Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 26
 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 26 %/aðan ertu? W 'M' \ prófíl Sindri Páll, 24 ára sjón- varpsmaður Elfar Aðalsteinsson ólst upp austur á Eskifirði undir handarjaðri föður síns, Aðalsteins Jónssonar sem stundum er nefndur Alli rfki. Hann heitir Sindri Páll og er umsjónarmaður þáttarins Pétur og Páll á Skjá 1 ásamt Haraldi Sigurjónssyni. Þetta er frumraun hans sem sjón- varpsmanns en áður var hann starfsmaður Þjóðleikhússins, samhliða hinum ýmsu störf- um. Fullt nafn: Sindri Páll Kjartansson. Fæðingardagur og ár: 19. mars 1975. Maki: Enginn. Böm: Engin. Skemmtilegast: Að spila Play-Station með Áma. Leiðinlegast: Að leita að vélknúnu hlaupa- hjóli. Uppáhaldsmatur: Gleyméreiborgari á Vita- bamum Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Fallegasta manneskja: Pamela Anderson. Fallegasta röddin: Mín eigin. Uppáhaldslíkamshluti: Eymasneplamir. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: Andvígur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndirðu vilja eyða nótt? Marge Simpson. Uppáhaldsleikari: Steve McQueen. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Philip Glass. Sætasti stjórnmálamað- ur: Davíð Oddsson. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Pétur og Páll á Skjá 1. „Þegar ég hugsa til baka til æskuáranna þá met ég mest það frelsi og öryggi sem ég ólst upp við. í endurminningunni eru engar yf- irvofandi hættur sem steðjuðu að og við krakkamir gátum farið okk- ar fram. Lífstakturinn í þorpinu var hægur og rólegur. Þetta skil ég vel i dag þegar ég er sjálfur orðinn faðir og sé hvað börnin una sér vel í frelsinu austur á Eskifiröi og hvað foreldrarnir hafa litlar áhyggjur af þeim.“ Sá sem hér talar er Elfar Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Fiskimiða og einn þeirra fjárfesta sem höfðu hug á því að leggja fé í breska knattspymufélagið Stoke City. Fiskimið annast sölu á fiski- mjöli og lýsi og þarf varla að koma á óvart þótt Hraðfrystihús Eski- fjarðar sé einn stærsti viðskipta- vinur fyrirtækisins. Elfar fæddist árið 1971 í Reykjavík en fór þriggja vikna gamall austur á Eskifjörð þar sem hann ólst upp hjá foreldr- um sínum, Aðalsteini Jónssyni at- hafnamanni og Guðlaugu Krist- björgu Stefánsdóttur. Þó Aðal- steinn og Guðlaug séu lögformlegir foreldrar Elfars eru þau í raun og vem afi hans og amma í móðurætt. Yngsti sonur þeirra var 15 ára þeg- ar Elfar kom inn á heimilið svo hann er í rauninni að mestu leyti alinn upp sem einbimi. „Fyrir vikið voru foreldrar mín- ir nokkuð eldri en foreldrar margra annarra. Það má því kannski halda því fram að ég hafi fengið svolítið öðruvísi uppeldi. Mamma las mikið fyrir mig og söng og kenndi mér vísur og kvæði og ég fékk ákaflega ástríkt og gott uppeldi og hef sjálfsagt verið for- dekraður." Árgangurinn hélt saman Þegar Elfar var að alast upp á Eskifírði á áttunda áratugnum var fólksfjöldi í þorpinu fastari stærð en nú er en þorpið var ekki stærra en svo að í hverjum árgangi vora 12-14 krakkar sem fylgdust að í skólanum, Leiðinlegasta auglýsing- in: Ailar bílaauglýsingar. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Lost World. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Ég. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Kaffibarinn. Besta „pikk-öpp“-línan:| Þú kemur með mér. Hvað ætlar þú að verða ] þegar þú ert orðinn stór? Ég ætla að verða forsætis- ráðherra og banna tyggigúmmí á íslandi. Eitthvað að lokum: Við erum á miðvikudög- um, kl. 18.20. ljóma og voru óskaplega skemmti- legar. Seinna tóku svo aðrar útihátíðir í Atlavik við þessum sess en þær voru af allt öðru tagi. Þá voru það Stuðmenn sem voru í stjörnuhlut- verki og lítið um íþróttaiðkanir." Skrapp á sjóinn Elfar segist hafa byrjað vinna um férm- ingu fyrir kaupi en snerist á síldarplönum sem krakki þegar enn var saltað á Eskifirði og bærinn fylltist af farandverkamönnum eins og Bubba Morthens og fleiri þjóðsagnapersónum. „Ég vann í frysti- húsi, á vélaverkstæði og hér og þar á sumrin. Svo fékk ég að fara einu sinni tvo túra á Jóni Kjartanssyni undir stjórn Grétars Rögnvarssonar til grá- lúðuveiða. Hvor túr varði í 2-3 vikur og það var ákaflega dýr- mætt að fá að sjá inn í þennan heim og kynnast honum. Ég kynntist þannig atvinnulífinu sem stendur undir landsbyggðinni af eigin raun.“ Gott að koma heim Elfar fer reglulega austur á Eskifjörð, bæði starfsins vegna og eins til þess að hitta fjölskyldu sína og talar enn um EskiQörð sem „heima“. „Það er alltaf frábært að hitta fjölskylduna og mjög gott að vinda ofan af sér í rólegheitunum þarna heima. Ég vil endilega að synir mínir kynnist þeim jarðvegi sem ég og þeir era sprottnir úr og ég og Anna María, eiginkona mín, reyn- um að fara eins mikið austur með þá og við getnm og reiknum með því að þær heimsóknir verði tíðari eftir því sem þeir eldast. Eskifjörður verður alltaf í mín- um huga „heima“. -PÁÁ Seyðisfjoröur 0f' bjuggu öll á sama blettinum og léku sér því mikið saman. „Þetta var góður og skemmtilegur hópur. Við lékum lausum hala í fjör- unni, stálumst til að leika okkur i skreiðarskemmunum og veiddum á bryggjunni. Við byggðum svolitla kofaborg í hlíðinni fyrir ofan þorpið. Þetta var ekki smíðavöllur eins og tíðkast hér heldur sjálfsprottið fram- tak og það ríkti í raun stjórnleysi í kofaþorpinu. Við fengum efni úr ýmsum áttum, spýtur og teppabúta og margir áttu þarna vistleg tveggja hæða einbýl- ishús, og undum okk- ur vel og lengi við leiki þar,“ segir Elfar. Hann segir að í endur- minningunni sé hópurinn óbreyttur öll árin, bæði í leik og skóla því fólks- fjöldinn breyttist lítið og það var frekar að það bættist timabundið í hópinn en að fækkaði í honum. „Síðan fara menn sinn í hverja átt- ina, í skóla og þess háttar. í dag veit ég ekki hvar allir úr hópnum eru eða hvað þeir era að gera nema þeir sem búa enn fyrir austan og ég hitti þeg- ar ég kem þangað í heimsóknir. Feðgarnir kaupa sár skip Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki eins og hann er oft kallaður, var stærsti atvinnurekandinn á Eskifirði og Elfar segir að hann hafi auðvitað stundum fengið að heyra að það væri mulið undir hann en hann hafi aldrei tekið það nærri sér. „Ég var mikið með afa mínum og elti hann stundum á röndum í vinnunni og fylgdist með því sem hann var að bralla. Hann var mér mjög eftirlátur og mér er afar minnisstætt þegar við fórum sam- an til Kaupmannahafnar og Frakk- lands þegar ég var aðeins 9 ára gamall. Þá var verið að kaupa skip fyrir Hraðfrystihús Eskifiarðar og ég skemmti mér konunglega þótt þetta væri vinnuferð en ekki Fáskrúðsfjöröur skemmtiferð. Einnig smyglaði ég mér oft með honrnn til Reykjavíkur þeg- ar hann var að fara í viðskiptaerindum. Þannig fylgdist maður með atvinnu- lifinu frá unga aldri og reyndar allir í þorpinu ems gerðu. Eiðahátíð ÚÍA hápunktur sumarsins Elfar segir að íþróttir og æfing- ar hafi skipað stóran sess í uppeldi hans. Ungmennafélagið Austri á Eskifirði stóð fyrir öflugu ffjálsi- þróttastarfi og allir krakkar sem vettlingi, spjóti eða kúlu gátu vald- ið tóku þátt í því. „Hápunkturinn á hverju sumri var síðan ÚÍA-hátíðin á Eiðum sem var á hverju sumri og þar söfnuðust saman böm og ungling- ar úr öllum fiórðungnum með for- eldrum sínum eða þjálfurum og tóku þátt í keppni fyrir hönd síns félags. Þessar hátíðir eru í minni endurminningu sveipaðar dýrðar- Frelsið í fjörunni - kofabyggingar, síldarsöltun og sjómennska á Eskifirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.