Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 Spurmngin Á að skylda fjölskyldur til að flokka heimilissorp? Hanna Birna Sigurjónsdóttir húsmóðir: Já, það er umhverfis- vænt. Elli Pési atvinnuleysingi: Ég myndi aldrei nenna því. Myrra Rós Þrastardóttir af- greiðslustúlka: Nei, aldrei í líflnu. Guðmundur Búi Þorflnnsson verkamaður: Nei, það flnnst mér ekki. Elsa Lillý Lárusdóttir nemi: Já. ída Valsdóttir ritari: Já, svona með tíð og tíma. Lesendur Endasprettur í auðlindanefnd - en niðurstaða enn ekki í augsýn Óskar Sigurðsson skrifar: „Drjúgur verður síðasti áfang- inn“ segir í alkunnu kvæði sem landsmenn syngja við mörg tæki- færi. Mér kom þetta í hug er ég las frétt í Degi um aö svokölluð „auð- lindcmefnd" væri nú komin á enda- sprettinn. Við lestur fréttarinnar kom þó brátt í ljós, að endasprettur- inn í auðlindanefnd þessari verður áfram drjúgur, enda hafa nefndar- menn þar „hitann" úr, á meöan þeim endist erindið. Og það á sýni- lega eftir að verða drjúg tekjulind enn um sinn. Auðlindanefndin hefur nú þegar skilað skýrslu sem nefndin vill kalla bráðabirgðaskýrslu, ásamt ýmsum gögnum. Það var gert í mars á þessu ári. Nefndin ráðgerir svo að skila einhverjum niðurstöð- um a.m.k. síðar á árinu sem nú er að vísu að renna sitt skeið. Ekki lof- ar nefndarformaður (fyrrverandi seðlabankastjóri) lokaskýrslu fyrr en upp úr næstu áramótum. Þetta hljómar líkt og annars staðar í opin- bera kerflnu, þegar forstöðumenn eða stjómendur opinberra stofnana tala um að þetta eða hitt muni lík- lega skýrast „undir helgi“ eða „upp úr helgi“ ... En auðlindanefndin safnar samt miklum gögnum sem „verða rædd“. Og verkinu hefur „miðað eðlilega", segir nefndaifor- maðurinn. Mest er þó um vert að þeir sem „Auðlindanefnd á endasprettinum án þess að farið sé að ræða í neinni al- vöru um niðurstöðursegir m.a. í bréfinu. - Jóhannes Nordal, fyrrv. seðla- bankastjóri, form. nefndarinnar, og Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, einn nefndarmanna. rætt er við í fréttinni í Degi eru ánægðir með þá vinnu sem farið hefur fram ásamt vinnubrögðunum sjálfum (ég sé nú ekki hver er mun- urinn á þessu tvennu; vinnu og vinnubrögðum). Ekkert er þó farið að ræða í neinni alvöru um niðurstöður, það er fyrst og fremst undirbúnings- vinna sem fram hefur farið til þessa, segir annar nefndarmaður (núverandi alþingismaöur). - Sé þetta rétt má búast við mikilli nefndarvinnu langt fram á næsta ár, jafnvel allt þar til ný sjávarút- vegsstefna sér dagsins Ijós. En hana á að leggja fram árið 2001. Aðalatriðið er, finnst mér, að hægt sé að halda auðlindanefnd gangandi með öllum hennar nefnd- armönnum, fyrrverandi og núver- andi ríkisstarfsmönnum, og svo náttúrlega að hún komist ekki á endasprettinn í næstu framtíð. Er nú ekki dásamlegt að geta gripið til nefndarskipana um allt og ekki neitt í þessu blessaða lýðræðisríki þar sem þjóðardeiluna er hægt að framlengja án þess að ná nokkum tímann endasprettinum? Vantraust á Verka- mannasambandið - forystan vanhæf Guðmundur Magnússon skrifar: Nú er svo komið, að félagar innan Verkamannasambands íslands eru búnir að fá nóg af forystu sam- bandsins, þar með formannsins, sem hefur ekki verið mikið í sviðs- ljósinu til halds og trausts skjól- stæðingum sínum í verkalýðsfélög- unum. Hann skrifar sjaldan eða aldrei greinar í blöð og kemur ann- ars ekki fram nema þegar fjölmiðlar draga hann fram til svara sérstak- lega. Vantraustið á Verkamannasam- bandiö kemur m.a. fram í því að nokkur stærstu stéttarfélög verka- manna ætla að fara fram saman í væntanlegum kjarasamningum en ekki undir merkjum Verkamanna- sambandsins. Það eru sem sé átök fram undan í röðum félaga verkalýðsfélaganna og ekki síst meðal verkamanna sem eru búnir að fá nóg af því að leyfa for- ystu Verkamannasambandsins að draga lappimar þegar málefni verka- manna brenna á þeim svo augljós- lega sem raun ber vitni, þegar launa- hækkanir vaða uppi í þjóðfélaginu á miðjum samningstímanum. Ástæðulaust varðhald? Styrkár J. Hendriksson skrifar: Yfirlögregluþjónn í Lögreglunni í Reykjavík, Hörður Jóhannesson, missir alveg af kjarna málsins i við- tali við DV nýlega, og sýnir í ofaná- lag mikla óvirðingu gagnvart bróð- ur fikniefnaskuldarans sem var beinbrotinn með því að segja að hann sé með „brotna pípu einhvers staðar“. Það gerir málið ekkert betra að „menn séu lamdir um hveija ein- ustu helgi miklu verr heldur en þetta“. Ástæða þess að það er svo mikið um ofbeldi, m.a. um helgar í miöbænum, er einmitt hversu vægt réttarkerfið tekur á þessum mönn- um, og væri réttara að lögreglu- stjóri og dómskerfið einbeittu sér að því að lagfæra þá hluti í stað þess að gera lítið úr þessu máli. Hrottamir limlestu bróður fikni- efnaskuldarans vegna þess aö þeir töldu að hann skuldaði peninga. þjónusta allan sólarhrin: mynd af um sínum sem á lesendasíðu Er þá einnig búiö að leysa málið með því að sleppa ofbeldismönnunum lausum og setja fórnarlömbin í varðhald? spyr bréfritari. Það er því undarlegt að Hörður seg- ir aðspurður að ekki hafi verið tal- in ástæða til að óttast að árásar- mennimir myndu láta til skarar skriða með svipuðum hætti gegn öðmm hugsanlegum fórnar- lömbum og því hafi þeim verið sleppt lausum eftir skýrslu- töku. Er Hörður sem sé búinn að ganga úr skugga um að það séu engir aðrir sem skuldi peninga innan fikni- efnaheimsins? Aðra ástæðu þess að ofbeld- ismönnunum var sleppt úr haldi segir Hörður vera þá að fómarlambið og bróð- ir þess séu þar sem ut- anaðkomandi geta ekki náð til þeirra. Er þá einnig búið að leysa málið með þvi að sleppa ofbeldis- mönnunum lausum og setja fómarlömbin i varðhald? PS: Að lokum mæli ég með því að DV/Vís- ir setji upp síðu með upplýsingum um hvar menn geta kvartað undan duglausum embættismönn- um. Einnig væri sniðugt að setja upp hlekki á Netinu sem tengja les- endabréf við fréttir. íslandsflug lækk- ar fargjöldin Svanur hringdi: Það er enginn vafi á því að mínu mati, og sjálfsagt margra annama sem nota innanlandsflug- ið að einhverju marki, að með til- komu íslandsflugs á innanlands- markaði flugsins sé fargjöldunum haldið í skefjum. Að minnsta kosti lækkuðu ekki fargjöld Flug- leiða í innanlandsfluginu fyrr en samkeppnin kom til sögunnar. Fargjöldin innanlands voru orðin ógnvekjandi, komin í um 17 þús- und krónur á Akureyrarleiðinni eða jafnvel hærra. Og þótt ekki sé nema vegna samkeppninnar á ís- landsflug þakkir skildar. Það er þess vegna sem fólk styður líka ís- landsflug svo um munar. Maður tekur eftir þessu og fólk metur samkeppnina sem vert er. Frábært framtak Steinunn hringdi: Ég var að lesa í DV frétt af ungri stúlku sem var tekin af for- eldrum sínum sem síðan fengu forræðið yfir henni aftur, eftir 10 ára baráttu. Nú ætlar stúlkan í mál við Barnavemdamefnd Reykjavíkur. Ég vil koma því á framfæri að mér finnst þetta alveg stórkostlegt framtak hjá þessari ungu stúlku. Allt of margir eiga um sárt að binda af þvi að börnin hafa verið tekin af þeim. í sumum tilvikum hafa vafalaust legið góö- ar og gildar ástæður til þess. En barnavemdaryfirvöld eru mann- leg og ömgglega hafa þau ein- hvem tíma stigið of stórt skref eins og virðist vera í tiifelli þess- arar ungu stúlku. Mér fmnst frá- bært að hún skuli ryðja brautina, svo img sem hún er, og láta tO skarar skríða. Þetta kallast að láta réttlætið ráða ferðinni. Ég er viss um að margir munu feta í fótspor hennar og reyna að leita réttar síns. Vonandi leyfir DV okkur að fylgjast með framvindu málsins. Stjórnarandstaðan: í Guðs friði, góða nótt! Þorgrímur hringdi: Það var ömurlegt að hlusta á og sjá stjórnarandstöðuna í umræð- um frá Alþingi sl. mánudagskvöld. Þetta var svo sem ekki miklu verra en venjulega, og á ég þar við allt prógrammið í þessum umræð- um. Ég hef hins vegar ekki heyrt ömurlegri frammistöðu stjómar- andstöðu á þingi fyrr. Og henni lauk með því aö þingmaðurinn Guðjón A. Kristjánsson, í flokki Sverris bankastjóra fyrrverandi, hökti á nokkrum oröum í pont- unni, og í þess orðs fyllstu merk- ingu, um kvótann og aftur kvót- ann og kvað mikla vá fyrir dyrum landsbyggðarfólks. - Hann stytti síðan mál sitt þegar verst gekk hjá honum eða mundi ekki meira og sagði: í Guðs friði, góða nótt. Hef- ur líklega fundist hann sleppa vel með þessum orðum. Hvílíkur mál- flutningur, drottinn minn góður! Kynlífið í grunn- skólana? Guðlaug Sveinsdóttir hringdi: „Loksins geta nemendur gruim- skólanna lært allt um kynlíf, og það á skólatíma", segir í einu vikublaðinu hér á landi nýlega. Þar er og greint frá því að leikhóp- ur að nafni Stopp muni ferðast á milli gmnnskóla landsins í vetur með leikrit sem á kenna krökkum að verða ábyrgðarfyllri í rúminu. Og leikritið er sagt vera samstarfs- verkefni Landlæknisembættisins, Þjóðkirkjunnar og leikhópsins. Þetta á að fjalla á mjög opinskáan hátt um allt sem snýr að kynlífi, þ. á m. með endaþarminn að leiksoppi. - Ég spyr: Ég vissi svo sem aö Þjóðkirkjan er rugluö stofmm, en ég hélt að Landlæknis- embættiö væri ábyrg stofnun. Ég skora á skólastjóra grunnskólanna að frábiðja sér svona mennta- heimsóknir. Hvað næst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.