Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Síða 18
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 1T%'\F‘ i8 tíðarandinn Tískubólur 1999: Fólk, fjölmiðlar og tíðarandi ársins 1999: Linda Péturs- dóttir - kyn- þokkafull. Gemsar, kyn- þokki og súlu- dans Góðæri setti svip sinn á tíðarandann á árinu sem er að líða. Ársins verður vafalaust minnst sem ársins þegar þjóðin sleppti sér i neyslugleði og ýmis æði og tískubólur runnu á hana sem aldrei fyrr. Helsta nýjungin í skemmtanalífi hér á landi fólst í súludansinum og oft rötuðu dans- meyjarnar á fréttasíður dagblað- anna á árinu. I Reykjavík einni eru nektarstaðimir orðnir sjö og þar skákum við frændum okkar Norð- mönnum svo um munar því í Ósló eru aðeins tveir slikir staðir. Súlu- dansinn er kominn til að vera, jafn- vel þótt um 90% aðspurðra í skoð- anakönnun DV frá í október hafi verið honum andsnúin. Töfraúöar og fegurð Talandi um kynþokka dansmeyj- anna er vert að minnast sömu skoð- anakönnunar en þar valdi þjóðin einnig kynþokka- fyllsta par ársins. Fremst meðal jafn- ingja i þeim hópi reyndust vera sjón- varpsmaðurinn Stef- án Jón Hafstein og fegurðardrottningin og baðhúseigandinn Linda Pé. Þá má ekki gleyma sjálfri fegurðardrottningu ársins, hinni 18 ára gömlu Katrínu Rós Baldursdóttur frá Akranesi. Fegurð og heilsurækt hefur alltaf verið meðal áhugamála þjóðarinnar og á árinu hélt Herbali- fe-æðið áfram og margir smákóngar i þeim bransa voru sagðir lifa góðu lífi. Fleiri hugðust hagnast á töfra- lausnum og þar átti ameríski töfra- úðinn Waves að leysa öll vandamál. íslendingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og um þúsund manns var heitið gulli og grænum skógum, auðæfum og virðingu gegn greiðslu álitlegrar upphæðar. Loforðin reyndust því miður innantóm og úð- inn góði er enn ekki kominn til landsins. Gemsar og ásatrú Væntanlegir sölumenn hafa sum- sé ekki komist í samband við sölu- vöruna en á meðan komust ungling- ar landsins í síma- samband svo um munar. Algjör sprenging varð í GSM-símanotkun ungmenna á árinu sem verður kannski minnst sem árs ins sem foreldr- ar gáfu böm- um sínum símtæki í Katrín Rós Baldursdóttir fegurðar- drottning. Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði Tilhugalíf á Netinu og bónorð ársins / gjafapappir. íslenskir ungling- ar ganga inn í nýja öld vopn- aðir GSM-símum sem að þeirra mati eru ekki síður mikilvægir en skólataskan. Fleiri reyndu að komast i samband á árinu, reyndar ekki símsamband, en margir sértrúarsöfnuðir gildnuðu og ásóknin jókst á árinu. Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði hafði meira að segja á orði um mitt sumar að við lægi að hann hefði of mikið að gera. Þá vikuna gengu fjögur pör í hjónaband hjá goðanum en auk þess fór fram fyrsta heiðna útforin áraraðir hérlend- is þegar Agnar JÆ' * Súlu- W. Agnarsson dansar- eignaðist sælu- ar hafa haft nóg vist í Valhöll... fyrir stafni ó ár- inu. Árið 1999 er senn á enda og árið 2000 gengur í garð. Við áramót er mönnum gjamt að líta um öxl og skoða hvað hæst bar á árinu sem er að líða. Árið 1999 var viðburðaríkt eins og önnur ár. Sumir atburðir eru eftirminnilegri en aðrir en það er auðvitað alltaf mat hvers og eins og hvað telst eftirminni- legt og hvað ekki. Víkjum fyrst að fréttum úr tísku- heiminum. íslenskir fatahönnuðir blésu til stórsóknar á árinu og sumir tala um að blómaskeið íslenska tísku- heimsins sé hafið. Að minnsta kosti fjórir íslenskir fatahönnuðir með jafh- mörg hönnunarmerki á sínum snær- um hófu markaðssetningu á íslenskri hönnun erlendis. Það eru þau Linda Björg Ámadóttir, hjónin Gunnar Hilm- arsson og Kolbrún Jónsdóttir, Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir í Spaksmannsspjörum og Sunneva Vig- fúsdóttir. Tískufrömuðir nýttu sér Netið á eft- irminnilegan hátt í mars síðastliðnum þegar fyrsta tískusýningin hérlendis var send beint út á Netinu. Undir lok árs var svo opnuð fyrsta íslenska tísku- verslunin á Netinu undir stjóm Evu Daggar Sigurgeirsdóttur sem að eigin sögn hraus hugur við opna verslun i Kringlunni. Fyrstu vikumar fékk Eva Dögg um 30 þúsund heimsóknir i net- verslunina þannig að Ijóst má vera að fólk er forvitið um þennan nýstárlega verslunarmáta. Tilhugalíf á Netinu Netið kom oftar við sögu á árinu. Tugir þúsunda manna gengu til að mynda í hina ýmsu netklúbba í þeim tiigangi að nýta sér tilboð flugfélaga og feröaskrifstofa svo eitthvað sé nefnt. Þá má segja að fyrsta Net-brúðkaupið hafi átt sér stað hér á landi þegar þau Kjart- an H. Valdimarsson og Leola Francis giftu sig eftir að hafa eytt tilhugalífmu á Netinu. En það vom fleiri frumleg- ir í ástarmálum því um mitt sumar bar Haukur Magnússon upp bónorð ársins þegar hann birtist óvænt í sjónvarps- auglýsingu og bað sína heittelskuðu, Soffíu Marteinsdótt- ur, að giftast sér. Soflía sagði að vonum já við bónorðinu og Haukur þurfti ekki að birta heilsíðuauglýsingu sem hann hafði pantað í Morgunblaðinu ef sjón- varpsauglýsingin hefði ekki borið til- ætlaðan árangur. Nýtt sjónvarp Fjölmiðlar lifðu ágætu lífl á ár- inu en stærsta fréttin úr þeim geira em vafalaust kaup „hellisbú- Selma Björnsdóttir söng sig inn í hug og hjörtu þjóöarinnar meö vasklegrl framgöngu sinni í Júróvision- söngvakeppninni sem haldin var síöastliöiö vor. Paö veröur erfitt að toppa frábæran árangur Selmu. Áramót Arndís Þorgeirsdóttir anna“ Áma Þórs Vigfússonar og Krist- jáns R. A. Kristjánssonar á Skjá einum. Kaupin áttu sér stað um mitt ár en formlega fór Skjár 1 ekki af stað fyrr en í október. Rétt fyrir opnun bættust svo nýir fjárfestar í hópinn og þar fóm fremstir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson. Skjár 1 tók miklum stakkaskiptum með nýjum mönnum og stöðinni er ætlað að vera öðmvísi og fylla upp í eyður á markaðnum. ________________ Skár 1 er fersk- ur og getur stoltur státað af einum vinsælasta sjón- varpsmanni árs- ins. Egill Helgason hefur stýrt skemmtilegum við- talsþáttmn um póh- tík. Þættir Egils hafa vakið mikla at- hygli og heyrst hefur að hinar sjón- varpstöðvamar hafi reynt að kaupa hann en án árangurs. Selma sló I gegn Fyrst talað er um sjónvarp er ekki hægt annað en að minnast frækilegrar framgöngu Selmu Bjömsdóttur í Eurovison fyrr á árinu. Skyndilega var áhugi þjóðarinnar á söngvakeppninni Bónorö ársins átti tvímælalaust Haukur Magnússon sem baö sinnar heittelskuðu, Soffíu Marteinsdóttur, í sjón- varpsauglýsingu. Soffía sagöi já. vakinn á ný enda sigurvissan ekki minni en þegar Gleðibankinn sálugi var sendur utan 1983. Selma átti auð- vitað að vinna keppnina og gerði það í huga flestra íslendinga þótt hún yrði að láta í minni pokann fyrir hinni sænsku Charlotte Nilsson á lokasprett- inum. Selma var frábær. Ekki skal um það spáð hvort áhuginn á Júróvision verður jafnmikill á næsta ári en ömggt má vera að erfitt verður að toppa ár- angur Selmu. Af öðrum fréttum úr sjónvarpi er Morgunsjónvarp Bylgj- unnar líklega ein skemmtilegasta ný- breytni ársins. Úr útvarpi bar það til tíð- inda að Tví- höfðabræðum- ir Jón Gnarr og Sigmjón Kjart- ansson fengu skilorðsbund- inn dóm fyrir ólæti á þing- pöllum. Tví- höfðadrengir hafa ekki verið í loftinu um hrið en aðdá- endur þeirra geta hlakkað til næsta árs því þá munu kappamir fara aftur í loftið. Aðrir vinsælir útvarpsmenn, Jakob Bjamar Grétarsson og Steinn Ármann Magnússon í King Kong, hættu störf- um á árinu. Heldur hljótt var um tímaritamark- aðinn á árinu en eftirminnileg er frétt frá þvi í apríl þegar tímaritið Bleikt og blátt var stöðvað í prentsmiðju. Upp hafði komist að andlitum þjóðþekktra kvenna hafði verið skeytt saman við líkama íturvaxinna klámdrottninga. Upplagið var eyðilagt og er vist að þær Unnur Steinsson, Ragnheiður Clausen og fleiri vörpuðu öndinni léttar. Oddur Þórisson er ánægöur meö þró- un veitingastaöa á árinu og spáir því aö æ fleiri Islending- ar muni boröa sushi á árinu sem fer í hönd. Oddur Þórisson, tímarita- og auglýsingamaöur: Erum að upplifa flottari hluti en áður Mér detta fyrst í hug allir veitingastaðimir sem hafa verið opnaðir á árinu. Það er auðvitað alltaf verið að opna veitingahús en mér fínnst kveða við svohtið annan tón þetta árið. Það er meira lagt í innréttingar og útlit veit- ingahúsa en áður og gott dæmi um þetta em staðir á borð við Apótekið, Eld- húsið og Kafíi List sem allir státa af frábærri hönnun, sérstaklega sá síðastnefndi," sagði tímarita- og auglýsingamaður- inn Oddur Þórisson þegar hann var spurður hvað stæði upp úr á árinu. „Fólk virðist djarfara en áður - ég veit ekki af hverju - en mér fmnst við að mörgu leyti vera að upplifa flott- ari hluti en oft áður. Ég nefndi veitingahúsin áðan en það má líka nefna nýju Kringluna og jafnvel verslanir á borð við Nýkaup og Nanoq en sú síðameftida gæti þjón- að milljónasamfélagi, svo stór er hún. Mér fmnst þetta allt frekar vel heppnað á árinu þótt maður viti ekki hvort þetta gengur allt saman,“ segir Oddur um leið og hann spáir því að sushi sé sá matur sem muni njóta vax- andi vinsælda hérlendis á næstu árum sem skyndifæði. Kaffímenning er líka fyrirbæri sem Oddur telur á mikilli uppleið hérlendis. Það er orðið algengt að sjá fólk á hlaupum með kaffl „Kaffltár er farið að gegna svipuðu hlutverki og Starbucks í útlöndum og er hið besta mál. Þá fínnst mér Netið hafa tekið gríðarlegan kipp á árinu og það á örugglega eftir að margfaldast á næsta ári. Menn era búnir að tala um netvæðingu í mörg ár en það er fyrst núna sem íslendingar virðast almennilega vera að komast inn í þetta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.