Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 34
nærmynd f LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 j-Ti- V Afeigin rammleik og styrk frá ríkisstjóm Ég hef að mestu komið mér áfram í þessu af eigin rammleik og fór fyrst út í desember 1996 en þurfti um tíma að hætta vegna fjárskorts. Það var síðan í júní 1998 að Bosníustjóm hafði sam- band við mig og vOdi fá mig tO að sjá um uppgröft á fjöldagröfum í Bosníu og bera kennsl á líkamsleOar. Ég skrif- aði Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf og fékk frá ráðuneytinu styrk upp á eina miOjón árið 1998. Fyrir þetta ár, 1999, veitti íslenska ríkisstjómin mér styrk upp á tvær mOjóntr. 20 þúsund ófundnir enn Þáð er ótrúlega mikið starf eftir og í dag er áætlað að um 20.000 manns séu ófúndnir í fjöldagröfum hér og þar í Bosníu. Það er vitað um marga staði en vegna skorts á mannafla og pening- um verður starfið langdregið og erfitt. Nú þegar stríðinu í Kosovo er lokið má búast við miklum fjölda af gröfum sem ekki hafa neinar merkingar eða kenni- leiti tO aðgreiningar. Ég dvaidi í Kosovo um daginn í háif- an mánuð við uppgröft en munurinn á að vera þar og grafa og í Bosníu er sá að þar era líkamamir heilir enn þá en ekki beinagrindur eins og í Bosníu. Ég Lögreglumenn leita að jarðsprengjum á svæði þar sem fjöldagrafir eru. Eina konan og eini útlending- urínn Ég er eina konan og jafnframt eini útlendingurinn í fyrrum Júgóslavíu sem vinn við að grafa upp lík og bera kennsl á þau. Það er mjög auðvelt fyr- ir mig að setja mig í spor þessara ein- staklinga og finna tO með þeim. Ég hugsa eins og þeir og þar af leiðandi fmn tO sömu gleði þegar hægt er að bera kennsl á fólk sem hefur verið týnt í nokkur ár. Sorgartíðnidi verða síðan að gleði og ró í hjarta ættingjanna. Ég er að aOan daginn 7 daga í viku, mánuð eftir mánuð og líður best þannig. Ég vOI heldur hafa lítið af pen- ingum og mikið að gera en mikið af peningum og ekkert að gera,“ segir Eva og vitnar tO þess að margar stórar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa yfir gífúrlegu ijármagni að ráða en nýta það ekki í beina aðstoð heldur í starfsfólk sem fær borgað fyrir að fylgjast með og skrifa skýrslur um hvað-aðrir era að gera. „íslendingar era þriðja þjóðin í heiminum tO að veita fé tO ICMP (Intemational Commison for Missing Persons) tO aðstoðar Bosníustjóm á uppgrefti líkamsleO'a. Aðrir eru Bandaríkjamenn og HoOendhtgar. Framlag íslendinga er ICMP mikO- vægt þar sem við erum 100 þjóð en Bandaríkjamenn era 270 miljónir og þama úti er þetta framlag íslands í augum heimamanna meira virði en 3-5 mOjóna doOara styrkur Banda- ríkjamanna. Bosnía er gjaldþrota." Staðall kenndur við Evu Vegna starfa Evu hefur orðið tO ákveðinn staðaO í uppgrefti í Bosníu en hann heitir Eva model og þýöir Eva Klonowski við líkamsleifar 18 ára unglíngspilts sem var eitt fórnarlamba strí - Eva Klonowski hefur grafið upp meira en 1000 lík með eigin höndum starf einstaklings sem hjálpar við upp- gröft af eigin framtaki (þú vinnur sjálf). ísland er orðið mjög þekkt í Bosníu vegna sérstöðu Evu og hafa er- lendir fjölmiðlar haft mikinn áhuga á henni og hennar starfi. Heimafjölmiðl- Stríðið í Bosníu er á enda en hryllingurinn lifir áfram. Það þarf að grafa upp fjöldagrafir sem stríðandi fylkingar hafa skilið eftir sig og bera kennsl á hina látnu. Þetta er starf sem krefst sterkra tauga og óbilandi þreks. Eva El- vira Klonowski er ís- lenskur ríkisborgari sem ein kvenna hefur helgað sig þessu verk- efni og lýsir í samtaíi við Þorvald Örn Krist- mundsson, Ijósmyndara DV, arfleifð stríðsins sem fer um hendur hennar. Þorvaldur heimsótti Evu á vett- vangi í Bosníu. „Dauðinn snertir mig ekki. Ég er í þessu af lífi og sál,“ segir Eva Elvira Klonowsky sem í rúmlega tvö ár hefur starfað við uppgröft á fjöldagröfum í Bosníu. Hún er íslenskur ríkisborgari sem hefur búið á íslandi ásamt fjöl- skyldu sinni í næstum tvo áratugi. „Ég byrjaði að vinna fyrir Intemational Criminal Tribune for Former Yugoslavia og skömmu eftir varð mér ljóst að neyðin hjá því fólki sem leitaði látinna ættingja sinna í fjöldagröfúm var mikil og það er hluti af friðarferlinu í Bosníu að finna sál- arró i hugum manna með þvi að bera kennsl og grafa upp fjöldagrafir. Mér varð ljóst að ég vil gera það að mínu ævistarfi að hjálpa þessu fólki að öðl- ast sálarró. Samtökin hjálpa ekki fólki við þetta heldur safna sönnunargögn- um um verknaði. ar hafa margsinnis birt af henni myndir og tek- ið viðtöl. Sjálf er hún orðin þjóðþekkt í Bosníu og erlendar sjónvarps- stöðvar og blaðamenn hafa leitað leiðsagnar hennar á þær slóðir þar sem voðaverkin vora framin og líkamsleifar grafnar upp. T.d. kom blaðamaður frá The Archeologist, sem er vísindarit í Bandaríkj- unum og íjallar um fomleifar og uppgröft, sérstaklega á fund Evu. Á röngum stað á röngum tíma Þó stríðinu sé lokið er dauðinn aldrei langt imdan og betra að fara varlega i samskiptxun við heimamenn. „í fyrra vorum við þrjú úr hópnum að fara til Prijedor sem er bær í Bosníu í serbneska hluta landsins frá upp- graftarstað og stoppuð- um á útikaffihúsi til að fá okkur eitthvað að drekka í hitanum. Við sátum tvö við borð í ró- legheitum, einn þurfti að skjótast í búð sem var þama rétt hjá. Þá sá ég mann sem kom að okkur og var að þvæl- ast eitthvað í kringum svæðið. Ég átti eftir smáhressingu í glasinu og veitti því ekki sér- staka athygli að allt í einu var ég orðin ein á útikaffinu. Upp úr þurra byijaði hann að segja eitthvað við mig. Ég skildi hann ekki neitt en þá varð mér ljóst af hverju ég var orðin ein. Þetta var einhver fylli- bytta með handsprengju í lúkunni. Lögreglumaður sem var með mér í þessum rannsóknum hafði stokkið bak við bíl og var að gefa mér merki að er alls ekki ánægð með hvemig staðið er að uppgrefti þar. Einungis er verið að leita að sönnunargögnum stríðs- glæpa og er stærstur hluti líkama i fiöldagröfum grafinn aftur niður án þess að leita að upprana eða nöfnum. Fólk er grafið niður sem númer en ekki nöfn sem era forkastanleg vinnu- brögð. Það þýðir að grafa þarf þar upp í annað skipti síðar. Fyrstu 2 mánuð- ina var búið að grafa upp 2000 manns en um 10.000 manns liggja í ómerktum gröfum í Kosovo. Hverkróna skiptir máli Fólk kemur til mín að biðja um hjálp því þama er svo mikil fátækt. Þegar það sér mig og fréttir að ég sé út- lendingur að hjálpa þeim verður það hálforðlaust og ofsalega ánægt. Eitt at- vik er mér minnisstætt en þá var ég við stóra gröf og veðrið vont. Þá kom til mín eldri kona og bauð mér mat. Ég veit að flestir á landsbyggðinni hafa varla ofan í sig og það að koma með kræsingar til min var ómetanleg gjöf og það höfðinglegasta sem hún gat boð- ið. Af einhveijum óskiljanlegum ástæð- um virðist ekki berast mikil aðstoð frá öðrum þjóðum til uppgraftar. Þegar slys verða í öðrum efnuðum löndum, t.d. íslandi, er oft veittar tugmiiljónir króna í að ná í eða komast yfir flak þó að einungis einn eða tveir farist. Að sjálfsögðu er það skiljanlegt en það má ekki gleyma að í Bosníu vora þessi dauðsföll sem ég vinn við hvorki slys né vegna afleiðinga átaka. Þetta era hreinar aftökur eða morð.Miðað við að 20.000 manns séu týndir væri vel hægt að veita með góðri samvisku aðstoð við að finna þó ekki væri nema 5-10 % af fjöldanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.