Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 47
_________.. ■ - .___iMHnWii ______ . _ dOk LAUGARDAGUR 26. JUNI 1999 trmúla 55 Damon Hill hættir: Búinn að missa neistann —segist ekki nógu klikkaður til að halda áfram Jordan. „Eftir að hafa hugsað málið gaumgæfilega að undanfómu hef ég ákveðið að halda ekki áfram i For- múlu 1 eftir að þessu tímabili lýk- ur.“ Þetta sagði hinn 39 ára fyrrver- andi heimsmeistari og handhafi 22 sigra, Damon Hill, þann 16. júní síðastlið- inn.Þar með batt hann enda á þær umræður sem verið hafa í gangi um framtíð hans vegna slæms gengis það sem af er þessu ári. Damon Hill er sonur tvöfalds heimsmeistara, Grahams Hills, og hefur því kappaksturinn í blóðinu. Hann var þó seinn til og tók þátt í sín- um fyrsta For- múlu 1 kappakstri þrjá- tíu og eins árs, fyrir Brabham-liðið á Silverstone- brautinni í Bretlandi árið 1992. Veg- ur hans óx þó hratt og árið eftir var hann kominn til Williamsliðsins, sem þá var það allra besta á braut- unum, og ók við hlið Alains Prosts. Hann byrjaði ferilinn með glæsi- brag og vann þrjú mót í röð um mið- bik ársins. Þar með var þessi rólegi, geðþekki enski ökumaður búinn að stimpla sig inn í hjörtu aðdáenda Formúlu 1. Heimsmeistaratitill og brottrekstur Eftir að hafa tekið við forystu í Williamsliðinu, eftir lát Ayrtons Senna áriðl994, átti hann í miklu stríði við Schumacher sem allt árið var í forystu í heimsmeistara- keppninni. Með miklu harðfylgi náði Damon þó að saxa á forskotið og í lokakeppninni munaði enn að- eins einu stigi á þeim. Sú barátta endaði með árekstri og Schumacher hampaði titlinum - óverðskuldað segja margir. Röðin var hins vegar komin að Damon Hill árið 1996 þegar hann vann flmm af fyrstu sex mótum árs- ins og virtist áframhaldið vera formsatriði. En Damon fékk reisupassann frá Williams þegar tímabilið var rétt rúm- lega hálfnað og sló það hann út af laginu um stund. Villeneu- ve, sem þá var félagi hans, náði að setja spennu í heims- meistarakeppn- ina með því að vinna fimm keppnir en allt kom fyrir ekki. Damon Hill var á hátindi ferils síns, sigraði í Japan og hamp- aði titlinum eft- irsótta. Eftir það lá leiðin hratt niður á við. Það átti eft- ir að hafa afdrifaríkar afleiðingar þegar hann ákvað að ganga til liðs við Arrows-Yamaha-liðið árið 1997. Það lið var einfaldlega ekki samboð- ið heimsmeistaranum sem missti fljótt móðinn og lét PetroDiniz, ann- ars flokks ökumann, slá sig út í tímatökum. Það má segja að síðan hafi Damon Hill ekki átt sæla daga í Formúlu 1 ef frá eru taldir frábær akstur í Ungverjalandi 1997, dálítil heppni og sætur sigur á SPA í fyrra. Breytingar á bílunum til ógagns Ástæðuna fyrir því að hætta á þessu ári segir Damon vera þá að hann sé búinn að missa neistann. „Maður verður að vera svolítið „klikk“ til að geta ekið í Formúlu 1,“ segir hann og vill meina að sjálf- ur sé hann ekki lengur nægilega klikkaður til taka þá áhættu sem fylgir akstri á 600 kg bíl með 800 hestafla vél. „Ég hef einfaldlega Damon Hill. ekki eins gaman af þessu og áður. Þær miklu breytingar sem hafa orð- ið á bílunum í Formúlu 1 á seinustu árum eru til mikils ógagns." Þrátt fyrir allt kom ákvörðun Hills flestum á óvart en svo gæti far- ið að hann hætti jafnvel fyrr en áætlað var. Eddie Jordan, eigandi Jordan-liðsins, er þegar farinn að leita að ökumanni til að fylla í skarðiö og stór styrktaraðili liðsins er sagður mjög óánægður með frammistöðu Hills. En það er alltaf eftirsjá að góðum Magny-Cours mönnum í kappakstri sem annars staðar oghvort sem Hill hættir i lok ársins eða fyrr er óhætt að taka undir orð Eddies Jordans sem óvænt er að missa ökumanninn sem átti að verða máttarstólpi liðsins: „Þetta var sorgleg en einlæg ákvörð- un sem þurfti mikinn kjark til að taka þegar í hlut á eitt stærsta nafn- ið í íþróttaheiminum í dag. Damon Hill var verðugur heimsmeistari og er frábær framvöröur í ökukeppni um allan heim.“ Franski kappaksturinn 7.keppni 27.júní 1999 Lengd brautar: Eknir hringir: Keppnislengd: 4.250 km 72 laps 306 km Einkenni brautar: Magny Course brautin hefur sérstaklega slétt yfirborö. Þess vegna eru fáir staöir sem gætu boöið upp á mistök nema nokkrar begjanna eru erfiöar viö- fangs. Hraöar og hægar begjur í bland en fá tækifæri til framúraksturs. Viögeröarsvæöi "öfugum" meginn. ^Jchicane Verölaunapallur'98 j'98 A Michael Schumacher : (Ferrari) D Eddie Irvine (Ferrari) G' Mika Hákkinen (McLaren-Mercedes) Útsending RÚV: Sunnudag kl:11.30 Brautarmet: Hraöasti hrineur: Nigel Mansell 1992 áWilliams-Renault, á lmtn 17,070 sek. Fretzen. Irvine. iJÓtt Damon Hill segist ætla að hætta í lok tímabilsins eru likur á að hann hætti þar sem hann byijaði - á Silver- ston-kappakstursbrautinni í Englandi þar sem keppt verður 11. júlí. Liklegt er talið að þrýstingur frá styrktaraðUum og eiganda liðsins ráði þar mestu um, einkum ef árangur Hills þá helgi verð- ur eitthvað svipaður og í undanfömum keppnum. Eddie Jordan hefur sett sér það markmið að í lok ársins endi lið hans í þriðja sæti í stigakeppni keppn- isliða en til þess þurfa báðir ökumenn að skila inn stigum. Heinz Harald Fretzen, sem 'var ráð- inn í stað Damons hjá Williams; árið ‘97, hef- ur staðið sig frábær- lega það sem af er ár-. inu. Samanburðurinn nú er athyglisverður því margir töldu að Frank, eigandi Willi- ams-liðsins, heföi gert mistök með ráðningu hans. í tímatökum hefur Damon aðeins einu sinni náð betri tima. í keppninni sjálfur hefur Frentzen alltaf náö betri árangri. Þessi slaki árangur hins fyrr- verandi heimsmeistara hefur að vonum valdið miklum vonbrigðum hjá Jordan- liðinu, sem og honum sjálfum. Damon var fenginn til liðs við Jordan árið '98, þegar mikill uppgangur var hjá liðinu, og var hann, vegna mikiHar reynslu, talinn geta hjálpað liðinu í uppsetningu á bílnum yflr keppnishelgamar. Það var einmitt sérgrein hans hjá Williams þar sem hann bætti árangur sinn stöðugt eftir því sem leið á æfingar yfir keppnishelgar. Ekki hefur hann þó staðið undir þessum væntingum og tók hann því þá stóru ákvörðun að hætta keppni. Þegar staða öku- manns losnar hjá eins góðu liði og Jordan er barist um sætið. Eddie, eigandi liðsins, segist vera farinn að lfta í kringum sig fari svo að Hill hætti á miðju tfmabili. Ýmsir eru taldir eiga mögu- leika á stöðunni, þar á meðal Finninn Mika Salo sem ók I for- fóllum Ricardo Zontan hjá BAR og þótti standa sig ágætlega. Jos Verstappen er nýráðinn æfingaökumaður sama Uðs og kemur því varla tU greina því að sá ökumaður sem kæmi tU með að ljúka tímabUinu yrði að víkja fyrir stærri spámönnum sem þykja Uklegir tU að ganga tU liðs viö Jordan á nýju ári. Þar sem heilmikið er farið að spá í öku- mannamarkaðinn á næsta ári hleypti tU- kynning Damons miklu Qöri i umræð- una. TaUð er fuHvist að Eddie Irvine komi tU með að yfirgefa Ferrari og taka stefn- una á McLaren eða Jordan. Talið er að Ir- vine hafi jafnvel þegar gert undirbún- ingssamning við nafna sinn, Jordan. Hann viH þó ekkert gefa upp. David Coulthard þykir ekki traustur hjá McL aren, eftir afleitan árangur það sem af er keppnistimabUinu. Hann hefur að- eins 6 stig eftir 6 keppnir. Ron Dennis segir hann þó öruggan innan liðsins. Missi hann stöðu sína hjá liðinu, sem er annað af tveimur bestu liðunum í Formúlu 1, liggur leiðin aðeins niður hjá honum. Er þá Jordanliðið besti kosturinn i stöðunnL Italinn Jamo TruUi hefur verði nefndur sem kostur fyrir Ferr- ari ef Irvine skiptir um lið. Hann er þó ekki á lausu og óvíst að hann samþykkti áð vera „aðstoðaröku- maður hjá Schumacher, eins og Irvine hefur verið undanfarin þrjú ár. Þá hafa Coulthard, Alesi og Diniz verið nefndir en telja verður Sauber-ökumennina ólíklega kosti fyrir Ferrari. Líklegt er að Alex- ander Wurz sé á út- leið hjá Benetton eftir mjög slakt gengi en félagi hans, FisicheUa, er öruggur innan liðsins. Einnig má spyrja að því hvort hinn smái ítaU, Alex Zanardi, haldi stöðu sinni hjá WiUi- ams. Rétt eins og Coulthard hefur hann verið einstaklega óheppinn með bUanir í bH sínum og verður að taka það með í reikninginn þegar litiö er yfir árangur einstakra ökumanna. Coulthard. Alesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.