Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 31
1>V LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
bókarkafli«
danskri heimsvaldastefnu og dönsku
konungsveldi.
Til þess að geta svikið verkamenn
noti burgeisastéttin Aiþýðuflokkinn,
sem hafl að sínu leyti svikið verka-
menn og alla stéttapólitík. Alþýðu-
flokkurinn vinni að því að spilla
æskulýðnum með því að ráða unga
menn í þjónustu ríkisins eða ríkisauð-
valdsfyrirtækja. Sentristar hafi alveg
fallið í faðm hins spillta krataveldis.
Verkamenn hafi kosið Alþýðuflokk-
inn 1927 en einungis séð allar sínar
vonir sviknar. Holdgervingur
svikanna sé leiðtoginn, Jon Bald-
evonsin (svo í textanum, á að vera
Baldvinsson).
Af öllu þessu leiði, að verkalýðs-
stéttin sé að verða æ róttækari. Bar-
áttan gegn miskunnarlausu innlendu
og erlendu arðráni, gegn hinni aftur-
haldssömu burgeisapólitík, sé hafin
og falli saman við viðleitni kommún-
ista. En ef Alþýðuflokkurinn eigi ekki
að sigra verði kommúnistar að halda
sig við rétta stefnu og megi ekki falla
í hentistefnu- og sentrista-öngþveiti.
Félög kommúnista skorti miðstýringu
og þjálfaða leiðtoga. Þetta hafi t.d.
komið í ljós í greinum í tímaritinu
Rétti, þar sem daðrað hafi verið við
smáborgaralegar blekkingar eins og
að þingræði gæti nýtzt til einhvers (í
greininni „Erindi bolsivismans til
bænda").
Kommúnistar stofni
sjáifstætt verkalýðs-
samband
Einar Olgeirsson var tíður gestur í Moskvu allt frá því hann sótti þing Komiterns. Hér er Einari fagnað við komuna til Austur-Berlín 1969 en þá var Einar við-
staddur hátíðahöld á tuttugu ára afmæli þýska alþýðulýðveldisins.
Verkefni kommúnista eru skil-
greind svo:
1. Stofna sjálfstætt verkalýðssam-
band. Til marks um það, hversu mikla
áherzlu leiðtogamir í Moskvu lögðu á,
að íslenzkir kommúnistar stofnuðu
sérstakt verkalýðssamband, er bréf
frá Profintern, Rauða alheimsverka-
lýðssambandinu, til íslenzkra komm-
únista frá því í maí 1930 þar sem gef-
in er skipun um stofnun slíks sam-
bands og gefið nákvæmlega upp
hversu skuli skipuleggja það, hvaða
hugmyndafræði það skuli aðhyllast og
hvaða kröfur skuli settar á oddinn.
KtS: 534-6-80,12-18.
2. Krefjast styttri vinnudags með
fullum launum, tveggja vikna orlofs,
gegn akkorðsvinnu.
3. Meistarar kenni lærlingum en
noti þá ekki sem ódýrt vinnuafl.
4. Starfsemi verkalýðsfélaga verði á
grunni stéttabaráttunnar og undir for-
ystu Rauða alheimsverkalýðssam-
bandsins (Profinterns).
5. Lækkun tolla og skatta.
6. Verkalýðsfélög séu öllum opin án
tillits til stjórnmálaskoðana; brjóta á
íslands í því stríði.
9. Komið sé í veg fyrir verkfalls-
brot. Komið sé upp varðliði verkalýðs
til baráttu gegn verkfallsbrjótum og
fasistum.
10. Gegn allri stéttasamvinnu, gegn
gerðardómum, eining gegn auðvaldi.
11. Byltingarsinnar taki forystu í
verkfollum.
12. Framlög verkamanna til Al-
þýðuflokksins (gegnum Alþýðusam-
bandið) verði sett í verkfallssjóði.
13. Kommúnistar komi upp liðum í
öllum félögum verkalýðshreyfmgar-
innar.
14. Sama verði gert í öllum al-
mannasamtökum. Stofnuð verði
„samúðarsamtök“ og kommúnistar
hafi sterk lið i þeim ölliun.
15. Kommúnistar verði að skipu-
leggja sig og koma upp miðstjórn til
að stýra öllu starfmu.
Þetta var i september 1930. Hinn 1.
október sendir Komintern íslenzkum
kommúnistum bréf með fyrirmælum
um næstu skref.
Brynjólfur Bjarnason og Hendrik Ottósson í hópi ungra manna sm voru í for-
ystu Alþjóðasambands ungra kommúnista. Myndin er tekin 1920 þegar 2.
þing Kominterns stóð yfir. Brynjólfur stendur í annarri röð lengst til hægri,
en Hendrik er honum á hægri hönd. Sitjandi, 4. maður frá hægri, er Willi
Munzenberg.
bak aftur veldi sósialdemó-krata í
verkalýðshreyfmgunni.
7. Verkamenn séu i forystu í verka-
lýðsfélögum.
8. Hert sé á áróðri fyrir Sovétríkj-
unum og gegn öllum tilraunum til að
gera verkalýðinn óvinveittan þeim.
Efld sé barátta gegn heimsvaldastríði
á hendur Sovétríkjunum og þátttöku
Smáborgaralegur hugs-
unarháttur lanulægur
í upphafi er farið yfir það hversu
kommúnistar hafi staðið sig við að
fylgja fyrirmælum frá 1. apríl 1930.
Lögð er á það áherzla, að á íslandi sé
smáborgaralegur hugsunarháttur
landlægur og því hætta á, að komm-
únistar smitist af honum. Þvi séu
meðal íslenzkra kommúnista menn,
sem fremji þá villu að telja, að það
gangi fyrir að rífa verkalýðsfélög út
úr Alþýðusambandinu án þess að
skilja hlutverk kommúnistaflokksins
sem forystuafls og skipuleggjanda ein-
dreginnar baráttu gegn sósíalde-
mókrötum og sentristum og leggist
því gegn stofnun sjálfstæðs kommún-
istaflokks. Þá hafi blaðið Mjölnir á
Siglufirði mælt með því að kommún-
istar greiddu krötum atkvæði í kosn-
ingum, og nú, þegar stéttaandstæður
harðni, sé alið á þeirri blekkingu að
valdataka verkalýðsstéttarinnar (þ.e.
flokksins) geti orðið með þingræðis-
legum hætti. „Allir félagarnir á Is-
landi verða að gera sér grein fyrir þvi,
að stofnun kommúnistaflokks er það
höfuðverkefni, sem þeir standa nú
frammi fyrir.“ En eftir að Kommún-
istaflokkur íslands hafi verið stofnað-
ur verði kommúnistar að halda áfram
að starfa innan Alþýðuflokksins til að
berjast gegn stéttsvikum krataforingj-
anna. Þá eru ítrekuð flest þeirra bar-
áttumála, sem greint var frá hér að
ofan, en lögð á það höfuðáherzla að
kommúnistar búi sig vel undir kom-
andi Alþýðusambandsþing, og til-
greind þau mál, sem kommúnistar
skuli bera þar upp. Þar er lögð höfuð-
áherzla á baráttu fyrir því að rifa
verkalýðsfélög út úr Alþýðusamband-
inu og stofna sjálfstætt verkalýðssam-
band, sem segi sig úr lögum við Al-
þjóðaverkalýðssambandið í Amster-
dam...
Kommúnistaflokkur Is-
lands viðurkenndur
Kommúnistaflokkur íslands var
siðan stofnaður 29. nóvember 1930.
Stofnendur voru 17. Viku síðar
sendi félagi Hilt skeyti til leiðtoga
hins nýstofnaða flokks:
„Berjast gegn auðvaldi, afhjúpa
leiðtoga sósíaldemókrata, útbreiða
flokksblöðin, uppræta öll tækifær-
issinnuð öfl í eigin röðum stop Við
væntum þess að fá skýrslu um þing-
ið . . . Gerið svo vel að senda reglu-
lega Verkalýðsblaðið og Rétt. Hilt.“
Hinn 18. febrúar 1931 samþykkti
stjómmálanefnd Kominterns að við-
urkenna Kommúnistaflokk íslands
sem deild í Komintern."
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
Samþykkt að greiða
félaga Bergmann
í bók Arnórs Hannibalssonar er birt skrá úr
safni Alþjóöadeildar Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna (KFSR) um samband hans (önnur en
fjármálasamskipti) við forystumenn Samein-
ingarflokks alþýöu - Sósíalistaflokksins (SAS)
á árunum 1953-1980. Eftirfarandi er stutt brot
um samskiptin árin 1959-1960.
„*18.2. 1959: Samþ. að verða við
beiðni Einars Olgeirssonar um
komu hans til Sovétríkjanna í
marz-apríl 1959. Alþjóðadeild og
skrifstofa miðstjórnar KFSR
greiða kostnað.
*4.3. 1959: Samþ. áætlun um
menningarsamskipti við ísland á
árinu 1959. Þar er fyrirhugað að
bjóða rithöfundinum Laxness til
dvalar í Sovétríkjunum á vegum
sovézka rithöfundasambandsins.
*10.4. 1959: Samþ. að taka við til
hvíldardvalar Áskeli Snorrasyni
að beiðni miðstjórnar SAS. Allan
kostnað skal fjármálaráðuneyti
greiða, nema útgjöld í erlendum
gjaldeyri.
*24.4. 1959: Samþ. að skipa
menningarmálaráðuneyti SR að
greiða rithöfundinum Halldóri
Laxness höfundarlaun fyrir leik-
verkið Seld vögguvísa (Silfur-
tunglið) að upphæð 10.000 rúblur í
erlendum gjaldeyri.
*5.5. 1959: Samþykkt: 1) Verða
við beiðni miðstjórnar SAS að
taka við Árna Bergmann sem
fréttaritara Þjóðviljans í Moskvu.
2) Skylda dagblaðið Pravda til að
taka á sig póst- og símakostnað
fréttaritara Þjóðviljans. 3) Skylda
framkvæmdastjórn sovézka Rauða
krossins og Rauða hálfmánans til
að greiða fél. Bergmann laun mán-
aðarlega að upphæð 2000 rúblur og
greiða honum einnig eingreiðslu
að upphæð 3000 rúblur. 4) Skylda
skrifstofu miðstjómar KFSR tll að
láta fél. Bergmann til afnota
tveggja herbergja íbúð með hús-
gögnum, en borgarstjórn Moskvu
að láta sambærilega íbúð í té skrif-
stofu miðstjórnar KFSR á árinu
1959. Tilkynna skal fél. Olgeirs-
syni, að fél. Bergmann geti nú þeg-
ar tekið til starfa sem fréttaritari
Þjóðviljans í Moskvu.
*29.10. 1959: Taka við til lækn-
inga starfsfrömuði SAS Magnúsi
Guðmundssyni. Kostnaður verði
greiddur.
*24.11. 1960: Samþ. að til lækn-
inga i Sovétríkjunum komi Ját-
varður Jökull Júlíusson. Kostnað
greiði alþjóðadeild KFSR og heil-
hrigðisráðuneyti.
*7.12. 1960: Samþ. að verða við
beiðni formanns SAS, Einars 01-
geirssonar, að strika út skuldir út-
gáfunnar Máls og menningar við
Mézhdúnarodnaja Kníga að upp-
hæð 511.611, íslenzkar krónui
(53.872 rúblur), sem veittar voru á
árunum 1955-1958 til að gefa út
sovézkar bækur á íslenzku.
*16.4. 1960: Samþ. að verða við
beiðni forystu SAS að veita íjórum
forystumönnum SAS dvöl í Sovét-
ríkjunum. Alþjóðadeild KFSR og 4.
deild heilbrigðisráðuneytis greiða
kostnaö."