Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 9 i>v Stuttar fréttir Utlönd Vígasveitir fá ekki leyfi Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði í morgun að vígasveitir sambandssinna á Austur-Tímor fengju ekki leyfi til að hafa bækistöðvar á indónesísku landi til að skipu- leggja árásir á erlenda gæsluliða á Austur-Tímor. Hague í sviðsljósinu William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, verður i sviðs- ljósinu á lands- fundi flokksins í dag. Hague ætlar að reyna að sannfæra flokksmenn sína um að hann geti sigrað í næstu þing- kosningum í landinu. Skoðanakannanir sýna aftur á móti að Hague gengur ekk- ert að saxa á forskot Tonys Blairs og Verkamannaflokks hans. Sigurinn vís Allt bendir til að samsteypu- stjórn hindúa á Indlandi fari með sigur af hólmi í þingkosningun- um og nái meirihluta á þingi landsins. Til hjálpar flóttamönnum Búist er við að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, tO- kynni í dag um aðgerðir til að- stoðar rúmlega eitt hundrað þús- und flóttamönnum frá Tsjetsjeníu sem hafa forðað sér undan átök- unum þar milli rússneskra her- sveita og múslíma. Símaat gegn kónginum Vegna skilaboða á farsímanet- inu í Noregi um að viðkomandi eigi að hringja í Harald er hringt um 200 sinnum á sólarhring til konungshallarinnar í Ósló. Síma- atið hófs fyrir tveimur vikum. Ber lof á lýðræði Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kom í heimsókn til Slóvakíu í gær. Bar for- setafrúin lof á breytingarnaí- sem hefðu orðið frá því að um- bótastjórn tók við völdum fyr- ir rúmu ári. Kvaðst forseta- frúin vona að eiginmaður hennar gæti heimsótt Slóvakíu á næsta ári svo að hann gæti séð breyting- amar með eigin augum. Peningaþvottur Rússneskur aðstoðarbanka- stjóri í New York banka, eigin- maður hennar og vinur þeirra, hafa verið ákærð fyrir að hafa ólöglega fært 7 milljarða dollara í gegnum bankana til fjármála- stofnana í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Barnaníðingur dæmdur Dómstóll á Sri Lanka hefur dæmt Norðmann í 14 ára fangelsi fyrir að hafa misnotað 14 ára dreng kynferðislega. Sprengjur í Istanbul Sprengja sprakk við stjómar- byggingu í Istanbul í gær og önn- ur við húsnæði evrópusinnaðs þrýstihóps. Átta manns særðust við árásimar. Sleppur við vitnisburð Breskur dómari úrskurðaði í gær að Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðis- herra Chile, þyrfti ekki að bera vitni fyrir rétti er fjallað verður um kröfu Spánverja um að hann verði framseld- ur. Læknir Pin- ochets kvað hættulegt fyrir hann að bera vitni þar sem hann hafi liklega fengið heilablæðingu tvisvar sinnum á síðastliðnum tveimur vium. Suöur-afríski dauöalæknirinn um eiturherferð sína: Fyrirmynd eitur- brasks amerísk Suður-afrískur hjartalæknir, sem gengur undir viðumefninu dauða- læknirinn, segir að eitur- og sýkla- vopnaherferð stjórnar aðskilnaðar- sinna í Suður-Afríku gegn blökku- mönnum hafi verið byggð á eitur- og sýklavopnaáætlunum banda- rískra stjórnvalda. í brotum úr viðtali sem frétta- maður Reuters fékk aðgang að segir læknirinn, Wouter Basson, að hann hafi farið til Bandaríkjanna til að afla sér upplýsinga á fölskum for- sendum áður en herferðinni var hrundið af stað 1982. Basson er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í leynilegri áætlun stjórn- valda um að myrða baráttumenn Afríska þjóðarráðsins, menn sem nú era í stjórn Thabos Mbekis forseta. Réttarhöld hófust yflr hon- um á mánudag og er gert ráð fyrir að þau taki tvö ár. í viðtalinu, sem sjálfstætt starf- andi bandarískur kvikmyndagerð- armaður tók á gistihúsi I Pretoriu, segist Basson hafa þóst vera á flótta undan herþjónustu og komið sér inn undir hjá bandarískum mann- réttindasamtökum sem höfðu undir höndum leynilegar upplýsingar um áætlanir bandariskra stjómvalda. „Ég fór smám saman að gera mér hugmynd um hvernig eiturefna- og sýklahernaðaráætlun Bandaríkj- anna var skipulögð," segir Basson. Hann segir einnig að menn innan bandaríska hersins hafi óafvitandi veitt suður-afrískum stjórnvöldum upplýsingar um áætlunina. Talsmaður bandaríska land- varnaráðuneytisins í Washington sagðist draga frásögn Bassons mjög í efa. í ákæraskjalinu segir að Basson hafi framleitt eitruð lyf og bjór sem nota átti til að drepa andstæðinga hvítu minnihlutastjórnarinnar. Andreotti getur verið bjartsýnn Giulio Andreotti, fyrrum forsæt- isráðherra Ítalíu, getur verið hóf- lega bjartsýnn á útkomu réttar- halda yfir honum á Sikiley. Höfuð- vitni ákæruvaldsins, iðrandi mafíubófi, viðurkenndi nefnilega í fyrradag að hafa framið morð eftir að hann kom undir verndarvæng yflrvalda. Hann er því ekki mjög trúverðugur. Á dögunum var Andreotti sýknaður í öðrum réttarhöldum af ákæra um morðsamsæri. ÚísqIq ÚísqIq Útsala Kynningarverð á Tanglewood Gítarar 3/4 8.900 Classical Frá 9.900 SöngkerFi Frá 34.900 Pokar Frá 2.500 Bassar Frá 18.900 RaFmagnsgítarar Frá 16.900 Gítarinn Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSM 895 9376 Afitre > JMtitre > ASSASSIN ID Stærðir 39-46 Verð kr. 3.990 Mitre > SANTOS ID/HG Stærðir 39-46 Verð kr. 3-590 Jói útherji Árinúla 36, Itcykjavík, simi 588 1560 Á annað hundrað manns hefur látist í gífurlegum flóðum í Mexíkó undan- farna daga. Þessi mynd var tekin í bænum Tulancingo þar sem göturnar eru eins og stöðuvatn yfir að líta. Neyðarástandi hefur verið iýst yfir í 9 fylkjum. Vuc Draskovic hótar hefndum Liverpool - Unitednáttföt. Verð kr. 1990. Húfur. Verö kr. 990. Merkjum á treyjur með orginal númerum. Liösbúningar: Man-United - Liverpool- Tottenham -Everton - Bolton - Huddersfield - Chelsea - Luton - Argentina - England o.m.fl. Lífverðir Draskovics voru jarðsettir í gær. Símamynd Reuter Serbneski stjómarandstöðuleiðtog- inn, Vuk Draskovic, hét því í gær að hefha þeirra fjögurra flokksfélaga sinna sem létust er vörubíl var ekið í veg fyrir bíla þeirra síðastliðinn sunnudag. Ökumaður vörubílsins og eigandi hans hafa horfið spor- laust og saka stjórnarandstæðingar yfirvöld um fals þegar þau fullyrða að um venjulegan árekstur hafi ver- ið að ræða. Um 30 þúsund manns efndu í gær- kvöld til mótmæla gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í ýms- um borgum Serbíu. Draskovic hefur ekki viljað taka þátt í mótmælunum að undanfömu en nú merkja menn að afstaða hans gegn Milosevic hef- ur harðnað. Það gæti haft í fór með sér að stjórnarandstaðan, sem er klofin, sameinist i kröfu sinni um afsögn Milosevics. PRIMA ID Beckham - Owensokkar. Verð kr. 549. Liverpool - Arsenal — Unitedtreflar. Verð kr. 1490.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.