Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 33
H>"V FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 37 Nan Goldin. Sjálfsmynd. Sjálfsævisögu- leg dagbók í ljósmyndum í Listasafni íslands stendur yfir sýning á ljósmyndum eftir Nan Goldin. Þetta er sýning sem farið hefur sigurfor um heiminn á und- anfórnum árrnn. Ljósmyndir Gold- in eiga það allar sammerkt að vera sprottnar af hennar persónulegu reynslu. Þær mynda eins konar sjálfsævisögulega dagbók sem spannar tvo áratugi. Flestar sýna myndimar nána vini hennar eða samstarfsfólk, auk þess sem hún hefur gert mikinn fjölda sjálfs- mynda. Myndirnar bera því vitni að Nan Goldin ~ “ hefur gist und- SV1111123 f irheima stór-______________ borganna og margir úr vinahópi hennar hafa gengið í berhögg við viðteknar hugmyndir um kynhegð- un og sjálfsímynd kynjanna, auk þess sem margir hafa augljóslega glímt við sjúkdóma, eins og eitur- lyfjafikn og eyðni. Auk ljósmyndanna er mynd- bandsútgáfa af kvikmyndinni I’ll Be Your Mirror sýnd daglega f fyr- irlestrasal Listasafsins á meðan á sýningunni stendur. Kvikmyndin hefur hlotið tvenn alþjóðleg kvik- myndaverðlaun og verið sýnd á kvikmyndahátíðum og listasöfnum víðs vegar um heiminn. Myndin er 50 mínútna löng og lýsir starfsferli Nan Goldin með viðtölum, heim- ildarmyndabrotum og ljós- myndainnskotum. Guðbergur Bergsson les upp úr Suðrinu eftir Jorge Luis Borges á Súfist- anum í kvöld. Upplestur á Súfistanum Mál og menning og Forlagið standa í haust, sem fyrr, að kvöldupplestrum á Súfistanum, Laugavegi 18. Upplestrar þessir hafa notið vinsælda undanfarin ár. Þar eru kynntar útgáfubækur ársins, höfundar lesa úr eigin verkum og boðið er upp á lifandi tónlist og bók- menntalega umfjöllun og nálgun af ýmsum toga. Fyrsti upplesturinn er í kvöld þar-------- “ sem lesið Bókmenntir verður ur_______________ eftirtöldum, nýútkomnum heimsbók- menntum. Þær eru: Meistari Jim eft- ir Joseph Coiu-ad. Atli Magnússon les úr þýðingu sinni. Silki eftir Al- essandro Barrico, Kristján B. Jónas- son les úr þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. Skuggar á grasi eftir Karen Blixen, Gunnlaugur R. Jóns- son les úr þýðingu sinni. Suðrið eft- ir Jorge Luis Borges. Guðbergur Bergsson les úr þýðingu sinni. Ene- asarkviða eftir Virgil. Hjalti Rögn- valdsson les úr þýðingu Haúks Hannessonar. Dagskráin hefst kl. 20. Bókakaffi í Gunnarshúsi Síung, félag bamabókahöfunda og íslandsdeild IBBY, Böm og bæk- ur, standa fyrir bókakaffi í Gunn- arshúsi í kvöld kl. 20.30. Kynntar verða tilnefningar frá íslandi til H.C. Andersen-verðlaunanna árið 2000 og einnig tilnefhingar á heið- urslista IBBY-samtakanna fyrir árið 2000. Anna Heiða Pálsdóttir, bók- menntafræðingur flytur fyrirlestur um norrænar goðsagnir í bamabók- menntum. Dansleikhús með Ekka í Tjarnarbíói: Um síðustu helgi framsýndi Dansleikhús með Ekka sýninguna Ber i Tjarnabíói og í kvöld er þriðja sýningin á verkinu, en sýning þessi er samin af listflokknum með ein- elti í huga. Listrænn stjómandi sýn- Dansarar eru allir unglr að árum en með mikla reynslu að baki. ingarinnar er Ámi Pétur Guðjóns- son. Ber er fimmta sýningin sem Dansleikhús með Ekka setur upp, en það var stofnað 1995 af fjóram listanemum, öllum við nám erlend- is. Þær era Aino Freyja Járvela, Karen Mar-____________________ £, Jðt“, Skemmtanir ÓmEU'sdótt- ir og Kolbrún Anna Bjömsdóttir. Allar útskrifuðust þær svo 1998 og eru starfandi listamenn á íslandi og erlendis. Dansleikhús, eða „physical theatre", er þekkt listform erlendis en er tiltölulega nýtt á íslandi og er Dansleikhús með Ekka fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi. Meðlimir hópsins eru á aldrinum 24-27 ára, en þrátt fyrir ungan aldur era þeir allir þrautreyndir listamenn. Leikendur og dansarar í Ber era: Aino Freyja Jarvelá, Ema Ómars- dóttir, Friðrik Friðriksson, Guö- mundur Elías Knudsen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Karen María Jóns- dóttir, Kolbrún Anna Bjömsdóttir og Richard Kolnby. Tónlistarstjóri er Frank Pay. Lokasýning á Ber er á laugardagskvöld. Kólnar í veðri Fremur hæg vestlæg átt, en norð- vestan 8-10 norðvestantil. Viðast létt- skýjað sunnan- og austanlands en Veðríð í dag skúrir eða slydduél norðvestantil og undir kvöld einnig norðaustantil með norðvestan 8-13 m/s. Kólnar í veðri. Höfuðborgarsvæðið: Vestan og norðvestan 5-8 og smá skúrir í fyrstu en léttir síðan til. Norðaust- lægari í nótt. Hiti 2 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.38 Sólarupprás á morgun: 07.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.17 Árdegisflóð á morgim: 05.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 4 Bergstadir skýjaö 4 Bolungarvík haglél 2 Egilsstaðir -1 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 2 Keflavíkurflv. skúr á síö. kls. 4 Raufarhöfn skýjaö 1 Reykjavík hálfskýjaö 4 Stórhöföi skúr 5 Bergen rign. á síð. kls. 8 Helsinki súld 13 Kaupmhöfn léttskýjaö 7 Ósló léttskýjaö 0 Stokkhólmur 6 Þórshöfn hálfskýjað 7 Þrándheimur léttskýjaö 2 Algarve hálfskýjað 19 Amsterdam skýjað 10 Barcelona heiöskírt 13 Berlín þokumóöa 8 Chicago léttskýjaö 9 Dublin rigning 10 Halifax heiöskírt 6 Frankfurt skýjaö 8 Hamborg lágþokublettir 6 Jan Mayen rigning 5 London skýjaö 7 Lúxemborg þokumóöa 4 Mallorca léttskýjaö 12 Montreal heiöskírt 0 Narssarssuaq heiöskírt -2 New York heiöskírt 8 Orlando alskýjaö 23 París Róm lágþokublettir 3 Vín skýjaö 9 Washington heiöskírt 7 Winnipeg þoka 3 Varist steinkast Þjóðvegir eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi, en víða eru vegavinnuflokkar að störfum. Þar sem lok- ið hefur verið við að setja á nýtt slitlag myndast yf- irleitt steinkast og era þær leiðir sérstaklega merktar. Bílstjórar ættu því að hægja ferðina þar sé þeim annt um bíl sinn. Færð á hálendisvegum hef- Færð á vegum ur spillst að einhverju leyti og era flestar leiðir að- eins færar fjallabilum og einstaka leiðir orðnara ófærar, þó era leiðir opnar öllum bílum, má þar nefna leiðina í Landmannalaugar, Djúpavatnsleið og Uxahryggi. Ástand vega 4*- Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka Q} Ótært |3 Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært © Fært fjallabtlum Ástþór Ástþór Óskar heitir litli dreng- urinn á myndinni með bróður sínum Kristjáni, fjögurra ára. Bara dagsins Óskar Hann fæddist á fæðingardeild Landspítalans 3. júní síðastliðinn kl. 20.42. Hann var viö fæðingu 3830 grömm og 51,5 sentímetrar. Foreldrar bræðranna era Guðrún Ástþórsdóttir og Ingólfúr Krist- jánsson. Stephen Moyer leikur prinsinn sem bjargar heiðri konungs og prinsessu. Prins Vabant Saga-bíó sýnir Prins Valíant sem gerð er eftir þekktri persónu úr teiknimyndaheiminum og hafa nokkrar bækur um kappann verið gefnar út á íslensku. Sögusviöið er England á miðöldum og nánar tiltekið hirðin hjá Artúr konungi þar sem riddarar hringborösins eru í hávegum hafðir. Valíant er ekki einn af ridduranum í upp- hafi heldur aðstoðarmað- ur Sir Gawain sem ///////// Kvikmyndir felldur er af Prince Arn of Ord. Eftir fall húsbónda síns fær Valíant tækifæri til að bjarga heiðri húsbónda síns. Hann klæðist brynju, gerir sig óþekkjanlegan og heyr einvígi við Am. Um leið og sigurinn virðist í höfn ráðast víkingar undir for- ystu Thagnars inn í höllina og stela sverðinu Excalibur. í hlut- verki Valíants er óþekktur leik- ari, Stephen Moyer, Auk hans leika í myndinni Katherine Heigl, Thomas Kretschmann, Edward Fox, Udo Kier, Ron Perlman og Joanna Lumley. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: American Pie Saga-bíó: Prins Valíant Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabíó: Dóttir foringjans Háskólabíó: Ungfrúin góða og Húsið Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Lína langsokkur 2 Regnboginn: Drepum frú Tingle Stjörnubíó: Little City Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ 07. 10. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,790 71,150 72,410 Pund 117,180 117,780 119,320 Kan. dollar 48,190 48,490 49,450 Dönsk kr. 10,2000 10,2560 10,2100 Norsk kr 9,1680 9,2190 9,2890 Sænsk kr. 8,6930 8,7410 8,7990 Fi. mark 12,7509 12,8275 12,7663 Fra. franki 11,5577 11,6271 11,5716 Belg. franki 1,8794 1,8907 1,8816 Sviss. franki 47,5800 47,8500 47,3400 Holl. gyllini 34,4026 34,6093 34,4441 Þýskt mark 38,7628 38,9957 38,8096 ÍL lira 0,039150 0,03939 0,039200 Austsch. 5,5096 5,5427 5,5163 Port escudo 0,3782 0,3804 0,3786 Spá. peseti 0,4556 0,4584 0,4562 Jap.yen 0,657100 0,66100 0,681600 írsktpund 96,263 96,841 96,379 SDR 98,040000 98,63000 99,940000 ECU 75,8100 76,2700 75,9000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.