Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 4 frettir Sex mál í lögreglurannsókn vegna framhjálöndunar: Pukrast í skjóli myrkurs - segir Þóröur Ásgeirsson fiskistofustjóri „Menn hafa verið að pukrast með þetta í skjóli myrkurs um hánótt,“ segir Þórður Ásgeirsson fiski- stofustjóri um hinn mikla ágreining sem verið hefur á miili Fiskistofu og sjó- manna á Suðurnesjum um hvort sjómenn séu að landa fiski fram hjá vigt eða ekki. Eins og DV hefur greint frá segjast sjómenn einungis vera að taka sér í soðið. Fiskistofa segir hins vegar að um framhjálöndun sé að ræða. Sjö mál af þessu tagi hafa komið upp á Suðurnesjum að undan- fornu, að sögn Gísla Rúnars Gísla- sonar, lögmanns Fiskistofu. Sex af þeim eru í lögreglumeðferð, sem ekki er lokið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um kæru í sjöunda málinu sem mun vera minnst umfangs. Þrír bátar hafa verið sviptir veiðileyfi vegna fjög- urra af þessum mál- um. Einn aðilinn kærði sviptinguna til sjávaútvegsráðuneyt- isins, en ráðuneytið staðfesti hana. Gefi yfirstandandi lögreglurann- sókn tilefni til ákæru geta viðkomandi átt á hættu að verða dæmdir í sektargreiðsl- ur. Lágmarkssektir sam- kvæmt lögum eru 400 þúsund krónur. Þórður Ásgeirs- son fiskistofu- stjóri. SJómenn n Suðumesjum ævaroíðir: Handteknir fyrir að taka sér fisk í soðið DV hefur sagt frá ágreiningi sjómanna á Suður- nesjum og Fiskistofu. Blaðið ræddi m.a. við út- gerðarmann sem sviptur hafði verið veiðileyfi. Þórður fiskistofustjóri sagði, að ofangreind mál snúist um að menn hafi tek- ið upp á því að flaka fisk um borð í bátunum og lauma honum síðan í land í plast- pokum, fram hjá vigt. Með flökuninni kæmu þeir meira magni í land. „Þeir bera því við að þetta sé ætlað til eigin neyslu," sagði Þórður. „Það þykir ekki líklegt að menn séu að taka einhver hund- ruð kíló með sér af flökum til eigin neyslu, sérstaklega ekki ef það er þorskur, því menn borða hann miklu minna en ýsu.“ -JSS Þorgeir Ástvaldsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Óskar Jónasson, Snorri Már Skúlason, Gunnar Smári Egilsson og Valdimar Svavarsson. Á myndina vantar Pétur Blöndal og Össur Skarphéðinsson. Morgunsjónvarp Stöövar 2 og Bylgjunnar: Morgunútvarp í beinni Á mánudaginn kl. 7 hefjast út- sendingar á morgunsjónvarpi Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar. Sent verður út á báðum rásum og verður þátturinn hefðbundið morgunútvarp í bland við ítarlega fréttatíma sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar sér um. „Þorgeir Ástvaldsson verður á ferðinni og við Guðrún Gunnars- dóttir í myndveri," segir Snorri Már Skúlason, einn umsjónarmanna morgunsjónvarpsins. Auk þessara þriggja koma Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal til með að rífast um pólitík annan hvem fóstudag, Gunnar Smári Eg- ilsson blaðamaður rýnir í samfélagið á móti þeim, Óskar Jónasson gagn- rýnir biómyndir og Súsanna Svav- arsdóttir bókmenntir. Svo verður morgunsjónvarpið samfélagsvænt og fær til sín bamalækni á þriðjudögum sem veitir áhorfendum góð ráð. „Hugmyndin er að fólk geti vakn- að við Bylgjuna og ef það hefur áhuga þá getur það fylgst með okk- ur í sjónvarpinu en þegar það fer á bílnum í vinnuna munum við auð- vitað fylgja því i útvarpinu," útskýrir Snorri Már og bætir því við að þeir sem hlustað hafi á morg- unútvarp Bylgjunnar viti að þáttur- inn byggist upp á viðtölum og um- ræðum um allt sem máli skiptir. Fingrafararannsóknin: Dómgreind- arleysi - segir formaður VMSÍ „Það getur vel verið að þetta stand- ist ekki fyrir lögum en þetta snýst ein- faldlega um dómgreind og ég tel þetta vera dómgreindarleysi hjá þessum mönnum,“ segir Bjöm Grétar Sveins- son, formaður VMSÍ, um aðgerðir lög- reglunnar í Neskaupstað þegar hún tók fíngrafór af um helmingi starfs- manna Síldarvinnslunnar. Eins og DV greindi frá í gær hefur lögreglan tekið fingrafór af hátt í fjörutíu starfsmönnum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í þágu rannsóknar á innbroti í fyrir- tækið fyrir nokkrum vikum. Er hér um ræða hátt í helming starfs- manna fyrirtækisins á ölium stigum þess. Hefur þetta verið gert til að úti- loka þá sem hreyfðu gler þegar inn- brotsþjófamir komu inn. „Þetta er bara gjörsamlega út í hött án þess að ræða við verkalýðsfélagið og annað út af þessu og að mínu mati alveg ótrúlegt. Þetta era einhverjar nú- tímaaðferðir sem ég hef ekki séð enn þá í sambandi við innbrot. Ég hef aldrei heyrt um slíkt áður. Svona sam- skipti á milli fyrirtækis og launþega era einhverjar nútímaaðferðir sem ég held að við þurfum að kíkja á,“ segir Bjöm Grétar -hdm Enn ódýrari umfelgun Það er hægt að fá ódýrari umfelgun en fyrir 3000 krónur á höfúðborgar- svæðinu. Könnun sem Samkeppnis- stofnun gerði meðal dekkjaverkstæða og DV sagði frá sl. fimmtudag leiddi í ljós að ódýrasta umfelgunin væri á því verði en framkvæmdastjórar tveggja annarra fyrirtækja, sem ekki vora með í könnuninni, höfðu samband og sögðu verðið vera lægra hjá sér. Guðni Gunnarsson í Bilkó á Smiðju- vegi 36 segir sitt fyrirtæki hafa boðið óbreytt verð í nokkur misseri, eða 2.750 krónur, og Sigmar Sigurðsson hjá Hverdekkjum í Jafharseli 6 í Efra- Breiðholti segir sitt fyrirtæki sömu- leiðis hafa boðið óbreytt verð í nokkur ár, eða 2.800 krónur. -GAR Lögreglan fann jeppann Lögreglan í Reykjavík hafði sam- band við blaðið vegna fféttar í gær um að Toyotu Landcraiser hafi verið stolið á Njálsgötu á mánudag. Lögregl- an fann jeppann óskemmdan í Árbæ kl. 10.26 á fimmtudagsmorgun. Var eig- anda strax gert viðvart og jeppinn af- hentur honum. Lögreglan er því ekki eins máttlaus og eigandinn gaf í skyn. Björn Grétar Sveinsson Þröstur hættir Fréttamaðurinn Þröstur Emilsson hefur verið færður til innan fréttastofu Sjónvarpsins. Hann hefur verið sleginn af sem þingfréttaritari og Helgi E. Helgason frétta- maður settur í hans stað. Nokkur undrun í þinginu vegna þessa. Fyrir Þröst þýðir þetta launa- lækkun sem hann mun ekki ætla að una. Hann er sagður vera að hætta á Sjónvarpinu saddur starfsdaga eftir 15 ára starf... Útvalinn Starf forstöðumanns Félags- þjónustunnar í Hafnarfirði hef- ur verið auglýst laust til um- sóknar. Sem kunnugt er voru Marta Berg- mann félags- málastjóri og Einar Ingi Magnússon að- stoðarfélags- málastjóri lát- in fjúka með látum. Marta lætur ekki deigan síga og mun nú hafa sótt um starfið aftur. Hún mun hins vegar ekki eiga mikla von. Lítill fugl hvíslar að það sé þegar búið að eymamerkja það öðrum. Sá útvaldi heiti Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur. Hann starfaði með Árna Þór Hilm- arssyni á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Svo vill til að Árni Þór er nú framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsmálasviðs Hafnaifjarðar. Menn bíða spenntir ... Vilja Skjá einn Eftir að Fíárfestingarbanki at- vinnulífsins keypti hlut í Vöku- Helgafelli var upplýst að fyrir- tækið hygðist [ hasla sér völl á sviði fjölmiðlun- ar. Ólafur Ragn- arsson forstjóri og félagar vora sagðir hyggja á stofnun dag- blaðs eða tima- rits. Nú herma heimildar- menn Sandkorns að fyrirtækið vilji ganga inn i sjónvarpsstöðina Skjá einn með ráðandi eignaraðild i huga en hverfa frá hugmyndum um blað eða timarit... Sálfræðingar á tali Sjálfstæðismennirnir Eyþór Arnalds og Guðrún Péturs- dóttir í fræðsluráði sækja nú harkalega að sjálfri Fræðslu- miðstöð sem þau vilja láta leysa upp að miklu leyti. Þykir þeim sem reksturinn sé í hinum mesta ólestri hvað vinnuskipu- lag varðar. Sagnir herma að 20 sálfræðingar miðstöðvar- innar sem ætlað er að hlúa að sálarlífi grunnskólabarna séu mest á innbyrðis fundum en minnst úti í skólunum. Þannig yrði talinn ótvíræöur kostur að færa sálfræðingana og fleiri þætti út í skólana. Tfl viðbótar fengist aukið skólahúsnæði í borginni með því að gamli mið- bæjarskólinn losnaði... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.