Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 38
50 íkarkafli LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 JL>V Loftárás á London fæðingar í gleði og bams- og sorg Samuel Ritchie var nú færður til Ardrossan í Ayrsýslu sunnan við Glasgow og var eins konar hafnar- vörður eða herlögregla við höfnina. Ástsælasta skáld Skota, Robert Burns, fæddist einmitt i Ayr. Þau Hulda fá leigða betri stofuna hjá gömlum hjón- um í Ardrossan og Sam er heima, þeg- ar hann er ekki á vakt. „Þar inni var arineldur og lítill gas- hringur, og ég eldaði mat á þessum litla gashring. Þarna vorum við í fyrsta skipti út af fyrir okkur á eigin heimili. Þá var ég komin nokkuð langt á leið með Valdimar og komið fram að jólum árið 1941. Kom þá ekki íslenskt skip til Ardrossan, mig minn- ir að það hafi verið Katla. Skipstjór- inn býður okkur í jólamatinn og það gerði hann einnig um nýárið. Þetta var dýrleg veisla. Fengum líka mat með okkur heim og slíku gleymir maður ekki. Skipstjórinn á Kötlu var afskaplega alúðlegur maður og bauðst til að liðka fyrir með vinnu hjá vél- smiðjunni Hamri fyrir Sam, kæmum við einhvern tímann til íslands." Það leið fram á vorið 1942 og brátt kæmi að því, að Hulda Ritchie yrði léttari. Búið var aö panta leigubíl fyr- irfram, en fæðingarspitalinn var í Kilwinning. Fæðing á spítalagangi „Sam var óskaplega taugaóstyrkur og spurði hvað væri að mér, þegar hríðirnar komu í leigubílnum. Ég sagðist vera með tannpínu. Þá áttaði hann sig á því, hvað var að. Þegar komið var á sjúkrahúsið var þar fyrir óhemju heimsk hjúkrunarkona sem skellti mér í bað. Þá var vatnið þegar komið. Og ég nánast lamdi hana til að komast upp úr því aftur. Á leiðinni fram ganginn seig ég niður og hjúkk- an kallaði eftir hjálp. Kom þá gömul hjúkrunarkona, draghölt eftir löngum ganginum, og á meðan hélt hin við höfuðið á barninu. Hún hindraði fæð- inguna og aumingja Valdimar fæddist loksins á spítalaganginum með kúlu á hausnum. Allt gekk þetta samt vel og strákurinn var 16 merkur og ein únsa og vel heilbrigður. Fæddur 30. apríl 1942. Það var svolítið öðru vísi að fæða í Skotlandi en hér heima. Við vorum ekki reyrðar eins mikið og hér tíðkaðist, en látnar liggja á maganum í hálftíma á dag. For draining, svo blóðið færi út. Sam var afskaplega Hulda Valdimarsdóttir Ritchie átti viöburða- ríka œvi allt frá tvítugs- aldri þegar hún kynnt- ist skoska sjóliöanum Samuel Ritchie og fylgdi honum til Skotlands haustið 1941. Þar ól hún þrjú börn á stríösárunum, slapp naumlega úr loftárás sem gerö var á heimili hennar og óraöi þá ekki fyrir því aö hún œtti eft- ir aö hitta forseta og varaforseta Bandaríkj- anna í sínu framtíðar- starfi. Kafli úr sögu hennar er birtur, meö góöfúslegu leyfi Hörpu- útgáfunnar stoltur að fá hann í fangið, þegar við komum heim. Hefði ekki trúað því, að það væri svona gaman að eignast barn. - Þetta er sonur minn. - Við bjuggum svo áfram í nokkra mánuði í betri stofunni hjá gömlu hjónunum í Ardrossan. Valdimar var skírður þriggja mán- aða, fyrr en til stóð, vegna þess að það kom upp bólusótt. Presturinn, sem skírði hann í kirkjunni í Ardrossan, gaf honum áritaða biblíu á ensku eins og öðrum börnum sem þar voru skírð. Valdimar varðveitir enn þessa bibl- íu.“ Hulda með breskum hermönnum. Ein á báti með soninn Til þess kom, að Samuel Ritchie færi frá Ardrossan til Portsmouth, en fékk þó svolítið frí áður eftir vistina í Skotlandi. Og Hulda flytur með dreng- inn til Auntie Nan i Glasgow, þar sem hún hafði búið áður. Og dagarnir urðu hver öðrum líkir við barnaupp- eldi, heimilisstörf og stöðugar bréfa- skriftir. Hulda Ritchie er aftur upp á tengdafólk sitt komin með húsnæði í Glasgow. Rær eiginlega ein á báti með son sinn Valdimar og hann er orðinn rúmlega tveggja ára, þegar næst verð- ur breyting á heimilishögum og eigin- maðurinn í herþjónustu suður á Englandi. Og honum eru allar bjargir bannaðar við bamauppeldi og heimil- isstúss. Hún sættir sig illa við að liggja uppi á fólki endalaust og fær eitt herbergi og eldhús á leigu hjá ágætu fólki við Alexandra Parade og leið þokkalega miðað við aðstæður. Þama verður hún þunguð að þriðja bami sínu og nú gekk ekki eins vel og með fæðingu Valdimars. „Það er aðfangadagur jóla árið 1943 og Sam er heima í fríi, þegar ég verð veik og ekki er allt með felldu með meðgönguna. Hann fer til læknis, sem bjó við endann á Alexandra Parade, en hann er ekki reiðubúinn að koma á þessum degi. Þið setjið bara hita- poka við magann á henni og látið hana leggjast upp í rúm, sagði doktor- inn. Meira var það ekki. En verkimir héldu áfram og Sam sá sér ekki annað fært en að leggja af stað með mig. Sorg á jólum Engan leigubíl var að fá, fæðingar- spítalinn var ekki víðs fjarri, en þetta var samt þó nokkur spölur. Ég þurfti að styðja mig við hvern einasta síma- staur á leiðinni og Sam gekk nánast undir mér. Við náðum svo loksins að spítalanum og ég var sett inn i fæðing- arherbergi. Ég var lögð á sjúkrabörur á hjólum og færð úr buxunum, en var áfram i kjólnum. Síðan var ég skilin eftir þarna inni. Var á miðju gólfi, engin bjalla og ekki neitt og ég fæddi barnið alein og yfirgefin. Ég öskraði af öllum kröfum eftir hjálp og að end- ingu kemur einhver manneskja og tekur við barninu. Þetta er stúlku- barn og er lifandi við fæðingu. Ég held ég hafi verið sjö mánuði gengin með. Hún er tekin og sett í kassa að ég held, en er þó ekki viss. Fólkið hafði i nógu öðru að snúast. Það var stríð og Hulda við skrifborð sitt. fullt af særðum hermönnum á sjúkra- húsinu, sem þurfti að sinna. Síðan var gengið frá mér eins og öðrum sængur- konum og ég sofnaði örþreytt. Daginn eftir var jólamáltíð, kalkúnn og annað góðgæti. Þetta kemur upp í hugann svona í minningunni, þegar ég hugsa um það og reyni að ná samhengi í atburðarás- ina fyrir rúmlega fimmtíu árum. Bamið lifði enn þá á jóladag, en tveimur sólarhringum eftir fæðing- una dó Carol Nan. Hún var ekki full- burða, en hefði getað lifað, nema fyrir það að hún kvefaðist. Þeir sögðu að hún hefði verið á stærð við hálfpotts mjólkurflösku, þannig var samlíking- in hjá Skotum. Ég sá hana aldrei, hvorki lífs né liðna.“ Barnsfæðing ekki stórmál í styrjöld „Það var stríð og fólkið hafði svo mikið að gera. Ein barnsfæðing var ekki stórmál í heimsstyrjöld. Þær voru svo sem ósköp góðar við mig, en þetta var nú svona. Ég gat mig hvergi hrært sem ég lá þarna á börunum, bara öskrað á hjálp, sem kom seint og um síðir. Þetta var eitt af því verra sem ég hef komist í á lífsleiðinni. Það var skylda að fara niður á manntal og skrá böm sem fæddust og það gerði Sam. Og þá varð að vera búið að gefa barninu nafn. Við nefndum hana Carol Nan Stewart Ritchie. Carol af því að hún fæddist á jólunum. Ég á enn þá fæðingarvottorðið hennar. Okkur var boðið að jarða hana til fóta hjá einhverri góðri konu sem dó um þetta leyti. Carol Nan hvilir i Spring- bumkirkjugarði í Glasgow, en ég veit hvar í garðinum. Þetta var mikið áfall. Að barnið fæddist ófullburða og fyrir tímann, kenndi ég alltaf því, að ég var skorin upp við æðahnútum á meðgöngutím- anum. Það gerði sami iæknirinn og neitaði að koma á aðfangadagskvöld, þegar ég fór að veikjast. Hann vildi endilega skera mig, og ég lét það gott heita. Ég var þá komin þrjá eða fjóra mánuði á leið. Svo em það kerlinga- bækumar. Ófrískar konur mega ekki þvo gardínur og hengja þær upp. Það hefur kannski verið orsökin, að ég þvoði gardínumar fyrir jólin og teygði mig við að hengja þær upp.“ Líður að lokum styrjaldar Það er komið fram á árið 1944. Þjóð- verjar fara halloka í styrjöldinni og orrustan um Atlantshafið má heita töpuð. Bandamönnum tekst að halda flutningaleiðum gangandi milli Bret- lands og Sovétríkjanna og Þjóðverjum auðnast ekki að valda sama tjóni á skipalestunum og í stríðinu öndverðu. Breska þjóðin þreyr þorrann og góuna, enda þótt hildarleiknum væri langt í frá lokið. Valdimar litli Ritchie er að verða tveggja ára. Það er býsna langt á milli Ritchiehjónanna. Hulda býr inni á frænku eiginmanns síns með dreng- inn norður í Glasgow. Samuel gegnir herþjónustu í Portsmouth syðst á Suð- ur-Englandi. Kristjana Jónsdóttir, frænka Huldu, bjó þá í London, en maður hennar, Ja son gegndi ein herþjónustu. Ki jana var dóttir Valdimarsdóttur, systur Huldu. Til London „Við Jana skr um okkur sam um að það gæti 01 ið skemmtilegt ; við Valdimar flyti um til London o; fengjum okkur íb saman. Þá voru árásir búnar að s' lengi yfir og auði fá húsnæði i borj; Allir reyndu að f London. Við fen húsnæði í Noi London og dubbui það upp. Tveg herbergja íbúð og hús. Þetta v; Petherton Road ( ein íbúð í húsinu við var loftvarnas með torfi. Jana á hverjar mublur e: engar. Settum gardínur, sem voru úr bi- eyjugasi og við gátum lit- að. Bleyjugas var ekki skammtað. Þarna leið okkur ágætlega saman.“ Og nú var styttra á milli hjónanna og bréf urðu fljótari í fórum. Þjóðverjar gera árás Og Samuel Ritchie hefur miklar áhyggjur af Huldu og syninum í London, talar um að gott væri fyrir þau að skreppa til Glasgow og vera þar einhvern tima og svo frv. Hann spyr líka hvemig kettinum Bröndu líði. How is little Branda? Ég vona að hún verði virðingarverður köttur, þegar hún fullorðnast. Haltu fressun- um frá henni, þar til hún verður orð- in nógu þroskuð til að ákveða sig. Alltaf grunnt á skopskyninu hjá Sam. Næsta bréf frá Sam er ekki mjög uppörvandi fyrir stöllurnar Jönu og Huldu. Félagi hans frá London fær símskeyti þar sem segir að heimOi hans hafi orðið fyrir loftárás og eigin- konan alvarlega særð á sjúkrahúsi. Eftir svona áfóll fá menn 45 stunda leyfi, kallað „samúðarleyfi" hjá flotan- um. Og þetta er allt og sumt, þegar menn hafa misst heimili sitt og hugs- anlega konu sína. Og Sam er á leið á bíó í Portsmouth til að lyfta sér aðeins upp. Hann vonast fastlega eftir að fá leyfi bráðlega til að geta skroppið til London. Þeir sem búa innan tuttugu mílna frá Portsmouth eru að fá leyfi á morgun. Og Sam biður þess að lokum í bréfinu, að það sama hendi ekki þær Jönu og drenginn, að heimili þeirra verði sprengt í loft upp og þau farist. • Þeim bænum var ekki svarað nema að hluta. Þegar komið var fram á árið 1944 fóru Þjóðverjar að senda V-1 flug- skeytin yfir London og fleiri breskar borgir. Þetta voru fjarstýrðar flugvél- ar byggðar á sömu tækni og stýriflaugar nútimans. Það heyrðist í þeim eins og í mótorhjóli því í þeim var frumstæður þotuhreyfill. Þær stönsuðu í loftinu skamma stund og sprungu síðan. Þessar flugskeytaárás- ir voru frekar til marks um örvænt- ingu Þjóðverja en herstyrk og ollu meiri skelfingu en skaða. Þetta hljóð og sprengignýrinn fór afar illa með sálina í Lundúnabúum. Heimili í rúst „Þegar loftvamamerki var gefið, að þrífa Valdimar litla ;um okkar með skilríkj- ðrum nauðsynjum og iftvamaskýlið. Stundum í miðjum hafragraut hjá og við urðum að hætta ifi. n að því að við höfðum pata af því, að ísland að komast undan Dön- og stofnað yrði lýðveldi nn 17. júní. Sam stalst 1 okkar þennan dag til i skoða nýja heimilið. ð ætluðum að halda upp ginn og kríuðum út svo- n kjötbita þótt allt væri mmtað. Settum hann í i og hrærðum út í irkshire-búðing til að drýgja réttinn. Það var óþarfi, því að þennan mat borðuðum við aldrei. Loftvarnamerki var gefið í miðri elda- nennskunni og við út og itvarnabyrgið, sern til- húsinu. árás var gerð á húsið i nóttina og það gjör- yðilagt og stóð beina- grindin ein eftir. Utan einn veggur og á þeim vegg voru allar myndirn- Hulda tveggja ara. ar sem jana héiföi fengið í brúðargjöf. Þeirra á meðal var ein Þingvallamynd. Þetta kallaði Jana alltaf kraftaverk og ég tók undir það með henni. Sprengjan féll um fimmt- án metra frá húsinu okkar og mynd- aði stóran gíg, en undir honum var þverá sem rann neðanjarðar í Tamesá. Smám saman fór að renna inn í skýlið hjá okkur, þar sem voru fimm börn auk okkar hinna fullorðnu. Kona sem bjó í annarri íbúð í húsinu, var þar með fjögur böm og hún var svo taugaóstyrk, að hún slökkti á einu ljóstýrunni, sem var í byrginu og við sátum þarna í kolniðamyrkri. Þegar við vorum búin að handlanga bömin upp til Rauðakrossfólksins, áttum við fót- um fjör að launa, áður en byrgið fylltist af vatni og við urðum renn- andi blaut. Ég var á einum saman náttkjólnum og blárri kápu utanyfir, þegar ég rauk út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.