Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Reynt að stela innviðunum Flestum flnnst eðlilegt, að samfélagið eigi sjálft helztu innviði sina, svo sem samgöngumannvirki á borð við vegi, hafnir og flugvelli, þótt aðrir eigi tækin, sem nota innviðina, svo sem bíla, skip og flugvélar. Slík mann- virki eru raunar einn af hornsteinum ríkisvaldsins. Sárafáar undantekningar eru til. Hvalfjarðargöng voru talin áhættusöm framkvæmd og því var hún afhent einkaaðilum með þeim skilmálum, að mannvirkið rynni til ríkisins að liðnum ákveðnum úreldingartima fjárfest- ingarinnar. Göngin verða því ríkiseign að lokum. Stundum gleyma menn, að símakerfi landsins er að hluta samgöngumannvirki á borð við vegi, hafnir og flugvelli. Burðarlínur símakerfisins eru raunar engu ómerkari en helztu mannvirki annarra samgönguþátta. Þær ætti ekki að láta í hendur fyrirtækja úti í bæ. Ljósleiðarakerfi landsins er burðarás síma, tölvusam- skipta og sjónvarps. Það var að meirihluta kostað af varnarliðinu á Keflavíkurvelli til að tengja völlinn við eftirlitsstöðvar í öllum landshornum og er þannig um leið sjálft æðakerfið í öryggismálum landsins. Landssíminn er öðrum þætti þjónustufyrirtæki, sem notar ljósleiðarana í samkeppni við önnur fyrirtæki, sem vilja veita þjónustu í síma, tölvusamskiptum eða sjón- varpi. Þetta er það, sem þarf að skilja í sundur, þegar þjónustuhlutverk Landssímans verður einkavætt. Við þurfum að eiga sérstaka ríkisstofnun utan um ljós- leiðarana, þótt við gefum allt frjálst í umferðinni um þá, rétt eins og ríkið á vegina og veitir öllum frjálsan aðgang að þeim. Við megum ekki vera upp á einkavædda einok- un komin á þessu mikilvæga samgöngusviði. Landssímann má alls ekki selja sem einn einokunar- pakka. Skilja verður milli ólíkra rekstrarþátta hans og selja símaþjónustuna sér og margmiðlunina sér, en halda stofnæðakerfinu eftir í sérstakri stofnun, sem hefur sam- göngu- og öryggisskyldur ríkisins á herðunum. Ástæða er til að óttast, að ríkisstjórnin sé höll undir hugmyndir um söluferli, sem leiði til þess, að ríkiseinok- un breytist í einkaeinokun. Stofnaður hefur verið sér- stakur Íslandssími, sem ekki keppir í þjónustu, heldur bíður færis að kaupa sig inn í Landssímann. Einn helztu ráðamanna Íslandssíma sat í framtíðar- nefnd Landssímans og nú hefur stjórnarmaður íslands- síma verið gerður að framkvæmdastjóra Landssímans. Við sjáum þegar fyrir okkur ferli, þar sem Landssíminn verði einkavinavæddur upp á rússnesku. Ef ráðagerð þessi tekst, verður það meiriháttar fram- sal landsréttinda í hendur einkaaðila og minnir helzt á framsal auðlinda sjávar í hendur sægreifanna. Munur- inn er sá, að auðlindaframsalið var margra ára ferli, en símann hyggjast menn fá með einum hælkrók. Þjóðin er svo upptekin af brauði og leikjum, að hún hefur ekki mátt til að skipta sér af þessu. Hún reynist í skoðanakönnunum vera andvíg framsali auðlinda sjávar í hendur sægreifanna, en hefur ekki burði til að taka af- leiðingum skoðana sinna í einrúmi kjörklefans. Einkavinir ríkisvaldsins hafa tekið eftir auðnuleysi ís- lenzkra kjósenda, sem láta allt yfir sig ganga, ef þeir fá bara brauð og leiki. Kolkrabbinn gengur því hreint til verks að þessu sinni og ætlar sér að eignast og einoka ljósleiðarakerfi landsins með einu pennastriki. Enn er tími til að átta sig á nýrri birtingarmynd ein- okunarinnar og rísa gegn framsali landsréttinda í sam- göngum eins og í auðlindum lands og sjávar. Jónas Kristjánsson íslendingar búa við lög um landgræðslu frá 1965. Þessi forngripur hefur stað- ist allar tilraunir til breyt- inga í skjóli tregðulögmála sem einkenna meðal annars landbúnaðarráðuneytið. Ár eftir ár hefur landbúnaðar- ráðherra svarað fyrirspurn- um á Alþingi um frumvarp til nýrra gróðurverndarlaga með staðhæfingum um að unnið sé að frumvarpi sem senn sjái dagsins ljós. Síðan ekki söguna meir. Ýmsir erlendir sérfræð- ingar hafa að undanfórnu heimsótt ísland og haldið hér erindi á vegum ráðu- neyta og stofnana um gróð- urverndarmál, innflutning plantna og landgræðslu. „Ofnýting og rányrkja á gróðri og jarðvegi blasa við víða um land,“ segir m.a. í grein- inni. - Náttúruspjöll við Selfjall. Úrelt land- græðslulöggjöf grein) voru tekin ákvæði um innflutn- ing, ræktun og dreif- ingu lifandi lifvera. Með þeim er um- hverfisráðherra lögð sú skylda á herðar að setja reglugerð, þar sem m.a. verði birt skrá yfir tegundir líf- vera sem óheimilt er að flytja til landsins sem og skrá yfír teg- undir sem heimilt er að rækta hérlendis og sleppa í villtri nátt- úru. Jafnframt skal umhverfisráðherra skipa nefnd stjóm- völdum til ráðgjafar á þessu sviði. Þessi „í stað úreltrar og skaðlegrar landgræðslulöggjafar verða hið fyrsta að koma til lög um jarð- vegs- og gróðurvernd sem taki heildstætt á verndun og nýtingu þessara auðlinda.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður Fyrir nokkrum árum kom einn slíkur frá Ástralíu, Jan Hannan að nafni, og miðlaði fróðleik um það hvernig stjórnvöld þarlendis standa að endurskoðun löggjafar á sviði gróðurverndar og land- græðslu, meðal annars með hlið- sjón af Ríó-ferlinu. Málstök þar voru harla ólík því sem hér tíðkast. Heimsókn Hannan var sérstaklega tengd áformaðri end- urskoðun laga á þessu sviði hér- lendis. En einnig þetta reyndist bara plat í þykjustuleik þeirra sem vilja viðhalda svipuðum vinnu- brögðum og hér þóttu góð og gild um miðja öldina. Tilraunir til lagabóta Undirritaður lagði fyrir 5 árum, ásamt tveimur öðrum þingmönn- um, fram frumvarp til laga um breytingar á fornaldarlöggjöfmni um landgræðslu. í lögin skyldi sett inn nýtt markmið svohljóðandi: „Við framkvæmd laganna skal byggt á vistfræðilegri þekkingu og varúðarrreglu. Við það skal miðað að viöhalda líffræðilegri fjöl- breytni og náttúrulegum gróöri landsins." Gert var ráð fyrir að taka sérstaklega á innflutningi plantna til notkunar i land- græðslu. Fela skyldi Rannsókna- stofnun landbúnaðarins í samráði við aðrar sérfræðistofnanir að fjalla um slíkan innflutning og meta hvaða innfluttar tegundir sé talið óhætt að taka i notkun með hliðsjón af ofangreindu markmiði. Þetta frumvarp var endurflutt inargsinnis og breytt nokkuð í Ijósi umsagna. Umhverfisnefnd þingsins lýsti stuðningi sínum við málið en meirihluti landbúnaðar- nefndar lagðist jafnoft á frumvarp- ið, trúlega að boði ráðherrans. Tillöguflutningurinn hafði þó þau áhrif að inn í nýja löggjöf um náttúruvernd (nr. 44/1999, 41. lagaákvæði eru vissulega til bóta ef vel verður staðið að fram- kvæmdinni. Vítin mörg að varast íslendingar hafa þegar brennt sig illilega á gáleysislegum inn- flutningi lífvera. Þar hafá opinber- ar stofnanir átt drýgstan hlut að máli. Ulræmdustu dæmin eru inn- flutningur minks og lúpínu en innflutningur búfjár til kynbóta olli einnig miklum skráveifum fyrr á öldinni. Baráttan við afleið- ingar af slíku gáleysi hefur þegar kostað háar fjárhæðir. Breytingar á lífríki landsins af völdum slíkra innrásartegunda eru enn ekki komnar í ljós nema að litlu leyti. Minkurinn hef- ur þegar tekið sinn toll en lúpínan er rétt að byrja sitt landnám sem valda mun sprengingu í gróður- ríkinu á næstu ára- tugum. Við dreifingu hennar ganga á und- an Landgræðsla rík- isins og Skógrækt ríkisins með bundið fyrir bæði augu. Ofnýting og rányrkja á gróðri og jarðvegi blasa við víða um land. Eitt af forgangs- verkefnum í gróður- vernd ætti að vera að friða slík svæði fyrir beit og skapa þannig forsendur fyrir endurgræðslu. Best er að lofa nátt- úrunni að spjara sig sem víðast þótt það taki tíma. Sums staðar getur vissu- lega verið rétt að hjálpa til með upp- græðslu en þá ber að beita aðferð- um sem standast mælikvarða sjálf- bærrar þróunar og alþjóðlegra sáttmála í stað þess að greiða götu innrásartegunda með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir gróður- ríki landsins. í stað úreltrar og skaðlegrar landgræðslulöggjafar verða hið fyrsta að koma til lög um jarðvegs- og gróðurvernd sem taki heildstætt á verndun og nýtingu þessara auð- linda. Þeim þurfa víða að fylgja rót- tækar breýtingar á búfjárbeit og breytt og siðræn afstaða sem flestra í umgengni við landið. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Atthagafjötrar og réttindabrot „Tryggingastofnun ríkisins synjaði 73 ára ís- lenskum ellilífeyrisþega, sem legið hefur fársjúkur í sjúkrahúsi í Taílandi frá 19. maí sl., um yfirlýs- ingu um að hann nyti sjúkratryggingar hjá stofnun- inni og þar með ábyrgð á greiðslu til heilbrigðisyf- irvalda þar í landi. ... íslendingurinn, sem í hlut á, á lögheimili á íslandi samkvæmt vottorði Hagstof- unanr. ... Það er satt að segja afar erfitt að sjá efn- isleg rök fyrir slíku og alveg ljóst að í því er engin sanngimi. Slíkar ákvarðanir jafngilda því að fólk sé sett í átthagafjötra. Ef ný lög og reglur em ekki alveg skýr að þessu leyti þarf að gera á þeim frek- ari breytingar." Úr forystugrein Mbl. 21. júlí. Gróöi alþjóöavæðingarinnar „Gróðinn sem alþjóðavæðingin skapar hefur enn sem komið er lent á fárra höndum. Ný skýrsla Sam- einuðu þjóðanna um lífsgæði þjóðanna sýnir glögg- lega að alþjóöavæðingin hefur ekki leitt til aukins jafnaðar eða réttlætis i heiminum. Þvert á móti. ... Jafnvel í vestrænum þjóðfélögum hefur misréttið stóraukist vegna þess að auðugir einstaklingar og stórfyrirtæki hafa náð til sín mestum hluta hagnað- arins af alþjóðavæðingunni - og svo auðvitað sam- félög glæpamanna sem virðast kunna flestum betur að nýta sér möguleika alþjóðavæðingarinnar til aukinna umsvifa og gróða." Elías Snæland Jónsson í Degi 21. júlí. Vísbendingar um tilætlaöan árangur „Að undanfömu telur Óðinn sig hafa rekist á fleiri og fleiri vísbendingar um minnkandi eftir- spum sem eftir eigi að koma fram í hinum opinberu hagtölum. T0 að mynda vekja auglýsingar bílaum- boðanna athygli en dæmi eru um að mikiö kapp sé lagt á að koma út nýjum bílum með gyOiboðum. Þá hefur Óðinn tekið eftir því að fasteignaauglýsingar fyrir sömu eignina em famar að birtast aftur og aft- ur, viku eftir viku....Einna helst er aukin ásókn í sólarlandaferðir sem gefur tilefni tO áhyggna. ... Þetta em einungis vísbendingar um að aðgerðir Seðlabankans séu að skila tilætluðum árangri og að hagkerfið muni innan skamms verða þess fuObúið að halda áfram á vaxtar- og hagræð i ngarbraut. “ Úr vikulegum pistli „Óðins" um efnahagsmál í Við- skiptablaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.