju húsi sem til
stendur að reisa þar? Ibúar í bak-
húsi á Laugaveginum virðast geta
boðið okkur hinum upp á þann
málflutning óáreittir að verslunar-
húsnæði eigi ekki heima á þessum
slóðum og kæra baki brotnu sér-
hverja viðleitni til að reisa versl-
unarhús á lóð sem stendur fyrir
framan húsið þeirra. Það háttalag
íbúa bakhússins að vera sífellt að
kæra það að þeir búi í bakhúsi er
þó ekki nándar nærri eins alvar-
legt og aðfarir íbúa í grennd við
Landspítalann sem um árabil hafa
getað með lagarefjum þvælst fyrir
því að þar verði reistur barnaspít-
ali.
Þetta er óvenju skýrt dæmi um
þær villigötur sem þraseðli íslend-
inga getur leitt þá út á. Um aldir
hafa þessar fáu hræður í landi sem
er alltof stórt á þær deilt um reka
og landamörk af ótrúlegri þraut-
seigju. Þetta er í blóðinu á okkur.
En þegar þetta sjálfvirka kergju-
viðbragð er farið að beinast gegn
því að sómasamlega sé búið að \
veikum bömum hér á landi þá,
hlýtur manni að ofbjóða.
Að minnsta kosti hefur enginn
af þessu kæruóðu nágrönnum spít-
alans haft fyrir þvi að útskýra op-
Bílastœöi eru eins og við
vitum helgasti réttur sem sér-
hver íslenskur húsbóndi getur
ímyndað sér, þeirra er gœtt
hér á landi af grimmd
fresskattarins og menn geta
ekki ímyndað sér að neitt
verra kunni að henda þá í líf-
inu en að missa hugsanlega
bílastæðið sitt.
inberlega nákvæmlega hvaða sví-
virða sé fólgin í því að reisa barna-
spítala á lóð Landspítalans.
******
Er húsið of hátt? Til þess fallið
að eyðileggja útsýni yfir flugvöll-
inn? Er lóð Landspítalans kannski
óhentug fyrir spítala? Hvað er ná-
kvæmlega að? Það fólk sem fundið
hefur sér þá hugsjón í lífinu að
vera á móti barnaspítala hefur
ekki deilt með okkur hinum rök-
unum gegn þeirri framkvæmd.
Sjónvarpið var á dögunum með
frétt um að íbúar hefðu enn einu
sinni kært fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og í löngu máli tókst við-
komandi fréttamanni að láta ógert
að segja okkur um hvað málið
snerist. Hann tilgreindi ekki eina
einustu röksemd gegn fram-
kvæmdunum. Hann sagði okkur
hins vegar frá því hversu margar
blaðsíður kæran væri og í hve
mörgum liðum - og gott ef ekki
hversu þung hún væri líka. Is-
lensk fréttamennska í hnotskum:
við voram engu nær. Þó hefur
heyrst að íbúar hafi áhyggjur af
því sem hjarta þeirra stendur nær
en aðstaða fyrir veik börn á Is-
landi: bílunum sínum.
Það hefur sem sé flogið fyrir að
það sem fólk setji helst fyrir sig
varðandi fyrirhugaðan spítala sé
að því fylgi einhver vandkvæði
með bílastæði. Ef til vill óttast þá
Guðmundur Andri Thorsson
fólk að einhverjir aðrir leggi í
stæðin sem það á. Bílastæði eru
eins og við vitum helgasti réttur
sem sérhver íslenskur húsbóndi
getur ímyndað sér, þeirra er gætt
hér á landi af grimmd fresskattar-
ins og menn geta ekki ímyndað sér
að neitt verra kunni að henda þá í
lífinu en að missa hugsanlega bila-
stæðið sitt.
Bílastæðavandamál eru hins
vegar fortakslaust einkamál þeirra
sem hafa áhuga á að lifa sig inni í
þau og koma okkur hinum ekkert
við, nema áð þvi leyti að Borgin
þarf vitaskuld að sjá til þess að
þetta verði einhvern veginn leyst.
Þetta er tæknilegt spursmál, og
þarf ekki að ræða. Aðalatriðið er
þetta: Landspítalinn er opinber
stofnun - í okkar eigu sem sé - og
stendur á opinberri lóð, okkar lóð,
og það eru tvímælalaust sameigin-
legir hagsmunir okkar að komið sé
upp húsi fyrir veik börn. Þegar
stangast á almannahagsmunir og
privatfirrur eins og í þessu máli á
það ekki að þurfa að þvælast árum
saman í kerfinu hvernig á að taka
á því. Slíkt er skrípamynd af lýð-
ræði.
dagur í lífi
Sr. Bragi Skúlason segirfrá Sólstöðuhátíð á Laugalandi:
Það er karlmannlegt að vera truaður
Á Sólstöðuhátiðinni að Laugaiandi í Holtum stóð séra Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur fyrir námskeiði fyrir karlmenn sem vildu endurskoða
ýmsa þætti í lífi sínu. Meðal annars komust þeir að því að umræða um
karlveldi hafi virkað meiðandi fyrir stóran hóp karlmanna.
Aðfaranótt laugardagsins 19.
júní var með blautara móti á úti-
hátíð Sólstöðuhópsins að Lauga-
landi í Holtum. Það rigndi sem sé
en á þessari hátíð eru menn afar
bindindissamir, enda um fjöl-
skylduhátíð að ræða sem hefur
rækt okkar innra manns að leiðar-
ljósi. En laugardagurinn var bjart-
ur og stærstan hluta hans skein
sólin og þurrkaði upp bleytuna frá
nóttinni áður. Þetta var 5. hátíðin,
sem Sólstöðuhópurinn hefur stað-
ið að og vaninn hefur verið sá að
fólk komi á svæðið seinnipart
föstudags og dvelji fram á sunnu-
dagskvöld. Ég hef verið á 2 hátíð-
um á undan þessari og þær verið
með svipuðu yfirbragði en þó ekki
alltaf sama fólkið. Bömin setja
sterkan svip á hátíð sem þessa og
þau eru raunar á öllum aldri. Við
skipulagningu hátíðarinnar er
gert ráð fyrir þeim svo allir fái
eitthvað við sitt hæfi.
Andleg vakning
Þegar leið á morguninn og fólk
var búið að fá sér morgunmat,
sumir fóru í sund, var safnast sam-
an á sal til hugvekju áður en geng-
ið var til námskeiða bæði fyrir
börn og fullorðna. Útvarpsstöð var
í gangi og spiluð var tónlist sem
höfðaði einna mest til hinna yngri.
Á námskeiðunum var hægt að tjá
sig í trumbuslætti, eða leiklist, fá
undirstöðu í hugleiðslu, eða
fræðslu um hamingjuna, fræöast
um reynslusporin sem leið til and-
legrar vakningar, eða leika sér og
njóta samvista með fjölskyldunni.
Námskeiðin hófust kl. 10 og stóðu
fram að hádegi, en þá var gert mat-
arhlé og nýtti fólk sér það til að
nærast, spjalla, fara í gönguferðir
eða sund og sofa. Við vorum nokk-
ur sem ræddum málin í matar-
tjaldinu áður en heilsumáltíðin
hófst og umræðurnar héldu áfram
eftir matinn. Við ræddum um
þjóðfélagsmál á íslandi, um
kristna íhugun, um breytingar á
högum fjölskyldunnar á íslandi,
um mikilvægi þess að þekkja eigin
sögu o.s.frv. Kl. 14 var safnast á sal
og gjöf dagsins gefin. Gjöfln var
fjöður sem fólk gaf hvað öðru og
áttu að fylgja með orð til uppbygg-
ingar eða hvatningar. Eftir þetta
var haldið áfram með lengri nám-
skeiðin en nokkur ný hófust líka.
Reynsluheimur
karlmanna
Ég var með námskeið, sem var
eingöngu ætlað karlmönnum. Fór
vel á því þar sem þetta var kven-
réttindadagurinn. Námskeiðið
nefndist Að horfa á sjálfan sig í
spegli.
Að sjá.
Þegar við lítum í spegil,
hvað má þá sjá?
Þegar við lítum á konu,
hvað viljum við sjá?
Þegar konur líta á okkur,
hvað fá þær að sjá?
Hvað vilja þær sjá?
Hvað vil ég sjá?
Þetta var námskeið sem var fyr-
ir karlmenn sem vildu skoða/end-
urskoða ýmsa þætti í lífi sínu. Við
skoðuðum hin ýmsu aldursskeið
karlmennskunnar, skoðuðum fjöl-
skyldusöguna okkar og lífshring-
inn og ræddum fyrirmyndir okkar
og væntingar til framtíðar. Þetta
var hópur, sem átti auðvelt með að
nálgast þetta viðfangsefni í um-
ræðu. Þagnir voru stuttar og fáar.
Ég hef verið með slík námskeið
áður, bæði fyrir karla og konur
saman og fyrir karla eingöngu, og
munurinn á umræðu er.mikill á '
milli blandaðra hópa annars vegar
og hreinna karlahópa hins vegar.
Hér afsannaðist enn og aftur að ís-
lenskir karlmenn hafi ekkert til
málanna að leggja um væntingar,
tilfmningar og framtíðardrauma.
Það er okkur mikilvægt að fá að
nálgast þau viðfangsefni er okkur
varða á okkar forsendum, út frá
reynsluheimi karlmanna. Mikið
vantar hins vegar upp á að vett-
vangur fyrir slíka skoðun sé opinn
á meðvitaðan hátt samfélagslega,
síst fyrir tjáskipti á milli ólíkra
kynslóða karlmanna. Umræðan
um þær breytingar sem orðið hafa
á samfélagslegri stöðu íslenskra
karlmanna á þessari öld er í raun
og veru skammt á veg komin. Um-
ræðan um ýmsa þá neikvæða
þætti sem tengjast svokölluðu
„karlaveldi" hefur hins vegar virk-
að meiðandi fyrir stóran hóp karl-
manna. Þau mál þarf nú að nálgast
á öðrum forsendum, þ.e.a.s. á for-
sendum karlmanna sjálfra.
Það er karlmannlegt
að vera trúaður.
Það er karlmannlegt
að vera góður maður,
að vera trúr eiginmaður,
að vera áreiðanlegur faðir.
Það er karlmannlegt
að uppfylla skyldur sínar,
að njóta lífsins, að leggja
af mörkum til lífsins.
Það er karlmannlegt
að vera trúaður,
að vera sjálfum sér trúr,
að vera ég.
Þegar námskeiðunum lauk tók
við afslappaður tími fram að
kvöldmat. Fólk fór að undirbúa sig
undir hlutverkaleik, sem allir áttu
að taka þátt í. Auðvitað héldu um-
ræður af ýmsu tagi áfram, göngu-
ferðir og sund og fólk naut sam-
vistanna. Kvöldin á útihátíðum
eru alltaf sérstök.