Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 28
2» kelgarviðtalið LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 JjV „Ég hef alltaf farið erfiðu leiðina í pólitík, “ segir Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður og varaforseti Al- þingis, sem braut blað í ís- lenskri stjórnmálasögu í vor þegar hann var kjörinn á þing. Árni er fyrsti yfirlýsti samkynhneigði einstakling- urinn sem nœr slíku kjöri - þótt hann sé síður en svo ný- grœðingur í pólitíkinni. „Ég tók mikinn þátt í Samtökum um jafnrétti milli landshluta, fjölda- hreyfíngu sem starfaði kröftuglega milli 1980 og 1990. Ég var líka einn af stofnendum Þjóðarflokksins 1982 og var tvisvar í framboði fyrir hann, fyrst í Norðurlandskjördæmi vestra og síðan 1. maður í Norður- landskjördæmi eystra. í seinna skiptið náði flokkurinn tæplega sjö prósenta fylgi og munaði raunar litlu að ég næði inn á þing sem kjör- dæmakjörinn fyrir Þjóðarflokkinn. Það hefði fylgt því mikill fjárhags- vandi að halda áfram og sá vandi hefði lent á örfáum einstaklingum. Það var þvl ákveðið rifa seglin og borga skuldir. Ég ákvað fyrir sjálfan mig, að höfðu samráði við félaga mína úr Þjóðarflokknum, að ganga til sam- starfs við Alþýðubandalagið og ganga til kosninga fyrir fjórum árum sem óháður, eins og margir fleiri gerðu, t.d. Ögmundur Jónas- son. Þannig varð til framboð Al- þýðubandalagsins og óháðra. í þeim kosningum leiddi Steingrímur J. Sigfússon listann í kjördæminu og ég var í öðru sæti. Við fengum mjög góða kosningu, rétt inn 17% og einn kjördæmakjörinn mann, þannig að á síðasta kjörtímabili var ég vara- maður Steingríms og fór tvisvar á þing, meðal annars á meðan Stein- grímur var í barnsburðarleyfi. “ Fylgi upp úr grasrótinni „Á siðustu tveimur árum, þegar farið var að tala um samfylkingu vinstri flokka, gaf ég alltaf þau skilaboð til félaga minna í Alþýðu- bandalaginu að ég myndi ekki hafa áhuga á að fara í slíka samvinnu. Ég tel að undirbúningsvinna hefði þurft að taka miklu lengri tíma og málefnavinna þurft að vera skýrari. Það var því ánægjulegt fyrir mig að taka þátt í nýju framboði fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð sem hófst af fullum krafti síð- astliðið haust. Þar var á ferðinni samstilltur hópur sem sendi frá sér skýr skila- boð til kjósenda fyrir hvað hann stæði. Um áramótin var málefha- vinnu að fullu lokið. í fyrstu mæld- ist hreyfingin ekki með mikið fylgi en það var gaman að fara út á með- al fólksins með nýjan málstað og afla fylgis við hann. Það er það sem ég á við þegar ég tala um að fara erf- iðari leiðina í pólitík; að vinna fylgi upp úr grasrótinni, fylgi sem er ekki til samkvæmt skoðanakönnun- um. Slíkt gefur þau forréttindi að og því hef ég búið þar í öll þessi tutt- ugu ár og er ekkert á fórum þaðan.“ Hvemig stendur á þessu umburð- arlyndi þar nyrðra? „Þetta er passlega lítið samfélag. í stórum samfélögum gerist það að þeir sem eru í minnihlutahópum sem verða fyrir áreiti hafa tilhneig- ingu til að mynda gettó. Það er hins vegar draumur allra, og á að vera sjálfsagt, að allir lifí saman í stóram og smáum samfélögum með gagn- kvæma virðingu hver fyrir öðram. Þannig lífsumgjörð hefur Akureyri skapað mér.“ Þegar Ámi Steinar er spurður að því hvenær hann hafi áttað sig á því að hann væri samkynhneigður seg- ist hann aldrei hafa verið í skápn- um. Fjölskyldunni hafi verið ljóst hver hann var og því tekið honum mjög vel þegar hann flutti heim frá Kaupmannahöfn ásamt vini sínum. „Þetta vafðist ekkert fyrir mér,“ segir hann og hætir við: „Annars gæti ég ekki verið í pólitík. Sá sem ekki er sáttur við sjálfan sig á ekki að koma nálægt pólitík." Hvernig er lagaleg staða samkyn- hneigðra hér á landi? „Það hefur margt áunnist nú þeg- ar og hefur aðallega haft með forsjá bama að gera. Miðað við nágranna- lönd okkar og núverandi löggjöf erum við framarlega í þeim rétt- indamálum.“ Brennandi áhugi á samfélagsrekstrinum Muntu berjast fyrir málefnum samkynhneigðra? „Ég er fyrst og ffemst að berjast fyrir málefnum flokksins, eins og aðrir karlar og konumar sem með mér starfa. Mín pólitíska lína bygg- ist fyrst og fremst á brennandi áhuga á samfélagsrekstrinum öll- um. Ég hef byggt mér lífssýn á grundvelli jafnréttis og félagshyggju og mun beita mér á þeim grunni í öllum málaflokkum í þeirri við- leitni að gera samfélagið betra fyrir Eilla.“ Hver er uppáhaldsmálaflokkur- inn þinn? „Ég hef alveg frá 1980 borið hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti og það er á breiðum grunni. Það teng- ist atvinnumálum, umhverflsmál- um og landbúnaðarmálum. Ég tel mig sérstaklega hafa innsýn í ferða- þjónustuna, því ég gegndi þeim trúnaðarstörfum að vera stjórnar- formaður Ferðamiðstöðvar Eyja- fjarðar í mörg ár. Ég hef því kynnst þeim málaflokki mjög vel og geri mér grein fyrir því hvaða möguleik- ar felast í þeirri atvinnustarfsemi. Á félagslegum grunni hef ég starf- að mikið að náttúruveradarmálum og var um tíma formaður Samtaka um náttúruvemd á Norðurlandi. Ég get líka sagt að ég hafi látið um- hverfismál til mín taka víðar en á Akureyri. Frá 1980 hef ég verið ráð- gjafi margra sveitarstjóma, aðallega á Norðurlandi, varðandi umhverf- isátak bæja og þorpa. Ég hef einnig haft þá ánægju að vinna skógrækt- ar- og skjólbeltaskipulag fyrir alla bæi í Eyjafjarðarsveit." Landslagsarkitektúr og umhvemsmál Árni Steinar er fæddur árið 1953 á Dalvík og alinn þar upp. Móðir hans er Valrós Ámadóttir, en faðir hans drukknaði í páskaveðrinu sem var svo skætt í Eyjafirði 9. apríl 1963. Hann á þrjú systkini, Frið- björgu, verslunarkonu á Dalvík, Óla Þór, flskeldisfræðing á Dalvík, og Helgu, sem rekur Snyrtihúsið á Ak- ureyri. Frá Dalvík fór Árni átján ára gamall til Eau Claire í Wisconsin í Bandaríkjunúm þar sem hann var skiptinemi í þrettán mánuði og sótti þar „high school" sem er ígildi menntaskóla. „Þegar ég kom heim innritaðist ég í Garðyrkjuskóla ríkisins sem var þá heimavistarskóli og stundaði nám þar frá 1971-1974. Síðan lá leið- in til Kaupmannahafnar þar sem ég nam við Háskólann í Kaupmanna- höfn, garðyrkjufræði og landslags- arkitektúr." Árni er því landslags- arkitekt og í Félagi íslenskra lands- lagsarkitekta. Við heimkomuna 1979 var honum boðið starf hjá Ak- ureyrarbæ sem garðyrkjustjóri. Við kerfisbreytingarnar í stjómsýslu Akureyrarbæjar 1987 var hann gerður að umhverfisstjóra kaup- staðarins með stjóm cdlra umhverf- ismála á sinni könnu. Því starfi hef- ur hann gegnt síðan. Meiri víðsýni á Akureyri Mörgum þótti tíðindi að samkyn- hneigður einstaklingur skyldi kjör- inn til þingsetu, aðrir voru glaðir að það skyldi þó gerast héma megin við aldamótin. Þegar Ámi Steinar er inntur eftir því verður hann undrandi. „Ég hef alltaf verið það sem kallað er pólitískt „animal“, bú- inn að vafstra lengi í pólitík og hef aldrei hugsað um kynhneigð í því sambandi," segir hann. Nú hefur þú búið á Akureyri sem hefur orð á sér fyrir að vera íhalds- samur bær. Þú hlýtur að hafa fund- ið fyrir fordómum. „Nei. Þegar ég flutti heim frá Kaupmannahöfn flutti ég með vini mínum sem ég kynntist í Hööi. Þetta var árið 1979 og við bjuggum saman á Akureyri til 1994. Síðan þá hef ég að mestu búið einn.“ Var ykkur bara vel tekið? „Já, þessu sambýlisformi var mjög vel tekið á Akureyri. Þrátt fyr- ir hugmyndir manna um annað, hefur Akureyri, samkvæmt minni reynslu, meiri víðsýni en gengur og gerist í mörgum stærri samfélögum og er þá Danmörk ekki undanskilin. Mér hefur alltaf liðið vel á Akureyri Sem varamaður Steingríms J. Sigfússonar fór ég tvisvar á þing á sfðasta kjörtímabili, meðal annars á meðan hann var í barnsburðarleyfi. maður er sjáifstæðari og vonandi einlægari í sinni pólitík og talar frá eigin hjarta." Það eru forréttindi á fá að vinna fylgi upp úr grasrótinni. Pólitík snýst ekki um kynhneigð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.