Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 14
14 ^fómsmál FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Jón Steinar Gunnlaugs- son. Jón Steinar Gunnlaugsson: íslensku réttar- fari til sóma „í kjölfar dóms Hæstaréttar 28. október, þar sem maður var sýknaður af ákæru um alvarleg kynferöisbrot gegn dóttur sinni, spunnust umræð- ur, þar sem málshefjendur höfðu í frammi rangar staðhæfingar um efn- isatriði málsins í því skyni að kalla fram annan dóm almenn- ings en Hæstaréttar. Þetta tókst a.m.k. á tímabili. Fjöldi manna virtist fella þann dóm að víst væri sýknaði maður- inn sekur og ráðist var á Hæstarétt vegna dómsins. Það kom í minn hlut að andmæla þessu opinberlega með því að benda mönnum á, að í dómi sínum hefði rétturinn einfaldlega verið að beita einni helstu mannréttindareglu í réttarríkjum, að hver maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð. Nú þegar upp er staðiö tel ég að augu mjög margra hafi opnast fyrir því að þessi dómur var íslensku réttarfari til sóma, þar sem reglunni var beitt í mjög viðkvæmu og erfiðu máli. Um- ræðumar hafa orðið til góðs að þvi leyti, að margt fólk skilur betur en áður gangverk réttarkerfisins og meg- inreglur þess. Kannski þetta hafi ver- ið merkasti viðburður ársins af vett- vangi dómsmálanna." Hilmar Ingimundarson: Misskilningur að krefjast sjálf- stæðis? „Sýknudómurinn í Briggs-málinu er mér minnistæðastur frá árinu. Sér- staklega í því sambandi að hann skyldi svo aftur verða tekinn með tæplega 1000 e-töflur í Danmörku og fá ekki nema eitt ár fyr- ir. Hér á landi hefði slíkt brot getað varð- að allt að fjögurra ára fangelsi. Þess vegna er athyglisvert að Danir líti á þessar e-töflur með öðram hætti en íslenskir dómstólar. Sennilega hefur það verið mis- skilningur hjá okkur íslendingum að krefjast sjálfstæðis frá Danmörku miðað við svona dóma. í þessum málaflokki verður nú spuming hvort ekki sé best fyrir íslenska brotamenn að sækja sín mál í Danmörku." Ásgeir Karlsson: Breytingar í fíkniefnarann- Hilmar Ingi- mundarson. sóknum „Stóru málin tvö sem komu upp á yfirborðið í haust eru mér minnis- stæðust á árinu. Langtímarannsóknir skiluðu þeim árangri. Þama vom vel á annan tug manna teknir, bara í öðm málinu. Enginn var undanskil- inn. Þetta vom skipuleggjendur og fjármögnunaraðilar, innflytjendur og allt niður í sölumenn. Þetta var viða- mikil rannsókn þar sem ekkert var undanskilið. t hinu, sem kennt er við Spán, vom hins vegar þrír aðil- ar,“ segir Ásgeir Karlsson, yfir- maður flkniefnadeildar lögreglunn- ar. „Það er engin spuming að þátta- skil urðu í fikniefnarannsóknum. Þarna komu margir að. Við fengum gríðarlegan stuðning yfirstjómar lög- reglunnar og ráðamanna varðandi svona langtímarannsóknir sem em auðvitað rándýrar. En menn fara ekki út í svona nema með stuðningi ails kerfisins. Um- ræðan um fíkniefnadeildina er nú orðin ailt önnur en oft áður. Fólkið í landinu styður greinilega svona lögregluað- geröir. Krafa almennings er að hart sé tekið á og allt gert sem mögulegt er til að upp- ræta fikniefnasala." Þáttaskil í skugga fíkniefnaöldu Árið 1999 varð sögulegt þar sem afbrot voru annars vegar á íslandi. Tvö morð voru framin sem í raun er fjórum sinnum meira en meðal- tal síðustu áratuga sýnir - morð hafa ekki verið framin hér á landi nema annað hvert ár. Ræningjar óðu uppi nú sem aldrei fyrr - langoftast var um að ræða s \ fíkla í mikilli þörf fyrir fikniefni. Á tímabili vom nokkur rán framin á viku í höfuðborginni. Lögreglunni tókst þó að hafa hendur í hári lang- flestra brotamannanna eftir að bylgjan hafði gengið yfir. Gleðilegra var að þáttaskil urðu í rannsóknum fikniefnamála á ís- landi. Yfirstjórn lögreglu ákvað, reyndar þegar á síöasta ári, að heimila fíkniefnadeild að fara svo grannt ofan í saumana á tilteknu og umfangsmiklu fikniefnamáli að séð er fram á að unnt verði í fyrsta skipti að ákæra skipuleggjendur í stóru margra mánaða fíkniefna- máli, fjármagnendur, innflytj- á endur, auk dreifmgar- og sölu- aðila. Auk þess var hald lagt á eignir fólks fyrir tæplega 100 milljónir króna þar sem ákveðið var að láta reyna á nýlegt laga- ákvæði sem heimilar lög- reglu að leggja hald á ætlaö- an fíkniefnagróða. Líflátshótanir komu einnig mjög við sögu á ár- inu. Það sem þó er skelfileg- ast við öll framangreind stórafbrot, ekki síst morðin og ránin, eru þau að fíkn í eiturlyf, áhrif af þeim eða gróðavon virtust allsráð- andi þegar þau voru fram- in. Við íslendingar lifum greinilega í heimi fíkni- efnaafbrota. Kio kvaöst blásaklaus Árið varð ekki síður eftirminni- legt fyrir þær sakir að þjóðin fylgd- ist reglulega með ungum blökku- manni, Kio Alexander Briggs. Sá maður, Breti, var ekki lítið tengd- ur fíkniefnum - tekinn meö heilar 2.000 töflur af einu hættulegasta eiturlyfi markaðarins, e-töflum, sem læknar fuflyrða sumir að hver og ein slík geti valdið dauða. Eftir tæplega 9 mánaða gæslu- varðhald, ótal viðtöl, þar sem sak- bomingnum tókst að telja hluta þjóðarinnar trú um að íslenska lög- reglan, íslendingur búsettur á Spáni og dómstólar hefðu eyðilagt sambúð hans við bamsmóður sína í Hoflandi og gert sér ýmsan annan óskunda, var maöurinn sýknaður í Hæstarétti. Hann fékk reyndar sýknu á bláþræði þar sem 2 dómar- ar töldu hann sek- an en 3 vfldu sýkna manninn og láta hann njóta vafans í málinu. Maðurinn lýsti því síðan yfir við fjölmiðla að hann væri að bíða eft- ir togaraplássi - því sem hann kvaðst upphaflega hafa ætlað að gera þegar hann kom „blásaklaus" með töflurnar 2000 i Leifsstöð forðum. Briggs var vart búinn að sleppa orðinu þegar fréttir lög- regla þar var þá búin að handtaka hann. 0g — V hvers inn. íslensk lög kveða svo á um að maður sem kominn er í slíka stöðu skuli njóta gjafsóknar. íslenska ríkið greiðir því lögmanns- og málskostnað fyrir Briggs þegar bótamálið verður sótt. Fjör í dómsölum í upphafi þúsaldar Briggsmálið verður efnafíkil, fyrir að hafa banað sak- lausri áttræðri konu í lok ársins. Svokallað Þórscafé-mál verður einnig til lykta leitt fyrir dómstól- um, mál sem snerist um þátt tveggja erlendra dansmeyja og a.m.k. eins íslendings í innflutningi á um 1000 e- töflum í ágúst síðast- liðnum. Fjöldi ráns- mála frá árinu Tvö morð voru framin, lagt var hald á gríðarlegt magn efna I umfangsmesta fíkniefnamáli íslandssögunnar, rán voru á tímabili daglegt brauð og Bretinn Briggs fagnaði frelsi hér á landi áður en frændur okkar Danir tóku manninn úr umferð. DV-ÞÖK Áramót vegna? Jú, með 705 e-töflur! Hann var þá þegar búinn að selja um 300 töflur með íslenskri vinkonu. Nú hafa Danir tekið á máli Briggs, dæmt hann í árs fangelsi og vísað honum í 5 ár úr landi eftir af- plánun. Frávísunin gildir reyndar einnig um ísland. Það voru þvi Danir, frænd- ur okkar, eftir allt sem af- — greiddu þenn- an mann fyrir íslendinga. — Eða hvað? Nei, ekki al- ____________________ veg. Þann 27. janúar fer fram réttarhald í Reykjavík þar sem íslenskur lögmaður Briggs sækir skaðabótamál fyrir hönd Bretans að honum fjarverandi. Bótamál þar sem Bretinn krefst 27 milljóna króna skaðabóta fyrir að hafa þurft að sitja í gæsluvarðhaldi í tæpa 9 mánuöi fyrir sýknudóm- Ottar Sveinsson efnum frá árinu 1999 sem tekin verða fyrir í upphafi nýrrar þúsald- ar. Fyrst að telja þar er fíkniefna- málið stóra þar sem a.m.k. vel á ann- an tug sakbominga verður ákærður fyrir tengsl sín við 24 kg af hassi, 6 kg af amfetamini, 1 kg af kókaíni og 6000 e-töflur - stóra og stærsta málið þar sem fíkniefnalög- reglan hafði verið að „anda í hálsmálið" á meintum sakamönn- um í marga mánuði. Þar verða réttarhöld- in gríðarlega um- fangsmikil. Árið hefst einnig á því að réttað verður í morðmáli ákæravaldsins gegn Þór- halli ölveri Gunnlaugssyni sem ákærður var fyrir að bana Agnari W. Agnarssyni á Leifsgötu í sumar. Og annað manndrápsmál, Espigerð- ismálið, bíður einnig þar sem ríkis- saksóknari mun væntanlega ákæra Elís Ævarsson, alþekktan fikni- mál íslendings sem tekinn var með 16 kíló af kókaíni í Hollandi á seinni hluta líðandi árs. Það mál er stórt á hollenska vísu. Þetta og allt framan- greint sýnir óyggjandi hve umsvifa- miklir íslendingar era orðnir þar sem fikniefni eru annars vegar. Það jákvæða er hins vegar stefna yfirstjórnar lögreglu í landinu hvað varðar fíkniefnamál þar sem raun- verulegur árangur er farinn að nást. Þar virðast stjómvöld, a.m.k. dóms- málaráðuneyti, sýna stuðning, þó vissulega megi gera miklu mun bet- ur í þessum málaflokki. Þar eyði- leggja eiturlyf og hótanir þeim tengdum hamingju hundruð fjöl- skyldna í landinu, þar deyða efnin sjálf fjölmarga á endanum, verða til þess að tugir ef ekki hundrað manna og kvenna era limlest með ásetn- ingsofbeldi auk þess sem tveir þurftu að gjalda fyrir með lífi mann- drápsmanna á síðast ári. Þetta er of mikið. Höröur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík: Metuppskera en okkur vantar fleiri lögreglumenn Árið var viðburðaríkt og oft annasamt hjá lögreglunni í Reykja- vík. Mjög alvarleg mál komu upp og meira var haldlagt af fíkniefnum en nokkru sinni áður. Talsvert álag var á Höröur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn f Reykjavík. löggæslumönnum og fór það vaxandi þegar leið á áriö. Samt tókst að leysa verkefnið þrátt fyrir að liðið væri ekki fullmannað síð- ari hluta ársins. Stefnan hefur verið tekin og markmiðið er að halda áfram og gera enn betur á öllum sviðum löggæslunnar. Styrkur lögreglunnar á hverjum tíma felst aö miklu leyti í reynslu og þekkingu lög- reglumanna. Það er iflt að una við það að horfa upp á reynda og þjálfaða lögreglumenn hverfa til starfa á öðrum vettvangi eingöngu vegna þess að þar bjóðast betri kjör. Lögregl- an finnur fyrir stuöningi almennings og veit jafnframt af kröfunni um aukna þjónustu. Fólkið vfll meiri löggæslu og stjómvöld vilja aðgerðir í fíkniefnamálum. Lögreglan þarf menntaða og vel þjálfaða lögreglumenn - fleiri og betur launaða en þeir eru í dag. Ástandið í samfélaginu er alls ekki einka- mál lögreglunnar. Hún hefur vissulega skyldum að gegna og er meðvituð um þær. En betur má ef duga skal. Rætur sumra vandamála liggja þar sem lögregla hefur ekki lögsögu. Tölur um fjölda afbrota virðast fara smám saman hækkandi með árunum. Það gerist á sama tíma og rætt er um aukna lög- gæslu, forvamir og úrbætur í fangelsismál- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.