Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar íölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöiuverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Pirringsgildi óþekktarorma Leiötogar vesturveldanna og einkum Bandaríkjanna leggja mikla áherzlu á aö sleikja fýluna úr ráðamönnum Rússlands meö því að fjölyrða um mikilvægi landsins og leiðtoga þess í heimsmálunum. Þeir hafa gert Rússland að heiðursfélaga í klúbbi sjö helztu iðnríkja heims. Rússland hefur ekki efnahagsburði til að verða átt- unda ríkið í þessum hópi. Það hefur raunar ekki lengur burði til að vera heimsveldi, því að vígvélar þess hafa lamazt vegna þjófnaðar og skorts á viðhaldi. Rússland hefur breytzt í betlara fyrir dyrum alþjóðabanka. Rússland getur ekki einu sinni komið hermönnum til Kosovo, af því að fyrrverandi leppríki þess í Varsjár- bandalaginu sáluga neita því um rétt til yfirflugs. Rúss- land varð að flytja 200 hermenn frá Bosníu til Kosovo til að geta sagt, að Rússland væri með á taflborðinu. Landinu er stjórnað af fársjúkum fyllirafti, sem magn- ar óreiðuna með því að ráða og reka ráðherra í tíma og ótíma. Glæpamenn hafa komizt yfir eignir ríkisins og mestan hluta þróunaraðstoðarinnar. Rússneska þingið er málfundaklúbbur, sem setur ekki lög. Samt heimtar Rússland virðingu og fær hana í orði kveðnu. Það er ekki virðing af völdum ógnar, heldur virðing af völdum pirrings. Rússland ógnar ekki lengur neinum, en getur valdið ýmsum vandræðum, sem aðrir vilja forðast. Þetta heitir pirringsgildi á fagmáli. Vesturveldin vilja, að Rússar reyni að hafa áhrif á Serba, þótt reynslan sýni, að það eru fremur Serbar, sem stjóma Rússum. Vesturveldin vilja, að Rússar styðji Rómarfrið nútímans og auðveldi vesturveldunum að innleiða vestræn gildi víðs vegar um heim. Vesturveldin vilja draga úr biturð og reiði Rússlands með því að efla þess hag og sýna því virðingu. Hingað til hefur þetta ekki gengið upp. Rússland verður fátækara með hverjum deginum sem líður. Biturð Rússlands og reiði vex í sífellu og þar með pirringsgildi þess. Heiðra skaltu skálkinn, svo að hann skaði þig ekki, segir spakmælið, sem vesturveldin hafa að leiðarljósi í samskiptum við Rússland og ýmis önnur lönd, sem eru til vandræða, til dæmis Pakistan, sem hvað eftir annað hefur efnt til ófriðar á landamærum Indlands. Til langs tíma litið kunna að gagnast þessar aðferðir við að beita sálgæzlu í heimsmálunum. Það hlýtur að minnsta kosti að vera markmiðið, því að skammtíma- gagnið hefur ekki reynzt vera mikið. Ef til vill verða menn smám saman flnir menn af flnimannsleik. Slíkri sálgæzlu má líka beita við smærri lönd, sem hafa pirringsgildi. Norður í Atlantshafi er til dæmis stór- auðugt eyríki, sem heimtar að fá að menga heimrnn meira, þegar bláfátæk ríki lofa að menga hann minna, og æsir önnur ríki til að sýna hliðstætt ábyrgðarleysi. Að hætti vesturveldanna má reyna að sýna slíku ríki með pirringsgildi þá virðingu að taka kvótaerfmgjann, sem vill menga heiminn í þágu meintra austfirzkra stór- iðjuhagsmuna, og gera hann að stjórnarformanni Evr- ópuráðsins í þeirri von, að mannasiðimir leki inn. Þegar óþekktarormurinn er orðinn háður finimanns- leik í ljóma sjónvarpsvéla, er hægt að reyna að breyta leiknum í raunverulega flnimennsku og segja honum, að eitt auðríkja heims geti ekki hagað sér gagnvart náttúr- unni eins og það rambi á hengiflugi gjaldþrots. Hvar sem skálkar eru heiðraðir, svo að þeir skaði ekki umheiminn, er brýnt, að þess sé sífellt krafizt, að þeir sýni fram á, að þeir séu virðingar verðir. Jónas Kristjánsson Spádómurinn um Obuchi „Ef þið eru ný í þessum fræðum, þá er nærri því allt sem þið haldið um Japan einfaldlega rangt.“ Þannig byrjaði lærifaðir minn í japönskum fræðum fyrsta fyrirlestur haustsins. „Japanir eru einstak- lingshyggjumenn," sagði hann, „ekki hópsálir eins og allir Vest- urlandabúar halda. Þeir eru hins vegar einstaklingar innan allt annars konar kerfis en við þekkj- um, kerfls sem enginn bjó til og enginn stýrir. Þeir gerðu bylt- ingu á síðustu öld án þess að hafa leiðtoga, þeir fóru í heims- styrjöld og lögðu undir sig hálfan heiminn án þess að nokkur vissi hver setti stríðið af stað, eða hver raunverulega réð ferðinni. Og nú hafa þeir byggt úr rústum stríðsins ríkasta og sumpart þró- aðasta hagkerfl heimsins án þess að nokkur viti hver stjórnar landinu eða atvinnulifinu." Næstu fyrirlestrar á eftir fóru í leit að þráðum valdsins í Japan. Námskeiðinu lauk án þess að okkur tækist að rekja þá saman í annað en hnút. Kennarinn var afskaplega ánægður með þann árangur og þótti sem skilningur okkar hefði aukist. Hann sagði okkur að hugsa um eiginleika hnútsins, þeir væru aðrir en þræðirnir gæfu til kynna. Samstaða gegn breytíngum Það vildi svo til, þegar þetta var, að nýlega hafði verið skipt um forsætisráðherra í Japan. Mörg spjót stóðu á nýja forsætisráðherranum vegna þess að það fór saman að Japan veu- mjög í miðju í deilum um heimsviðskipti og í umræðum um alþjóðapólitík. Fjölmiðlar ræddu mikið um forsætisráðherra, ríkis- stjóm, þing og stjómarflokk Japans og um afstöðu þessara aðila og stofnana til hinna stóru mála. Kenn- ari minn blés á þetta allt saman og sagði þetta fréttir af orðræðu sem væri fjarri kjama málsins, enda hefðu þessar valdastofnanir hvorki vilja né mögu- leika til að taka á þeim málum sem þarna vom á ferð- inni. Enda kom það á daginn að yflrlýsingar forsæt- isráðherra, ríkis- stjórnar, þings og talsmanna stjómar- flokksins um vilja til mikilvægra breytinga á við- skiptum Japana við umheiminn, og um þátttöku landsins í alþj óðastj órnmál- um, efni sem þóttu mjög fréttnæm um öfl Vesturlönd á þeim tíma, voru eins og tal út í vind- inn sem enginn tók mark á í Japan. Kennari minn reyndist líka for- spár um annað. „Þegar þrýstingur- inn í hagkerfi og stjómmálakerfi í Japan vex,“ sagði hann, „þá mun valdakerfið í fyrstu ná samstöðu um það eitt að kaupa sér frið frá breyt- ingum.“ sem hér var á ferð í vikunni, er sem birting þessa spádóms. Sjálfur er hann valdalitill eins og flestir fyr- irrennarar hans en í kringum hann er víðtækt og afar flókið valdakerfi sem hefur náð saman um það eitt að nota peninga næstu kynslóðar til þess að kaupa sér frest frá víðtækum umbótum. Á síðustu misserum hefur japanska ríkið sett um að bil 25 þúsund milljarða króna í árangurslitlar til- raunir til þess að hleypa vexti í jap- anska hagkerfið. Peningarnir eru tekn- ir að láni, enda leikurinn til þess gerð- ur að auka umsetningu I hagkerfinu. Skuldir japanska ríkisins vaxa á hverri viku um þreföld flárlög íslenska ríkis- ins og stefna nú í sexhundruðfaldar þjóðartekjur íslendinga. Peningarnir fara ekki í aukna þjónustu við almenn- ing, heldur í fraunkvæmdir sem eiga að auka umsetningu og eftirspurn. Dómur sögunnar verður líklega þungur. Þriðja byltingin Japanska kerflð skilaði meiri árangri í efnahagsmálum en nánast nokkurt annað hagkerfi á flörutíu ára tímabili sem náði fram á þennan áratug. Japanskir peningar stóðu líka að baki mikiili uppbyggingu um alla Aust- ur- og Suðaustur-Asiu. Kerfið var hins vegar flarri því að vera gallalaust og breyttar aðstæður í heims- viðskiptum hafa gert verstu galla þess stórum verri. Alvarlegasta ókost japanska kerfisins í atvinnulífi og stjórnmálum er hins vegar að finna í þeim erfiðleik- um sem eru á því að breyta kerfi sem enginn stjóm- ar. Japan hefur tvívegis gengið í gegnum byltingar á síðustu hundrað og fimmtíu árum. Báðar byltingarn- ar, bæði opnun landsins fyrir viðskiptum á síðustu öld og endurskipulagning ríkis og atvinnulífs eftir ósigur Japana í síðari heimsstyrjöldinni, vom knún- ar fram af utanaðkomandi öflum. Báðar fóm hins vegar fram á forsendum Japana, þótt annað kunni að hafa sýnst. Það verður líklega eins með þær stór- felldu breytingar sem Japanir verða knúnir til að gera á þjóðfélagi sínu á næstu árum þegar stefnuleys- ið, sem Obuchi er fufltrúi fyrir, kemst endanlega í þrot. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Obuchi Keizo Obuchi, „Keizo Obuchi er sem birting þessa spádóms. Sjálfur er hann valdalítill eins og flestir fyr- irrennarar hans en í kringum hann er víðtækt og afar flókið valdakerfi sem hefur náð sam- stöðu um það eitt að nota peninga næstu kynslóðar til þess að kaupa sér frest frá víðtæk- um umbótum." ★ * oðanir annarra K ÍC Komum í veg fyrir mann- dráp „Brýnasta verkefiii NATO er að koma í veg fyrir frekari manndráp. Umtalsverður flöldi Albana sem voru handteknirfyrir pólitíska starfsemi í Kosovo fyrir striðið hefur verið fluttur í fangelsi í Serbiu þar sem þeir eru í hættu. Það ætti að vera ofarlega á forgangslistanum að tryggja örugga heimkomu þeirra. Umfang voðaverkanna ætti að styrkja ásetn- ing Vesturlanda um að leyfa aðeins fáeinar serbneskar öryggissveitir til málamynda í Kosovo og koma í veg fyrir að rússneskar friðargæslusveit- ir starfi sem staðgenglar Serba.“ Úr forystugrein New York Times 22. júní. Þú líka, norski kjúklingur „Belgísk yfirvöld höfðu ekki fyrr fundiö orsakir díoxíneitrunarinnar í dýrafóðri en að fregnir bár- ust um að norskt kjöt væri heldur ekki gott og hreint, eins og haldið hefur verið fram. Vandinn með matvöru sem stenst ekki þær kröfur sem sér- hver neytandi hefur fullt leyfi til að gera vegna eig- in heilsu og annarra virðir ekki landamæri. Þegar matvælaeftirlit ríkisins finnur bakteríur sem sýkla- lyf vinna ekki á í meira en helmingi sýna af kjúklingum eru auglýsingarnar um að norskar vör- ur séu bestar ekki sérlega trúverðugar.“ Úr forystugrein Aftenposten 23. júní. Ruglast á eplum og perum „í umræðunni um flárfestingu er eplum allt of oft ruglað saman viö perur. Eign útlendinga er oft rugl- að saman við flutning fyrirtækja, heimsvæðingu viðskiptalífsins er ruglað saman við aðstæður fyr- ir fyrirtæki heima fyrir og svo framvegis. Neikvæð öfl innan stjórnmálanna sjá tækifæri tfl að gagn- rýna stjómina og segja skilyrðin fyrir fyrirtæki heima fyrir léleg. Staðreyndirnar sýna allt annað. Skilyrði fyrir flárfestingar hafa ekki verið betri í áratugi. Verðbólga er lítil, vextir eru lágir, atvinnu- tækifærum flölgar og frá því að hafa þurft að fá þriðju hverju krónu lánaða er nú afgangur á flárlög- nm biá ríkirm “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.