Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 25
JLlV LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
Stefán Jón Hafstein fjölmiðlamaður, stangaveiðigarpur og sjarmatröll er sá
karlmaður sem þjóðin vill helst fá upp í til sín. Stefán virðist oft svo nálæg-
ur þegar kímnisglampinn í augunum og skeggið fylla út í skjáinn að ekki er
að undra þótt konur dreymi. Stefán hljómar eins og hann hafi vit á öllu og
staðfestir þannig hve kynþokki er nátengdur gáfum. Svo er hann gríðariega
fingraiipur eftir áralangar æfingar f fluguhnýtingum og slíka mýkt kunna
konur að meta.
Þessar karlar eru líka
Sigmundur Ernir Rúnarsson les
fréttir af slíkum þokka og norð-
lenskum hreim að hann fer í eitt af
efstu sætunum. Svo yrkir hann Ijóð
og eignast börn af meira kappi en
aðrir. Þetta svínvirkar auðvitað.
Svona menn vilja margar konur.
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson er með-
al sjarmatrölla sem hvað flest ís-
lensk fljóð dreymir um. Kannski er
það breiða hvíta brosið? Kannski
eru það ólíkindalegar og Ijóðrænar
spurningar hans. Sennilega dregur
lengst þessi einlægi áhugi sem
maðurinn virðist hafa á öllu milli
himins og jarðar. Líka konum.
kynþokkafullir:
Hilmir Snær Guðnason
Páll Óskar Hjálmtýsson
Fjölnir Þorgeirsson
Þórhallur Gunnarsson
Arnar Björnsson
Árni Mathiesen
Árni Þór Vigfússon
Björn Jörundur Friðbjörnss.
Bogi Ágústsson
Geir Sveinsson
Gísli Marteinn Baldursson
Guðjón Þórðarson
Gunnar Vigf ússon
Hinrik Ólafsson
Jóhann G. Jóhannsson
Júlíus Jónasson
Karl Garðarsson
Pálmi Gestsson
Sigurður Sveinsson
Stefán Karl Stefánsson
Svavar Örn
Valdimar Örn Flygenring
Þorgrímur Þráinsson
Þorvaldur Þorsteinsson
bæði Ólafur Ragnar Grimsson,
forseti íslands, og Dorrit Moussai-
eff komust inn á lista en hann
fékk meiri stuðning en hún.
Þokki óháður aldri
Stundum er samtími okkar
skammaður fyrir æskudýrkun í
óhófi. Ef marka má þessa kosn-
ingu fer kynþokkinn ekki að ljóma
neitt að ráði fyrr en eftir þrítugt.
Konur eiga hér heldur erfiðar upp-
dráttar en karlar, en í fljótu bragði
sýnist aðeins ein kona á listanum
vera um fimmtugt, hinar eru
yngri. Þessu er öfugt farið hjá
körlum. Þar virðist kynþokkinn
farn spinna af ncr hpra .Tnn Rnldvin
Björgvin Haildórs-
son á að hafa spurt
stúlku eitt sinn:
Veistu ekki hver ég
var? Kynþokki
hans er greinilega
ekki alveg í þátíð
því kappinn kemst
á blað.
~| Páll Skúlason fékk
atkvæði út á sinn
kynþokka og sýnir
'■ að andinn heillar
. T ’ ekki síður en efnið
V * en Páll er þekktur
'JéJ fyrir heimspekilega
nálgun frekar en
Karl Sigurbjörns-
son biskup komst á
listann yfir þá sem
dálitlum kynþokka
stafar frá. Sumar
konur virðast halda
að hann sé enginn
engill.
Ingvar Sigurðsson
er mörgum konurn
minnisstæður frá
því að hann steypti
berrassaður
stömpum á leik-
sviðinu og lék
svan. Hann skipar
greinilega ýmis
hlutverk í draumum íslenskra
kvenna sem vildu gjarnan fá hann,
með eða án fjaðrahams.
Bergþór Pálsson,
söngvari og leikari,
á greinilega upp á
pallborðið hjá
mörgum sem vilja
ólmir komast upp í
til hans. Bergþór
syngur sig ekki
bara inn í hjörtu fólks heldur hreyfir
við öðrum boðefnum líka.
IP
Sigursteinn Más-
son reyndi að upp-
| ■ lýsa Geirfinnsmálið
” <T en tókst ekki. Hann
kemst hátt á listann
því íslenskum kon-
um finnst barátta
hans fyrir töpuðum
málstað svo heillandi. Nema það
séu brúnu augun.
Það fer greinilega
skjálfti um íslensk-
ar konur þegar risa-
vaxið og blíðlegt
andlit Ragnars Stef-
ánsson birtist á
skjánum. Hann er
fulltrúi hinna þétt-
vöxnu íslensku karlmanna sem kon-
ur vilja greinilega fá að faðma að
sér.
Dúndurhjónin Jón
Baldvin Hannibals-
son og Bryndís
Schram eru bæði á
listanum svo Ijóst
er að kynþokkinn
dregur yfir hafið
langt úr vestri yfir
tímabeltin fimm
eða sex. Þau eru
hvort um sig meðal elstu einstak-
linga sem fá atkvæði. Það er valdið
sem Jón hefur sem hrífur konur
hvar sem er í heiminum en Bryndís
hefur ailtaf heillað íslenska karla,
allt frá Stundinni okkar hérna um
árið.
BO| Hér eru önnur
I dúndurhjón sem
" - \'sípjP| bæði beilla kynin
'upp úr skónum.
Ingibjörg Sólrún
AJ stjórnar borginni
*’ ■ og karlana dreymir
um að láta hana
-——1-3 stjórna sér.
Kannski ekki með harðri hendi
samt. Hjörleifur Sveinbjörnsson
þýðandi og maður hennar veit hvað
allt þýðir, meira að segja þótt það sé
á kínversku. Svona maður hlýtur að
skilja konur iíka.
Ólafur Ragnar og Karl Sigur-
björnsson vitni um það. Sem sagt:
einu sinni sexí, ávallt sexí.
páá
Þótt fullyrt sé f Fókusi að Stuðmenn séu að selja líkið af ömmu sinni á lát-
lausum hringferðum um landið er ekkert dauðyflislegt við eggslétt höfuðlag
barítonsins og erkistuðmannsins Egils Ólafssonar. Kappinn þrykkir sér
beint f annað sæti þótt hann sé kominn á fimmtugsaldurinn. Það handleikur
enginn fallusartákn hljóðnemans af sömu lipurð og Egill.
Jón Arnar Magnússon. Það að hann skyldi vera látinn keppa í spretthlaupi
við stríðalinn skagfirskan gæðing í Dagsljósi hér um árið staðfestir að í vit-
und þjóðarinnar er maðurinn alger stóðhestur. Þetta á við um kvenþjóðina
sem lætur ekki sérviskulegt litað skeggið og misjafnt gengi í tugþraut villa
sér sýn. Hann kemst alltaf í mark hjá þeim.
Baltasar Kormákur hefur sýnt styrkt taumhald um dagana og tregafullt
augnaráðið í bland við suðrænt úfið yfirbragð tryggir honum pláss í draum-
um íslenskra kvenna. Hann brokkar beint í eitt af efstu sætunum í flokki með
fréttamönnum og slfkum sjarmahaukum.