Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 11
H>'Vr LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 11 Jóhann Ársæls- son hefur ekki að- eins gengið í lið með Sverri held- ur einnig farið i smiðju til hans og sótt þangað vopn. Með frem- ur ósmekkleg- um hætti ræðst hann á Sigurð Þórðarson rík- isendurskoð- . anda og A vegar um i heim. Ekki i þótti I ástæða a tii að Sverrir Hermannsson, fyrr- verandi bankastjóri Landsbank- ans og núverandi alþingismað- ur, hefur eignast bandamann. Fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbanka íslands, Jóhann Ár- sælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, er genginn í lið með laxveiðimanninum. Jóhann Ársælsson fer mikinn í opnugrein í Degi síðastliðinn þriðjudag undir yfirskriftinni Valdatafl um Landsbankann. Þar heldur Jóhann því fram að þrír fyrrum bankastjórar Lands- bankans, þar á meðal Sverrir Hermannsson, hafi verið neydd- ir til að segja af sér, enda hefði málið ekki mátt ganga lengra „vegna þess að þá munu allir ábyrgðaraðilar bankans lenda í súpunni". Með öðrum orðum, Jóhann heldur því fram að þre- menningunum hafi verið fórnað - látnir sitja einir uppi með sök- ina. Helst má af skrifum Jó- hanns skilja að þeir haíl lítið gert annað en „tekið venjur og siði í arf frá fyrri tíma“. Engum ætti að koma á óvart þótt málflutningur af þessu tagi sé Sverri Hermannssyni þóknan- legur. í viðtali við Dag síðastlið- inn miðvikudag segir Sverrir að Jóhann fari með rétt mál: „Hann var á sviðinu miðju, maðurinn, og vissi ýmsa hluti, sem aldrei komu fyrir mín eyru. Ég fæ ekki betur séð en hann sé með rétta strenginn, réttu línurnar í þessu öllu saman í grein sinni. Auð- vitað var þetta fólk sem stjórnaði traffikinni ekki í neinu trúnaðar- sambandi við mig þegar þetta svo- kallaða Lands- bankamál gekk yfir því það var verið að ráða okk- ur af dögum.“ Jóhanni Ársæls- syni er mikið niðri fyrir í grein sinni, enda í mun að skrifa söguna eins hentar honum og pólitískum markmiðum hans. Allra síst hefur hann áhuga á að fjalla um málefni Landsbankans eða hvernig hann sem fulltrúi eiganda - al- mennings - stóð sig í bankaráði þar sem hann átti sæti 1995 til 1998. Ekki var arðsem- inni fyrir að fara á þeim bæ þegar Jó- hann tók að sér að gæta bankans. Og ekki fór mikið fyrir því að Jó- hann tækist á við þau mein sem voru í rekstri bankans. í besta falli fór hann leynt með allar slikar til- raunir. Bankaráðsformaðurinn kýs að setja flokkspólitískan spill- ingarstimpil á Landsbankamál- ið, enda hentar það málstaðnum betur og söguskýringum þess sem forðast að axla þá ábyrgð sem honum ber. Jóhann ákvað að segja sig úr bankaráðinu, ekki vegna þess að hann teldi sig bera ábyrgð á subbulegum risnukostnaði, sem varð Sverri Hermannssyni að falli, heldur vegna þess að við- skiptaráðherra „skipaði banka- ráðinu með hrokafullum hætti að ráða“ núverandi bankastjóra: „Ég íhugaði að segja af mér í ráðinu þá þegar. En vegna þess uppnáms sem allt málið hafði valdið komst ég að þeirri niður- stöðu að það væri mjög mikil- vægt fyrir bankann að samstaða yrði um ráðningu nýs banka- stjóra til að stýra bankanum út úr þessum hremmingum og stóð því að henni enda um hæfan mann að ræða. Ég ákvað hins vegar af þessari ástæðu og ýms- um öðrum að segja af mér í ráð- inu í beinu framhaldi af þessum atburðum." Lærdómur Mér virðist sem hvorki Jó- hann né Sverrir hafi dregið rétt- an lærdóm af Landsbankamál- inu, (sem Sverrir segir að sé svo- kallað Landsbankamál!) og er það miður því hann er einfaldur og ætti að vera öllum ijós. Óráðsía er algengur fylgikvilli ríkisrekstrar. Subbuskapur og spilling þar sem farið er frjáls- lega með opinbera fjármuni er afleiðing pólitískra afskipta og ríkisrekstrar. Bankastjórar Landsbankans öxluðu ábyrgð á fremur léttvæg- um subbuskap með fjármuni sem þeim var trúað fyrir. Þar voru sumir sekari en aðrir. Hall- dór Guðbjarnason tók af skarið og sagði af sér. Síðar kom í ljós að hann hafði ekki tekið þátt í veislunni miklu í bankanum eða eins og Halldór sagði í yfirlýs- ingu sem hann gaf út þegar hann sagði upp starfi sínu: „Lands- banki íslands hefur undanfarið lent í brennipunkti opinberrar umræðu um málefni, sem undir- ritaður hefur ekki borið, og get- ur ekki borið ábyrgð á ... Vænt- anleg skýrsla Ríkisendurskoðun- ar um laxveiðar, risnu og annan kostnað mun staðfesta það.“ Hitt er svo annað að laxveiðar Landsbankamanna í gegnum tíðina eru langt kfrá því að vera versta ^dæmið um subbuskap frjálslega meðferð Lopinberra fjármuna. LSteingrímur Her- \mannsson, fyrrver- \andi seðlabanka- tstjóri, varð uppvís \að því að láta \bankann bera \ferðakostnað af i einkaferðum á iráðstefnur víðs Laugardagspistill Úli Björn Kárason ritstjóri Steingrímur bæri ábyrgð slíku. reynir að sverta störf hans: „Og ríkisendurskoðandinn tók að sér að gefa félögum sínum í klúbbn- um siðferðisvottorð. Hann veitti syndaaflausnir á báða bóga.“ Starfsmenn Ríkisendurskoðun- ar eru ekki óskeikulir frekar en aðrir og þeir geta gert sín mistök - sem betur fer. Þess vegna er Ríkisendurskoðun ekki yfir gagn- rýni hafin, frekar en önnur mannana verk. Þingmenn, ráð- herrar, fjölmiðlar og almenning- ur eiga fullan rétt til að setja fram málefnalega gagnrýni á störf Rík- isendurskoðunar. Dylgjur Jó- hanns Ársælssonar eiga hins veg- ar ekkert skylt við málefnalega gagnrýni sem sett er fram með rökstuðningi og af sanngirni. Þar sver hann sig i fóstbræðralag við Sverri Hermannsson sem taldi sig þess umkominn að fella dóma með fúkyrðum yfir rikisendur- skoðanda. Sumar ríkisstofnanir eru óþarf- ar, aðrar gegna hlutverki sínu með sóma. Ríkisendurskoðun er dæmi um ríkisstofnun sem hefur sinnt verkefnum sínum með sóma og komið á aga í ríkiskerf- inu sem annars væri ekki til stað- ar. Hefði ekki verið nær fyrir Jóhann Ársælsson að benda á þessa staðreynd um leið og hann beindi þeim tilmæl- um til viðskiptaráðherra að bretta upp ermar og | reyna nú að standa í stykk- finu við einkavæðingu fjár- ’ málakerfisins sem allt of lengi hefur verið undir stjórn stjórnmálamanna sem raða sér í bankaráð og stjórn- ir til að ná sér i aukasporsl- ur. Ríkisendurskoðandi skotsponn Óvenjulegir bandamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.