Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. JUNI 1999 lönd 23 m Gardshornið hjá Bill og Hillary Clinton í Washington: I rólegri hringiðu Bill Clinton slær víst ekki flötina hjá sér sjálfur, enda í mörgu öðru að snú- ast. Fyrir ferðafólk í Washington er það nánast skylduverkefni að líta heim að Hvíta húsinu. ina. Þó eru til ódýrari gististaðir og um leið þokkalegir. Þarna má nefna Emb- assy Inn nærri Dupont Circle og Adams Inn í Adams-Morgan-hverfínu þar fyrir norðan. Washington er fremur róleg borg. Það gengur að sögn mikið á daglega í stjórnarstofnunum og í ýmsum her- bergjum í Hvita húsinu. Þar er hringiða heimsmálanna. Flest fer þetta þó fram hjá borgarbúum og ferðafólki. Mestur hluti borgarinnar er eins og rólegur smábær. Gísli Kristjánsson ✓í? ftolfa&rZa, i&ianf IK&A Vegna mikillar sölu og eftirspurnar vantar okkur allar gerðir af tjaldvögnum og fellihýsum. Erum með söluumboð fyrir Seglagerðina Ægi. flfgirt, lokað og vaktað svæði á nóttunni. Washington fær yflr 20 miiljón gesti árlega og flestir koma til að sjá það sama: Minnismerki. Næstum hver ein- asti Bandaríkjamaður, sem kominn er til vits og ára, minnist skólaferðalags til höfuðborgarinnar. Allur bekkurinn var dreginn frá einu minnismerkinu til annars meðan rifjaðar voru upp sögur af helstu þjóðhetjunum - og svo var alltaf von um að sjá forsetann aka hjá. „Saga okkar er svo stutt að við verð- um að hampa öllu sem við eigum. Evr- ópu- og Asíubúar eiga svo langa sögu að þeir þurfa ekki að reisa minnismerki vegna alls sem hefur gerst,“ útskýrir leigubílstjórinn sem ekur okkur heim frá minnismerkinu um Abraham Lincoln forseta. Borg minnismerkjanna En hvort sem þetta er skýringin - eða hetjudýrkun er meiri í Bandaríkjunum en í öðrum löndum - þá munu minn- ismerki vera fleiri og stærri i Was- hington en í öðrum höfuðborgum. Og minnismerkin eru helsta aðdráttar- aflið ásamt sjálfu Hvíta húsinu, þar sem forsetinn býr og starfar. Sum minnismerkin eru eins og stórar rjómatertur, en önnur eru stíl- hrein og einfóld. Minnismerkið yfir 50 þúsund fallna hermenn í Víetnam er það sem flestir minnast þegar heim er komið. Það er bara einfaldur, háifnið- urgrafinn veggur úr svörtum marm- ara með nöfnum hinna látnu, stein- snar frá utanríkisráðuneytinu. Meira þarf ekki til að ná athygli yflr 20 millj- óna manna á ári. Úti um alla borg eru svo skilti sem segja að hér hafl landsfaðirinn George Washington farið um á endalausum herfórum í borgarastriðinu fyrir meira en tveimur öldum. Stundum var að hann að koma yflr ána og stundum að fara aftur og stundum læðist að manni sá grunur að hann hafl varla vitað sjálfur hvort heldur var. Núverandi forseti virðist líka alltaf vera á ferð og flugi um aila borg í svartri bílalest. Ferðabækur segja að bókabúðirnar séu merkilegastar af öllu því sem er að sjá í Washington. Og þær eru merkilegir samkomustaðir á mörgum hæðum. í sumarhitum eru bókabúðim- ar loftkældar og eftirsótt afdrep fyrir göngumóða, sem sumir sitja bara í stól og sofa svefni hinna réttlátu - meðan forsetinn er á þönum. Svart og hvítt Washington er borg stjórnmála- manna, stjórnarerindreka, embættis- manna og blaðamanna. Þetta er borg ríka fólksins - eða svo er í það minnsta að sjá í þeim hverfum sem ferðamenn heimsækja. Washington er líka borg fá- tæktar, örbirgðar og glæpa. Þeldökkir menn eru í meirihluta innan borgar- markanna og þeir búa ekki i sömu hverfum og hvítir. Ekki svo að skilja dökkur hörundslit- ur og fátækt fari alltaf saman. Öðru nær. í borginni, en þó einkum umhverf- is hana, er svart miilistéttarfólk í góð- um álnum flölmennt. Þetta er fólk sem býr við kjör eins og þau gerast best í heiminum. Aðrir svartir búa við ömur- leg kjör í norðaustur- og austurhluta borgarinnar. Austan 16. strætis og norðan Massachusetts-breiðgötu eru hverfi þar sem fólk liflr utan laga og réttar. Ferða- fólki 'er ráðið frá að forvitnast um lífið í þessum hverfum vegna hættunnar á ránum og ofbeldi. Einu sinni var Washington sú borg Bandaríkjanna þar sem svart fólk bjó við best kjör - en aðskilið frá hvítum. Síðan ákvað hæstiréttur að aðskilnaður kynþáttanna væri ólöglegur og velmeg- andi svart fólk ílutti burt úr lokuðum hverfum sínum og á betri slóðir. Eftir urðu fátæklingarnir og í Was- hington var niðurlægingin alger eftir óeirðir í kjölfar morðsins á Martin Luther King árið 1968. Hverfi svartra Við Potomac-ána eru veitingahús í röð- um og þótt stíilinn sé nokkuð yfirdrifinn er maturinn góður, ekki of dýr og loftið ferskt. DV-myndir Gísli Kristjánsson voru nánast lögð í rúst og hafa ekki ris- ið upp aftur. Washington er sem sé eins og tvær borgir. Borgin er þó ekki stór, íbúamir aðeins um 500 þúsund, og flest það sem vert er að heimsækja er í vestur- og norðvesturhlutanum. / Urval veitingahúsa Veitingahúsin eru flest við og norður af Dupont Circle, sem er aðeins um tíu mínútna gang norður af Hvíta húsinu hjá þeim Bill og Hillary Clinton. Mest úrvalið er við 17. og 18. stræti og eftir því sem norðar dregur við 18. stræti verða húsin skrautlegri og skemmti- legri. Verðlag á þessum stöðum er yflrleitt hagstætt og vel útilátin máltíð á amer- íska vísu þarf ekki að kosta meira þús- und íslenskar krónur á manninn með sköttum og þjónustugjaldi. í Ameríku kostar matur ekki það sem stendur í matseðlinum, heldur yflr 20% meira í álögur og laun til þjóna. Úrvalið er líka gott í Georgestown í vesturhluta borgarinnar þótt staöirnir þar séu dýrari. Þar eru veitingahúsin flest við M- og N-stræti og upp Viscons- in-breiðgötu, sem liggur þvert á þau til norðurs. Niðri við Potomac-ána, sunn- an við M-stræti eru líka góðir staðir. Gisting er dýr í Washington. Vandi er að finna tveggja manna hótelher- bergi fyrir minna en tíu þúsund íslensk- ar krónui-. Minni vandi er að komast yfir hótelherbergi fyrir 20 þúsund nótt- A verkfæra- dögum 14.-30. júm ÆlasCópco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.