Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 33 Myndasögur Fréttir Fjölmenni hjálpaðist að við hleðslu vörðunnar. Vörðuð leið milli bók- náms og verknáms DV, Skagafirði: Tuttugu ár voru liðin þann 20. september frá því að Fjölbrautaskól- inn á Sauðárkróki var settur í fyrsta sinn. Af því tilefni gerðu nemendur og starfslið skólans sér nokkurn dagamun. Meðal annars var hlaðin myndarleg varða á lóð skólans á milli bóknáms- og verk- námshúsa. Hugsunin er að varða leiðina milli þessara tveggja húsa. „Varðan er um 180 sentímetrar á hæð. Grjótið í hana var sótt út á Skaga og svo hjálpuðust nemendur og kennarar að við hleðsluna," sagði Atli B.E. Levý, formaður nem- endafélags fjölbrautaskólans. „Við teljum vörðuna bæði varanlegan og táknrænan minnisvarða um þessi tímamót í starfsemi skólans," sagði Atli. Fleira var gert í tilefni afmælis- ins, enda veður sérlega gott til úti- vistar. Haldin var myndarleg grill- veisla og auk þess var hátíðakaffi á boðstólum. Gefið var frí frá kennslu eftir hádegi á afmælisdaginn. Um 480 nemendur stunda nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. -ÖÞ Lög og reglugeröir um viðhald giröinga veröi enduskoöuö: Reynt að bregðast viö ágangi búfjár i ÞAÐ ER SJÁLFSAGT , EINA TÆKIFÆRIÐ FYRIR HANN AÐ FA ' T<AÐ TALA I .FRIÐIII f ♦7* I Ég sœmi þig hér með mummaorðuj tyrir heiðarlegar tilraunir til að reyna [ aó fljúga með heima löguðu j : vængjunum sem ég smlðaði. DV, Vesturlandi: Á fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar fyrir skömmu var sam- þykkt ályktun þess efnis að skora á löggjafann að endurskoða núver- andi lög og reglugerð um viðhald girðinga með þjóðvegum landsins með það að markmiði að fela megi öðrum en landeigendum að annast viðhaldið. Mikilvægur liður i því að sporna við ágangi búfjár með þjóðvegum í sveitarfélaginu er framkvæmd á viðhaldi girðinga með þjóðvegum sem of víða eru með ófullnægjandi hætti. Markmiðið er að eiga þess kost að hafa viðhald girðinga með þjóðvegum á færri höndum þar sem t.d. bændur gætu tekið að sér verk- efni innan ákveðinna svæða. Þess má einnig geta að tillögu um bann við lausagöngu hrossa í Borg- arbyggð hefur verið vísað til um- fjöllunar í landbúnaðarnefnd. Nú er í gildi bann við lausagöngu hrossa í Álftaneshreppi, Hraunhreppi og Borgamesi sem er til staðar frá því fyrir sameiningu sveitarfélaganna. -DVÓ Einstöku þurrkasumri lokið DV, Skagafirði: Lokið er einu mesta þurrkasumri sem komið hefur í Skagafirði um árabil. Segja má að frá því heyskap- ur hófst snemma í júlí hafi verið nánast samfelldur þurrkur, oft sam- fara miklum hita, þar til síðari hluta ágústmánaðar að stöku skúrir fóru að koma. Þrátt fyrir hagstæða veðráttu að flestu leyti, verður heyfengur í hér- aöinu í heild aö líkindum undir meðallagi síðustu ára að magni til, en gæðin ættu að vera í góðu lagi. Helsta ástæðan er stórfellt kal í tún- un á allmörgum bæjum en einnig var víða treg spretta. Þá var seinni sláttur víða lítill og valda þurrkarn- ir að líkindum mestu um hvað háin spratt lítið. Hins vegar er búið að heyja mik- ið land á þessu sumri og eru dæmi til þess að engjar sem hafa ekki ver- ið slegnar svo áratugum skiptir hafi nú verið heyjaðar. Einnig eru dæmi um að bændur hafi fengið slægjur utan héraðs. Af þessu sést aö bænd- ur hafa haft ýmis úrræði við að afla fóðurs fyrir veturinn enda ekki veitt af því hey gengu víða til þurrð- ar í vor eftir óvenju langan og gjafa- frekan vetur. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.