Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 8
8 ■éyggðamáI FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: Fólksflóttinn áhyggjuefni „Ef ég horfi á þetta með mlnum hefðbundnu gleraugum sveitar- stjórnarmanns á suðvesturhorn- inu þá ætti ég að sjálfsögðu að segja fjölgun hér fagnaðarefni og til marks um það að hér er með sanni öflugt samfélag sem fólk er að sækja í. Þetta ástand er þó vissulega áhyggjuefni vegna þess að mín skoðun er sú að íslenskt samfélag verði miklu fátækara og fjölbreytnin minni ef fólk flyst að mestu hér á suðvesturhomið,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri I Reykjavík, um þá byggðaröskun sem nú stendur sem hæst. „Ég óttast að það sé erfltt að koma vömum við hvað lands- byggðina varðar. Menn einblína um of á atvinnulífið í samhengi við fólksflótta. Það hefur ekki ver- ið þannig að menn hafi flust vegna atvinnuleysis. Jafnvel þegar atvinnuleysið var sem mest í Reykjavík og næga vinnu að hafa úti á landi var fólkið samt að flytja. Það er fyrst og fremst menntun, menning, opinber þjón- usta og verslunin sem fólk er að sækja í á þetta svæði,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Það sem einna helst gæti stöðvað þessa þróun væri ef nógu stórir byggðakjarnar yrðu til úti á landi. Akureyri getur orðið mót- vægi en hún þarf að verða stærri, því það dugar ekki 15 þúsund manna samfélag. Hvað smærri staði varðar þá getur verið að þeir geti lifað. Ég bendi á að Grímsey getur komist af með sína 100 íbúa en þá er það einfaldlega val að lifa í litlu samfélagi með þeim kostum sem því fylgja en jafnframt veit fólk að það getur ekki haft þá þjónustu sem stærri stöðum fylgja,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill mótvægi viö höfuö- borgarsvæöiö. Jón Kristjánsson alþingismaður: Árið 1999 var enn eitt ár byggðaröskunar: Straumurinn er þungur „Það vantar meiri fjölbreytni í atvinnu- líf og menntun. Straumurinn er þung- ur og það hefur enn ekki tekist að stöðva hann,“ segir Jón Kristjánsson, alþing- ismaður Austurlands, um stöðu landsbyggð- arinnar. „Á árinu höfum við Austfirðingar staðið í miklum átökum um að bæta einni stoð til viðbótar við atvinnulífið, sem er orkunýting. Frá árinu eru mér þau gríðarlegu átök sem um það hafa staðið minnistæðust," segir Jón. „Það hefur þrátt fyrir þetta mörgu verið þokað áleiðis til að snúa þessu við. Við síðustu fjárlagagerð var hald- ið áfram að jafna tiifinnanlegan að- stöðumun svo sem við húshitunar- kostnað og námskostnað. Næstu ár verða örlagarík og mitt mat er að við verðum að ná jafhvægi. Annars er samfélagið syðra orðið svo stórt að það dregur sjálfkrafa að sér,“ segir Jón. Ögmundur Jónasson: Landið sporðreisist „Ef fólk kemur hingað i stríðum straumum eins og gerst hefur í of ríkum mæli þá höldum við ekki í við í uppbygg- ingu þjónustu og sköpum félagsleg vandamál. Þjóðhags- legan kostnað af ójafn- væginu ber þjóðin öll," segir Ögmundur Jónasson, alþing- ismaður Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs í Reykjavík, um fólks- flóttann suður. „Reykvíkingar, ekki síður en aðrir, eru fylgjandi jafnvægi í byggð landsins. Landið sporðreisist i efnahagslegu tiiliti ef ölium er hlaðið á suðvesturhomið því verðmæta verður að afla á landinu alit um kring,“ segir ögmundur. Einar K. Guðfínnsson: Mesta þjóðfé- lagsmeinið „Þessi byggðaþró- un er mesta þjóðfé- lagsmein okkar ís- lendinga,“ segir Einar K. Guðfinnsson, al- þingismaður Vestfirð- inga, um flóttann af landsbyggðinni suð- ur. „Þama er fráleitt um að ræða einkamál þeirra byggða sem missa frá sér fólk. Straumurinn suður kostar sveitarfélög þar morð fjár; líklega milljarða króna á ári í fjárfestingum sem þjóðfélagið getur verið án. Þá hef ég sýnt fram á að verðsprenging á íbúðamarkaði syðra er stærri þáttur í verðþróun en eldsneytishækkanir. Verðbólgan skrúfar upp lán þeirra sem skuldugast- ir em og skerðir lífskjör tugþúsunda íslendinga. Þetta má rekja til íbúaþró- unarinnar," segir Einar K. Ögmundur Jónasson. Flóttinn sudur - Vestfirðingar eiga enn eitt íslandsmetið í mannfækkun Enn flýja landsbyggöarmenn suöur viö litlar vinsældir; bæði þeirra sem þeir yfirgefa sem og þeirra sem þeir flýja til. Á árinu 1999 hélt fólksflóttinn af landsbyggðinni áfram af fullum krafti. Höfuðborgarsvæðið dafnar sem aldrei fyrr og byggðin þenst út til allra átta. Brottfluttir telja þús- undir á árinu og samsvarar því að ein fjölskylda flytji til borgarinnar á hverjum einasta degi. Alls búa á höfuðborgarsvæðinu 278.702 en voru ári fyrr 275.264. Þannig hafa 3.438 íbúar bæst við á einu ári. Það samsvarar öllum íbúum á ísafirði. Þar er þó ekki um að ræða ein- göngu flutninga frá landsbyggöinni heldur er inni í þeirri tölu fjölgun vegna fæddra umfram látna. Mest fjölgun á höfuðborgarsvæðinu varð í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölg- aði um 6,4 prósent. Ekkert sveitar- félag á höfuðborgarsvæöinu glímdi við fækkun nema Seltjamarnes þar sem íbúum fækkar um 0,7 pró- sent. Það á sér þær skýringar að ekkert byggingarland er á svæðinu og aldurssamsetning þannig að fæöingar halda ekki í við dauðsföll. íslandsmet Einna tæpast stendur byggð á Vestfjörðum þar sem mannfækk- unin nemur 3,4 prósentum. Sú fækkun felur í sér íslandsmet i mannflótta. Mesta fækkun innan Vestfjaröa er á Þingeyri þar sem fækkunin slagar hátt í 10 prósent. Það á sér þær skýringar að helstu atvinnufyrirtækin á staðnum hafa átt í gífurlegum erfiðleikum. Rauð- síða ehf. varð gjaldþrota en áður hafði Kaupfélag Dýrfiröinga lagt upp laupana. Um tíma ríkti algjör óvissa um framtíðina og nokkrar fjölskyldur tóku sig upp og fluttu auk þess að útlendingar sem störf- uðu við fiskvinnsluna fluttu sig um set til annarra lifvænlegri staða. Fiskvinnsla í frystihúsi Þingeyr- inga var aftur sett af stað undir merkjum Vísis hf. í Grindavík sem fékk úthlutað byggðakvóta til nokkurra ára en þá var skaðinn skeður. í höfuðstað Vestfjarða, ísa- firði fækkaði um 4,6 prósent íbúa en þar ber hæst niðurtalning stór- fyrirtækisins Básafell sem glímdi við stórtap sem leiddi til þess að skip voru seld og einingum úr rekstrinum lokað. Einn staður á Vestfjörðum bætir viö sig fólki að einhverju marki. Það er Tálkna- fjörður þar sem fjölgar um 6 pró- sent. Sá staður er hinn eini sem staðið hefur utan við allar samein- ingar. í heildina fækkar Vestfirð- ingum um tæplega 300 manns á ár- inu eða úr 8601 í 8308. Það sam- svarar öllum íbúum Flateyrar. Kyrrstaöa Á Suðurnesjum stendur fólks- fjöldi í stað ef miðað er við fjölgun landsmanna. íbúum fjölgar um 1,4 prósent. Þar er þó að finna íslands- met í mannfækkun ef litið er til einstakra svæða. íbúum í Höfnum fækkar um 11,9 prósent. Þeir voru 126 en verða 111 þegar áriö er gert upp. Mesta fjölgunin er í Vogum þar sem íbúum fjölgar úr 616 í 642 eða sem nem- ur 4,2 prósent- um. Á Vesturlandi fjölgar fólki und- ir landsmeðaltali eða um 0,8 pró- sent. Mest fækk- ar í Búðardal eða um 2,8 prósent en mest fjölgar á Akranesi eða um 3 prósent. Á Norðurlandi vestra nemur fækkun íbúa 1,4 prósentum. Mest fjölgun er á Hólum þar sem fjölg- unin er 18,8 prósent en metfækkun þar er á Blönduósi þar sem fækkun nemur 5,6 prósentum. Alls fækkar Norðlendingunum um 131 íbúa. Þetta kjördæmi glímir því við mesta fólksfækkun að frátöldum Vestfjörðum. ívið minni fólksfækk- un er á Norðurlandi eystra ef mið- að er við prósent- ur. Þar fækkar íbúum um 0,6 prósent og Rauf- arhöfn glímir við 10,6 prósenta mannfækkun eða um 40 manns. Best er ástandið á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem fjölgun nemur 10,5 prósentum. Að baki þeirri fjölgun eru þó aðeins 6 manns vegna smæðar samfélags- ins. Höfuðstaðurinn, Akureyri, er með 0,2 prósenta fjölgun sem er einu prósenti undir landsmeðal- tali. Austfirðingar eru fast á hælum Norðurlands vestra með 1,2 pró- sent fækkun. Þar er blómlegast í trjárræktinni ef marka má að íbú- um Hallormsstað- ar fjölgar um 20 prósent eða úr 50 í 60 manns. Mesta fækkunin er á Breiðdalsvík eða um 10 prósent. Það þarf vart að koma á óvart þar sem sá staður hefur verið í umræðunni vegna kvótaleysis og viðkvæms at- vinnuástands. Að öðru leyti vekur athygli að sjávar- pláss eystra sem búa við gott at- vinnuástand og firnasterk sjávar- útvegsfyrirtæki glíma samt við fækkun. Þannig fækkar íbúum Nes- kaupstaðar um nærri 5 prósent í miðju góðærinu. Á Suðurlandi er lítið um svipt- ingar. Fjölgun yfir landsmeðaltali eða sem nemur 1,4 prósentum. Mest fækkun er í landbúnaðar- þorpinu Hvolsvelli eða sem nemur 2,9 prósent en mest fjölgun er á Laugarvatni eða 8,3 prósent. Höf- uðstaðurinn, Vestmannaeyjar, er með 0,2 prósent fækkun en hinn stóri staðurinn, Selfoss, er á góðu róli með 2,9 prósent fjölgun. Skýr- ingar á fækkun í Eyjum liggja væntanlega í erfiðleikum sem Vinnslustöðin hefur átt við að glíma en það fyrirtæki er einn meginburðarásanna í atvinnulífi Eyjamanna. Það eru þvi fyrst og fremst sjáv- arútvegskjördæmin sem glíma við mannflótta. Vestfirðingar hafa aldrei verið í eins slæmri stöðu og nú. Skýringamar liggja í því að fyrirtæki þar eiga í miklum erfið- leikum og skip og kvóti streyma burt auk þess að höfuðborgarsvæð- ið sogar til sín. Norðurland vestra og Austfirðir eru á eftir Vestfirð- ingum í þróuninni en þar kveður við annan tón í atvinnumálum sem almennt eru í góðu lagi. Þrátt fyrir það streymir fólkið suður en nú við lítinn fógnuð þeirra sveitar- stjórna sem þurfa að mæta hinum nýju íbúum með uppbyggingu sem kostar milljónir á hvem einstak- ling. Það er því óhamingja á báð- um endum málsins; þeir sem missa fólkið suður harma sinn hlut og þeir sem eiga að taka við mann- fjöldanum gnísta tönnum. Mannfjöldi á íslandi — flokkað eftir landshlutum 1998 1999 Breyting Allt landið 275264 278.702 1,2 Vestfirðlr 8.601 8208 -3,4 Vesturland 13.950 14.056 0,8 Höfuðborgarsvæöið 167.959 17L514 21 Suðurnes 15.823 #WMSW<EÍSí4íw*m^«-..,..'...'.'V"' 16.050 14 Suöurland 20.564 ' .. . 20.843 14 Austurland 12285 12.127 -y Noröurland eystra 26.501 26.355 -0,6 Norðurland vestra — 9.581 “ 9.449 i -1,4 Áramót Reynir Traustason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.