Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 62
7« myndbönd
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 Jjl'V"
yndbanda
GAGNRÝNI
eXistenZ
vEruleikuR
Allegra Gefler (Jennifer Jason Leigh) er
magnaður launveruleikja-hönnuður á
flótta. Stoð hennar og stytta er Ted (Jude Law)
sem bæði óttast og dáir leiki hennar í senn. Á
flóttanum verða þau stöðugt nánari og kemur að því að þau grípa til
„gleðipinna" sinna. Fjörið er slíkt að helst vilja þau segja skilið við raun-
veruleikann. Eða hvað?
Cronenberg er um margt sjálfum sér líkur í eXistenZ. Hér er að flnna
ótrúlega magnaðar og áhugaverðar kynlífsvísanir. Nóg er af grótesku og
næsta súrrealísku líffæra- og innyflagrúski. Og persónur myndarinnar gefa
öðrum furðufyrirbærum lítið eftir. Persóna Jude Law er þó ekki nægilega
áhugaverð og er þessum stórfína leikara nokkur vorkunn. Jennifer Jason
Leigh er aftur á móti í áhugaverðasta hlutverki sem hún hefur lengi leikið
og stendur sig vel. Helsti galli myndarinnar er fólginn í skiptunum á milli
raunveruleika og launveruleika (virtual reality). Það er afskaplega þreyt-
andi að heyra persónur spyrja sig si og æ í hvaða veruleika þær séu. Það
er nú hægt að ætlast til þess að áhorfendur séu búnir að átta sig á lykil-
þema myndarinnar þegar langt er liðið á hana. Veruleika-leikurinn er enn-
fremur fíarri því að vera jafnáhugaverður og i hinni mögnuðu Matrix. eX-
istenZ er þó ágætis upphitun þangað til hún kemur á leigurnar.
Utgofandi Myndform. Leikstjóri David Cronenberg. Aðalhlutverk: Jennifer Jason
Leigh, Jude Law, lan Holm og Don McKellar. Bandarísk, 1999. Lengd 97 mín.
Bönnuð innan 16. -BÆN
The Big One
Krossferð gegn kapítalisma
★★★
Michael Moore er feitur, ómenntaður blá-
flibbi sem hefur vakið athygli vestra fyrir
myndir og bækur þar sem hann ræðst á kapítalískt
kerfi og mannfjandsamlega stefnu stórfyrirtækja með
kaldhæðni að vopni. Þessi léttlynda heimildarmynd
fylgir honum eftir á kynningarferðalagi fyrir bók hans,
Downsize This! Myndavélarnar fylgja honum eftir þar sem hann áritar bæk-
ur, talar á samkomum, ræðir við verkafólk í vandræðum og atvinnulausa, og
hrekkir talsmenn stórfyrirtækja með því að mæta óvænt í heimsókn og veita
stjómendum verðlaun fyrir mestu ijöldauppsagnirnar og þess háttar.
Þvi er ekki að neita að þrátt fyrir góðan vilja og sannleikskorn í mörgu
sem hann segir eru skoðanir hans ansi öfgakenndar. En háðið er beitt og
það er ansi gaman að fylgjast með þessum uppreisnarsegg og hrekkjum
hans. Sumt gæti farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki fylgjast
mikið með bandarískri þjóðmálaumræðu en burtséð frá því eru mörg
prakkarastrikin alveg óborganleg.
Útgefandi Myndform. Leikstjóri Michael Moore. Aöalhlutverk Michael Moore.
Bandarísk, 1998. Lengd 90 mín. Öllum leyfð. -PJ
Orphans
Aðfaranótt útfara
Mi rOIU PAEENTS A IIHDEIf?
ter'M OýmUm I
"IV etST fkn T
0> * 4. MWt* mww mi ISMVM H* Ih. il m* -
- Nóttina fyrir útför móður þeirra fara fjög-
ur systkini hvert sína leið. Heittrúaður elsti
bróðirinn vakir yfir kistunni í kirkjunni alla nóttina.
Miðbróðirinn vafrar um í stefnuleysi blæðandi út af
hnífsstungu. Yngsti bróðirinn slæst í fór með kolbrjál-
uðum sendli og hyggst drepa þann sem stakk bróður
hans. Þar með er enginn til að passa upp á fatlaða
systur þeirra sem er upp á ókunnuga komin.
Það er leikarinn Peter Mullan (My Name Is Joe)
sem þreytir hér frumraun sina á sviði handritsgerðar og leikstjórnar. Hand-
ritið er vissulega hugmyndaríkt en einhvern veginn nær hann ekki að gera
myndina jafnheillandi og t.d. Trainspotting sem beitir að vissu marki svip-
uðum frásagnaraðferðum. Hann nær ekki að tengja svartan húmorinn nógu
vel dramanu þannig að myndin er of mikið úr snertingu við raunveruleik-
ann til að hægt sé að taka hana mjög alvarlega og heldur ekki dampi í svört-
um húmomum. Sérstaklega er hún afar lengi að komast af stað. Myndin er
afar athyglisvert tilraunaverkefni í frásagnarstíl en tilraunin heppnast því
miður ekki alveg sem skyldi.
Útgefandi Bergvík. Leikstjóri Peter Mullan. Aöalhlutverk: Douglas Henshall, Gary
Lewis, Stephen McCole og Rosemarie Stevenson. Bresk, 1997. Lengd 101 mín.
Bönnuð innan 16 ára. -PJ
The Darwin Conspiracy
ís-lensk erfðagreining
Hlutskipti bræðranna Jack (Jason Brooks)
og Andy (Robert Floyd) er æði ólíkt. Sá fyrr-
nefndi er hæfasti erfðafræðingur Bandaríkjanna
meðan bróðir hans er andlega fatlaður eftir mistök
við fæðingu. Þegar forfaðir mannsins finnst fros-
inn í landi mikilla ísa hefur það óvænt áhrif á
bræðurna. Jack er narraður til þess að endurlífga
hina mjög svo þróuðu hæfileika forfóðurins (en ef
marka má myndina staðfesta þeir heimspeki Az-
teka). Áfangurinn gæti breytt mannkynssögtmni.
Ósjaldan gerist það að ódýrar myndir öðlast öllu
raunsærra yfirbragð en fokdýrar stórmyndir. Ákveðnar kvikmyndagreinar
nærast aftur á móti á gríðarlegum fiárútlátum, ekki síst myndir með vís-
indasöguyfirbragði líkt og The Darwin Conspiracy. í henni eyðileggur hrá-
leikinn alla innlifun, blekkingin gengur ekki upp. Handrit þessarar sjón-
varpsmyndar er illa útfært og hefur maður jafnvel á tilfinningunni að
hreinlega hafi gleymst að skrifa í það endinn. Leikur er misjafn, rokkar frá
hinum vonlausa Robert Floyd upp í hina ágætu Stacy Haiduk. Sem mikill
aðdáandi samsærisþrillera hélt ég að ég gæti látið allt yfir mig ganga í þeim
efnum en hér er allt undir frostmarki.
Útgefandi ClC-myndbönd. Leikstjóri Winrich Kolbe. Aðalhlutverk: Jason Brooks,
Robert Floyd, Stacy Haiduk og Kevin Tighe. Bandarísk, 1999. Lengd 85 mín. Öll-
um leyfö. -bæn
Jennifer Jason Leigh:
f
A skjön við Hollywood
Jennifer Jason Leigh í hlutverki
sinu í Washington Square.
Geðsjúklingar, fíkniefnaneytendur,
fórnarlömb nauðgana, morðingjar og
ófáar vændiskonur eru meðalíþeirra
hlutverka sem Jennifer Jason Leigh
hefur tekist á við á ferli sínupi. Hún
hefur bæði útlitið og hæfileikana með
sér, en áhersla hennar á myrkar og
truflaðar persónur hefur komið í veg
fyrir að hún komist á þann stall sem
helstu kvenstjörnur Hollywood deila.
Af Hollywood-fólki komin
Jennifer Lee Morrow fæddist 5.
febrúar 1962 í Hollywood. Foreldrar
hennar voru leikarinn Vic Morrow,
sem dó í alræmdu slysi við gerð
myndarinnar Twilight Zone the
Movie þegar hún var tvítug, og hand-
ritshöfundurinn og leikkonan Bar-
bara Turner. Jennifer var aðeins
tveggja ára þegar foreldrar hennar
skildu en hún hélt sambandi við þá
báða og fékk leyfi beggja til að hefja
leiklistamám en þá hafði hún þegar 9
ára að aldri komið fram í smáhlut-
verki í myndinni Death of a Stranger.
Hún breytti nafni sínu snemma í
Jennifer Jason Leigh til að orðstír
foreldranna hefði ekki áhrif á feril-
inn. Millinafnið Jason var til heiðurs
Qölskylduvini þeirra, leikaranum
Jason Robards, Jr.
Snemma á táningsaldri var hún
farin að leika í ódýrum B-myndum og
sjónvarpsmyndum. Hún var sannkall-
aður draumur B-myndaleikstjórans,
vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum
og leika subbulegar persónur. Hún
tók hlutverkin þó alltaf alvarlega,
leikhæfileikarnir leyndu sér ekki og
aðeins tímaspurning hvenær hún
kæmist í eitthvað bitastæðara.
Enginn persónuleiki
Persónulegasta hlutverkið
Árið 1995 framleiddi hún og lék að-
alhlutverkið í Ge-
orgia sem
skrifuð var
af móð-
ur
henn-
ar
sem
hafði
til
hlið-
sjónar
sam-
band
hennar
og dætra
sinna,
Carrie og
Jennifer.
Þetta er
senni-
lega
per-
sómflegasta verkefni leikkonunnar
sem þótti hlutverkið mjög erfitt og
léttist mikið við gerð myndarinnar.
Hún er svo sem ekki ókunnug því
enda létti hún sig um 40 kíló þegar
hún lék stúlku með lystarstol árið
1981 í sjónvarpsmyndinni The Best
Little Girl in the World. Það er
dæmigert fyrir hana að búa sig
mjög vandlega undir hlutverk-
in sín og gefa sig alla í þau, að
hætti method-leikara.
Til stendur að hún leiki aðal-
hlutverk í frumraun móður
sinnar sem leikstjóra, en
hveiju sem við megum ann-
ars eiga von á frá henni á
næstu öld held ég óhætt að
segja að hún muni áfram halda
sig utan við hin hefðbundnu hlut-
verk.
-PJ
Dolores Claiborne. Kathy Bates og
Jennifer Jason Leigh.
Þegar leið á níunda áratuginn fór
hún að næla í hlutverk í aðeins
merkilegri myndum og endaði ára-
tuginn á Last Exit to Brooklyn og Mi-
ami Blues, en fyrir frammistöðu sína
í þessum tveimur myndum var hún
verðlaunuð af gagnrýnendasamtök-
um New York. Meðal mynda sem hún
hefur leikið í undanfarinn áratug eru
Backdraft, Single White Female, Mrs.
Parker and the Vicious Circle (valin
besta leikkonan af gagnrýnendasam-
tökum Bandaríkjanna fyrir hlutverk
sitt), Dolores Claiborne og myndir
leikstjórans Robert Altman, Short
Cuts og Kansas City.
Robert Altman var afar hrifinn af
henni sem leikkonu og dáðist að hæfl-
leikum hennar til að búa til persónur
og lifa sig inn í þær. Hins vegar
fannst honum sem hún hefði yfirleitt
engan persónuleika sjálf. Þetta teng-
ist kannski æsku hennar og eldri
systur, Carrie, sem var uppreisnar-
gjarn unglingur og fór að heiman og
ferðaðist með sirkushópi. Carrie var
ástríðufull og tilfinningasöm en
Jennifer hæglát, ábyrg og íhugul.
Undir niðri hefur þó væntanlega ým-
islegt kraumað og móðir hennar seg-
ist hafa vitað frá upphafi að hún væri
öðruvísi en aðrir krakkar. Leiklistin
varð síðan tæki til að veita tilfinning-
um útrás og systir hennar hefur
sennilega veitt henni innblástur í
mörgum hlutverkanna.
ndaiisti vikunnar
• : «
Vikan 19. - 25. október
SÆTI FYRRI V1K A VIKUR S LISTA TITILl ÚTGEF. TEG.
1 2 2 Austin Powers II Myndform Gaman
2 1 3 8mm Slufan Spenna
3 NÝ 1 Ariinton raod Háskólabíó Spenna
4 3 6 Payback WamerMyndir Spenna
5 NÝ 1 At first sight Wamer Myndir Drama
6 5 4 Shakespesre in love CIC Myndbönd Gaman
7 4 5 She's all that Skdan Caman
8 NÝ 1 Tbe deep end of the ocean Skifan Drama
9 6 7 Patch Adams CIC Myndbönd Gaman
10 7 3 Varísty blues CIC Myndbönd Drama
11 8 3 Waking Ned Bergvík Gaman
12 10 2 200 cigarettes Gaman
13 11 6 Festen Háskólabíó Drama
14 12 2 Pödduhf SAM Myndbönd Gaman
15 14 2 One true thing CIC Myndbönd Drama
16 9 4 Cupe Stjömubíó Speraia
17 16 10 1 Basketball CIC Myndbönd Gaman
18 18 4 1 Celebríty Myndform Gaman
19 15 7 Faculty Skífan Spenna
20 NÝ 1 Destiny of her own Skffan Draraa