Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 jLj'V %ndið 1999 íbúarnir treysta frekar á sjálfa sig en þingmennina: Bærinn var hreinsaður af eiturlyfjaplágu - og Hornfiröingar tala fallegustu íslenskuna Hornafjörður hefur skartað sínu fegursta um þessi jól og viö höldum prúðbúin til ársins 2000. Veður hef- ur verið eins og best verður á kosið, rétt aðeins hrím á jörðu til að birt- an nýtist betur. Jólaskreytingar í bænum hafa aldrei verið meiri eða fallegri en núna og óvenjumiklar skreytingar í görðum og við húsin. Mörg gömlu húsin eru einkar falleg í þessum jólabúningi. Mikil umferð er um bæinn bæði gangandi og ak- andi þar sem fólk er að skoða ljósa- dýrðina og það er virkilega þess virði. Aö venju hafa Homfirðingar sótt messur, farið á dansleiki og farið með bömin á jólatréssamkomur og sumir hafa drifið sig og slna í heim- sókn til ættingjanna. Þetta meö heimsóknimar fer sennilega að heyra sögunni til því fólk hefur ekki tíma, það er líka þægilegra að dotta framan við sjónvarpið eða þvælast um á Netinu. Treystum á okkur sjálf, síöur þingmennina Þetta síðasta ár aldarinnar hefur verið Homfirðingum gott og menn hafa komist að þeirri staðreynd að ef eitthvað á að verða til framfara á landsbyggðinni þarf frumkvæðið að koma frá heimamönnum sjálfum. Það dugar ekki að leggja inn um- sókn hjá viðkomandi þingmanni um aö hann úthluti byggðarlaginu einhverri heimilislausri stofnun frá Reykjavík. Atvinnulif hefur verið gott og ný fyrirtæki tekið til starfa á árinu og má þar nefna gabbróverksmiðju sem m.a. sagar og vinnur steinflís- ar. Hönnun og ráðgjöf opnaði verk- fræðistofu, Bestfisk, ný saltfiskverk- Júlía Imsland, fréttaritari DV, Höfn í Hornafirði un hóf vinnslu í desember, Mark- aðsráð Suðausturlands var opnað, Norður hf. ensím-bragðefnavinnsla hefur verið í undirbúningi og verð- ur væntanlega opnuð eftir áramót. Einnig er unniö að undirbúningi gagna- og fjarvinnslumiðstöðvar á Homafirði á vegum heimamanna og gæti hún skapað á annan tug starfa. Snemma á árinu tók ný og fullkom- in loönubræðsla til starfa og nokkur fyrirtæki hafa flutt í nýtt eða stærra húsnæði. Skjávarp hf. hefur hafið sjónvarpsútsendingar víða um land og er Reykjavíkursvæðið næst á áætlun. En við vinnum líka fisk og oft er mikið fjör í kringum hann. Fisk- vinnslurnar Borgey, Skinney og Þinganes voru sameinuö í eitt fyrir- tæki, Skinney-Þinganes. Viljum vera Sunnlendingar Alþingiskosningarnar settu sinn svip á mannlifið á árinu og í kjölfar þeirra var farið að ræöa kjördæma- breytingu og hvort Suðausturland ætti að fylgja suður- eða norðaustur- kjördæmi og hafa orðið miklar um- ræður um þau mál. Farið var með undirskriftalista frá fjölda bæjarbúa til bæjarstjóra þar sem farið var fram á að kosið yrði um kjördæmin. Ákveðið var að láta fara fram skoð- ananakönnun í sýslunni og þar kom fram hjá þeim sem tóku afstöðu að 62% vildu tilheyra Suðurkjördæmi en það er kjördæmanefnd sem end- anlega hefur valdið. íbúarnir hafa hins vegar svarað, þeir vilja vera Sunnlendingar. Bæjarstjóraskipti urðu á árinu þegar Sturlaugur Þorsteinsson sagöi starfi sínu lausu og við tók Garðar Jónsson úr Reykjavík sem var einn af sjö umsækjendum. í apr- íl var haldinn í Sindrabæ einn fjöl- mennasti borgarafundur sem verið hefur á Höfn og var tilefnið fikni- Húsin njóta sín vel f jólabúningnum. Hornfiröingar eru iíka ánægöir meö bæ- inn sinn, segjast tala fegurstu íslenskuna og vilja vera Sunnlendingar. DV-mynd Júlía efhavandamál sem upp komu á staðnum. Var hart deUt á yfirvöld fyrir slaka frammistöðu og aðgerða- leysi og krafist úrbóta. Óhætt er að þakka foreldrasamtökum á staðnum og einstaklingum sem gengu fram i að hreinsa bæinn af þessari óværu, eins og einn komst að orði, og munu þessir aðilar halda vöku sinni. Mikil ánægja íbúanna Ferðaþjónustuaðilar voru ánægð- ir með sumarið og var aukning á flestum stöðum og viðraði vel allt sumarið. Á haustdögum var ákveð- ið að Hornafjörður yrði hluti af Menningarborg 2000 og í framhaldi af því er hafinn undirbúningur að jöklasafni á Höfn og fleiri verkefni verða tengd jöklunum. Haldin var fjölmenn ráðstefna um skaftfellskt málfar sem mörgum finnst falleg- asta og réttasta íslenskan og nutu menn þess að heyra talað og lesið á hreinni skaftfeUsku. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefur hafið byggingu nýs verslunar- húss í miðbæ Hafnar en frá næstu áramótum mun Kaupás hf. taka yfir rekstur Vöruhúss Kask 11-11 á Vest- urbraut og verslunar Kask á Djúpa- vogi og mun Kaupás leigja nýja verslunarhúsið þegar það kemst í gagnið. í skoöananakönnun sem sveitarfélagið lét nýlega gera kom fram að af 417 manns sem tóku af- stöðu voru 94% mjög eða frekar sammála um að þaö væri gott að búa í sveitarfélaginu Homafirði og rúm 80% eru ánægð eða frekar ánægð með þjónustu sveitarfélags- ins og með þá dóma líta Homfirð- ingar meö mikilli bjartsýni til nýrr- ar aldar. Við áramót: Hugleiðingar vestfirsks smábónda Á öllum tímum og aldursskeiðum fólks verður allt gildismat háð margs konar ytri aðstæðum. Kona sem fædd er 1894 í sveit við Breiða- fjörðinn og stígur senn yfir þrösk- uld annarra aldamóta ævi sinnar minnist fullorðin tveggja viðburða sem einna mestu skiptu hana. Ann- að var þegar eldavélarnar tóku við af hlóðunum og hitt þegar blessaðir gúmmískómir komu. Ungur sá ég bros fæðast á andlit- um eldri sjósóknara þegar þeir sögðu frá því tækniundri er vélar komu í bátana. Var þá miklu erfiði aflétt. Þá var það fagnaðarefni mörgum bóndanum þegar votheys- verkun tók við af þurrheysverkun og hrakin hey eftir óþurrkasumur hættu að vera kvíðaefni í vetrar- byrjun, en auk öryggisins sem vot- heysverkuninni fylgdi kom afkomu- bati. Góöar og slæmar hliöar tækninnar Ég er í hópi þeirra sem fógnuðu þegar vetrareinangrun var rofin og tel mig fagna hverjum áfanga sem næst í bættum og öruggari sam- göngum hvar sem er í landinu. Framföram á þessari öld hafa fylgt margs konar þægindi sem breytt hafa vinnubrögðum og létt af striti og bætt líf fólks á margan hátt. Að hóf sé best i hverjum hlut á þó ekki síður við á okkar tímum en fyrrum. Því með framförum í kunnáttu og tækni hefur verið gengið of nærri gæðum náttúrunnar, ný fiskveiði- tækni gerði til dæmis stórvirkum veiðiskipum auðvelt að ganga svo nærri súd, þorski og fleiri fiskstofn- um að komiö var að hættumörkum. Landi hefur og víða verið ofgert, einnig hin síðari ár, einkum með hrossabeit, og ræktarlandi með of mikilli notkun tilbúins áburðar. Vestfirðingar hafa jafnan haft á sér orð framtakssemi, kapps og dugnað- ar og jafnan verið eftirsóttir til Ungir og gamlir sameinast í skemmtilegum leik að Holti f Önundarfirði í sumar sem leið. Vestfiröingar eiga sínar góðu stundir saman og búa við góða landkosti. DV-mynd Sveinn vinnu, bæöi heima og heiman. Þeir búa við mikla landkosti bæði til lands og sjávar. Land hér þolir mun fleira sauðfé án þess aö skaði hljót- ist af og rannsóknir sanna að vest- firskir bændur skara þar fram úr mörgum þeim er í góðsveitum þessa lands búa. Illu heilli er nánast áfergja hjá sumum að búa stórt og horfa margir lítið í dýr aðfóng. Þrátt fyrir landgæöi fækkar Vestfiröingum Við offramleiðslu ætti að bregðast í ríkara mæli með lífrænni ræktun en um leið stórminnkaði allur til- kostnaður. Vestfirðingum hefur fækkað meira hin síðustu ár en ásættanlegt er þrátt fyrir að landið og hafið umhverfis sé gjöfult, jarð- skjálftar þar fátíöir og eldgosasvæði óþekkt. Öllu ábyrgu fólki er það áhyggjuefni. Að hluta til tengist það sölu veiðiréttar úr fjórðungnum og margs konar óöryggi sem því hefur tengst og jafnvel hinu mikla umtali sem fylgt hefur,- Kristaltært er að veiðiheimildir verður að tengja byggðum með einhverjum hætti en fyrsta skrefið í þá veru var stigið með úthlutun á 15.000 tonnum til ýmissa staöa á landinu síðastliðið sumar. Sátt þarf að nást um að framhald verði á þvílíkri úthlutun og aö jafnvel 10-20% af heildarveiði- rétti verði byggðatengd. Þá þarf að gera krókaveiðar nánast frjálsar bátum af ákveðinni stærð yfir vetr- artímann. Hið misviðrasama veður- far á þessari norðlægu breidd- argráðu mun sjá um að takmarka sóknina en mikilvægt er að hlffa veiðisvæðum næst landi fyrir tog- veiðum nema á mjög takmörkuðum svæðum og hafa alls staðar gott eft- irlit með netaveiðum. Farsæld ræðst af lífsviöhorfi og styrkri skapgerð En þrátt fyrir að auðlindir lands og sjávar verði undirstaða áfram- hcddandi velmegunar í þessum landshluta verðum við að vera virk- ir þátttakendur á upplýsingahrað- braut vorra tíma. Ætíð mun þó mestu skipta í lífinu að undirstaðan rétt sé fundin, manninum sjálfum skulum við ekki gleyma. Ekki síst þegar baráttan við hlutina er oröin okkur svona auðveld. Farsæl fram- tíð þessarar þjóðar byggist á að hlúð sé vel að æsku landsins en þar höf- um við slakað svo á í öllu velmegun- arkapphlaupinu að mikill skaði hef- ur af hlotist sem illu heilli fer vax- andi. Allt of mörgu fólki líður illa. Það er óöruggt, með brenglaða sjálfsímynd og veika siðferðiskennd - reikult og ráðvillt. Allt of margt ungt fólk hefur far- ið á mis við ást og hlýju góðra uppalenda, ömmur og afar með sitt mikla umburðarlyndi og ráð við hverjum vanda eru óvíða til staðar og það sem verra er, mæðumar era óvíða og sjaldan heima og þá jafnan uppteknar af einhverju öðru en því Guöfinnur Finnbogason, fréttaritari DV, Hólmavík sem er þeirra helgasti réttur og skylda. Allt of fáir minna á að farsæld hvers einstaklings ræðst miklu fremur af lífsviöhorfi og styrkri skapgerð en efnahag. Aukin festa og ábyrgð í uppeldi verður að taka við af þeirri ringulreið og hringlanda- hætti sem ríkir á allt of mörgum heimilum þessa lands, því aðeins þau og þau ein geta skilað þessari þjóð sterkum einstaklingum. Hugsum til orða gæfu- og atorku- mannsins Einars Guðfinnssonar sem hann lét falla, þá aldraður mað- ur: „Ég hef mikið að þakka, fyrst foreldrum mínum, sem ólu mig upp við vinnusemi, sparsemi, heiðar- leika og guðstrú". Breytum um stefnu gagnvart æskunni og helgum henni meira af tima okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.