Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 IjV fréttir - Stoke-málið endanlega úr sögunni - ráðning landsliðsþjálfara í brennidepli Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Guðjón Þórðarson handsala samning sem gerður var fyrir tveimur árum síðan. Nú velta menn því fyrir sér hvort þessir tveir menn takist í hendur á ný á næstu dögum og geri nýjan samning eða Guðjón hverfi tii annarra starfa. Það orð hefur farið af íslending- um að vera stórhuga á sem flestum sviðum og er íþróttasviðið engin undantekning í þeim efnum. Síðla sumars komst sú saga á kreik að fjársterkir íslendingar hefðu hug á því að eignast meirihluta í knatt- spymufélagi á Bretlandseyjum. Svona áform hafa aldrei náð lengra en að vera draumur hjá mönnum hér á landi, en i þetta skiptið var ekki svo heldur reyndist þetta bláköld alvara. íslensku fjárfestun- um var þetta meining, þeir ætluðu sér að eignast meirihluta í Stoke City, sem lifir á gamalli frægð. Lið- ið má muna sinn fífil fegurri en síð- ast vann það titil fyrir fyrir 27 árum, þá bikarmeistari 1972. Eftir það hefur verið á brattann að sækja og liðið hefur í 16 ár átt í erfiðleikum í neðri deildunum, ef undan er skilið tímabilið 1995-96 en þá var liðið hársbreidd frá því að fara upp í efstu deild. Á þessum tíma var ráðist í mjög fjárfreka framkvæmd þegar byggður var nýr heimavöllur, sem kostaði kannski meira en liðið réði við. Koma Stoke til vegs og virð- ingar á nýjan leik Markmið íslensku fjárfestanna var að koma Stoke City til vegs og virðingar á nýjan leik en aðalmark- miðið var auðvitað að hagnast á dæminu. Eftir því sem liðið efldist og það kæmist loks í efstu deild færu hjólin að snúast fyrir alvöru. Fjarfestunum var tekið fagnandi þegar spurðist að þeir hefðu áhuga á að kaupa meirahluta í félaginu. Á haustmánuðum fóru viðræður í gang af fullri alvöru en ljóst var að löng samningsgerð gat verið fyrir höndum eins og reyndin varð á. Viðræðurnar drógust á langinn og fannst mörgum það ekki ekki boða gott. íslendingarnir fóru nokkrar ferðir utan til Stoke til skrafs og ráðagerða og var um tíma góður gangur á viðræðum. Eftir sem á leið stefndi hraðbyri í það að fjárfestar- nir eignuðust meirihluta í næstelsta félagi Englands. Snuðra hljóp á viðræður í upphafi vikunnar ur þegar í ljós kom að skuldir félagsins eru meiri en talið var. Bókhaldið sýndi mun verri stöðu og þá tóku málin aðra stefnu smám saman. í síðustu ferð fjár- festanna til Stoke var að vísu góður hugur i mönnum og báru þeir þá von í brjósti að hægt yrði að gera drög að samningi sem skrifað yrði undir síð- ar. Á fyrstu dögum þessarar viku var gott hljóð í báðum aðilum. Með hliðsjón af verri stöðu Stoke en talið var vildu ís- lensku fjárfestarnir lækka upphaflegt kaupverð. Forsvars- menn Stoke féllust ekki á það og kúvend- ing í málinu blasti við. í kjölfarið ákváðu íslendingarnir að halda heim á leið og falla alveg frá kaup- unum. Málið er sem sagt alveg úr sögunni. Þessi endalok hljóta að vera is- lensku tjárfestunum mikil vonbrigði en ekki hefur þó allt ver- ið unnið fyrir gýg. Þeir standa þó eftir með nokkra reynslu í svona málum sem mun nýtast þeim á svipuðum vettvangi því aldrei er að vita nema áhugi þeirra á kaupum á knatt- spymuliði vakni aftur. Nokkur lið á Englandi standa mjög illa og eru raunar i gjörgæslu af þeim sökum. Þau bíða eftir því að sterkir peningamenn komi þeim til bjargar. Upphæð til leikmannakaupa vakti athygli Fyrirhugað kauptilboð íslensku fjáifestanna nam um 700 milljónum króna og átti um 115 miljónir af þeirri upphæð að nota til leik- mannakaupa. Þessi tala vakti ahygli margra, því í dag er varla keyptur nema einn þokklega góður leikmað- ur fyrir þá upphæð. Þessi endalok hljóta að vera sár vonbrigði Þessar málalyktir urðu íslending- um ekki bara vonbrigði því Stoke-menn segjast sitja eftir með sárt ennið. Keith Humphreys, for- maður stjórnar enska liðsins, lýsti yfir sárum vonbrigðum með þessi málalok í Sentinel, dagblaði sem gefið er út í Stoke. „Ég fékk mikla ánægju af viðræð- unum við íslendingana," sagði Humphreys. Hann sagðist vona að annar aðili með sömu áform kæmi inn í þetta dæmi fljótlega. Eftir að Stoke-málið svokallaða sigldi i strand hefur komið upp ný staða varðandi þjálfaramál íslenska landsliðsins í knattspymu. Guðjón Þórðarson, sem á tvo daga eftir af samningi sínum við Knattspymusambandið, er aftur kominn inn í myndina en gengið hafði verið út frá því sem visu að hann færi til Stoke. Á meðan Stoke- málið var í fullri gerjun fékk Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambandsins, fullt umboð stjómar KSÍtil að hefja viðræður við Atla Eðvaldsson um að taka við starfi Guðjóns með landsliðið. Heimildir DV herma að samningur Atla við KSí hafi verið langt kominn og til stóð að hann undirritaði samninginn i þessari viku. Eggert í kiípu Með nýjum tíðindum af Stoke- málinu er formaður KSÍ kominn í nokkra klípu. Eðlilega hitti hann Guðjón á fundi í gær og fyrradag þar sem þjálfaramálin voru reifuð, en eins og fram kom í viðtali við DV í gær hefur KSÍ ekki boðið Guðjóni nýjan samning. Eggert sagði að íþróttaljós Jón Kristján Sigurðsson Guðmundur Hiimarsson einhugur væri hjá stjóm KSÍ að þjálfaramálin kæmust á hreint sem allra fyrst en sami einhugur virðist ekki vera um það hverjum eigi að bjóða þjálfarastöðuna. DV hefur heimildir fyrir því að stjóm KSÍ sé klofin í þeim málum og menn ekki sammála um hvaða skref eigi að stíga. Árangur Guðjóns með landsliðið hefur verið eitt ævintýri og þessi árangur er eitthvað sem bjartsýnustu menn reiknuðu ekki með að gæti gerst. Þessi árangur Guðjóns hlýtur að kalla á, að hann vilji meira fyrir sinn snúð varðandi kaup og kjör hjá KSÍ, en í dag em laun hans 420.000 á mánuði. Eggert Magnússon segir að ekki sé svigrúm til að hækka laun landsliðsþjálfarans og KSÍ geti ekki keppt við erlend félög í þeim efnum. Þetta atriði gæti því komið í veg fyrir að Guðjón verði endurráðinn í starf landsliðsþjálfara. Guðjón hefur stefnt leynt og Ijóst að því að komast lengra í sinni þjálfun og ef KSÍ getur ekki boðið honum betri samning en hann hefur í dag, má ljóst vera að hann hættir starfi sínu. Það yrði miður fyrir íslenska landsliðið. Með fuliri virðingu fyrir Atla Eðvaldssyni, sem hefur sannað hæfni sína sem þjálfara, er Guðjón besti kosturinn og hætta er á að hans góða starf með liðið sé unnið fyrir gýg haldi hann ekki áfram. Eins og staðan lítur út í dag eru mestar líkur á að Atli Eðvaldsson verði næsti þjálfari íslenska landsliðsins. Guðjóni Þórðarsyni tókst að koma íslenska landsliðiriu á landakortið svo um munaði og verði það niðurstaðan að hann hætti, bíður Atla Eðvaldssonar erfitt og krefjandi verkefni. Snuðra hljóp á samningaviðræð- MmmwmmAm mwi Hvaleyrarbraut 18-20 220 Hafnarfjörður SÍMI-565-5055 FAX-565-5056 Nýja línan frá W** 1AB260 sanbngl trésníiavél 5 aðgerfia véI Slg, Fræsiri, Afrtttari, fqfkktarlefill, Hallailegt blafi Kll til ii fara neð i aiilli vinnstafia q I bilskúrinB Það gæti skýrst um helgina hvort Guðjón Þórðarson verður áfram landsliðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu en undir hans stjórn hefur liðið náð frábærum árangri. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, stendur örugglega f ströngu um helgina. Eftir að Stoke-málið var úr sögunni tóku þjálfaramálin allt aðra stefnu en áður. KSÍ var komið langt í samninga- viðræðum við Atla Eðvaldsson. Atli er ennfremur með tilboð frá KR und- ir höndum þannig að hann er eftir- sóttur. CSCm EINKAUMBODÁISLANDI ‘WúáWax Cll 3S0 Sambyggö öflug vél tyrir fagraaonlnn þrir 5,5 H mútorar, hallaiiegur fræsíspindiii, hallanlegt blai, Fyrirskeri, £ 1124 RennibekkBr S45 Banisfig mefi kallanlegi borði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.