Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 16
i6 heygarðshornið
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 33"V
Mogginn er ponta sem allir geta
stigið í. Hún er virðuleg og vönduð
með gömlum útskurði og sá sem tek-
ur þar til máls fer næstum því
ósjálfrátt að nota zetu og kommur á
undan tilvísunartengingum og
skrifa „eg hefi“. Þetta er sveitablað-
ið okkar; gestrisið blað og frjálslynt,
öllum opið. Slíkt er hægt að misnota.
Nú er tími játninganna; allir
vinstri menn eiga að stíga fram og
játa baki brotnu. Gera upp fortíð
sína eins og það er kallað og áður en
Þór Whitehead og Jakob F. Ásgeirs-
son siga á mig rannsóknarnefnd er
best að ég játi strax mín afbrot gagn-
vart þessu borgaralega og umburðar-
lynda blaði, fullur iðrunar. Mér er
það sem sé i fersku minni þegar
Gervasoni-málið stóð sem hæst og ég
var í menntaskóla að ég og vinur
minn sem nú er virðulegur prófessor
skrifuðum fjölda lesendabréfa undir
aðskiljanlegum nöfnum sem við
fengum lánuð í því skyni að búa til
almenningsálit. Siðan birtust þau í
Velvakanda. Það voru skemmtileg
og skapandi skrif.
* * *
En kann aö hugsast að nú sé
eitthvað svipað í gangi í Morgun-
blaðinu? Að minnihlutahópur í
skoðunum sé að reyna að láta líta
svo út sem hann sé sjálfur Al-
menningur að láta í ljós sitt Álit?
Eða getur það verið einleikið
hversu margt gagnkynhneigt fólk
að eigin mati virðist finna sig knú-
ið einmitt um þessar mundir til að
amast við samkynhneigð annarra.
Það er að minnsta kosti sérkenni-
legt hversu mjög það fólk sem um
þessi mál tjáir sig er hervætt Bibl-
íutilvitnunum í bak og fyrir, sem
bendir óneitanlega til þess að við-
komandi hafi skringilegar aðferð-
ir við að komast að niðurstöðum í
lífinu.
Ef marka má umræðuna í Morg-
unblaðinu um þessar mundir
brennur það heitast á íslenskri
þjóð þetta ár hvort samkynhneigð
sé sjúkdómur sem megi lækna,
hvort hún sé Guði þóknanleg, and-
stæð kristinni trú, viðurstyggð.
Ýmislegt bendir reyndar til að
trúflfl séu að færast í aukana nú í
aldarlok. í barnatíma á sunnu-
dagsmorgni í Ríkissjónvarpinu
um daginn velti stúlka fyrir sér
upphafi mannsins og sagði að
„ýmsir teldu“ að maðurinn „væri
kominn af öpum“ og klykkti út
með því að það væri „nokkuð at-
hyglisverð hugmynd". Svo fór hún
að segja frá Adam og Evu.
En ætli við verðum ekki samt að
ætla að flestir landsmenn séu svo
upplýstir að vita að óyggjandi gögn
hafa fundist sem sýna að menn og
apar eiga sér sameiginlegan upp-
runa.. Og ætli við verðum ekki líka
að ætla að flestir íslendingar noti
aðrar aðferðir við að gera upp hug
sinn um kynhneigðir náungans en
að fletta upp í spámönnum Biblíunn-
ar. Umræðan um samkynhneigð í
Morgunblaðinu hefur sem sé verið
alltof trúarleg til þessa, bæði hjá
þeim sem ráðist hafa á samkyn-
hneigða og líka hinum sem gripið
hafa til varna: það er ekki vandamál
samkynhneigðra ef Kirkjan á ekki
annað erindi við þá en að segja þeim
að leita sér lækninga við þeim kvilla
að vera þeir sjálfir.
* * *
Hvernig stendur á þessari herferð
nú? Það er freistandi að líta svo á að
það kunni að standa í einhverju
sambandi við umræður á alþingi um
ættleiðingarlög, þar sem nokkrir
þingmenn Samfylkingar og VG hafa
vakið athygli á nauðsyn þess að
fram komi í þeim lögum að fólk í
staðfestri sambúð fái leyfi til ættleið-
inga sé skilyrðum fullnægt. Bent hef-
ur verið á að nú þegar er Qöldi
barna alinn upp af samkynhneigð-
um pörum, en réttarstaða þeirra
barna og stjúpforeldra þeirra er hins
vegar engin. í rauninni er hér ekki
um annað að ræða en eðlilegar laga-
tæknilegar úrbætur sem ættu að
geta runnið
þegjandi og
hljóðalaust í
gegnum þing-
ið. Því um
leið og sam-
kynhneigðu
fólki gafst
kostur á því
að staðfesta
sambúð sína
gagnvart sam-
félaginu með
svipuðum
réttindum og
skyldum og
gilda í hjónaböndum gagnkyn-
hneigðra þá var samféiagið í raun að
viðurkenna þess háttar sambúðar-
form - þess háttar fjölskyldugerð þar
sem tveir einstaklingar af sama kyni
deila kjörum sínum og lífi. Og þegar
sú viðurkenning er komin þá leiðir
af sjálfu sér að samfélaginu ber
Guðmundur Andri Thorsson
skylda til að tryggja að réttarstaða
meðlima slíkra fjölskyldna sé sú
sama og annarra tjölskyldna. Nái
þær úrbætur
ekki fram að
ganga að sam-
kynhneigðir fái
að ættleiða
börn - uppfylli
þeir skilyrði -
þá hljótum við
að líta svo á að
Dómsmálaráð-
herra og flokk-
ur hennar að-
hyllist hug-
myndir sértrú-
arsafnaða og
örfárra poka-
presta um að samkynhneigð sé sjúk-
dómur, villa og viðurstyggð.
Og þá vitum við að minnsta kosti
það. Síðan mætti spyrja ráðherrann
um hvað hún haldi um kenningar
Darwins og hvort hún trúi þvi að
jörðin sé hnöttótt eða flöt.
Ef marka má umrœöuna í
Morgunblaðinu um þessar
mundir brennur það heitast
á íslenskri þjóð þetta ár
hvort samkynhneigð sé
sjúkdómur sem megi lœkna,
hvort hún sé Guði þóknan-
leg, andstœð kristinni trú,
viðurstyggð.
Idagur í lífí
Á vaktinni yfir jöklinum:
Magnús Tumi Guð-
mundsson hefur í mörg
horn að líta því hann
kennir við Háskóla ís-
lands en vakir einnig
yfir hverri hræringu
Mýrdalsjökuls en þar
undir sefur Katla sem
sýnist vera að rumska.
Mánudagsmorgunn 18. október.
Dagurinn byrjar eins og venjulega á
að koma börnunum í skólann. Við
Anna hjálpumst að við það verk en
síðan tekur kennslan við. Á mánu-
dagsmorgnum þetta misseri kenni
ég verklega tíma í eðlisfræði, hópi
nemenda á fyrsta ári. i dag skoðum
við vagna sem renna eftir svifbraut
og leyndardóma snúningshreyfing-
ar. Það skemmtilega við þessa
kennslu er að flestum fer mikið fram
eftir þVí sem líður á misserið enda
leggja háskólanemar á fyrsta ári
hart að sér.
Hugurinn er undir jöklinum
Þó kennsla og annað þess háttar
stúss taki stóran hluta tímans hjá
háskólakennara á miðju misseri er
þó hugurinn bundinn við annað
núna. Á laugardaginn 16. okt. fórum
við í annað radarmæliflugið yflr
Mýrdalsjökul. Fyrstu ferðina fórum
við 8 dögum fyrr. Flugferðirnar eru
Reykjavík tel ég mig hafa tíma fram
til kl. 4 síðdegis áður en fólk mætir
þar til vinnu. En rétt fyrir 3 hringir
síminn, Mary Chapman er á línunni.
Eins og Bandaríkjamanna er siður
þá fellur henni ekki verk úr hendi
og mætir því til vinnu fyrir kl. 7 á
morgnana. Ég lofa öllu fogru, næ að
senda henni tölvupóst i þann mund
sem dagvinnu lýkur á íslandi. Þá er
Dísa búin að vinna og prenta út
sniðin af Mýrdalsjökli. Ég leggst yfir
þau og ber saman mælingarnar
þessa tvo daga, 8. og 16. október. í
ljós kemur að ekki hafa orðið mark-
tækar breytingar á sigkötlum Mýr-
dalsjökuls á þessum 8 dögum. Sú
niðurstaða kemur ekki á óvart - hún
er í samræmi við þá tilflnningu sem
við fengum í fluginu sjálfu. í fyrra-
málið sendum við niðurstöðumar til
Almannavarna og kollega á öðrum
stofnunum sem koma að vöktuninni
en það eru Veðurstofan, Orkustofn-
un og Norræna eldfjallastöðin.
Engan moðreyk hér
Um kvöldið, eftir að matarstússi
og uppvaski er lokið, er stundum
þörf á að setjast við vinnu á ný.
Þetta kvöld er þannig. Þar sem ég
veit að morgundagurinn verður
ónæðissamur bý ég mig undir
kennslu miðvikudagsins. Þar mun
ég hitta fyrir heldur þjálfaðri hóp en
í dag: þriðja árs nemendur og við-
fangsefnið er vökvaaflfræði. Það eru
strembin fræði og ég kemst ekki upp
með moðreyk á þeim bæ. Það er
komið fast að miðnætti þegar ég legg
bækurnar frá mér og hugsa með mér
að nóg sé unnið og tími til að skriða
í bælið.
liður í vöktun Mýrdalsjökuls en órói
og umbrot síðastliðið sumar ýttu við
mönnum svo ákveðið var að fylgjast
náið með svæðinu næstu mánuði.
Það er ekki að ástæðulausu. Forboð-
ar Kötlugosa hafa verið mjög
skammvinnir og töluverð hætta gæti
stafað af gosi og meðfylgjandi hlaupi
ef ekki er allur vari hafður á. Flogið
er lágt yfír jöklinum meðan hæðar-
radar vélarinnar mælir fjarlægðina
niður á yflrborðið. Nákvæmt GPS
tæki í flugvélinni safnar staðsetning-
um. Með þvi að tengja þetta tvennt
saman fæst hæð jökulsins með 1-2
metra nákvæmni og til að skoða
hugsanlegar breytingar endurtökum
við sömu mælilínurnar á 1-2 vikna
fresti. Breytingar sem við reynum
að fylgjast með gætu verið ef ein-
hver ketillinn dýpkar eða stækkar,
það væru merki um aukinn jarðhita.
Ef ketill grynnkar með tímanum án
þess að umfangið minnki gæti það
verið vísbending um vatnssöfnun og
hættu á jökulhlaupi. I dag, mánudag,
verður unnið úr mælingum laugar-
dagsins.
Styrkur til rannsókna á eld-
gosum
Þegar kennslunni er lokið liggur
leiðin út i Haga við Hofsvallagötu
þar sem við jarðeðlisfræðingar á
Raunvísindastofnun höfum aðsetur.
Á meðan situr Guðbjami, verkfræð-
ingur á Flugmálastjóm, á 5. hæð í
flugturninum og leggur síðustu
hönd á úrvinnslu GPS mælinganna.
Og skömmu síöar fær Þórdís, sam-
starfskona mín, gögnin með tölvu-
póstinum. Dísa tekur til óspilltra
málanna að tína út mælilínurnar og
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla
íslands, fylgist með hverri hreyfingu Kötlu í Mýrdalsjökli.
teikna upp sniðin af jökulyfirborð-
inu. Á meðan vinn ég í styrkumsókn
vegna ráðstefnu um eldgos í jöklum
sem halda á hér á landi á næsta ári.
Ég var búinn að lofa að senda
Mary Chapman, jarðfræðingi í
Arizona í Bandaríkjunum, athuga-
semdir við umsóknina á þessum
mánudagsmorgni. En þar sem dagur
rís 8 tímum seinna í Arizona en í