Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 22
26
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Sviðsljós
Strandvarðaprinsinn og stórleikarinn David Hasselhoff gat ekki stillt sig um
að smella kossi á eiginkonuna Pamelu í haustsólinni í Cannes. Hasselhoff
er þar til að kynna nýja þáttaröð sína, Aka Picasso.
Enn flækjast ástar-
málin Elvisardóttur
Maður verður nú bara ruglaður
á því að pæla í ástarmálum Lizu
Marie Evisardóttur Presley. Hún
ku núna vera byrjuö með tónlistar-
manninum John Oszajca.
Fregnir herma hins vegar að
hún haii nýlega aflýst fyrirhuguðu
brúðkaupi sínu og lífvarðarins
Lúkes Watsons og farið síðan að
vera með fyrrum eiginmanni sín-
um, Danny Keough.
Móðir Johns segir að Liza og
sonur hennar séu búin að vera
saman frá því snemma á þessu ári.
„Þau eru afskaplega ástfangin,"
segir mamma. Hún er meira að
segja búin að hitta stúlkuna.
„John kom með hana til Hawaii
og við áttum nokkra frídaga sam-
an. Hún er yndisleg stúlka, mjög
jarðbundin. Þau eru fallegt par og
hamingjusamt," segir mamma
gamla.
Kunnugir segja að ekki sé útilok-
að að skötuhjúin gangi í hjónaband
áður en langt um líður.
Breski kvikmyndaleikarinn og
sjarmörinn Roger Moore ver nú
öllum stunduð
við sjúkrabeð
elskunnar sinn-
ar, hinnar
sænsku Christ-
inu. Hún varð
fyrir þyí óláni
að drukkinn
ökumaður ók á
hana fyrir utan
diskótek eitt í París. „Ekkert er
mikilvægara en að Christinu
batni,“ sagði Roger í viðtali við
blaðamann sænska blaðsins
Aftonbladet.
Hinrik franski
sýnir snilldina
Hinrik drottningarmaður í
Danmörku er þekktur áhugamað-
ur um matar-
gerðarlist og
fylgist af áhuga
með starfi kokk-
anna í höllu
drottningar.
Færri vita hins
vegar að prins-
inn er sjálfur
listakokkur
mikill. Reyndar
svo mikill að í októberlok kemur
út í Danmörku bók með bestu
uppskriftunum hans. Bókin mun
heita því ágæta nafni Ekki alltaf
gæsalifúr.
Roger situr hjá
elskunni sinni
Ekki alltaf gaman hjá gamanleikara:
mry r.r.i
»$ 1 •-' H -• ‘w v
550 5000.
Uf: v*** *♦#>* Mi 4* * 4 •>*.## 'Jk %
*• • •*• m
t r ,„#> \ * 3* •# k , » : ■ # IiHM'
Skilatími:
Pantanir og vinnsluauglýsingar þurfa að
66 ó berast fyrir kl. 16 á fimmtudögum en tilbúnar
auglýsingar fyrir kl. 14 á föstudögum.
V'rgf» aú.fw ar Antt<
Netfang: auglysingar@ff.is
Bond reddar
ekki prinsinum
James Bond kann að vera
njósnari hennar hátignar Breta-
drottningar en hann ætlar nú
samt ekki að koma fjárvana sjón-
varpsframleiðslufyrirtæki sonar
hennar til bjargar.
Þannig var að Játvarður prins
hafði mikinn áhuga á að gera
sjónvarpsþáttaröð um líf Bonds
áður en hann varð ofumjósnari
númer 007. Þannig ætlaði prins-
inn að bjarga fyrirtæki sínu úr
ljárhagskröggum. Hann gerði sér
meira að segja ferð til Hollywood
og lagði áform sín fram við Bar-
böru Broccoli, fulltrúa rétthafa of-
urhetjunnar. Barbara lét ekki
sannfærast og því fór Játvarður
tómhentur heim.
Carrey dapur
vegna ástleysis
Það er ekki alltaf gaman að vera
gamanleikari í Hollywood. Það segir
að minnsta kosti sprellikarlinn Jim
Carrey. En það er ekki bara vinnan
sem þyngir lund hans þessa dagana
heldur einkalífið. Bæði hjónabönd
Carreys hafa misheppnast og sem
stendur er hann piparsveinn.
Það er nú eiginlega aðallega það
sem íþyngir honum. Það vantar
nefnilega ást í líf hans. „Það er
engin sérstök manneskja í lífi mínu
og það gengur nærri mér,“ segir
Carrey í opinskáu viðtali tímaritið
Vanity Fair.
Honum gengur að minnsta kosti
vel í vinnunni. Margir spá því að
Carrey, sem er 37 ára, fái óskarinn
fyrir leik sinn í myndinni Man on
the Moon. Sjálfur er hann alls ekki
viss um að hann hreppi óskarinn.
Hann segir líka að það skipti ekki
svo miklu máli.
LifimdiJctzz íhvöldl
KLAUSTRID
ANNO MCMXCIX
Veitinga- og skenitistaðurinn KLiustrið
Klapparstíg 26 • Sími 552 6022
Jim Carrey var glaður þegar hann
tók við Golden Globe-verðlaunun-
um. Símamynd Reuter
„Það er líklega stórkostlegt að fá
óskar. En mér geðjast ekki að
hugmyndinni um að þuifa að
smjaðra fyrir mörgu fólki og breyta
sjálfum mér til þess að ég þyki
verðugur verðlauna," segir Carrey.
Reyndar kom það mörgum á
óvart að Carrey skyldi ekki verða
útnefndur til óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í myndinni Truman Show
sem hann fékk Golden Globe-
verðlaunin fyrir. Og ýmsir
fullyrtu að hann hefði verið
vonsvikinn. En hann kom
samt á óskarsverðlauna-
hátíðina. Það var til að
afhenda verðlaun. Hann gat
að minnsta kostið huggað sig
við að hann fékk að vera
með.
Kvikmyndaleikarinn, sem
meðal annars er þekktur fyrir
leik sinn í myndunum Ace
Ventura: Pet Detective, The
Mask, Dumb & Dumber og
Liar, getur eiginlega hugsað
sér að segja alveg skilið við
skemmtanabransann.
„Ég gæti alveg hætt á
morgun. Ég er búinn að fá
nóg. Fólk í þessum bransa er
svo sjálfselskt og stundum
verður mér óglatt af því
hvemig ég er sjálfur,"
viðurkennir Carrey.