Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999
Spurningin
Hver finnst þér að ætti
að verða formaður
Samfylkingarinnar?
Guðríður Vilbertsdóttir, umsjón-
armaður í Njarðvíkurskóla: Jón
Baldvin Hannibalsson.
Kristján Steingrímur Jónsson
myndlistarmaður: Þetta er of erfið
spuming til þess að svara.
Ingibjörg Mattíasdóttir nemi: Jón
Baldvin Hannibalsson.
Kristín Helga Markúsdóttir lög-
fræðingur: Ef ég á að velja bestu
konuna þá segi ég Ingibjörg Sólrún.
Stefán Þorsteinsson tæknifræð-
ingur: Verður það ekki hún Mar-
grét Frímannsdóttir?
Lesendur_______________________
Ófyrirgefanleg atvik
á Bessastöðum
- siöareglur leiðsögumanna brotnar
Allir fagmenntaðir leiðsögumenn fá leiðbeiningar og ströng fyrirmæli um
umgengni á Bessastöðum og öðrum stöðum sem ferðamenn heimsækja í
leiðsöguferðum, segir Birna m.a.
Birna G. Bjarnleifsdóttir, um-
sjónarm. Leiðsöguskóla Islands:
Vegna fréttar í DV 19. júlí sl. um
að erlendir ferða-
menn liggi á
gluggum forseta-
setursins á
Bessastöðum er
brýnt að eftirfar-
andi komi fram.
Undanfama ára-
tugi hafa slík at-
vik komið upp
annað veifið, en
þeim virðist hafa
íjölgað á allra síðustu árum, ekki
síst á þessu sumri. Vegna þessa og
ýmissa annarra atvika í skoðunar-
ferðum sem seldar em sem leið-
söguferðir hefur Leiðsöguskóli ís-
lands fengið síendurteknar fyrir-
spumir um hvort leiðsögunemar fái
ekki kennslu í umgengni á ferða-
mannastöðum og við ferðamenn.
Því er mikilvægt að fram komi að
allir fagmenntaðir leiðsögumenn fá
ekki aðeins leiðbeiningar heldur
ströng fyrirmæli um umgengni á
Bessastöðum og öðrum stöðum sem
ferðamenn heimsækja í leiðsögu-
ferðum.
Ég hef sem umsjónarmaður Leið-
söguskólans margoft haft samband,
bæði við skrifstofu forseta íslands
og kirkjuvörð Bessastaðakirkju, og
útskýrt málið. Því verður ekki trú-
að að nokkur fagmenntaður leið-
sögumaður láti það viðgangast að
farþegar þeirra kíki á glugga hjá
forsetanum.
Ástæðan fyrir því að þessum
ófyrirgefanlegu atvikum hefur fjölg-
að á þessu sumri er sú að margir að-
ilar selja leiðsöguferðir („guided to-
urs“) án þess að þeim ferðum
stjórni fagmenntaðir leiðsögumenn.
Stjórnendur eru bæði íslendingar
og erlendir hópstjórar sem ekki
hafa leiðsögupróf. Ég hef öruggar
heimildir fyrir því að stjórnendur
þeirra ferða segi sínum farþegum
að þeir megi ganga heim að forseta-
setrinu, auk þess sem þeir segja far-
þegunum alls konar vitleysur um
land og þjóð. Þeir brjóta allar siða-
reglur sem fagmenntuðum leiðsögu-
mönnum eru settar, en allir eru síð-
an stimplaðir sem „leiðsögumenn".
Þetta sýnir að núverandi ástandi
í leiðsögumálum er algjörlega óvið-
unandi og er hneisa fyrir íslenska
ferðaþjónustu. Hugtakið leiðsögu-
maður virðist algjörlega misnotað í
íslenskri ferðaþjónustu. Víða á meg-
inlandi Evrópu hafa ekki aðrir
heimild til að fara á ákveðna ferða-
mannastaði með ferðamenn en þeir
sem geta framvisað leiðsögumanna-
skírteini. Þau skirteini fá ekki aðrir
en þeir sem hafa staðist ströng leið-
sögupróf. Ferðamálayfirvöld og yfir-
menn safna og annarra staða sem
ferðamenn heimsækja setja þær
reglur til að tryggja örugga um-
gengni og að rétt og satt sé sagt frá.
- Það er löngu kominn tími til að
leiðsöguréttindi séu tekin fóstum
tökum hér á landi.
Aðalfréttum Sjónvarps seinkað
- enginn virðist ábyrgur
Sesselja Hr. Guðmundsdóttir
skrifar:
Enn einu sinni máttu dyggir
áhorfendur Ríkissjónvarps sætta sig
við riðlun á útsendingu aðalfrétta-
tíma vegna íþróttakeppni. Við höf-
um þurft að sætta okkur við fótbolta,
handbolta og nú bættist golf við. Ber
fréttastjóri Sjónvarpsins ekki metn-
að og virðingu fyrir starfi sinu, að
maður tali nú ekki um gagnvart
áhorfendum? Ríkissjónvarpið og -út-
varpið eru kynnt sem eitt helsta ör-
yggisnet landsins og vegna þessa er
byggt á nauðsyn þess að allir lands-
menn sem sjónvarp eiga séu með
skylduáskrift. En hvar var þá örygg-
ið þetta sunnudagskvöld?
Allir landsmenn vissu um um-
brot í Mýrdalsjökli og sem hefðu
getað verið byrjun á hverju sem var
og við sem áttum skyldfólk í
námunda við staðinn höfðum vissu-
lega áhyggjur. Maður veltir fyrir
sér hversu mikil umbrot þurfi til að
hafa forgang fyrir íþróttakappleiki?
Hvenær er mælirinn fullur? Hver
ber ábyrgðina? Hver stjórnar? Er
orðið tímabært að fá fréttastjóra
sem ber meiri virðingu fyrir starfi
sínu og áhorfendum?
Að lokum: Páll Magnússon frétta-
stjóri Stöðvar 2 hefur lýst því yfir
að fréttatímar stöðvarinnar verði
ávallt á réttum tíma. Það hefur
staðist. Þessu er hér með komið á
framfæri fyrir hóp fólks sem beið
eftir sjónvarpsfréttum sunnudags-
kvöldið 18. júlí sl.
Viðgerðir á Hallgrímskirkju
- verktakar greiði viðgerðina
Gísll Guðmundsson skrifar:
Því hefur verið slegið upp í frétt-
um nýlega og það ekki í fyrsta
skipti að enn einu sinni þurfi að
gera viðamiklar lagfæringar á Hall-
grímskirkju. Steypuskemmdir og
fleira er á döfinni. Ganga nú kirkj-
unnar þjónar og fyrrv. biskup fram
fyrir skjöldu og staðhæfa að þetta
verði að gera af almannafé, þ.e. rík-
inu. Þessu vil ég mótmæla harðlega.
Ekkert slíkt er við hæfi.
Margsinnis hefur verið gert við
þessa kirkju og sífellt taka skemmd-
ir sig upp að nýju. Hverjir voru
verktakar við fyrri viðgerðir? Hver
er ábyrgur fyrir byggingu kirkju-
skipsins í upphafi? Á steypa i slíku
LO
þjónusta
allan sólarhringinn
H H rksH r\/) H
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
„Margsinnis hefur veriö gert við þessa kirkju
og sífellt taka skemmdir sig upp að nýju. Er
ekki rétt að gera verktaka fyrri viðgerða eða
þá sem byggðu ábyrga?
mannvirki ekki að endast
lengur en hér er raunin? Að
sjálfsögðu eiga verktakar og
þeir viðgerðarmenn sem
gert hafa við Hallgríms-
kirkju að greiða væntanleg-
ar viðgerðir. Ekki íslenskir
skattborgarar eða hið opin-
bera. Það er meira en nóg
komið af þessum og álíka
uppákomum í þjóðfélaginu
og þar sem sóttir eru fjár-
munir til ríkisins, fyrir til-
stilli þekktra einstaklinga
sem ekki virðast þekkja
muninn á réttu og röngu.
Það er vítavert og ekki
annað en frekja og tilætlun-
arsemi hjá þeim sem eru í
forsvari fyrir byggingu og
viðgerðir Hallgrímskirkju
að heimta fé úr opinberum
sjóðum til viðgerðarinnar.
Hérna á sannarlega að
spyrna við fæti. Eyðslan og
óhófið á ekki að vera í fyr-
irrúmi þegar Hallgríms-
kirkja á í hlut. Þá miklu
minnkun má ekki tengja
sálmaskáldinu Hallgrími
Péturssyni.
DV
Símaspjöll
Haraldur Guðnason skrifar:
Landssíminn var bylting. Með sím-
anum kom stóraukið öryggi. Margra
alda einangrun var rofin verulega. Nú
eru komnir til sögu ofuruppar mark-
aðshyggjunnar, fara mikinn og segja:
Nú get ég. Sveitarfélög hafa jafnvel
þurft að beita afbrigðum til að sam-
þykkja græjumar þeirra sem ekki
beint prýða sitt umhverfi. - Og gæfan
lék við íslandssimaforstjórann. Hann
hitti fyrir hinn rétta markaðsmann,
sjálfan borgarstjórnarforsetann og
gerði við hann og hans kompaní
samning upp á milljarð. Þetta er að
finna réttu línuna!
Vel ráðið að setja Þórarin V. Lands-
símaforstjóra (eða hver setti hann?).
Nú losna værukærir verkalýðsrekend-
ur við erfiðan viðsemjanda. Nú kom-
ast þeir kannski lengra?
Engin samúð
vegna Bessette?
Gunngeir hringdi:
Mér finnst eins og öðrum hörmulegt
að heyra um flugslysið þar sem Kenn-
edy yngri fórst ásamt konu sinni og
mágkonu, þeim Bessette-systrum. En
hvað er þetta? Það er varla minnst á
systurnar. Allt snýst um John Kenn-
edy yhgri. Auðvitað var hann þekktast-
ur, en fyrr má nú aldeilis vera. Það er
hvergi minnst á konurnar og ekkert
virðist talað eða hlerað hvað ættingjar
þeirra eða foreldrar hafa að segja. Ekki
heldur minnst á systur Johns Johns,
Caroline. Mér stendur ekki á sama. Er
engin samúð vegna kvennanna?
Friöurinn og
fyrirtækin
Árni Stefánsson hringdi:
Ég var að enda við að lesa forystu-
greinina í DV i dag (mánud. 19. júlí),
„Friðurinn úti“. Þetta er mikil atlaga
að stjórnendum fyrirtækja í landinu.
Allt út af Básafellsmálinu? Þarna fer
ritstjórinn í leiðaranum á fullt gegn
öllum fyrirtækjum hérlendis og segir
að stjórnendur fyrirtækja verði að
átta sig á því að fjölmiðlar muni fylgj-
ast með þeim með sama hætti og þeir
beini athygli sinni að stjórnmála-
mönnum og opinberum aðOum. Sá
tími sé liðinn þegar forráðamenn fyr-
irtækja voru látnir afskiptalausir,
friðurinn sé úti að þessu leyti. - Það
er ekki annað! Ég segi nú fyrir mig,
vegna þess að ég hef átt aðild að fyrir-
tækjarekstri: hvenær hefur fyrirtækj-
um verið hlíft við gagnrýni eða oln-
bogaskotum fiölmiðlanna? Mér sýnast
fjölmiðlar almennt vera á móti fyrir-
tækjum, sérstaklega einkafyrirtækj-
um. Og hananú!
Fátækt og
nektardans
J.K.Ó. skrifar:
Ég er undrandi á því að þeir íslend-
ingar skuli vera til sem geta samþykkt
að veita búllumeisturum leyfi fyrir
nektardansi hér sem byggist fyrst og
fremst á innílutningi erlendra stúlkna
sem margar eiga skrautlega fortíð og
eru einnig orðaðar við fíkniefni og
vændi. Þetta álit hverfur ekki þótt yf-
irvöld gefi leyfi fyrir nektardansi
þessara kvenna. Og nú er farið að
bera blak af þessum stúlkum og veru
þeirra hér með því að segja að þær
komi nú frá fátækum löndum þar sem
konur hafi lítið handa á milli. Þær
komast víst í feitt hér hvað varðar
„millihandafeng" hjá viðskiptavinun-
um. En viljum við ljá konum þessum
„feitt milli handanna" þótt það kosti
íslenska feður og syni eilífa kröm í
formi fíkniefna eða kynsjúkdóma?
Meiri viðskipti
við Bandaríkin
Þórður hringdi:
Mér finnst harla lítið um vai'ning
sem framleiddm- er í Bandaríkjunum
í verslunum hér. Eins og vörurnar
eru þó góðar og vandaðar. Ég vitna
t.d. til heimilstækja, bíla, og matvæla.
Ég held að flestir hafi mjög góða
reynslu af vörum og framleiðslu í
Bandaríkjunum. Ég skora á kaup-
menn að beina innkaupum sínum
meira þangað en raunin er í dag. Ef
breyta þarf reglugerðum eða lækka
tollana þá á að gera það.