Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 JO'V %eiíur Fljótsdalsvirkjun: Ekki berg- numin Stærsta deiluefni þjóðarinnar á síð- ustu mánuðum ársins var Fljótsdals- virkjun. Siv umhverflsráðherra fór á Eyjabakka og varð „ekki bergnumin". Upp úr því fóru leik- ar að æsast verulega. Umhverfisvinir fóru að safna undirskrift- um gegn förgun Eyja- bakka meðan stjórn- völd kepptust við að keyra málið í gegnum þingið. Umhverfis- nefnd þingsins fékk að þefa af málinu í fá- eina daga. Sýningu á umhverfisvæn- um sjónvarpsþætti Ómars Ragnars- sonar um Eyjabakka var frestað fram yfir afgreiðslu Alþingis á málinu. Öll meðul voru notuð, með og á móti. En allt kom fyrir ekki. Málið var sam- þykkt á Alþingi fyrir jól. Siv Friöleifs- dóttir um- hverfisráö- herra. Hestaskólinn: Skólastjóri vék Harðar deilur urðu um Hestaskól- ann að Ingólfshvoli á haustmánuðum. Nemendur skólans báru Hafliða Hall- dórsson þungum sökum. Þeir sögðu hann beita hrossin harðýðgi og niður- lægja nemendur sína. Hafliði taldi hins vegar að um hefðbundin vinnu- brögð væri að ræða hvað varðaði tamn- ingar. Fimm nem- enda yfirgáfu skól- ann, kærðu Hafliða til lögreglu, fengu lögfræðinga til að endurheimta þau skólagjöld sem út af stóðu og fóru heim. Aganefnd Félags tamningamanna fjallaði um málið og vék Hafliða út fagfélaginu i tvö ár. Hann hætti öllum afskiptum af skól- anum í framhaldi af því. Iðnskólinn: Átökí skólastarfi Fleiri skólastjórar lentu í hremm- ingum á árinu. Stríð Ingvar Ás- mundssonar við harðsnúinn hóp kennara var í al- gleymingi. Mennta- málaráðuneytið gerði úttekt á stjórnun skólans og var sú skýrsla svört. Hvell- ur varð þegar Ingvari lenti saman við einn kennaranna á fundi. Sagði Ingvar við það tækifæri að kennar- inn þyrfti að læra að hlýða. „Frekleg valdníðsla, ofríki, ógnun og hótanir" voru hugtök sem sáust á klöguskjölum sem send voru úr skólanum í ráðuneytið. Ráðherra tók þann kostinn að senda fulltrúa til að koma friði á í skólanum. Ingvar Asmundsson skólastjóri. Hafliöi Halldórsson, fyrrverandi skólastjóri. Kastljósið beindist að klerkum árið 1999: Deilt á mörgum vígstöðvum Prestadeilur settu sterkan svip á árið. Bar þar hæst deilu presthjónanna í Holti i Önundarflrði við sóknarböm sín. Síðari hálfleikur í þeirri rimmu hófst þegar séra Gunnar Bjömsson og frú Ágústa, kona hans, hugðust snúa aftur vestur í vor eftir afleysingadvöl á Selfossi. Þá kom í ljós að sóknamefnd- imar vestra vildu alls ekkert fá þau aft- ur. í þetta skipti, eins og svo oft síðar í deilunni, hafði frú Ágústa orðið þegar fjölmiðlar inntu prestshjónin eftir því hvemig andstreymið legðist í þau. „Við hlökkum svo mikið til að fara vestur að þið trúið því ekki,“ sagði frú- in og bætti því við að þau hjónin væm einmitt að festa kaup á gasbyssu áður en þau fæm, „til að fæla frá mink og ref í sókninni". Enn hitnaði í kolunum fyrir vestan. Kirkjukórar séra Gunnars vom hættir ög organistar einnig, vegna gagnrýn- inna afskipta frú Ágústu af tónlistar- flutningi þeirra. Hún þótti einnig hvat- vís i orðum um sveitunga sína og sér- lega stjómsöm. Þá var kvartað undan því að hún skipti sér um of af málefn- um sóknarbama sem einungis ættu að heyra undir prestinn. Þar kom að deila prestshjóna og sóknarbama fór til úrskurðamefndar þjóðkirkjunnar. Hún treysti sér ekki í málið en vísaði því aftur til biskups. Ástandið versnaði enn og um þver- bak keyrði þegar opinber varð „vam- arræða" séra Gunnars, sem hann sendi prófasti sínum, sr. Agnesi Sigurðar- dóttur. Þar líkti hann söfnuðinum við hið ameríska Amish-fólk og greindi ná- kvæmlega frá líkamlegu og andlegu ástandi sóknarbama sinna, sem sums staðar virtist afar bágborið, ef marka mátti tilskrif prestsins. Staöfesting Með greinargerð séra Gunnars fékk hið geistlega yflrvald kirkjrmnar stað- festingu á ástandinu fyrir vestan, svart á hvítu. Kirkjustarflð var í rúst og menn skiptust í harðvítugar fylkingar - með og á móti séra Gunnari. Prests- frúin í Holti hélt þó ailtaf ró sinni og svaraði í austur þegar hún var spurð í vestur. Þegar hasarinn út af greinar- gerðinni stóð sem hæst sagði hún að það væri ekkert ósamkomulag í sókn- inni, þau hjónin hlökkuðu til jólanna. 1 annað sinn kvaðst hún, aðspurð um ástandið í sókninni, vera að baka smákökur fyrir jólin og vera búin að baka flmm sortir. En svo fór sem fór, biskup setti séra Gunnar af til þriggja mánaða. Hann skyldi vinna að sérverkefnum í þenn- an tíma. Sérverkeftiið reyndist vera að þýða skýrslu um kirkjuleg málefni úr norsku. í samtali DV við biskupstofú kom raunar fram, að þar á bæ var ekki vitað hvort séra Gunnar kynni yfirhöf- uð eitthvað í norsku. En það var kannski ekki aðalatriðið, heldur hitt, Séra Gunnar Björnsson og frú Ágústa, kona hans, komu mjög viö sögu í prestadeilum þeim sem voru uppi á ár- inu. Um 30 sóknarbörn séra Torfa Hjaltalín sögðu sig úr söfnuðinum vegna deilna viö klerk sinn. að koma á vopnahléi í sókninni, þannig að sóknarbömin gætu átt gleði- leg jól í kirkjum sínum. Fylgismenn séra Gunnars óskuðu eftir því að hann mætti messa fyrir „svörtu sauð- ina“. Prófastur svaraði þvi til að hann gæti þá gert það heima í stof- unni hjá þeim. Og þar við situr næstu mánuðina. Yfir 30 sögöu skiliö við prest Biskup hafði í fleiru að snúast held- ur en prestsdeilunum í Önundarfirði. í haust hélt sérleg sendinefnd frá bisk- upsstofu norður yfir heiðar til að sansa málin í Möðruvallasókn. Þar höfðu þá rúmlega 30 sóknarböm af 600 sagt skil- ið við prestinn, séra Torfa Hjaltalín. Sú deila, sem þama er uppi, er ekki ný- lega tilkomin. Hún hefur staðið í ára- tug. Harðast hefur hún geisað í næsta nágrenni við prestinn en lítið borist til annarra sókna. Sóknamefndarformað- urinn i Bægisársókn sagði t.d. að hann Torfi væri „eng- inn voðalegur pokaprestur,“ en ætti í vanda með mann- legu sam- skiptin. Annað sóknarbam séra Torfa sagði þolin- mæði gagn- vart prestin- um á þrot- um, enda væri það gengið úr söfhuðinum. „Steininn tók úr þegar hann heilti sér yflr mig á skemmtistað," sagði sóknar- bamið sem var farið að sækja messur til Akureyrar. Séra Torfi stakk raunar upp á því i viðtali við DV á haustmánuðum að skipti yrði á séra Gunnari og honum, þannig að annar færi í vestur en hinn í austur. Norska skýrslan hefur greini- lega þótt traustari lausn. Ófriður í Ósló Dlindi í söfnuði íslendinga í Ósló blossuðu enn upp á árinu þegar fyrir dymm stóð að halda aðalfund. Aldrei hafði gróið um heilt frá þvi að séra Sigrún Davíðs- dóttir var ráðin þar prestur. Hluti safn- aðarins hafði hætt að taka þátt í starf- inu 1 mótmæla- skyni við prestinn. Talið var að á um- ræddum aðalfúndi kæmi fram tillaga rnn að leggja söfn- uðinn niður, senda prestinn heim og skila fjármunum safnaðarins til norsku þjóðkirkjunnar. Svo fór þó ekki og er skipan mála óbreytt þar ytra. Á meðan messar séra Flóki Kristjánsson sendiprestur í Bmssel. Hann hraktist, sem kunnugt er, frá Langholtssókn fyrir rúmum þremur árum vegna deilna við Jón Stefánsson organista. Nú hefur samningur hans í Bmssel verið framlengdur til 1. júni í sumar þannig að það mál er óleyst, ásamt öllum hinum. Aramót Jóhanna Sigþórsdottir Sr. Torfi Hjaltalín. Miðlægur gagnagrunnur til heilla eða hörmunga: Þar sem tilfinningarnar ráða Kári Stef- áns- son, forstjóri íslenskr- ar erföa- greiningar. Læknar tóku margar syrpur við Kára Stefánsson, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar, og Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á árinu vegna mið- lægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Mannvemd kom þar líka við sögu, svo og fleiri sem létu sig málið varða. Marg- ir stigu á stokk og töldu grunninn ýmist til heilla eða hörmunga. í upphafí árs kom upp gagnrýni á eignaraðild ÍE að Gagnalind, sem safnar sjúkraupplýsing- um er eiga að fara í grunn- inn. Töldu margir það hið versta mál. Kári sagði þá að þeir hinir sömu væm „iila upplýstir og létu tilflnningamar ráða.“ Fræg varð senna heilbrigðisráðherra við læknana þegar fulltrúar Alþjóðafé- lags lækna vom hér á ferð siðla árs. Þeir ætluðu að kynna afstöðu félagsins til gagnagrunnsins. Ráðherra mætti ekki á kynningarfundinn en sendi lækn- unum þess í stað bréf þar sem „forkast- anleg vinnubrögð" samtakanna vom hörmuð. Heilbrigðisráðherra mætti á aðalfund lækna sem haldinn var í kjöl- farið, talaði m.a. um „enn eina uppá- komima" í gagnagrunnsmálinu og setti enn frekar ofan í við þá. Loks varð hvellur þegar upp komst að ÍE ætti allt í einu 55 prósent í Gagna- lind. Þetta var verra en þeir svartsýn- ustu höfðu getað gert sér í hugarlund. Enda sagði Jóhann Tómasson læknir: „Ég er orðlaus!“ Mjög skömmu síðar var tilkynnt að nýtt þróunarfyrirtæki, eMR, hefði eign- ast 75 prósent hlutafjár í Gagnalind. í jólabók, sem kom út um Kára Stef- ánsson, var fúllyrt að drögin að gagna- gmnnsfmmvarpinu hefðu pumpast ofan af Lynghálsi í gegnum faxtæki heil- brigðisráðuneytisins. Ráðherra sagði þetta alrangt, andstæðingar gmnnsins sögðu þetta áreiðanlega rétt en Kári sjálfur er hættur að tala við þjóðina í gegnum flölmiðla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.