Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 30
Frankfurt am Main hefur oft ver- iö kölluð minnsta stóra borgin í Evrópu. Það eru orð að sönnu því stórborgarbragur er á mörgu í Frankfurt þótt íbúarnir séu ekki nema tæplega 700 þúsund. Frank- furt er viðskiptaborg fyrst og síðast; þar er að finna 460 banka og 500 bókaforlög svo eitthvað sé nefnt. Borgin hefur í gegnum tíðina haft orð á sér fyrir að vera fremur dauf- leg, enda heimsæki hana fáir, fyrir utan fólk í viðskiptaerindum. Það er hins vegar margt að sjá og skoða í Frankfurt og raunar miklu fleira en undirritaða grunaði þegar hún átti þess kost að dvelja í sólarhring í borginni fyrir skömmu. Yfirbragð Frankfurt er nútíma- legt, enda veu-ö borgin illa úti í seinni heimsstyrjöldinni - var nán- ast jöfnuð við jörðu. Borgarbúar hafa þó af myndarbrag endurreist Gömlu óperuna (Alter Oper) og hina sögulegu byggingu, Römer, í mið- borginni sem nú hýsir borgarskrif- stofur. Hvort tveggja er stolt borgar- • innar og staðir sem allir verða að skoða, þó ekki sé nema að utanverðu. Arki- tektúr í Frankfurt er á köflum afar glæsilegur og í engri annarri þýskri borg er að finna jafn- marga skýjakljúfa. Þá kalla Frankfurtbúar gjarna Mainhattan - í stíl við þá amerísku. Commerz-bankinn á Mainhattan er enn sem komið er hæsta bygging Evrópu, 298,7 metrar á hæð, en um næstu ára- mót er fyrirhuguð opnun enn hærri skýjakljúfs sem mun hafa það fram yfir hina að almenningi verður leyft að heim- sækja efstu hæðina. hvort þeir þekki til skáldsins og verða afskaplega glaðir ef maður getur nefnt einhver atriði honum tengd. Heimsókn í Goethe-húsið er vel þess virði. Húsið, sem stendur við Grossen Hirchgraben í miðborg- inni, var rústir einar eftir stríð en árið 1951 hófst endurbygging þess. Frankfurt er viðskiptaborg fyrst og síðast; þar er að finna 460 banka og 500 bókaforlög svo eitthvað sé nefnt. Afmæli Goethes í menningarlífi Frank- furt þessa dagana ber þjóðskáldið Johann Wolf- gang Goethe hæst en 250 ára afmæli hans verður fagnað með miklum hátíðahöldum i borginni í ágúst næstkomandi. Frankfurtbúar telja sig eiga mikið í þjóðskáldinu enda fæddist hann í borginni og bjó þar fram á fullorð- insár. Ferðamenn ættu að vera und- ir það búnir að innfæddir spyrji þá Það er gríðarstórt og auðvelt að eyða drjúgum tíma i að skoða. Þá þykir það prýðileg heimild um hvemig efnaðir menn lifðu almennt á 18. öld, auk þess sem töluvert af munum Goethe-íjölskyldunnar prýðir húsið. Goethe-húsið er eitt helsta stolt borgarinnar, ekki síst í árþegar fagnað verður 250 ára afmæli skáldsins. eríkanar verða oft hissa þegar þeir reyna að panta pylsuna sem þeir sjálfir kalla Frankfurter en hún er ekki sérkenni borgarinnar. Aðrar góðar pylsur má þó fá og gjaman með súrkáli. Enginn sem gistir í Frankfurt ætti að láta hjá líða að kneyfa epla- vín með eða eftir mat. Það kom reyndar flatt upp á íslendingana í hópnum þegar farið var á pöbbarölt að gestir á flestum krám vom með voldugar leirkönnur á borðum og drukku gulan drykk úr vatnsglös- um. Aðeins útlendingamir pöntuðu bjór. Þama var á ferðinni fyrmefnt eplavín sem er álíka sterkt og bjór og innfæddir kjósa miklu fremur en bjórþamb. Þeir segja mjöðinn mein- hollan, auk þess sem timburmenn séu hverfandi litlir, samanborið við annað vín. Þar verður undirrituð að taka orð innfæddra trúanleg því ekki gafst tækifæri til að reyna mjöðinn til fulls. Mikilvægur áfangastaður Annað menningarlíf í borginni er blómlegt. Þar er mikill fiöldi safna og hægt er að slá margar flugur í einu höggi með því að fara yfir Main-ána og heimsækja tólf söfh sem standa saman í þyrpingu. Ókeypis er á mörg söfn á miðviku- dögum. Þá er vel þess virði að heim- sækja dýragarðinn sem er í miðri borginni. Hann er meðal bæði elstu og allra vinsælustu dýragarða í álf- unni. Eplamjöður í stað bjórs Þeir sem halda að næturlífið í Frankfurt hafi ekki upp á mikið að bjóða þurfa ekki annað en að ganga um Alt-Sachsen- hausen-hverfið til aö sann- færast um annað. Þar er að finna rúmlega 120 veitinga- hús og krár sem eru þétt- setnar þegar tekur að rökkva. Það þykir ekkert sérstaklega ódýrt að borða úti í Frankfurt og verðlagið rakið til þess að svo margir gestir eru fólk í viðskiptaer- indum. Inn á milli er þó hægt að finna veitingahús með viðunandi verðlagn- ingu. Matarmenningin er afar alþjóðleg og getur tekið smátíma að finna raunveru- legt þýskt matsöluhús. Am- Verslanir í Frankfurt eru að sjálf- sögðu margar og fiölbreytilegar. Þægilegast er að fara um göngugöt- una Zeil sem er alltaf lífleg. Þar er að finna fiölda verslunarmiðstöðva en í hliðargötunum eru merkjabúð- irnar, sumar í dýrari kantinum. Þá getur verið gaman að koma við á einum stærsta flóamarkaði Evrópu sem er starfræktur á syðri bakka Main-árinnar á laugardögum. Frankfurt er einn mikilvægasti áfangastaður Flugleiða og þangað verður flogið níu sinnum í viku í sumar. Þeir sem ákveða að staldra við i borginni ættu hins vegar að finna sér nóg að gera. Þverflautuleikari leikur af fingrum fram. Tóniistarmenn á götum úti eru algeng sjón í Frankfurt. LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 Van Gogh safnið opið á ný Um 200 málverk hollenska meistarans Van Goghs eru aftur komin á sinn stað eftir að hafa legið í geymslum í allan vetur. Van Gogh safnið í Amsterdam, sem hefur að geyma merkileg- asta safn málarans, var opnað í vikunni eftir hálfs árs fram- kvæmdir. Sýningarrýmið hefur verið stækkað til muna og ný álma verður notuð undir breyti- legar sýningar. Fyrsta sýningin í endurbættu safni er tileinkuð bróður Van Goghs, Theo, sem var á margan hátt aðstoðarhella málarans, auk þess sem hann þátt í að koma fótunum undir ekki ómerkari menn en Gauguin og Toulouse-Lautrec. Hægt er að kynna sér starfsemi safnsins á www.vangoghmuseum.nl á Net- inu. Sólmyikvans beðið Ung- veijar hugsa sér gott til glóð- arinnar þann 11. ágúst næst- komandi þegar síðasti sól- myrkvi aldar- innar verður. Ferðaskrifstofur hafa beitt sól- myrkvanum óspart til aö laða ferðamenn að landinu og útlit er fyrir að þegar sé allt gistirými að verða uppbókað. Ungveijar hyggjast ganga svo langt að gera daginn að almennum frídegi og sjálfsagt verður efnt til hátíða- halda víðs vegar. Sólmyrkvinn mun fara í þess- ari röð yfir Belgíu, S-Þýskaland, Austurríki, Slóvaíku, Ungveija- land, N-Júgóslavíu, Rúmeníu, Tyrkland og þaðan til Pakistans og Indlands. Næsti sólmyrkvi í Ungverjalandi verður 7. október 2135. Bandaríkjamenn þurfa hins vegar ekki að bíða svo lengi því þar í landi verður sólmyrkvi 21. ágúst árið 2017 og að hluta til 20. maí 2012. Bmðhjdnin í vax Tæp- um sólar- hring eft- ir brúð- kaup þeirra Játvarðs prins og Sophy Rhys-Jo- nes voru vaxmynd- ir þeirra tilbúnar í Madame Tussaud vax- mynda- safninu í London. Unnið var alla nóttina að því að fingera styttumar en skötuhjúin höfðu komið þrisvar í safhið og leyft vaxgeröarmönnum að mæla sig hátt og lágt. Hvor vaxmynd kostaði á fiórðu milljón en tals- menn safnsins eru vissir um að brúðhjónin munu laða að marga gesti á næstunni. Forráðamanni safnsins varð á orði að þetta væri í raun eina leiðin til að sjá hvert smáatriði í kjól og skartgripum Sophy og miklu betra en að skoða Ijósmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.