Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 36
40 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 JDP'V mtlönd Albanskir íbúar Kosovo-héraðs máttu þola miklar hörmungar á árinu þegar Serbar hröktu þá burt frá heimilum sínum svo hundruðum þúsunda skipti. Atlantshafsbandalagið hélt uppi loftárásum á Júgóslavíu í margar vikur til að knýja Serba til að láta af þjóðernishreinsunum sínum f Kosovo. Þessi mynd sýnir flóttamenn á leið upp forugan fjallveg eftir að þeir fengu að fara inn fyrir landamæri nágrannaríkisins Makedóníu. Arið sem Evrópa fér í stríð Árið, sem er á enda, er árið sem Evrópa fór í stríð. Valdamestu ríki heims drógust inn í þjóðernisátök í suðausturhluta Evrópu. Kosovo- stríðið var ekki þau ragnarök sem bölsýnismenn höfðu spáð. En brott- rekstur Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta á Albönum frá Kosovo leiddi til mestu loftárása í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld- inni. Árið 1999 var einnig árið sem Bandaríkin héldu forseta sem þau töldu að þau myndu missa, það er Bill Clinton, og misstu forseta sem þau hefðu ef til vill fengið, John F. Kennedy yngri. Spillingarfen stjórnmála Rússland sökk dýpra í spillingar- fen stjórnmálanna og kapítalisma maflósa samtímis því sem þriðji for- sætisráðherra landsins á árinu sendi skriðdreka til að bæla niður uppreisn múslíma í Tsjetsjeníu. Áustur-Timorbúar losnuðu una- an oki Jakarta. Átök múslíma og kristinna, vaxandi aðskilnaðar- stefna og öngþveiti í efnahagsmál- Gwyneth Paltrow naut mikilla vin- sælda í Hollywood á árinu. Hér sést hún í hlutverki sínu í óskarsverð- launamyndinni Ástfanginn Shake- speare. Sjálf fékk hún óskar. Ástralskur hermaður beinir riffli sín- um að manni sem grunaður er um að vera í vígasveitum andstæðinga sjálfstæðis Austur-Tímors. Víga- sveitir gengu berserksgang og myrtu mikinn fjölda manna eftir að Ijóst var að íbúar Austur-Tímors höfnuðu áframhaldandi sambandi við Indónesíu. um og pólitík héldu þó áfram að valda umróti í Indónesíu. Á árinu sem er að líða varð út- hlutunarnefnd óskarsverðlaunanna ástfangin af Shakespeare, stráka- hljómsveitir nutu enn sömu vin- sælda og allur nýr varningur í verslunum var með merkimiða sem á stóð millennium eða þúsund ár. Bókstafstrúarmenn í stærðfræði, sem bentu á að þriðja árþúsundið samkvæmt tímatali Krists hæfist ekki fyrr en 2001, voru afgreiddir sem sparðatinendur. Yfirvöid og fyrirtæki höfðu varið gífurlegu fé í undirbúning og ætl- uðu ekki að láta staðreyndir koma í veg fyrir góða veislu. Hraðbankar leika ekki jólalög Fyrirtæki fullvissuðu viðskipta- vini sína um að þau væru örugg fyr- ir 2000-vandanum. Flugvélar myndu ekki hrapa niður úr háloftunum og hraðbankar myndu ekki leika jóla- lög um leið og þeir gleyptu banka- kortin okkar á nýársdag. Sumir bankar í Evrópu voru viss- ir um að tölvurnar þeirra réðu við breytinguna þegar i ljós kom að ótt- inn um hrun hraðbankavéla, þegar tekin var upp sameiginleg evrópsk mynt, reyndist ástæðulaus. Um 300 milljónir Evrópubúa vöknuðu upp við það í janúar að tekin hafði ver- ið upp sameiginleg evrópsk mynt í fyrsta sinn frá því á tímum róm- verska keisaradæmisins. Skammvinn sæluvíma Vesturlanda til að hrekja burt ein- vald sem komið hefur sér vel fyrir. Nítján aðildarríki NATO eyðilögðu stóran hluta samgöngu- kerfis Serbíu með sprengjum og flugskeytum. Forsetarnir tveir í Washington og Moskvu, sem báðir voru í veikri stöðu, deildu um hern- aðaraðgerðirnar og Kína blandaðist inn í málið eftir loftárás NATO á kínverska sendiráðið í Beigrad. rir horn í Lewinskymálinu Sæluvíman var hins vegar skammvinn því nýja evran fór að falla gagnvart doÚarnum. Sumir Þjóðverjar veltu því fyrir sér hvort ekki hefði verið viturlegra að halda hinu volduga marki sem eitt Júgóslavíulýðveldið, Svartfjalla- land, tók upp i stað eigin gjald- miðils, dinarsins. Allar spár um að Milosevic Júgóslavíuforseti félli af valdastóli reyndust rangar. Hann sannaði, eins og Saddam Hussein íraks- forseti hafði áður gert, að það þarf meira en aðarmátt Bill Clinton slapp fyrir horn í fyrstu réttarhöldunum á þessari öld sem höfðuð voru til embættismissis. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétleiðtogi, kveður Rafsu eiginkonu sína hinstu kveðju. Raísa lést á sjúkrahúsi í Þýskandi í september. Þetta gerðist líka á árinu 1999: Rósirnar bræddu ekki konuhjartað Árið byrjaði ekki vel fyrir ítal- ann Roberto sem reyndi að fá kærustuna sina, hana Al- essöndru, til að hætta við að hætta við að giftast hon- um. Al- essandra lét ekki segjast og skipti þá engu þótt Ro- berto léti færa henni 1480 rósir. Eina rós fyrir hvern dag sem þau voru trúlofuð. Roberto færði sinni heittelsk- uðu meira að segja sjálfur síð- ustu rósina, kom ríðandi á hesti að veitingastaðnum þar sem Al- essandra sat að snæðingi með fjölskyldu sinni. Eini maðurinn sem græddi á örvæntingarfullum tilraunus Ro- bertos var blómasalinn. Fékk bréf frá Elvis eftir 39 ára bið Betra er seint en aldrei hlýtur hún Karen Golz að hafa hugsað í janúar þegar henni barst bréf frá sjálfum rokkkónginum Elvis Presley, 39 árum eftir að það var póstlagt. Karen, sem var og er mikill aðdáandi Presleys, hafði beðið goðið um eiginhandaráritun fyr- ir 11 ára afmælið sitt árið 1960. Bréfið kom ekki og Karen viður- kennir að hafa grátið á afmælis- daginn. Drap kærustuna, sauð hana og át Tuttugu og fjögurra ara gam- all Breti var dæmdur í lífstíðar- fangelsi á árinu fyrir að drepa kærustuna, sjóða af henni annað lærið og snæða það síðan með pasta og ostasósu. Maðurinn bar að hann hefði dreymt um að verða frægur raðmorðingi. Vilja eiga titrar- ana sína í friði Hópur kvenna í Alabamaríki í Bandaríkjunum vildi fá að eiga titrarana sína og önnur hjálpar- tæki ástarlífsins i friði. Konum- ar höfðuðu mál á hendur ríkinu. Lögmaður kvennanna sagði að með banni sínu á hjálpartækjun- um væri hið opinbera að skipta sér af því sem fram færi í svefn- herbergjum almennings. íkveikja eftir rifr- ildi um málverk Hjónarifrildi getur haft marg- víslegar afleiðingar í för með sér, eins og sannaðist best í Dan- mörku. Þar kveikti karlmaður nokkur í húsi sínu eftir heiftar- legt rifrildi við frúna. Deiluefn- ið? Jú, hjónin voru ekki sam- mála um hvar og hvernig skyldi hengja málverk upp á stofuvegg- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.