Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 11
-D v FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
lennmg
11
Maður með stórt hjarta
Það verða nokkuð óvenjulegir tónleikar
kl. 16 á laugardaginn í Gerðubergi. Þá kem-
ur íslenski „gítaraðallinn" saman til að
heiðra kennara sinn, Gunnar H. Jónsson.
Arnaldur Arnarson, Einar Kristján Einars-
son, Kristinn H. Ámason, Páll Eyjólfsson,
Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson hafa
aldrei verið saman á sviði fyrr svo þetta
verður sjaldgæf veisla fyrir gitarunnendur.
Gunnar hlýtur að vera óvenjulegur maður
úr því gamlir nemendur hans gera sér jafn-
vel ferð utan úr löndum til að spila fyrir
hann. Við hringdum til Arnaldar sem býr i
Barcelona til að leita upplýsinga.
Tíminn var ekki til
„Gunnar var ekki fyrsti kennarinn minn,
ég byrjaði að læra á gítar í Svíþjóð þegar ég
bjó þar tíu ára gamall. Næsta ár hélt ég
áfram hjá Gunnari og var hjá honum í mörg
ár, alveg þangað til ég útskrifaðist frá hon-
mn og Tónskóla Sigursveins," segir Amald-
ur. „Hann var mjög sérstakur kennari."
- Hvemig sérstakur?
„Ja, það gæti orðið langt mál,“ segir Am-
aldur. „Gunnar var afar örlátur, fannst mér,
ekki síst á tíma. Tíminn var í raun og vem
ekki til fyrir honum þó að hann yrði að
fylgja ákveðinni tímatöflu þegar hver nem-
andinn tók við af öðrum. Stundum hafði
hann afar marga nemendur því hann átti
ákaflega bágt með að neita fólki. Seinasta
árið hans í Tónskóla Sigursveins minnir
mig að sextíu nemendur hafi tekið stigspróf
hjá honum, sem er fáheyrt og langt umfram
það sem leyft er núna.
En Gunnar hefur ákaflega stórt hjarta. Ég
man að þegar ég var hjá honum unglingur
Arnaldur Arnarson: Leikur á heiðurstónleikum Gunnars H.
Jónssonar gítarkennara.
fór ég stundum til hans eftir hádegi á laug-
ardögum og var hjá honum fram eftir
kvöldi. Þá leyfði hann mér
að heyra upptökur sem
hann hafði náð í, sýna mér
nótur og láta mig lesa og
tíminn var ekki til! Þetta
gera ekki allir kennarar og
mér finnst það sýna hvað
hann hafði mikla köllun
sem kennari."
- Þú varst kannski sér-
stakur nemandi...
„Ég var náttúrlega forvit-
inn og áhugasamur og
hann kunni að rækta það.
En ég var ekkert sá eini
sem var heimagangur hjá
honum.“
Amaldur hefur búið á
Spáni í sextán ár og kennir
nú spænskum nemendum á
þeirra þjóðarhljóðfæri,
heldur tónleika og nýtur
lífsins. Heimsóknin núna
verður stutt en hann er
væntanlegur aftur til lands-
ins i október þegar hann
heldur útgáfutónleika sína
í íslensku óperunni. Þá
kemur út hans fyrsti geisla-
diskur, tekinn upp og gef-
inn út í Englandi.
- Að lokum hin klassíska
spuming: Þú ert ekkert á
leiðinni heim?
„Ja, hjartað togar alltaf í
mig.“
- Það er þá ekki flutt til
Spánar?
nei. Öðrum þræði finnst mér ég
„Nei,
aldrei hafa flutt að heiman.
Mahler á básúnu
Hún er ljóshærð og grönn og afar finleg
stúlka og erfitt að hugsa sér hana spila á
básúnu - en það gerir Ingibjörg Guðlaugs-
dóttir samt og heldur sína debuttónleika í
Salnum á laugardaginn kl. 16, nýkomin úr
framhaldsnámi í Gautaborg. Okkur lék for-
vitni á að vita hvers vegna hún valdi þetta
hljóðfæri?
„Ég valdi það nú bara ekki neitt,“ segir
Ingibjörg hlæjandi, „mig langaði til að læra
á óbó en í skólahljómsveit Kópavogs voru
engin óbó og það var bara hlegið að mér
þegar ég nefndi það. Þá gat ég vel hugsað
mér að spila á flautu eða klarínett eða eitt-
hvað annað svolítið kúltíverað hljóðfæri -
en það eina sem var laust var básúna. Þetta
voru örlög mín.“
Ingibjörg var þrettán ára þegar hún byrj-
aði að læra á básúnuna og sambandi þeirra
líkir hún við ástarhatur. Hún var lengi að
velta fyrir sér hvort hún ætti að fara út í
námið fýrir alvöru en eftir að hún fór að
læra hjá Sigurði Þorbergssyni básúnuleik-
ara varð hún ákveðnari. Svo tók hún inn-
tökupróf í tónlistarháskólann í Gautaborg
og komst inn. Þar með var framtíðin ráðin.
Að glata sakleysinu
„En það var afar erfitt að byija í skólanum
úti,“ segir hún. „Maður er svo blessunarlega
fáfróður hér heima um hvað bíður manns.
Við eram svo fá hér sem spilum á básúnu og
ég vissi í rauninni ekkert hvemig þetta átti
að hljóma. Svo kemur maður inn í bekkinn
sinn úti þar sem eru fimm-sex stykki, valin
úr miklum fjölda og allir rosalega flinkir. Það
er heilmikið áfall. Samkeppnin var svo ger-
samlega ný fyrir mér. Maður harðnar auðvit-
að og reynir að fmna sínar eigin leiðir - en
sakleysið er glatað! Núna veit ég alltof vel
hvemig þetta á að vera og þegar ég spila finn
ég muninn á því hvað er vel gert og hvað
ekki nógu vel.“
Þegar spurt var hvort samin væm mörg
tónverk fyrir básúnu sem einleikshljóðfæri
sagði Ingibjörg að svo væri að vísu, en ein-
kennandi fyrir þau væri hve hlutur meðleik-
arans væri erfiður, þess vegna væri oft snúið
fyrir básúnuleikara að fá píanóleikara með
sér. Ingibjörg er þó heppin því hún hefur
fengið til liðs við sig vanan píanóleikara,
Judith Þorbergsson, sem reyndar leikur líka
á fagott.
Judith Þorbergsson píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari.
„En söngvarar, strengjaleikarar og píanó-
leikarar hafa úr miklu fleiri góðum verkum
að moða - eftir þessi frábæru tónskáld, Beet-
hoven og allt það gengi,“ segir Ingibjörg með
öfund í rómnum. „Við emm meira að spila
verk eftir menn sem eru ekkert voðalega
þekktir þó að þeir hafi kannski samið fín
stykki."
„En á laugardaginn spilum við meðal ann-
ars verk eftir Mahler og hann er nú eitt
mesta tónskáld aldarinnar," segir Judith
áminnandi.
„Já, guð minn almáttugur," andvarpar
Ingibjörg. „En það verk er ekki samið fyrir
básúnu upphaflega heldur hljómsveit og
rödd. Það passar samt ágætlega fyrir okk-
ur.“
Önnur verk á efnisskrá þeirra stallsystra
era eftir Rabe, Pergolesi, Gaubert og Ser-
ocki.
Ekki bara karlmannleg
- En aftur að upphafinu: Er básúnan ekki
strákahljóðfæri, Ingibjörg?
„Jú,“ segir hún með semingi, „það spila
mun fleiri karlmenn en konur á básúnu, og í
seinni tíma hljómsveitar-
verkum hefur hún yfirleitt
karlmannlegt hlutverk -
stundum er hún jafnvel
dómsdagshljóðfæri - og
hún fær sjaldan laglín-
una í nýjum verkum.
En eðli básúnunnar er
ekki bara karlmann-
legt og áður fym var
þetta öðravísi. Ef við
tökum til dæmis Sálu-
messu Mozarts, þá
leika básúnumar
kórraddirnar í henni.
Þessi munur kemur til
af því að hljóðfærin
hafa breyst. Á tímum
Mozarts og fyrr vom
básúnurnar minni og
þrengri og hljómuðu veik-
ar en nú. Hljómsveitimar
hafa líka breyst og þróast á
þessum öldum og básúnan
hefúr orðið stæmi og gróf-
ari til að fá meiri tón, en
þar með missti hún söng-
hlutverk sitt. En það er
auðvelt að draga fram við-
kvæmar hliðar á henni og
það ætla ég að reyna að
DV-mynd Pjetur gera a iaugardaginn.“
Altaristafla Kristínar Gunnlaugsdóttur f
Stykkishólmskirkju.
Altaristafla vígð
Málverk Kristinar Gunnlaugsdóttur hafa
vakið mikla athygli fyrir sérkennilega fegurð
og vandað handverk með miðaldalegum
brag. Á sunnudaginn kl. 14 verður vigð altar-
istafla eftir hana i nýju kirkjunni í Stykkis-
hólmi sem eflaust á eftir að draga að sér
marga gesti. Altaristaflan er sú stærsta í
landinu sem olíumálverk á striga, eða 3.20 x
2.60 m, og þótt undarlegt kunni að virðast er
hún eina altaristaflan í íslenskri kirkju sem
sýnir Maríu guðsmóður með Jesúbamið.
Nýja kirkjan í Stykkishólmi er teiknuð af
Jóni Haraldssyni arkitekt og gefur velunnari
kirkjunnar töfluna.
Síðasta sýningarhelgi
Kristjáns
Kristján Guömundsson myndlistarmaður
hefur undanfarið sýnt ný málverk og teikn-
ingar í galleríi Ingólfsstræti 8 og er uppistað-
an í málverkunum tvöfalt gluggagler og lakk.
Sýningunni lýkur á
sunnudaginn og eru því
síðustu forvöð nú, fyrir og
um helgina, að sjá verk
þessa helsta hugmynda-
fræðings í íslenskri sam-
tímalist. Galleríið er opið
kl. 14-18 fimmtudaga til
sunnudaga.
Kristján var fúlltrúi ís-
lands á Feneyjatvíæringnum 1982 og í Sydn-
ey 1990. Hann sýnir reglulega víða um heim
og verða næstu sýningar hans erlendis i
Stuttgart og New York.
Lífæðar á Suðurnesjum
Myndlistar- og ljóðasýningin Lífæðar verð-
ur opnuð á HeObrigðisstofnun Suöumesja í
Reykjanesbæ á morgun kl. 15. íslenska
menningarsamsteypan ART.IS gengst fyrir
sýningunni sem var hleypt af stokkunum á
Landspítalanum í byrjun janúar sl. en þaðan
fór hún tO sjúkrahúsanna á Akranesi, ísa-
firði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík,
Vopnafirði, Seyðisfirði og Selfossi. Tíundi og
næstsíðasti viðkomustaður sýningarinnar á
hringferð hennar um landið er HeObrigðis-
stofnun Suðurnesja þar sem hún stendur tO
6. nóvember. Síðasti áfangastaður verður svo
Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspitalinn).
Viðtal við Jóhann
Á sunnudaginn kl. 14 verður klukkutíma
þáttur á Rás 1 um Jóhann Hjálmarsson skáld
í umsjá Gylfa Gröndal rithöfundar. Þáttur-
inn ber nafnið „Lífið er skáld-
legt“ og birtir svipmyndir úr
lífi og skáldskap Jóhanns. Þar
kemur ýmislegt fram um
skáldskap og pólitík sem ekki
hefur verið haft hátt um áður.
Þaö er annars að frétta af Jó-
hanni að bandaríska tónskáld-
ið William Hudson Harper hef-
ur samið tónverk við ljóðið
Marlíðendur úr samnefndri
ljóðabók Jóhanns frá 1998, og í
byrjun nóvember verður
heimsfrumflutningur á þessu
tónverki í Providence, Bronx University.
Tónverkið er einnig væntanlegt á geisladiski
þar sem fimmtíu manna kór flytur texta Jó-
hanns.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir