Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 37
UV FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 útlönd . Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, flokks hægriöfgamanna, vann umtals verðan kosningasigur þegar flokkur hans fékk um 27 prósent atkvæða í þingkosningun- um í október. Þessi mynd var hins vegar tekin eftir héraðskosningarnar í Carinthia- héraði í mars. Bangsinn heitir Kenny og er ekki að sjá annað en honum líki vel að láta stjórnmálamanninn mata sig. Haider hefur þá stefnu helsta að vera á móti innflytjendum. meðal bandamanna hans í Kreml. Forsetinn, sem stundum er óút- reiknanlegur, rak tvo forsætisráð- herra áður en hann útnefndi fyrr- verandi foringja í KGB, Vladimir Pútín, til að stjóma stríðsrekstri Rússlands á öðru ólgusvæði í Evr- ópu, norðurhluta Kákasus. Sameinuöu þjóðimar voru varla Vladímír Pútín kom fram á svið rússneskra stjórnmála á árinu þeg- ar hann var skipaður forsætisráð- herra. Hann nýtur nú mikilla vin- sælda vegna hörku sinnar í garð uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu. búnar að ákæra Milosevic fyrir stríðsglæpi og flóttamenn komnir haftur heim til Kosovo þegar rúss- neskir skriðdrekar óku í átt að Tsjetsjeníu til að reyna að binda enda á uppreisn sem hrellt hafði Moskvu frá miðjum tíunda áratugn- um. Vesturlönd fordæmdu grimmd Rússa Vesturlönd fordæmdu grimmd Rússa í áhlaupinu sem hafði í fór með sér dauða fjölda óbreyttra borg- ara og stökkti tugum þúsunda á flótta til nágrannaríkisins Ingú- setíu. Sjálfstæðisbarátta skók einnig Indónesíu, sem þveröfugt viö mörg önnur lönd í suðausturhluta Asíu, þoldi ekki eftirköst efnahagsumróts- ins tveimur árum áður. Fallvölt stjóm Indónesíu leyfði Austur-Tímorbúum að greiða at- kvæði um sjálfstæði. En vígasveitir hliðhollar Indónesíu skildu eftir sig blóði drifna slóð um fyrrverandi ný- Borgaralegari stjórn í Pakistan lauk þegar herinn rændi völdum í þeim tilgangi að binda enda á spillingu og hnignun efnahagslífs- ins, eins og það var orðað. í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku, var hins vegar bundinn endi á 15 ára herstjóm og borgaraleg stjóm sett á lagg- irnar. Friður komst á í Sierra Leone eftir margra ára hryllilegt borgara- stríð. Fridur á N-lrlandi Friðvænlega horfði einnig á írlandi þegar lýðveldisssinnar og sambandssinnar sam- einuðust loks í stjóm á N-írlandi. Þar með lauk aldarfjórð- ungslangri beinni stjóm Englands yfir svæðinu. í Mexíkó sýndi Byltingarflokkur inn, sem verið hefur óslitið við völd í 70 ár, loks svolitla ábyrgð með því að efha í fyrsta sinn til forkosninga fyrir forsetakosningamar á næsta ári. Örlítið sunnar afhenti Jimmy Carter, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, stjómvöldum í Panama yfirráð yflr Panamaskurð- inum. Bjartsvn austurlö m í Mið- öndum í lok ársins gætir á ný bjartsýni í Miðausturlönd- um. Vonir eru bundnar við að ísrael og Sýrlandi takist að jafna ágreining- inn um Gólanhæðir. ísraelar fengu nýjan leiðtoga á árinu, Ehud Barak, sem var skjólstæð- Karl Bretaprins brá sér heimsókn til erkifjendanna í Argentínu í mars. í heljarmik- illi matarveislu komst prins- inn ekki hjá því að dansa argentínska þjóðardansinn tangó. Dansfélaginn var ekki af verri endanum, hin 33 ára og gullfal- lega Adriana Vasile. Ekki er laust við að Karl sé eilítið vandræðalegur. Dauðinn knúði dyra á ný hjá valdamestu ættinni í pólitík í Bandaríkjunum. Flugvél Johns F. Kennedys yngri, eiginkonu hans og mágkonu hrapaði í Atlantshaf und- an strönd eyjunnar Martha's Vine- yard í Massachusetts. Ösku Kennedys, laglegs tímarits- útgefanda sem hafði farið leynt með pólitískan metnað sinn, var dreift í hafið. Heimurinn velti því fyrir sér hvort Bandaríkin hefðu misst mögulegan forseta næsta árþús- unds. Meðal annarra eftirtektarverðra leiðtoga, sem létust á árinu 1999, voru Hussein Jórdaníukonungur, máttarstólpi friðarumleitananna í Miðausturlöndum, og fyrrverandi forseti Tansaníu, Julius Nyerere, sem hafði reynt að miöla málum í þjóðernisátökum í hjarta Afríku. Franjo Tudjman, umdeildur leiðtogi Króatíu, lést einnig á árinu. Fjöldi vestrænna leiðtoga var ekki við- staddur útfor mannsins sem gegndi mikilvægu hlutverki í átökunum á Balkanskaga snemma á tíunda áratugnum. Nelson Mandela, fyrsti lýðræðis- lega kjörni forseti S-Afríku, stóðst freistingar valdsins og vék til hliðar. Eftirmaður hans varð Thabo Mbeki. Frægir lista- menn Nokkrir frægir lista- menn hurfu til feðra sinna á ár- inu. Banda- ríski kvik- myndaleik- stjórinn Stanley Kubrik lést skömmu eftir að tökum lauk á mynd- inni Eyes Wide Shut. Kvikmynda- heimurinn missti einnig bresku leikarana Dirk Bogarde, Oliver Reed og Desmond Llewelyn, sem þekkastur er fyr- ir að leika brellu- meistarann Q í myndunum um James Bond. Bandaríski rit- höfundurinn Joseph Heller, sem skrifaöi bók- ina Catch 22 um síðari heimsstyrjöldina, og breski rithöfundurinn Iris Murdoch féllu einnig frá. Sömuleiöis bandaríski fiðluleikarinn Yehudi Menuhin og bandaríski golfkappinn Payne Stewart. Sá síð- arnefndi fórst í flug- slysi. í Hollywood var Shakespeare in Love kjörin besta kvik- mynd ársins og Gwyneth Pal- trow hlaut óskarinn fyrir besta kvenhlutverkið. ítalinn Roberto Benigni var kjörinn besti karlleik- arinn. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut þýski rithöfundurinn Gúnter Grass. Hörmungar Kennedy- fjölskyldimnar Réttarhöldin voru vegna Monicu Lewinsky málsins. Forsetinn slapp þó ekki óskaddaður frá þessu, hvorki heima né erlendis. í Moskvu veiktist Borís Jeltsín hvað eftir annað og olli það tauga- spennu um eftirmann forsetans lendu Portúgala áður en þær hurfu loks frá landsvæðinu sem Suharto, fyrrverandi forseti, hertók 1975. Indland og Pakistan, sem bæði eru fær um að framleiða kjarnorku- vopn, voru um skeið á barmi styrj- aldar vegna deilunnar um Kasmír. ingur Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra. Barak, sem sigr- aði Benjamin Netanyahu, leiðtoga hægri manna, í almennum kosning- um, setti í gang viðræður við Palest- ínumenn. Heimsmálin féllu oft í skuggann hjá Bandaríkjamönnum vegna hörmulegra atburða heima fyrir. Tveir vopnaðir unglingar í Col- umbineskólanum í Denver í Colorado skutu til bana 13 manns áður en þeir sviptu sjálfa sig lífi. Bandaríska þjóðin, sem er vön of- beldi tengdu skotvopnum, varö fyr- ir miklu áfalli. í kjölfarið voru framdar skotárásir í þremur öðrum skólum. Urðu þessar árásir til aö kynda á ný undir umræðunni um eftirlit með skotvopnum. Náttúruhamfarir áárinu 1999 Árið sem nú er senn liðið fór ' ekki varhluta af gífurlegum nátt- úruhamförum sem kostuðu tugi þúsunda manna lífiö viðs vegar um heiminn. Fyrst skal geta aurskriðanna sem urðu í Venesúela rétt rúmri viku fyrir jól. Talið er að allt að fimmtíu þúsund manns kunni að hafa látið lífið þegar aurskriður af völdum úrhellisrigningar þeyttust niður fjallshlíðar við Karíbahafsströnd Venesúela og grófú undir sér heilu bæina. Bú- ist er við að uppbyggingarstarfið taki mörg ár og muni kosta hundruð milljarða króna. í nágrannaríkinu Kólumbíu fórust 1170 manns þegar jarð- skjálfti, sem mældist 6,3 stig á Richter, varð í kaffiræktarhér- aði i miðhluta landsins. Miklar skemmdir urðu í tuttugu borg- um og bæjum, þó mestar í hér- aðshöfuðborginni Armeníu sem liggur hátt uppi í Andesfjöllum. Jarðskjálftar í Tyrklandi og á Taívan í ágúst og september urðu þó enn mannskæðari. Jarðskjálftinn í Tyrklandi þann 17. ágúst mældist 7,4 stig á Richter og varð rúmlega sautján þúsund manns að bana í norð- vesturhluta landsins, í og við borgina Izmit. Mikill fjöldi öfl- ugra eftirskjálfta fylgdi í kjölfar- ið. Eyðileggingin var mikil, eins og nærri má geta. Á Taívan skalf jörðin 21. sept- ember. Skjálftinn xmældist 7,6 stig á Richter og varð rúmlega tvö þúsund manns að bana. Mikil snjóflóð féllu í austur- ríska skíðabænum Galtúr þann 23. febrúar og í nærliggjandi bæ næsta dag. Alls létust 38 manns í snjóflóðunum. Margir dalir í Austurríki lokuðust þessa daga vegna gríðarlegs fannfergis og komust ferðamenn seint og illa burt. Fellibyljir og skýstrokkar uröu mannskæðir á árinu eins og endranær. í maíbyrjun létust 54 þegar tugir skýstrokka fóru um nokkur riki í sunnanverðum Bandaríkjunum. Rúmlega eitt þúsund létust í fellibyl I sunnan- verðu Pakistan síöar í sama mánuði. Mannskæðasti fellibyl- urinn á þessu ári varð þó á Ind- landi í lok október. Þar létust tæplega tíu þúsund manns og eyðileggingin varð gífurleg. Stórslys voru mörg, til dæmis eldsvoðinn í göngunum undir Mont Blanc í Ölpunum, fjöldi flugslysa og lestarslysið í Lundúnum þar sem 31 lét lífið í októberbyrjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.