Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 JjV fréttir Krimmi snúa aftur - tveir af góðkunningjum lögregiu og lesenda verða enn frægari og koma nú út í bókarformi Sigurður Örn Brynjólfsson, grafískur hönnuður, kennari og teiknimyndahöfundur, er búsettur i Eistlandi en kemur til íslands til að kenna. „Bísi og Krimmi fœdd- ust einhvern tímann á árinu 1976 í óþekktu húsi einhvers staöar í Hafnarfiröi. Þeir komu fyrir augu þjóðarinnar á síöum Daghlaösins dag- lega á árunum 1977 og 1978. Þar var þeim gert hátt undir höföi, fengu sinji sess á síöu tvö. A þessum árum var Dagblaöiö unniö og prentaö inni í Síöumúla. Viö sömu götu var aug- lýsingastofan sem ég vann á og þaö kom iðu- lega fyrir aö ég teiknaöi ramma dagsins meö másandi sendil úr prent- smiöjunni standandi viö hliöina á mér. Hann hljóp síöan meö afuröina yfir í smiöju þar sem urr- andi prentarar biðu meö auðan blett á síöunni. “ Þannig lýsir Sigurður Öm Brynj- ólfsson, teiknari, grafískur hönnuður og höfundur teiknimynda, þeim árum sem hann gladdi lesendur Dagblaðsins með skringilegum uppátækjum og út- úrsnúningum þeirra óborganlegu fé- laga Bísa og Krimma. Tímaþröng Sig- urðar við að skila í prentsmiðjuna á þessum árum hefúr eflaust átt sínar skýringar í því að hann vann á auglýs- ingastofu, kenndi við Myndlista- og handíðaskólann og átti auk þess að fá frumlega hugmynd að Bísa og Krimma sex daga vikunnar. Bísi og Krimmí lifðu sínu sjálfstæða lífi og kímni þeirra byggðist oft á skopi sem var óháð tímanum en oft mátti sjá atburði samfélagsins og stjómmála- menn og gjörðir þeirra birtast í spé- spegli í veröld þeirra. Ætti að vekja þá upp? Bísi og Krimmi hafa ekki horft framan í íslenska lesendur í meira en 20 ár en nú geta fomir aðdáendur rifj- að upp kynnin því þeir kumpánar era komnir út í bókarformi. Bókin heitir Bísi og Krimmi og kom út 19.9.1999 og í henni er að finna brot af því besta. „Ég ræddi talsvert við unga menn á dögunum sem vora að gera heimildar- mynd um íslenskar teiknimyndir. Það kom mér á óvart hvaö þeir mundu vel eftir Bísa og Krimma. Kannski ætti að vekja þá félaga til lífsins á ný.“ Sigurður Öm Brynjólfsson lauk námi í grafiskri hönnun frá Myndlista- og handiðaskólanum árið 1968 og stundaði síðan framhaldsnám í grafik við sama skóla. Hann nam frjálsa myndlist, málun og grafik við Academie van Beeldende Kunst í Rott- erdam 1969 til 1970. Hafði engan sérstakan áhuga á teiknimyndum „Ég hafði eng- an sérstakan áhuga á teikni- myndum þegar ég var í skólanum. Síðan var ég að vinna á auglýs- ingastofunni Argusi árið 1970 og þá bað einn viðskiptavinanna, líftryggingafélag- ið Andvaka, um auglýsingu í formi teikni- myndar. Sjón- varpið var nýlega byijað og mjög móðins að aug- lýsa i því. Ég man að ég hringdi í skólabróður minn sem ég vissi að átti handbók um gerð teiknimynda og las í henni alla nóttina áður en ég hitti mennina frá Andvöku. Þessi auglýsing varð fyrsta teikni- myndin sem ég gerði.“ Á árunum 1975 til 1980 vann Sigurð- ur að gerð teiknimyndar um Þrymskviðu sem varð 15 mínútna löng og var í rauninni fyrsta íslenska teiknimyndin. Siðan hefúr hann unnið fiölda teiknimynda sem allar hafa ver- ið gerðar meira eða minna í samvinnu við erlenda aðila. „Ég komst fyrst í sambönd við fram- leiðendur í Svíþjóð árið 1985 og starf- aði að ýmsum verkefnum þar en flutti loksins alveg út til Eistlands 1993 eftir að hafa verið þar með annan fótinn um hríð. Þar er ég í skemmtilegri sam- vinnu við finnskan framleiðanda. Samstarfið er nokkurs konar þríhym- ingur. Ég bý í Tallin og móta hug- myndir og persónur í teiknimyndir og skrifa handrit. I Vilníus í Litháen er hópur manna sem teiknar og setur saman myndimar og síðan er fram- leiðandinn í Helsinki sem sér um að koma myndunum á framfæri á mark- aðnum og afla styrkja." Heita allir íslenskir karlmenn Sigurður? Það era ekki margir íslendingar sem búa í Eistlandi en um tíma vora þeir þrir og hétu allir Sigurður og vora giftir eistneskum konum. Þá var það sem ungur Eistlendingur spurði Sig- urð hvort þetta væri eina karlmanns- nafnið á íslandi. Svona voru þeir félagar og höfundur þeirra kynntir til sögunnar í upphafi áriö 1977. 1 1 1 1 _ 1 _ 1 /'VERTV R&LGGOfi, VfO S. f ULjárxSM AA /V/5 ÞE.ÍM \ —i 1 i i W SUHOVK FyK'/R Kv&lO/ö/) Nokkur sýnishorn af Bísa og Krimma eins og þeir birtust lesendum Dag- blaðsins á árunum 1977 til 1978. Eiginkona Sigurðar heitir Líivia Leshkin og er tískuhönnuður sem rek- ur sitt eigið verkstæði og verslun í Tallinn. Þar era meðal annars seldir hattar sem nokkrar eiginkonur ís- lenskra embættismanna og þing- manna eiga sem hafa lagt leið sína í búðina þegar opinberar heimsóknir standa yfir. „Við erum núna að skoða þá hug- mynd að opna ef til vill verslun í Reykjavík þar sem seldur væri fatnað- ur sem Líivia hefur hannað. Það væri mjög skemmtilegt.“ Sigurður er staddur hérlendis og kennir teiknimyndagerð á stuttu nám- skeiði fyrir nema í grafiskri hönnun í Listaháskóla íslands og heldur fyrir- lestra fyrir almenning. Hann segir að skólinn hafi sýnilega litlum breýting- um tekið frá þvi að hann var þar kenn- ari og deildarstjóri í grafiskri hönnun á árunum 1982 til 1986 en fagnar þeim breytingum sem gera á við það að skól- inn breytist í Listaháskóla. Helstu verkefni fram undan hjá Sig- urði Emi era að vinna að röð teikni- mynda sem heita: It takes all kinds og fjallar um söguhetjuna Dindi. Hann fékk einnig styrk frá Menningarsjóði hér heima til að gera handrit að teikni- mynd um Leif heppna en það gengur erfiðlega að finna fjármagn. „Ég vildi helst halda mig við ís- lenska söguskoðun en ef við fáum fjár- magn í myndina frá Noregi er aldrei að vita hvað gerist varðandi uppruna Leifs.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.