Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fgálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gott ár að baki Áriö 1999, sem nú er senn á enda, hefur í flestu verið okkur íslendingum gott ár og sá uppgangur sem ein- kennt hefur íslenskt efnahagslíf undanfarin ár getur haldiö áfram. Sé rétt á málum haldið er framtíöin björt og sóknarfærin eru til staðar á flestum sviðum, allt frá hátækni til lista, frá ferðaþjónustu til íþrótta. Þegar saga líðandi árs verður skrifuð munu sagn- fræðingar án efa beina athyglinni að alþingiskosning- um á liðnu vori. Árið 1999 er árið sem langþráð samein- ing vinstri manna mistókst og Alþýðubandalagið var endurreist á nýjum grunni undir forystu snjáUs stjórn- málamanns - flórflokkakerfið hélt því velli. Árið 1999 er árið sem Steingrímur J. Sigfússon kom fram á sviðið sem sannfærandi stjómmálaleiðtogi eftir langa eyðimerkurgöngu. En árið sem nú rennur inn í fortíðina er fyrst og fremst ár Davíðs Oddssonar, forsæt- isráðherra og formanns SjálfstæðisfLokksins, sem leiddi flokk sinn til sigurs í kosningum og hefur tekið sér stöðu meðal áhrifamestu stjórnmálamanna aldarinnar, við hlið Jónasar frá Hriflu, Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. Til lengri tíma litið skiptir miklu að ríkisstjórnin hafði pólitískt úthald og kjark til að halda áfram einka- væðingu fjármálakerfisins á þessu ári, þó skrefin hafi verið minni og tekin seinna en margir vonuðust til. Aukið frjálsræði og minni opinber afskipti af fjármála- markaðinum hafa verið sprengikraftur sem myndað hefur farveg fyrir nauðsynlegar breytingar og hagræð- ingu í íslensku atvinnulífi. Með sama hætti skiptir miklu að mörkuð hefur verið stefnan í einkavæðingu Landssímans hf. sem til skamms tíma fékk að fitna í skjóli einokunar. Á síðustu misserum hafa orðið gríðar- legar breytingar á fiarskiptamálum þar sem samkeppni hefur náð að festa rætur og það getur ráðið miklu þeg- ar til lengri tíma er litið. Undanhald ríkisins af fjar- skiptamarkaðinum getur skapað ný og áður óþekkt tækifæri á flestum sviðum atvinnulífsins. Árið 1999 var ár margra tækifæra - tækifæra sem flest voru nýtt skynsamlega og að því munu íslending- ar búa í náinni framtíð. Stærsta glataða tækifærið er uppskurður og endurskipulagning heilbrigðiskerfisins, sem aldrei varð. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafði því miður ekki pólitískt þrek til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins og greip því til gamalla og úreltra úrlausna vinstri manna - peningum var hent á vandann. Þannig hefur vandanum verið ýtt yfir á komandi kynslóðir, sem er ekki óþekkt hér á landi. Ólíklegt er að gripið verði til nauðsynlegra breyt- inga á skipulagi heilbrigðismála á komandi ári þegar tekist verður á um kaup og kjör á vinnumarkaði. Undanfarin ár hafa verið hagstæð fyrir íslenskt þjóð- arbú og þrátt fyrir að blikur séu á lofti eiga íslendingar alla möguleika á að sækja fram. Ef sú skynsemi sem í flestu hefur einkennt vinnumarkaðinn og samskipti at- vinnurekenda og verkalýðshreyfingar nær að ráða á nýju ári eru allar forsendur til þess að vöxtur efnahags- lifsins haldi áfram á nýju ári. Við erum þrátt fyrir all okkar eigin gæfu smiðir. DV óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á liðnum árum. Óli Björn Kárason Hættulegir friðarsamningar Einangrun Palestínu- manna Með samningum við Sýrlend- inga telja ísraelsmenn sig geta einangrað Palestínumenn svo gersamlega að þeir eigi nánast alls kostar við þá í þeim samn- ingum sem eru framundan um umfang og sjálfstæði nýs ríkis í Palestínu. Það hefur alltaf verið stefna ísraelsmanna að semja við nágranna sína einn af öðr- um áður en þeir semja við Palestínumenn. Helsta hindrun- Stefna Baraks og stjórnar hans er aö gera Palestínumáliö líkara einangruöu innanlandsmáli en hluta af stórpólitísku alþjóðamáli. Talsverðar líkur verða að teljast á því að friðarsamningar náist á næstu mánuðum á milli Sýrlend- inga og ísraelsmanna. Ef þetta tekst mun einnig verða samið um frið á landamærum Israels og Líbanon. Núverandi ríkisstjóm í ísrael hefur sætt sig viö að friðarsamningar munu ekki nást nema að ísraels- menn skili öllum Gólanhæðum til Sýrlendinga og hætti hemámi sínu á syðsta hluta Líbanon. Samninga- viðræður á milli Sýrlands og ísraels snúast því ekki lengur í reynd um hvort Gólanhæðunum skuli skilaö, heldur um atriði eins og stærð vopn- lausra svæða og aðstöðu ísraels- manna tO eftirlits með slíkum svæð- um á Gólanhæðum og í Líbanon. Þjóðaratkvæði Það er algert grundvallaratriði fyrir Barak, forsætisráðherra ísraels, að ná samning- um af þessu tagi, ekki síst til að einangra Palestínu- menn, og því er hann tilbúinn að færa miklar póli- tískar fómir fyrir þá. Mikil andstaða er innan ísraels við að skila Gólanhæðum, bæði vegna öryggissjónar- miða og vegna þess að nær tuttugu þúsund ísraels- menn hafa sest að á hæðunum. Barak hefur lofað að bera samninga undir þjóöaratkvæði. Naumur sigur í slikri atkvæðagreiðslu gæfi honum þó ekki mikinn styrk til samninga. Sjötti hver kjósandi í ísrael er Arabi og liklega mun Barak telja sér nauðsynlegt að fá meirihluta atkvæða gyöinga í þjóðaratkvæði um samningana. Þar er að finna eina ástæðu þess að hann leitar nú allra leiða til þess að halda flokki heit- trúarmanna, Shas, í ríkisstjóm sinni þótt þeir séu honum þar til verulegra vandræða. Um leið mun Barak reyna að friðmælast við andstæðinga samn- inga í ísrael með stuðningi við landnema sem hafa sölsað undir sig land á hemámssvæðunum á Vestur- bakkanum. Samningar við Sýrland verða því á kostn- að Palestínumanna. Hagsmunir Assads Ástæðan fyrir því að Sýrlendingar virðast nú til- búnir til tvíhliða samninga við ísraelsmenn er senni- lega sú að Assad Sýrlandsforseti, sem tæpast á langa lífdaga fyrir höndum, vill ganga frá málinu áður en hann hverf- ur til feðra sinna og skilur son sinn eftir á forsetastóli. Þótt Assad hafl haft alræðisvald í Sýrlandi um langt árabil stend- ur einræðisstjómin, sem er að mestu í höndum klíku úr litlum minnihlutahóp í landinu, ekki traustari fótum en svo að sonur forsetans mun ekki hafa viðlíka svigrúm á valdastóli og Assad hefur sjálfum tekist að tryggja sér. in í vegi fyrir því að þessi stefna gangi upp er ekki endilega andstaða ríkisstjóma nágrannaríkja ísraels- manna, heldur skýlaus stuðningur almennings í öllum löndum Araba við málstað Palestínumanna. Þótt Sýrland lúti einræðisstjórn geta þar- lend stjómvöld ekki algerlega snið- gengið tilfinningar almennings í málinu. Það er ekki síst staða Jer- úsalemborgar sem leiðtogar Sýr- lands og annarra Arabaríkja í kring- um ísrael eiga erfitt með að líta framhjá. Molar af brauðum Stefna Baraks og stjómar hans er að gera Palestinumálið líkara einangr- uðu innanlandsmáli en hluta af Jón Ormur Halldórsson ftórpóutisku aiþjóðamáii. Tiiboð __________________________ Israelsmanna til Palestínumanna munu fela í sér afhendingu 60% af hemámssvæðunum á Vesturbakkanum i skiptum Erlend tíðindi fyrir að Palestínumenn afsali sér frekari landakröf- um og þar á meðal kröfum um yfirráð yfir hinum ar- abíska hluta Jerúsalem. Sjálfstæði Palestínumanna yrði heldur ekki algert og um land þeirri myndu liggja vegir undir stjórn ísraelsmanna til landnema- byggöa á Vesturbakkarium. Meö því fengju Palestínu- menn í reynd takmörkuð yfirráð yfir lítið meira en 10% af Palestinu, sem þeir byggðu nánast einir í upp- hafi aldarinnar. Sameinuðu þjóðimar úthlutuðu Palestínumönnum helmingi Palestínu með samþykkt sem var grunnurinn að stofnun Israelsrikis. Ekkert ríki í heiminu viðurkennir heldur opinberlega rétt ísraelsmanna til aö innlima hluta hemámssvæðanna. ísraelsmenn krefjast þess einnig að árangur þeirra af þjóðemishreinsunum í byggðum Araba í Palestínu verði staðfestur. Þeir vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum semja um að milljónir pcdestínskra flóttamanna fái notið réttar síns til að snúa heim, sem mörgum finnst heldur nöturleg afstaöa hjá ríki byggðu flóttamönnum frá Evrópu. Hættan viö að þvinga Palestínumenn til algerlega óásættanlegra samninga er hins vegar mikil og lélegir samningar gætu kostað ófrið innan Palestínu. ísraelsmenn stefna að því að gera slíkan ófrið að palestínsku vandamáli. skoðanir annarra Þíða við jaðrana „Nú þegar sovéskir velgjörðarmenn (Fidels) Castros (Kúbuforseta) eru löngu farnir og ríkisrekið efnahagslifið er komið að fótum fram, er fátt sem hann getur beitt fyrir sig til að kalla á stuðning al- mennings annað en þýðingu sína sem varðhundur fóðurlandsins gegn efnahagsþrýstingi af hálfu Bandaríkjanna. Stjórn Clintons hefur á síðasta ári beitt sér fyrir örlítilli þíðu við jaörana, til dæmis með þvi að heimilá samskipti á menningarsviðinu og fjölgun ferðamanna. En þegar stærri mál eins og viðskipti og diplómatísk samskipti eru annars vegar gildir gagnslaus stefna frá timum kalda stríðsins.“ Úr forystugrein New York Times 24. desember. Gott ár hjá ESB „Árið 1999 var að mörgu leyti gott fyrir evrópska samvinnu. Afsögn framkvæmdastjórnar ESB um vorið varð til þess að nauðsynlegar umbætur voru settar á dagskrána. Fullur skriður komst á opnunina til austurs. Nýju samstarfi í vamarmálum var hrundið af stokkunum þannig að Evrópuríkin geta sjálf glímt við neyðarástand á áhrifasvæði sínu. Það er að miklu leyti lærdómurinn frá Kosovo sem hef- ur skapað nýjan drifkraft." Úr forystugrein Aktuelt 30. desember. Króatía eftir Tudjman „Undir stjórn Tudjmans má segja að Króatía hafi staðiö mitt á milli einræðis og lýðræðis. Tudjman heitinn beitti fyrir sig öfgasinnaðri þjóðemisstefnu, ofbeldi og kynþáttafordómum. Enn i dag er helming- ur þeirra Serba sem áður byggðu Króatíu í flótta- mannabúðum. Hörmungamar sem Tudjman leiddi yfir þjóð sína vöktu minni athygli en til stóð vegna þess að kollegi hans Milosevic Júgóslavíuforseti, hegðaði sér hálfu verr.“ Úr forystugrein Washingt. Post 28. desember. I 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.