Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
7
DV
Það er hundaheppni að eiga góðan vin og félaga sem getur haldið á kvöld-
matnum heim eftir vel heppnaða ferð til kaupmannsins. Hér eru vinirnir
Bangsi og Baldur Arnarsson á leið heim eins og svo oft áður. DV-mynd S
Norðurland eystra:
Smábátasjómenn
mjög óánægðir
í ályktun frá Kletti, félagi smá-
bátaeigenda á svæðinu frá Ólafs-
firði að Tjörnesi, er fullyrt að við út-
hlutun 1500 tonna byggðakvóta á
dögunum hafi fyrst verið ákveðið
hvaða staðir fengu úthlutun og síð-
an hafi verið búnar til úthlutunar-
reglur sem hentuðu gagnvart þeim
stöðum. „Gjömingurinn" hafi verið
falinn í furðulegri reglugerð þar
sem m.a. sé miðað við íbúafjölda,
engu skipti hvort fiskurinn sé
veiddur af heimabátum eða hvort
hægt sé að vinna aflann á þeim stöð-
um sem fái kvótann.
“Þessi úthlutun á 1500 tonnunum
núna fer svo til alveg á sömu staði
og 500 tonna byggðakvótanum var
úthlutað til hér fyrr á árum og við
teljum þessa úthlutun ekki réttláta.
Það má benda á Grímsey í því sam-
bandi, þar hafa menn nægan kvóta
en ekki mannskap til að vinna
nema brot af þeim afla sem kemur á
land, hitt er flutt til vinnslu í landi.
Ég held að það hefði verið meira vit
í því að setja a.m.k. hluta byggða-
kvótans á aðra staði, t.d. til Greni-
víkur eða Hriseyjar, svo einhverjir
staðir séu nefndir af þeim stöðum
hér við Eyjafjörð sem hefðu getað
haft not fyrir þennan byggðakvóta,"
segir Júlíus Magnússon, formaður
Kletts, félags smábátaeigenda á
Norðurlandi eystra.
í ályktun aðalfundar Kletts segir
einnig að þeir staðir sem fengu út-
hlutun úr 1500 tonna byggðakvótan-
um hafi allir mjög miklar aflaheim-
ildir á hvem bát og mikið aflaverð-
mæti og að á þeim stöðum hafi ekki
verið hægt að vinna þann afla sem
heimildir hafi verið til að veiða. „Á
félagssvæði okkar eru staðir sem
réttlætanlegra hefði verið að út-
hluta byggðakvóta til þar sem sár-
lega vantar hráefni til vinnslu og
fiöldi báta er verkefnalaus vegna lé-
legra aflaheimilda og fiöldi sjó-
manna og fiskvinnslufólks atvinnu-
laus á svæðinu vegna kvótaleysis,"
segir í ályktun Kletts. -gk
Fréttir
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Vesturbyggðar að gefast upp á Framsókn:
Vildu Vesturbyggð-
arlista í meiri-
hlutasamstarf
Sjálfstæðismenn, sem mynda
meirihluta bæjarstjórnar Vestur-
byggðar ásamt fulltrúum Sam-
stöðulistans, áttu alvarlegar við-
ræður í sumar við bæjarfulltrúa
Vesturbyggðarlistans um myndun
nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Það
mun hafa verið Jón Gunnar Stef-
ánsson bæjarstjóri sem átt frum-
kvæði að viðræðunum en þrátt fyr-
ir að þær stæðu í nokkurn tima
skiluðu þær ekki tilætluðum ár-
angri.
Ástæða þess að sjálfstæðismenn
vildu losna úr samstarfinu við sam-
stöðuinenn var m.a. ósamlyndi
Jóns Gunnars bæjarstjóra annars
vegar og samstöðumannanna
Hauks Más Sigurðssonar, for-
manns bæjarráðs og Jóns Þórðar-
sonar bæjaráðsmanns hins vegar.
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri
Vesturbyggðar.
Samstöðumennirnir tveir eru sagð-
ir vart ræða við bæjarstjórann.
í viðræðunum munu hafa tekið
þátt Jón G.B. Jónsson, fyrrverandi
formaður bæjarráðs, og Heba Harð-
ardóttir, núverandi forseti bæjar-
stjómar af hálfu Sjálfstæðisflokks,
og Guðbrandur Stígur Ágústsson,
bæjarfulltrúi Vesturbyggðarlistans.
Heba sagði í samtali við DV að
hvorki hún nécíSjáifstæðisflokkur-
inn yfirleitt hefði tekið þátt í slíkum
viðræðum við Vesturbyggðarlist-
ann. „Það hafa engar slíkar viðræð-
ur farið fram,“ sagði Heba.
Guðbrandur Stígur sagðist hvorki
játa því né neita að viðræður hefðu átt
sér stað. „Ég get sagt að ég varð var
við aukinn áhuga Sjálfstæðisflokks á
samstarfi við Vesturbyggðarlistann,"
sagði Guðbrandur Stígur. -GAR
Nýbúafjölskylda á förum
- fimm einstaklingar koma í staðinn
DV, Dalvík:
Ein nýbúafiölskyldan frá Kosovo er
nú á fórum frá Dalvíkurbyggð og tii
heimahaganna aftur. Að sögn Hólm-
fríðar Gísladóttur hjá RKÍ er um að
ræða konu með 5 börn sem á eigin-
mann og fleiri fiölskyldumeðlimi á lífi
ytra og hefur óskað eftir því að fara.
Aðstæður haga þvi þannig að eigin-
maðurinn getur ekki komið til íslands
þar sem hann þarf m.a. að sjá fyrir
öldruðum foreldrum sínum ytra. Ráð-
gert er að fiölskyldan fari utan 13.
október.
Um svipað leyti koma hingað fimm
ættingjar þeirra sem áfram verða á
Dalvík til framtíðardvalar. Um er að
ræða foreldra bræðranna Sabit og Ves-
el sem þegar búa hér og tvo bræður
þeirra til viðbótar, og son ekkjunnar
Hajrie.
Hólmfríður segir að allt varðandi
nýbúana hafi gengið mjög vel á Dalvík
og þeim líöi vel hér. Öll undirbúnings-
vinna og framkvæmd hafi verið mjög
heilsteypt og stuðningsfiölskyldumar
staðið sig frábærlega vel. Fulltrúar
Rauða krossins séu mjög ánægðir með
framvindu mála á Dalvík. -hiá
Sérblað^)___________
Heimilið;
Miðvikudaginn 20. október
mun sérblað um heimilið
fylgja DV.
Meðal efnis:
Farið verður í heimsókn til nokkurra
fjölskyldna og skoðað hvernig
fólk býr.
Fræðst verður um húsbúnað og
hluti sem fólk smíðar í frístundum.
Litið verður inn í draumahús
arkitektsins, fræðst um hugmyndir
fólks um heimili framtíðarinnar og
skyggnst inn í heimilishald í fortíðinni.
Litið verður á húsbúnað, tæki og tól
sem tilheyra heimilum nútímans.
Umsjón efnis:
Hörður Kristjánsson,)
sími 550 5816.
Umsjón auglýsinga:^
Selma Rut Magnúsdóttir,
sími 550 5720,
netfang: srm@ff.is
Síðasti skiladagur auglýsinga
er föstudagurinn 15. október.
Netfang auglýsingadeildar:
auglysingar@ff.is