Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Fréttir
Aðeins fjórir alþingismenn reykja:
Heilu þingflokk-
arnir reyklausir
- reykingamönnum úthýst úr þinghúsinu
„Ég lít þannig á að ég sé langt í frá
kominn fyrir vind i þessu en er á
meðan er,“ segir Guðmundur Árni
Stefánsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, en hann hefur nú ekki reykt
í einn mánuð.
Eins og kunnugt er hefur forsætis-
nefnd Alþingis nú lagt bann við reyk-
ingum þingmanna og starfsmanna á
kaffistofu þingsins. Samkvæmt laus-
legri könnun DV eru það hins vegar
ótrúlega fáir þingmenn sem reykja
yfírleitt og heilu þingflokkarnir eru
reyklausir. Fleiri en Guðmundur Árni
eru nýlega hættir að reykja, tO dæmis
Páll Pétursson sem hætti t vor og Jð-
hanna Sigurðardóttir sem hætti í sum-
ar, eins og Hjálmar Ámason.
Aðeins er staðfest að fíórir þing-
menn reykja í augnablikinu: Margrét
Frímannsdóttir, Einar Oddur Krist-
jánsson, Guðrún Ögmundsdóttir og
Ámi Steinar Jóhannsson.
Eftirsóttur félagsskapur
„Mér fínnst mjög mikilvægt að
menn reyni að finna á því lausn að
einhvers staðar hafi þeir holu eða
horn, þeir sem vilja reykja, og að það
verði innanhúss. Ég mun, sem einn af
forsetum þingsins, reyna að tryggja
það,“ lofar Guðmundur Ámi. „Það er
reyndar merkilegt að árum saman hef-
ur verið reykt í öðrum helmingi kaffí-
stofunnar en hinum ekki og mér hefur
sýnst að eftirsóknin eftir félagsskap
reykingamegin hafi verið öllu meiri
en hinum megin,“ bætir hann við.
Guðmundur segir ekki hægt að
skipta kaffistofunni þannig að hún falli
að gildandi lögum en forsætisnefndin,
sem hann á sæti í, er að reyna fínna at-
hvarf fyrir reykingamennina. Það
muni hins vegar ekki vera áhlaupaverk
i þinghúsinu sjálfu. „Ég held að allir
geti verið sammála því að það sé ekki
góður bragur á því að vísa starfsmönn-
um út á götu og að það verði sú mynd
af Alþingi að þar standi menn undir
gafli reykjandi," segir hann.
Von fyrir fallna
Samkvæmt lögum er, ef ekki er um
Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður hefur reykt um árabil. Hann er
nýhættur og sem hjálpartæki notar hann nikótíntyggjó. Hann segist ekki enn
vera kominn fyrir vind.
opinbera móttöku að ræða, þingmönn-
um gert kleift að reykja inni á skrif-
stofum sínum. Það gerir Ámi Steinar
Jóhannsson, þingmaður Vinstri hreyf-
ingarinnar - græns framboðs (VG) og
eini reykingamaður flokksins, hins
vegar ekki á sinni skrifstofu þar sem
VG hefur aðstöðu. „Það er ekki gert
hér,“ segir Ámi Steinar.
Fyrir þremur árum hætti Ámi
Steinar að reykja í félagi við Einar
Odd Kristjánsson, þingmann Sjálf-
stæðisflokks, en nú eru þeir báðir
fallnir. „Þetta verður bara til þess
aö við hættum aftur," segir Árni
bjartsýnn en síðast hélt hann út í
tæpt ár áður en hann byrjaði að
reykja að nýju.
Margrét
Frímannsdóttir.
Úhýst.
Guðrún
Ögmundsdóttir.
Úthýst.
Hjálmar
Árnason.
Nýhættur.
„En ég er sam-
þykkur þessu.
Það á að fara að
lögum í húsum
Alþingis eins og
alls staðar á
landinu.
Ég hef alltaf
góð áform um að
hætta og þetta
styrkir mann í
því. Þetta er
bölvaður óþverri
mann.“
Einar Oddur
Kristjánsson.
Úthýst.
Árni Steinar
Jóhannsson.
Úthýst.
Jóhanna
Sigurðardóttir.
Nýhætt.
Páll Pétursson.
Nýhættur.
og fer illa með
-GAR
Sigurnautninni fullnægt
Góð iþrótt gulli betri segir
einhvers staðar og eru það
orð að sönnu. Góð líðan og
heilsa verður ekki verðlögð.
Því er það enginn vafi að nú-
tímamanninum er hollt og
raunar bráðnauðsynlegt að
hreyfa sig. Meiri spurning
er með afreksíþróttamenn-
ina, heilsu þeirra og stand.
Margfrægt er að hálfur vest-
urbær Reykjavíkur lagðist í
fyllirí með meisturum KR á
dögunum og var þar hvorki
spurt um aldur né þroska.
Allir vildu fagna sínum
mönnum. Hátíðin stóð í
nokkrar vikur enda unnu
KR-ingamir allar dollur sem
í boði voru. 'Þjálfari, leik-
menn og forystumenn voru
glaðir á góðri stund á Rauða
ljóninu og flestir með öðru-
vísi dollur í höndunum í
sjónvarpsútsendingum, full-
ar af bjór.
Lokahnykkurinn var síð-
an tekinn um helgina þegar knattspyrnumenn
allra félaganna, karlar jafnt sem konur, gerðu
upp leikárið. Þar var fagnað vel og lengi, sumir
voru rotaðir, aðrir barðir minna en enginn
þeirra dó. Fullir voru þeir flestir.
Þessi gleði kemst þó ekki í hálfkvisti við þá
nautn sem íþróttimar sjálfar veita. Það sást best
í viðtali við djarfa valkyrju í handknattleiksliöi
Vals. Sú góða kona tók sig til með stöllum sínum
í keppnisliðinu og lagði að velli erkifíendur í FH.
Hafnfirsku stúlkunum í Fimleikafélagi Hafnar-
fíarðar var spáð meistaratitli og ekki er að efa að
þær munu leggja sig allar fram til þess að standa
undir þeim væntingum. Valsstúlkunum var hins
vegar ekki spáð nema þriðja sæti.
Það var því til mikUs að vinna þegar Reykja-
víkurstúlkumar í Val héldu í suðurátt og mættu
FH-stúlkunum í Kaplakrika. Þær lögðu sig 200
prósent fram, að sögn fyrmefndrar Valsstúlku
sem bætti því og við að eftir tapleik síðustu um-
ferðar dygði ekki annað en taka sig saman i and-
litinu.
Það gerðu þær svikalaust og unnu FH-stelpurn-
ar. Þær virðast einnig hafa tekið sig saman í
fleiri líkamshlutum en andlitinu því valkyrjan í
Val skóf ekkert utan af lýsingum sínum í leiks-
lok. Þetta er það sem næst kemst fullnægingu,
sagði stúlkan sú, en lengra verður vart til jafnað.
Kvennaboltinn hefur verið í sókn og ekki dreg-
ur þetta úr. Miðað við lýsingar Valsstúlkunnar
má reikna með talsverðri fíölgun iðkenda hand-
knattleiks og ekki síður áhorfenda. Það hefur
sýnt sig að íslendingar em fljótir að tileinka sér
nýjungar. Strípistaðir spretta upp sem gorkúlur
en vandinn er sá að gestir þar eyða oft stórfé fyr-
ir það eitt að sjá stelpur striplast og gera sér upp
fullnægingu.
Ef marka má lýsinguna á Valsleiknum er eng-
inn að gera sér eitt eða neitt upp. Þar er sigurinn
nautn og lýsir sér með ofangreindum hætti. Eng-
inn ætti að vera svikinn af því.
Svo kostar líka lítið inn. Dagfari
Dýralæknar í vanda
Hið mikla fíaðrafok sem orðið
hefur út af „leka“ á svartri sóða-
skýrslu um Reykjagarð til fíöl-
miðla virðist ætla að beinast gegn
þeim sem byrjuðu
atið. Reynt var að
klína lekanum á
heilbrigðisfulltrúa
Suðurlands sem
hafa mátt sæta lög-
regluyfirheyrslum
og viðtölum í um-
hverfisráðuneyt-
inu. Svo bar
blaðamaður Moggans að hann
hefði fengið skýrsluna hjá yfír-
dýralæknisembættinu. Halldór
Runólfsson yfírdýralæknir hefur
farið mikinn gegn heilbrigðisfull-
trúunum, sagt að þeir væm að
bera starfsmann sinn röngum sök-
um og heimtað að heilbrigðisnefnd
Suðurlands birti yfirlýsingu sem
hreinsi umræddan starfsmann af
„ávirðingum". En nú segir Sunn-
lenska fréttablaðið frá því að full-
trúi sýslumanns á Hvolsvelli hafi
staðfest ummæli Moggablaða-
mannsins. Næst verði því kallaður
til yfírheyrslu hjá Reykjavíkur-
löggunni Sigurður Öm Hansson,
settur yfirdýralæknir...
Formannsraunir
Orð Margrétar Frímannsdótt-
ur, þess efnis að Stefán Jón Haf-
stein taki við forystuhlutverki
Samfylkingarinnar, hafa ekki beint
fengið mjúka lend-
ingu meðal margra
samfylkingarmanna.
Þannig munu stuðn-
ingsmenn Guð-
mundar Árna
Stefánssonar,
Össurar Skarp-
héðinssonar,
Bryndlsar EQöðversdóttur og
Jóhönnu Sigurðardóttur vera
æfir yfír því sem þeir kalla frum-
hlaup Margrétar í þessum efnum.
Fyrsti þáttur í heimildamynda-
flokki Stefáns Jóns um fólksflótta
af landsbyggðinni vakti annars
misjöfn viðbrögð. Þannig mun
gömul kona af landsbyggðinni, góð-
ur og gegn krati, hafa haft á orði að
hann væri undarlegur, þessi
spjátrungur að sunnan sem væri
síbrosandi á skjánum yfir fólks-
flóttanum og ördeyðunni...
Haltur leiðir blindan
SAS og Flugleiðir ætla að arka
saman inn í nýja öld. Fréttir um
vissan samruna fyrirtækjanna,
sem hefur legið í loftinu um árabil,
vakti mikla athygli,
sem og viðtöl við
Sigurð Helgason
forstjóra. í hádeg-
inu í fyrradag voru
nokkrir flugmála-
menn staddir í
mat á Hótel Loft-
leiðum. Þar vai'ð
einum þeirra að orði: Það má
segja að haltur leiði blindan á Atl--
antshafinu þegar Flugleiðir og SAS
fljúga saman...
Rotarinn
Á uppskeruhátíð knattspyrnu-
manna og -kvenna um síðustu
helgi bar það til tíðinda að ónefnd-
ur KR-ingur hafði eitthvað við
spilamennsku og
lagaval hljómsveit-
arinnar Sktta-
mórals að athuga.
Rótari sem var að
skemmta sér
þarna eins og
hver annar tók
gagnrýni knatt-
spyrnumannsins
illa. Áttu þeir félagar í beinhörðum
viðskiptum sem enduðu með því
að hinn fótfrái rotaðist og var
borinn út. áleiðis á sjúkrahús.
Segja sjónarvottar að við það tæki-
færi hafi hljómsveitin spilað lagið
„Ertu þá farinn ...?“
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is