Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Það er þér að kenna Nú eru síðustu forvöð fyrir áhugafólk um verndun Eyjabakka að reyna að hafa þau áhrif á þingmenn, að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat, sem þýðir, að umhverfisþættir orkuversins verði metnir á sama hátt og um nýskipulagða virkjun væri að ræða. Auðvitað er umhverfissinnum sjálfum að kenna, ef þeir beita ekki öllum tiltækum ráðum til að hafa áhrif á þingmenn kjördæmis síns eða flokks síns. Þótt þingmenn séu hallir undir flokksaga, þykir þeim samt óþægilegt að troða illsakir við kjósendur og samflokksmenn. Ljóst er, að ríkisstjórnin ætlar að knýja virkjunina í gegn á Alþingi með einfaldasta hætti. Iðnaðarráðherra hyggst leggja fram einfalda þingsályktunartillögu um málið og láta hana fara til skoðunar í iðnaðarnefnd en ekki í umhverfisnefnd, þar sem fyrirstaða er meiri. Með þessari tæknilegu brellu er ráðherrann í leiðinni að segja kjósendum, að deilumálið um Eyjabakka sé iðn- aðarmál, en ekki umhverfismál. Það segir auðvitað meira um ráðherrann og stuðningsmenn hans á Alþingi en sagt hefur verið í löngu máli í fjölmiðlum. Meirihluti ríkisstjórnarinnar er svo mikill, að hún hef- ur efni á að eitt og eitt þingmannsatkvæði kvarnist úr kantinum, þegar þingsályktunartillagan verður afgreidd. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka ábyrgð á málinu til jafns við Framsóknarflokkinn, sem forustuna hefur haft. Þegar hefur komið fram í stefnuræðu forsætisráð- herra, að hann telur umhverfissinna vera öfgamenn. Úr sögunni er því draumur margra sjálfstæðismanna, að hann mundi einhvers staðar í ferli málsins segja við iðn- aðarráðherra sinn: Svona gerir maður ekki. Ef umhverfissinnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks sauma nú ekki svo um munar að þingmönnum kjördæma sinna, verður ekkert lögformlegt umhverfis- mat. Þar með færist víglínan frá umhverfismatinu að virkjuninni sjálfri, því að stríðið heldur áfram. Austfirzkir umhverfissinnar leika lykilhlutverk í þeirri stöðu. Þeir hafa sýnt fram á og geta haldið áfram að sýna fram á, að áhugi á umhverfismálum sé ekkert einkamál þeirra íslendinga sem búa utan keisaradæmis öfgasinnaðasta umhverfisóvinar ríkisstjórnarinnar. Einnig er brýnt, að umhverfissinnar beini athygli sinni í meira mæli að norska ríkisfyrirtækinu Norsk Hydro, sem þykist vera umhverfisvænt heima fyrir, en stuðlar hér að umhverflsspjöllum með því að setja tíma- þrýsting á viðmælendur sína í Landsvirkjun. Meðan eitt ráðuneytið í Noregi kostar það tölublað Arctic Bulletin hjá World Wildlife Fund, sem snýst að mestu um verndun Eyjabakka, þá er annað ráðuneyti að leyfa ríkisfyrirtæki að stunda þau umhverflsspjöll á ís- landi, sem því er bannað að stunda í Noregi. Framferði Norsk Hydro hlýtur að verða viðkvæmt hjá Norðmönnum, ef þeir átta sig á, hvað er að gerast í nafni Noregs. Því er augljóst, að beina þarf meiri athygli þeirra að málinu, til dæmis með mótmælaaðgerðum í Osló hjá viðkomandi ráðuneyti og hjá Norsk Hydro. Hvort sem um er að ræða þrýsting á innlenda stjórn- málamenn eða virkjun almenningsálits í Noregi gegn áformum Norsk Hydro, þá er málið í höndum fólksins sjálfs. Annaðhvort lætur það rikisstjórnarflokkana valta yfir sig eða það tekur til hendinni. Ef vilji meirihluta þjóðarinnar verður hunzaður í máli þessu, er það sofandahætti meirihluta þjóðarinnar að kenna, en ekki bara Finni, Halldóri og Siv. Jónas Kristjánsson Verkfallsdögum fækkar. í stað verkfalls taka menn veikindadaga, veikindi eru orðin meginform félagslegrar upp- reisnar samfélagsins, segir m.a. í grein Ármanns í dag. - Frá verkfallsátökum liðins tíma. Hin óvirka andstaða Fólk mætir ekki að mótmæla þegar ís- land ákveöur að taka þátt í árásarstríði í fyrsta sinn en það treystir sér til að hafa skoðun á því hvort byggt sé hér eða þar eða af hverj- um. Nú hefur bróðurpart- ur þjóðarinnar ákveðið að styðja umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Málið er svo vinsælt að Samfylkingin gæti jafnvel tekið upp á að hafa skoðun á því. En hvað er umhverfismat? Það „ Virk andstaða er sjaldgæf á ís- landi nútímans og raunar geta mál verið heit lengi án þess að þorri manna taki skýra afstöðu. Á hinn bóginn lifír hin óvirka andstaða góðu lífi, sú sem felst í að leiða hjá sér kerfíð og flokkana og lesa aðeins íþrótta■ síður blaðanna Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Verkfallsdögum hef- ur fækkað verulega í Evrópu síðustu ára- tugi en veikindadög- um fjölgað sem því nemur. Fólk er hætt að fara í verkfall, þess í stað liggur það veikt heima. Veikindi eru orðin meginform fé- lagslegrar uppreisnar í samfélagi nútímans. Trú manna á mátt félagasamtaka fer síminnkandi. Verkfóll þekkjast varla lengur, þess í stað segja menn upp. Verkfoll krefjast funda, verkfallsvörslu og samningaviðræðna. Hópuppsagnir eru annað, þá hætta menn einfaldlega, hver fer til síns heima og mót- mælir í hljóði. Upp- sagnir minna því fremur á sjálfsmorð en bardaga. En þar að auki hef- ur jafnvel borið á því að i stað verkfalls taki menn veikindadaga. Verði veikir i mót- mælaskyni. Þá nær hin óvirka andstaða hámarki. Á undanhaldi Það fer ekki fram hjá neinum að mótmælafundir og mótmælagöng- ur eru á undanhaldi í vestrænum samfélögum. Það merkir ekki að ánægja með samfélagið fari vax- andi eða að þjóðarsátt ríki. Ekki virðist erfitt að safna undirskrift- um til mótmæla, sérstaklega ef málið er nógu léttvægt, t.d. hvað gera eigi við eina eða tvær lóðir. sem í nafninu felst, rannsókn og mat á umhverfisáhrifum. Nánast ópólitískt mál Þeir sem fylgja umhverfismati eru ekki endilega að lýsa yfir skoðun á þvi hvort virkja skuli á hálendinu. Þvert á móti er málinu vísað til hóps sérfræðinga til mats. Hinn mikli stuðningur við um- hverfismat er dæmigerður fyrir nútímann, ákvörðun er frestað og visað til annarra. Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort eigi að virkja eða ekki. Eins og flest hitamál í samtíð- inni er virkjunarmálið nánast ópólitískt. Ekki virðast stjórn- málaflokkarnir hafa stefnu í mál- inu nema Vinstri-grænir. í staðinn hefur hver sína stefnu og þannig þurfa flokkarnir ekki að móðga neinn. Pólamir í málinu virðast vera annars vegar Ómar Ragnars- son auk bæjarfulltrúa og þing- manns sem báðir heita Ólafur, hins vegar austfirskir sveitar- stjórnarmenn sem hamast við að breyta málinu í hið sívinsæla stríð milli höfuðborgar og landsbyggð- ar. Andóf nútímans Almenningur lætur sér nægja að vilja mat og segja ekki ég. Það er því ljóst að ríkistjórnin mun geta skákað í skjóli þess að and- staða við virkjun verði líklega mikil en alveg örugglega ekki mjög virk. Virk andstaða er sjaldgæf á ís- landi nútímans og raunar geta mál verið heit lengi án þess að þorri manna taki skýra afstöðu. Á hinn bóginn lifir hin óvirka andstaða góðu lífl, sú sem felst í að leiða hjá sér kerfið og flokk-, ana og lesa aðeins íþróttasíður blaðanna. Andóf nútímans felst ekki í að hafa róttæka stefnu sem gengur þvert á hið ríkjandi samfélags- ástand heldur í skeytingarleysi um hið ríkjandi ástand. Fólk mót- mælir ekki með því að rísa gegn forystumönnun sínum heldur hefnir það sín á þeim með því að gleyma nöfnunum á þeim. Ármann Jakobsson Skoðanir annarra Fjármálaráðherra á réttri leið „Það kemur í sumum tilvikum betur út að vera einstætt foreldri og fá bamabætur og vaxtabætur en að vera í hjónabandi. Það borgar sig heldur ekki að annar makinn sé heima og sinni börnum og buru. Millifærsla að fullu hvetur til þess að börnum sé sinnt heima. Það er miklu einfaldara að fara þessa leið en að fara að borga foreldri i beinhörðum pen- ingum fyrir að vera heima. Fjármálaráðherra er því á réttri leið. Hann er að gera skattkerfið hlutlaust gagnvart verkaskiptingu hjóna. Ég vona að hann haldi áfram á þessari braut og að mönnum verði ekki lengur mismunað eftir því hvort þeir vinna á sjó eða landi, kaupi bil eða flugvél, smiði ál eða mál, eða þá veiði þorsk eða lax.“ Guömundur Magnússon prófessor í Mbl. 6. okt. „Margfætlur“ í forsvari „Almennt er ætlast til þess að stjórnendur séu „margfætlur" og sem eigi að kunna allt. Stjómendur era þó jafn takmarkaðir og allir hinir í hlutverkum sínum. Það er ekki svo að ákveðin hlutverk myndi betri grunn fyrir stjórnendur en önnur. Stjórnendur verða að læra hver réttu hlutverkin eru og hvar og hvenær þeir eiga að gegna þeim. Hluti af þessu er að átta sig á hlutverkum annarra og leyfa þeim að njóta sín í þeim. Þannig séð fjallar hópvinna um að nýta sér styrkleika fólksins sem best.“ Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Gallup, í pistli sínum í Viðskiptablaðinu 6. sept. Púkkað undir hlutabréfin „Ört vaxandi fasteignaverð og langvarandi og ótrúleg hækkun á hlutabréfamarkaði er sú blaðra sem hefur meira þanþol en spökustu hagvaxtarsinn- ar hafa þorað að spá fyrir um. En þar er verðbólgan á fullri ferð og sér hvergi fyrir endann á hvílíkúm hæðum hún kann að ná áður en leiöin liggur aðeins niður á við ... Slegin eru lán á lágum vöxtum til aö kaupa bréfin, sem aukast að sýndarverðgildi þar til engir kaupendur hafa lengur efni á að leggja pen- inga í púkkið og keðjubréfin missa aðdráttaraflið ... Er nú svo komið að jafnvel æðsti maður íslenskra efnahagsmála er farinn að óttast um góðæri verð- bréfamarkaða og þeirra sem þar braska." Oddur Ólafsson blm. í Degi 6. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.